Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fannfergi í Suður- Evrópu FRANSKIR hermenn voru kallað- ir út um helgina til að aðstoða hundruð ökumanna sem festust í snjó á vegum frá borginni Lyon að suðurhluta landsins. Snjókoma olli einnig umferðaröngþveiti á Italíu, Spáni, í Sviss og Belgíu. Að minnsta kosti einn maður beið bana í Sviss af völdum kulda. Tugþúsundir heimila í Frakk- landi voru án rafmagns eftir að rafmagnslínur hrundu vegna fannfergisins. Loka varð einnig alþjóðaflugvellinum í Barcelona í tvær klukkustundir á sunnudags- morgun meðan spjó var mokað af flugbrautunum og flugvéium. forsætisráðherra Bretlands, Bill Clinton Bandai-íkjaforseti, Gerhard Sehröder, kanzlari Þýzkalands, Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, Massimo D’Alema, for- sætisráðherra Italíu, og Femando Enrique Cardoso, forseti Brasilíu - em allir meðlimir í félagsskap sem kennir sig við „þriðju leiðina". Meðal þess helzta sem stjórn- málaleiðtogamir ályktuðu á ráð- stefnunni - sem bar yfirskriftina „Framsækin stjómun iyrir 21. öld- ina“ - var að mæla eindregið með því að leitazt yrði við að allar þjóðir heims gætu fengið hlutdeild í tækni- þróun nútímans, m.a. til þess að vinna gegn atvinnuleysi og mismun- un, án þess að hamla hagvexti. Clinton beindi sjónum að félags- legum og efnahagslegum framför- um í Bandaríkjunum á síðustu ár- um, en sagði sárafátækt enn fyrirfinnast í vissum afmörkuðum hópum innan samfélagsins. Þessir hópar stæðu utan við nýjustu tækni- þróunina og hjá þeim væri atvinnu- leysi þremur til tólf sinnum meira en landsmeðaltal. Sagði hann mögu- legt að bæta úr þessu með því að beina fjárfestingum til þessara hópa sem dregizt hefðu aftur úr. Til að hlú að áframhaldandi hagvexti í Bandaríkjunum verður, að mati Clintons, að brúa bilið milli þeirra sem hafa atvinnu og hinna atvinnu- lausu. „Hin svokallaða misskipting er mikið vandamál - þ.e. það fólk sem hefur aðgang að Netinu og öðr- um þáttum nútímatækni, hefur mik- ið forskot og þetta bil verður að brúa,“ sagði Bandaríkjaforseti. „Eg tel að við eigum að stefna að því að í þróuðu löndunum verði innan ákveðins árafjölda aðgengi að Net- inu og upplýsingatækninni eins út- breitt og það er nú að símkerfinu,“ sagði hann. Þetta muni frekar en nokkuð annað stuðla að jöfnun lífs- gæða. Reuters Ráðstefna sex jafnaðarmannaleiðtoga Hnattvæðing og umbætur á kostnaðarsömum velferðarkerfum voru í þungamiðju á ráðstefnu leið- toganna, sem fram fór í Vecchio- höllinni í Flórens, en skipuleggjend- ur voru Evrópuháskólinn (Europ- ean University Institute) í Flórens og Lagaháskólinn í New York (New York University of Law). Þátttak- endur héldu á ráðstefnunni áfram nánari útfærslu þeirra hugmynda sem kenndar hafa verið við „þriðju leiðina" svokölluðu, sem gengur í stórum dráttum út á hvemig nýta megi krafta hins frjálsa hnattvædda hagkerfis en stuðla jafnframt að fé- lagslegu réttlæti. Gerhard Schröder og Tony Blair reifuðu sínar hug- myndir um þetta í sameiginlegu skjali fyrr á árinu og var leitazt við að útfæra þær nánar á Flórensfun- dinum, auk þess sem nokkur hundr- uð boðsgestum gafst tækifæri til að gagnrýna þær. Lionel Jospin lagði áherzlu á að leiðtogamir sex virtu sömu gildi, en fyigdu mismunandi leiðum. Alastair Campbell, talsmaður Blairs, sagði að til Flórensfundarins hefði verið kallað vegna þess að hugmyndir skipti máli. „Ef það er tómarúm á vinstri vængnum," vegna skorts á hugmyndum, „munu hægrimenn fylla upp í það,“ sagði hann. Leiðtogamir þekktust boð Schröders til framhaldsráðstefnu í Berlín, væntanlega í marz nk. A 7 E 714 MARSEÍLLE - CENTHE É Æ A 55 ftr MAR$E!LLE ■ - VIEUX PORT ixm Netið gagnlegt „þriðju leiðinni“ Flórens. AFP, AP LEIÐTOGAR ríkisstjóma sex vest- rænna ríkja, sem allir kenna stjóm- málastefnu sína við jafnaðar- mennsku, sátu á rökstólum í Flórens um helgina um það hvemig sem flestir íbúar heimsins geti á nýrri öld notið góðs af hnattvæð- ingu efnahagslífsins og hátækniþró- un nútímans. Leiðtogamir sex - Tony Blair, Bandarísk stjómvöld hafa um nokkurt skeið beitt sér fyrir því að Netið yrði meðhöndlað sem „skatt- frjálst svæði“, í því skyni að stuðla að auknum rafrænum viðskiptum. I ríkjum Evrópu er aftur á móti í æ rneiri mæli litið til hinna ört vaxandi netviðskipta sem nýrrar tekjulindar fyrir opinbera sjóði. Hnattvæðing og umbætur á velferðarkerfiim Hallar undan fæti fyrir Hillary Albany. AP, The Daily Telegraph. NU þykir farið að halla nokkuð undan fæti fyrir Hillary Clinton í kosningabaráttu hennar fyrir öld- ungadeildarþingsæti í New York- riki. Forsetafrúin hefur gefið höggstað á sér með nokkram óheppilegum mistökum, og um helgina hvatti virtur meðlimur Demókrataflokksins í New York hana til að draga sig í hlé. Ronnie Eldridge, borgarráðs- maður í New York, er fyrsti demókratinn sem ræðst með þess- um hætti að Hillary. „Hún er veik- asti frambjóðandinn og ég tel að það séu of margir brestir í kosningabar- áttu hennar,“ sagði hún á laugar- dag. „Fólk hefur hingað til hikað við að segja þetta, en eftir því sem mað- ur talar við fleira fólk verður maður var við meiri óánægju. Eg tel að hún og flokkurinn eigi að hugsa sig tvisvar um framboð hennar.“ Ummæli Eldridges era sögð vera til marks um að demókrötum í New York þyki nóg um þau mistök sem Hillary hefur gert í kosningabarátt- unni. Ferð hennar til Israels fyrr í mánuðinum hefði til dæmis átt að vera fullkomið tækifæri til að öðlast stuðning gyðinga, sem eru stór hluti kjósenda í New York. Málið snérist þó í höndunum á Hillary þegar hún ákvað á síðustu stundu að heim- sækja sjálfstjómarsvæði Palestínu- manna á Vesturbakkanum, þar sem hún sat hljóð undir harðorðum ás- ökunum Suha Arafat, eiginkonu Yassers Arafats, í garð Israela. Forsetafrúin mótmælti ekki um- mælum Suha fyrr en nokkram klukkustundum síðar, eftir að repúblikaninn Rudolph Giuliani, borgarstjóri í New York og væntan- legur mótframbjóðandi hennar, hafði gagnrýnt hana fyrir aðgerða- leysið. Skapar sér óvinsældir meðal stórra hópa kjósenda Snemma í september kom Hill- ary sér í bobba með því að gagnrýna þá ákvörðun eiginmanns síns að veita nokkram Púertó Ríkönum í bandarískum fangelsum sakarupp- gjöf, en það skapaði henni óvinsældir meðal hins fjölmenna samfélags Púertó Ríkana í New York. Þá þóttu kaup Clinton-hjón- anna á húsi í New York-ríki fyrr á árinu bera keim af smjaðri fyrir kjósendum og það þótti heldur ekki trúverðugt þegar Hillary sagðist hafa verið aðdáandi hafnaboltalið- sins New York Yankees frá bar- næsku. I skoðanakönnun sem dagblaðið New York Post gerði, kváðust 53% aðspurðra telja að Hillary ætti að draga sig í hlé. Könnunin var gerð á fimmtudag og föstudag, og var úr- takið 908 manns. Bjargað eftir 10 daga innilokun SJÖ hellaskoðunarmönnum, sem lokuðust inni í djúpum helli í Suð- vestur-Frakklandi fyrir 12 dög- um, var bjargað úr prísundinni í gær og fyrradag. Hér hífa björg- unarmenn einn þeirra (með hvít- an, skitugan hjálm) upp úr björg- unarborholunni, aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafði haldið í ieiðang- ur niður í Vitarelles-hellana 11. nóvember, en óveður með mikilli úrkomu olli því að neðanjarðar- vatnsborðið hækkaði mjög hratt, sem varð til þess að hellaskoðun- armennimir lokuðust inni. Mikil leit var gerð að mönnun- um, sem loks bar árangur síðdeg- is á sunnudag. Var þeim bjargað með því að bora lóðrétt göng, sem tveir björgunarmenn sigu niður um, í á sem rennur í einum anga Vitarelles-hellanna. Með því að kafa eftir neðanjarðaránni tókst þeim að flnna tvo hinna týndu hellaskoðunarmanna. Hinir fímm fundust, eins og á hafði verið gizkað, í meginhvelfingu „Cle de Voute“-hellisins, þar sem hópur- inn hafði reist tjald á syllu nægi- lega ofarlega til að flóðið ógnaði þeim ekki. Voru mennirnir allir kaldir en svo til óslasaðir. Leiðtogi heittrúar- manna myrtur BYSSUMAÐUR skaut í gær til bana einn af æðstu leiðtog- um Islömsku frelsisfylkingar- innar (FIS), hreyfingar íslamskra heittrúarmanna í Alsír sem bönnuð er af stjóm- völdum. Morðinginn skaut nokkrum skotum að hinum fertuga Abdelkader Hachani þar sem hann beið á biðstofu tann- læknis síns í Algeirsborg. Læknar á sjúkrahúsi í borg- inni framkvæmdu skyndiað- gerð á Hacahani til að reyna að bjarga lífi hans en án ár- angurs. Hachani hefur verið einn þeirra sem hvatt hefur til frið- ar í landinu og farið fram á að leiðtogum FIS verði gefnar upp sakir. I Alsír hafa undan- farin ár geisað mikil átök milli íslamskra heittrúarmanna og stjórnvalda. Þúsundir manna hafa orðið fórnarlömb morða og hermdarverka sem talið er að íslamskir heittrúarmenn beri ábyrgð á. A enn yfír höfði sér réttarhöld Einn höfuðsakborningurinn í stríðsglæparéttarhöldunum vegna þjóðarmorðsins í Rúanda árið 1994, sem látinn var laus fyrr í þessum mánuði, gæti enn átt yfir höfði sér mál- sókn. Carla del Ponte, aðal- saksóknari alþjóðlega saka- máladómstólsins sem komið var á fót vegna stríðsglæp- anna í Rúanda, sagði í gær að nýjar sannanir sem komið hafa fram geti orðið til þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Dómstóllinn hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að sleppa manninum, ekki síst frá stjórnvöldum í Rúanda sem hafa rofið öll tengsl við dómstólinn. Yfirvöld í Rúanda hafa einnig synjað del Ponte um vegabréfsáritun til Rúanda. Yfir 800.000 manns af ætt- bálki Tútsa vora myrtir með- an vargöldin í Rúanda geisaði. Vasile segir ekki af sér Þrátt fyrir háværar kröfur í Rúmeníu um afsögn forsætis- ráðherra landsins, Radu Vasi- le, er talið að hann muni ekki fara frá eftir að leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks Rúmeníu, Bændaflokksins, sagði að slíkt mundi skaða ímynd landsins. Leiðtogi Bændaflokksins, Ion Diaconeseu, sagði að stjórnarskipti í landinu yrðu til þess að veikja tiltrú ann- arra Evrópuríkja á Rúmeníu nú þegar til stæði að bjóða landinu til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Vasile forsætisráðherra hefur legið undir ámæli vegna þess hve efnahagsástand er bágborið í landinu og vegna spillingarmála sem hann og aðrir háttsettir stjómmála- menn í landinu er sagðir við- riðnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.