Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 28

Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Borgarstjóraefni ílialdsmaiina í London dregur sig í hlé vegna hneykslismáls Archer vikið úr þing- flokki íhaldsmanna A yfír höfði sér saksókn og allt að tveggja ára fangelsi * Breski Ihaldsflokkurmn er nú í miklum vanda vegna máls Archers lá- varðar sem neyddist til að draga sig í hlé sem frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningun- um í London vegna hneykslismáls sem gæti orðið til þess að hann yrði sóttur til saka fyrir að leggja stein í götu réttvísinnar. London. The Daily Telegraph. BRESKI rithöfundurinn og stjórn- málamaðurinn Jeffrey Archer lá- varður sætir nú lögreglurannsókn eftir að hafa játað að hafa beðið vin sinn að bera ljúgvitni í meiðyrða- máli sem hann höfðaði gegn breska dagblaðinu The Daily Star fyrir þrettán árum. Hugsanlegt er einn- ig að blaðið höfði mál gegn Archer til að krefjast þess að hann endur- greiði bætur sem blaðið var dæmt til að greiða honum vegna ásakana þess um að hann hefði haft mök við vændiskonu. Vísað úr flokknum? Archer ákvað á laugardag að draga sig í hlé sem frambjóðandi Ihaldsflokksins í borgarstjóra- kosningunum í London á næsta ári og tilkynnt var í gær að honum hefði verið vikið úr þingflokknum vegna málsins. Siðanefnd íhalds- manna var einnig falið að rannsaka mál hans og hugsanlegt er að hún víki honum úr Ihaldsflokknum. Búist er við fleiri afhjúpunum í málinu á næstu dögum. Lögreglan í London staðfesti að hún hefði hafíð rannsókn á því hvort Archer hefði lagt stein í götu réttvísinnar með því að biðja vin sinn að bera ljúgvitni. Verði hann ákærður kann hann að verða dæmdur í allt að tveggja ára fang- elsi. The Daily Star hafði verið dæmt til að greiða Archer hálfa milljón punda vegna fréttar um að hann hefði haft mök við vændiskonuna Monicu Coghlan í september 1986. Dagblaðið krafðist þess um helgina að Archer endurgreiddi bæturnar með vöxtum, tæpa milljón punda, andvirði 116 milljóna króna. Blað- inu var einnig gert að greiða allan málskostnaðinn sem nam 700.000 pundum, andvirði rúmra 80 millj- óna króna. Blaðið íhugar nú að fylgja kröf- unni eftir með því að höfða mál gegn lávarðinum. Blaðið kann einnig að áfrýja dómnum í meið- yrðamálinu en breskir lögspeking- ar telja ólíklegt að sá kostur verði valinn. Vildi vernda „nána vinkonu“ Archer játaði að hafa beðið gamlan vin sinn, Ted Francis, að Ijúga því að þeir hefðu snætt kvöld- verð saman 9. september 1986, daginn sem The Daily Star hélt því fram í fyrstu að Archer hefði sofið hjá vændiskonunnh Francis kvaðst hafa orðið við beiðni Archers og sent lögfræðingi hans bréf þess efnis að þeir hefðu verið á veitinga- húsi í London umrætt kvöld. Jeffrey Archer lávarður og eiginkona hans, Mary, aka að heimili sínu í Cambridge á laugardag eftir að hann ákvað að draga sig í hlé sem frambjóðandi Ihaldsflokksins í borgarstjórakosningunum á næsta ári. Bréfíð var aldrei lagt fram sem sönnunargagn í réttarhöldunum þar sem The Daily Star breytti frá- sögn sinni og sagði að Archer hefði verið með vændiskonunni daginn áður. Archer hafði þegar fengið fjarvistarsönnun fyrir þann dag. Archer kvaðst hafa óskað eftir liðsinni vinar síns til að vernda „nána vinkonu“ sína, sem hann hafði snætt kvöldverð með 9. sept- ember. Að sögn breskra fjölmiðla var það Andrina Colquhoun, fyrr- verandi aðstoðarkona Archers, sem starfaði fyrir hann þar til hann var skipaður varaformaður íhalds- flokksins árið 1985. Verður hugsanlega saksóttur Archer telur sig ekki hafa framið lögbrot þar sem bréfið var aldrei lagt fram sem sönnunargagn. Breskir hæstaréttarlögmenn segja hins vegar að Archer kunni að verða sóttur til saka fyrir að leggja stein í götu réttvísinnar þótt bréfið hafi ekki verið notað sem fjarvist- arsönnun í réttarhöldunum. Breskir dómarar hafa tekið mjög hart á slíkum málum, t.a.m. var Jonathan Aitken, fyrrverandi aðstoðairáðherra í stjórn íhalds- flokksins, dæmdur í 18 mánaða fangelsi íyrr á árinu fyrir meinsæri og tilraun til að hindra framgang réttvísinnar í meiðyrðamáli. íhaldsmenn kjósa nýtt borgarstjóraefni William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, vonast til þess að geta dregið úr skaða fiokksins vegna málsins með því að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu meðal allra félaga hans í London til að velja nýtt borgarstjóraefni. Sú ákvörðun er áfall fyrir Steve Norris, fyrrver- andi samgönguráðherra, sem varð í öðru sæti í atkvæðagreiðslu íhaldsmanna í síðasta mánuði þeg- ar Archer var valinn borgarstjóra- efni flokksins. Norris hafði sagt að hann væri tilbúinn að taka við af Archer en sett það skilyrði að ekki yrði efnt til nýrrar atkvæðagreiðslu. For- ystumenn íhaldsflokksins voru í fyrstu hlynntir því að óvissunni yrði eytt sem fyrst með því að Norris yrði tilnefndur frambjóð- andi flokksins. Hague komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að staða Norris sem frambjóðanda yrði veik þar sem Verkamannaflokkurinn gæti lýst honum sem „varaskeif- unni“ eða „borgarstjóraefninu sem íhaldsmenn höfnuðu". Norris er sagður hafa reiðst Hague vegna ákvörðunarinnar. Hann gaf þó út varfæmislega orð- aða yfirlýsingu á sunnudag um að hann vildi „íhuga“ þátttöku í kjöri íhaldsflokksins. Michael Ancram, formaður flokksins, kvaðst vona að Norris gæfi kost á sér í kjörið. Hann sagði að kjömefnd flokksins hefði sam- þykkt einróma að valið á fram- bjóðandanum yrði eins „opið og lýðræðislegt" og mögulegt væri. Fresturinn til að tilnefna fram- bjóðendur í kjörinu rennur út 6. desember og kjömefndin á síðan að velja tvo menn sem verða í framboði. Stefnt er að því að nið- urstaða kjörsins liggi fyrir ekki síðar en 17. janúar, mánuði áður en kjörmannaráð Verkamannaflokks- ins velur borgarstjóraefni stjóm- arflokksins. Norris sigurstranglegastur Norris er talinn líklegastur til að fara með sigur af hólmi í kjörinu gefi hann kost á sér. Hann hefur mikla reynslu af stjórnmálum og þykir dugmikill baráttumaður í kosningum og eiga auðvelt með að höfða til kjósenda. Talið er að Norris hyggist halda að sér höndum og ákveða hvort hann gefi kost á sér í kjörinu eftir að það skýrist hvaða íhaldsmenn hyggjast bjóða sig fram. Margir telja að hann sé það borgarstjóra- efni sem Verkamannaflokkurinn óttist mest. Fortíð hans þykir hins vegar nokkuð litskrúðug og hugsanlegt er að íhaldsmenn velji einhvern traustan frambjóðanda, sem þyki líklegri til að hafa hreinan skjöld. Siðanefndin ræddi ekki fortíð Archers Þegar Hague var sagt frá nýj- asta hneykslismálinu á föstudags- kvöld ákvað hann strax að Archer yrði að draga sig í hlé og sagði að hann hefði brugðist flokknum. Lá- varðurinn hafði þá reynt að fá nán- ustu bandamenn sína í flokknum til að reyna að bjarga sér úr vandræð- unum. Margir íhaldsmenn óska þess þó nú að Hague hefði sýnt jafnmikla röggsemi fyrir tæpum tveim árum þegar Archer hóf baráttu sína fyrir því að verða valinn borgarstjóra- efni flokksins. Staðfest var um helgina að siða- nefnd Ihaldsflokksins, sem Hague kom á fót eftir að hann var kjörinn leiðtogi flokksins 1997, hefði aldrei komið saman til að ræða hvort Archer væri hæfur til að gegna áhrifamesta embættinu í landinu utan ríkisstjórnarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Archers sem hann lendir í vandræðum. Hann sagði til að mynda af sér þingmennsku árið 1974 eftir að hafa tapað andvirði tæpra 50 milljóna króna á fjárfest- ingum í Kanada sem gerðu hann næstum gjaldþrota. Hann sagði einnig af sér sem varaformaður íhaldsflokksins árið 1986 eftir að aðstoðarmaður hans sást afhenda vændiskonu, sem Archer kveðst aldrei hafa hitt, andvirði 220.000 króna. Viðvaranir hunsaðar Margir höfðu varað við því að framboð Archer myndi fyrr eða síðar enda með ósköpum fyrir íhaldsflokkinn. Michael Crick, sem skrifaði ævisögu lávarðarins, skýrði frá því um helgina að hann hefði skrifað Hague bréf fyrir hálfu öðru ári til að vara hann við því að ýmislegt misjafnt ætti enn eftir að koma fram um fortíð Archers. Crick kvaðst hafa vitað um að minnsta kosti sex fleiri hneykslis- mál sem gætu komið Archer í koll og boðist til að skýra Hague frá öllu sem hann vissi um hann. Hag- ue hefði ekki einu sinni svarað bréfinu sjálfur en látið aðstoðar- mann sinn, Sebastian Coe, skrifa stutt svarbréf, aðeins þrjár línur, þess efnis að hann hefði lesið bréf- ið. Sir Timothy Kitson, fyrrverandi þingmaður í kjördæmi Hagues, lagði einnig fram formlega beiðni um að siðanefndin rannsakaði feril Ai-chers en henni var hafnað. For- ystumenn flokksins sögðu að engin ástæða hefði þótt til að rannsaka málið þar sem Sir Timothy hefði ekki lagt fram neinar nýjar ásak- anir á hendur Archer og ekki væri hægt að ætlast til þess að siða- nefndin færi að grennslast fyrir um óljósar sögusagnir um mál sem væru allt að þrjátíu ára gömul. Þess í stað var ákveðið að for- maður flokksins færi á fund Archers til að inna hann eftir því hvort hann hefði gert eitthvað af sér sem gæti komið honum í koll í kosningabaráttunni. „Archer full- vissaði hann um að svo væri ekki," sagði heimildarmaður í starfsliði flokksins. Maður „heiðarleika og ráðvendni“ Margir starfsmenn og þingmenn Ihaldsflokksins höfðu þó enn efa- semdir um Archer. Þeir óttuðust að hann hefði ekki enn gert hreint fyrir sínum dyram og að of hættu- legt væri fyrir flokkinn að velja hann sem borgarstjóraefni. Hague tók hins vegar áhættuna í von um að Archer gæti sýnt fram á að hann hefði hreinan skjöld með því að ganga í gegnum lýðræðislegar kosningar meðal félaga flokksins í London. Forystumenn íhaldsflokksins vonuðust einnig til þess að með því að leýfa Ai-cher að bjóða sig fram myndu þeir beina athyglinni enn frekar að „ráðríki“ Tonys Blairs forsætisráðherra og tilraunum hans til að koma í veg fyrir að Ken Livingstone yrði frambjóðandi Verkamannaflokksins. Efasemdirnar um Archer innan Ihaldsflokksins voru augljósar þegar niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar var tilkynnt á blaðamanna- fundi á aðalskrifstofu flokksins í síðasta mánuði. Hvorki Hague né Ancram voru á fundinum sem þótti breytast í skrípaleik þegar Archer neitaði að svara spurningum um fortíð sína. Hague lýsti þó yfir fullum stuðn- ingi við Archer á flokksþingi íhaldsmanna í október og lýsti hon- um sem manni „heiðarleika og ráð- vendni“. Viðbúið er að breskir fjölmiðlar minni oft á þau ummæli í umfjöllun sinni um borgarstjóra- kosningarnar. Blair snýr vörn í sókn Tony Blair gagnrýndi Hague harkalega vegna málsins í gær og sagði að hann hefði gerst sekur um dómgreindarbrest með því að virða viðvaranirnar um fortíð Archers að vettugi. Breska dagblaðið The Daily Telegraph tekur í sama streng og segir að spurningar hljóti að vakna um dómgreind Hagues vegna málsins. „Blair hef- ur sýnt að hann er heppnasti stjórnmálamaður kynslóðar sinnar á meðan íhaldsmenn virðast hvað eftir annað taka eitt skref framávið og síðan tvö til baka,“ segir blaðið. Skýrt var frá því á fimmtudag að eiginkona Blairs væri barnshaf- andi og sú frétt beindi athyglinni frá erfiðleikum stjórnarinnar vegna Kens Livingstones og vals- ins á borgarstjóraefni Verka- mannaflokksins. Búist er við að fæðing barnsins í maí styrki ímynd Blairs sem fjölskyldumanns og verði honum til framdráttar í næstu kosningum. Meðan Blair- hjónin böðuðu sig í sviðsljósi fjöl- miðla út um allan heim með Bill Clinton Bandaríkjaforseta á ftalíu um helgina var Hague í herkví breskra fjölmiðla vegna máls Archers. Fjölmiðlar og almenningur virt- ust hafa misst áhugann á fram- boðsraunum Livingstones og vand- ræðagangi Verkamannaflokksins. Það sannaðist enn einu sinni að spakmæli Harolds Wilsons, fyrr- verandi forsætisráðherra, eru enn í fullu gildi: vika er langur tími í stjórnmálunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.