Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 35
_________LISTIR_______
Erindi sem erfiði
TOJVLIST
Langholtskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Barnakór Grensáskírkju, Kammer-
kór I/II, Vox Feminae; Björk Jóns-
dóttir sópran; Svana Víkingsdóttir,
píanó. Stjórnandi: Margrét J.
Pálmadóttir. Föstudaginn 19. nó-
vember kl. 20:30.
NÁKVÆMLEGA hálfri
klukkustund eftir auglýstan tíma
upphófst „forleikur" í formi Tríó-
sónötu G.IL Telemanns í F-dúr,
fluttri af Ágústu Jónsdóttur og
Svanhvíti Yrsu Árnadóttur á fiðl-
ur með Svönu Víkingsdóttur og
Önnu Völu Ólafsdóttur í fylgi-
bassa á píanó og selló. Voru síðan
sungnir tveir „taize“-söngvar
(hvað sem það nú er; skýring
fylgdi ekki), en sá síðari þeirra,
Gloría, heyrðist manni alltjent
vera 3ja radda kanon. Ur latn-
eskri messu eftir Gounod söng
kórinn Kyrie, Gloria og Agnus
Dei; ofurlítið dauft að manni
fannst, nema ef væri fremur af-
leiðing af heldur hæggengu
tempóvali sem undirrituðum
fannst einkenna tónleikana, með
fáeinum undantekningum þó.
Sjálfur kórhljómurinn var þó heil-
steyptur og hreinn, og hélzt það
til loka. I Ave Maria, sönglagsetn-
ingu Gounods á 1. prelúdíu Vel-
tempraða hljómborðs Bachs
(hvort Gounod væri einnig ábyrg-
ur fyrir raddsetningu lagsins kom
hins vegar ekki fram) birtist Vox
Feminae syngjandi upp kirkjug-
anginn með aukna dýpt „alvöru“-
altradda í farteskinu; skemmtileg
sviðsetning og e.t.v. smá bragar-
bót á „uppívöðslu" Gounods sem
allir tónkerar eru enn ekki sáttir
við. Guð sem skapar líf og ljós eft-
ir Hjálmar H. Ragnarsson var
þvínæst sungið í snotru unisono.
Að því loknu sungu kórarnir
þrjá negrasálma í raddsetningum
Reeds, Egils R. Friðleifssonar og
Johns Höjby; Go tell it on the
mountain, My Lord, what a morn-
ing og hápunkt tónleikanna „I
pharadisi“ [sic?], sem í mínum
eyrum hljómaði líkt og sungið
væri á zúlúmáli, swahili eða ann-
arri afrísku, alls óskyldri þeirri
ensku sem „afrískir Bandaríkja-
menn“ eins og þeim ber víst nú að
heita í heimalandinu vestan ála
iðka í negrasálmum sínum. Hvað
um það; söngur kóranna var hér
sérstaklega innlifaður og seiðandi,
og styður það skynditilgátu undir-
ritaðs, að næst eftir að fá að
syngja á ensku sé fátt sem kveikir
meir í hérlendum ungmennum en
hrynræn tilþrif. Ber að harma
hvað tónskáld okkar eru yfirleitt
deig við þau, þegar kórsmíðar eru
annars vegar. Sem aukakrydd
lagði kórstjórinn til dável heppnuð
biksvört snarstefjuð „scat“-inn-
slög úr eigin barka, lygilega lík
þeim er tíðkast í þeldökkri bapt-
istakirkjutónlist vestanhafs. Vakti
það töluverða kátínu úti í sal, og
vantaði bara að ásjóna stúlknanna
lifnaði við líka. En það var öðru
nær. Því miður var ekki, frekar en
fyrri daginn, brugðið út frá þeirri
sýnilegu meginreglu yngra kór-
fólks hér á landi að syngja ávallt
með jarðarfararsvip, án tillits til
viðfangsefnis hverju sinni.
Maria Mater Gratiae hét geysi-
fallegt lag eftir Fauré sem „Kam-
merkór 11“ söng þar á eftir, og úr
Piae Cantiones var síðan sungið
Ave Maris Stella í raddsetningu
Klemetti; hvort tveggja hreint og
tært í flutningi. Hið vinsæla kosm-
íska trúarlag Þorkels Sigur-
björnssonar í fimmskiptum takti,
Til þín Drottinn hnatta og heima,
naut sömuleiðis fallegs sam-
hljóms, en hefði líkt og sumt ann-
að vel mátt vera í aðeins líflegra
tempói. Sól eftir Áskel Másson féll
niður vegna ónægrar æfingar, að
manni skildist á kórstjóra, sem
leiðir hugann að því hvað hægt
væri að gera hér, ef nótnalæsi
þætti jafnsjálfsagt í grunnskóla og
bókstafalæsi.
Kammerkórarnir og VF sungu
þessu næst afar hreint og fallega
hið þegar sígilda Maríukvæði Atla
Heimis við æskudikt nóbelskálds-
ins, þótt ívið hægt væri, og Björk
Jónsdóttir söng ágætan einsöng
með kórnum í hinu að mínu viti
nokkru ofkeyrða Ave María
Kaldalóns. Síðar sá hún einnig um
einsöng í Laudate Dominum eftir
Mozart, og beitti þá gegnheilum
og klingjandi sópran sínum jafn-
vel enn betur. Ave Maria eftir
Kodály var eilítið dauft hjá kórn-
um, en Adoramus te Christe eftir
Lassus kom sýnu betur út, þótt
enn sem oftar væri full hægferð-
ugt í hraðavali að smekk undirrit-
aðs. Flutningur söngnema úr
Kammerkór II á Agnus Dei
Glucks var sérlega þýður, og hæð-
in var bæði glæsileg og fögur í
Veni Domine e. Mendelssohn, er
einnig átti Laudate Pueri, þykk-
asta kórsatz kvöldsins, sem hljóm-
aði mjög glæsilega með sameinuð-
um kröftum allra kórdeilda. Hefði
hinn annars dagfarsdyggi píanó-
leikur Svönu Víkingsdóttur þar
mátt hnykkja betur á með kraft-
meira víravirki í hægri hönd en
gert var.
Síðasta atriði þessara velheppn-
uðu 10 ára afmælistónleika Barna-
kórs Grensáskirkju var Jubilate
Deo eftir ónefndan höfund sem
undirritaður kannaðist ekki við þá
stundina, en sem í fljótu bragði
líktist dulítið Britten á alþýðlegu
augnabliki. Hér var sungið af tölu-
verðu fjöri, og kórarnir sameinuðu
uppskáru mikinn fögnuð áheyr-
enda, er endaði með að afturkalla
aðalsmell kvöldsins, „I pharadisi11,
svo allt ætlaði nánast um koll að
keyra. Margrét Pálmadóttir og
skjólstæðingar höfðu eina ferðina
enn haft erindi sem erfiði.
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Asdis
Frá æfíngu Nemendadansflokksins
s
Listdansskóli Islands
S
sýnir í Islensku óperunni
NEMENDADANS-
FLOKKUR Listdans-
skóla íslands og 6. og 7.
flokkur skólans verða
með dagskrá nútímabal-
letts og klassísks bal-
letts í Islensku óperunni
í kvöld, þriðjudag-
skvöld. Sýnd verða
frumsamin verk eftir
Ástrósu Gunnarsdóttur,
Helenu Jónsdóttur, Mar-
gréti Gísladóttur og
Stephen Sheriff. Þá hefur María
Gísladóttir æft atriði úr þremur
klassískum ballettum með nem-
endunum og verða þau jafn-
framt sýnd.
Orn Guðmundsson, skólastjóri
Listdansskóla íslands segir að
nemendur hafi lagt sig alla fram
við æfingar fyrir sýninguna, en
margir nemendur eru nú þegar
orðnir mjög vanir að koma fram
á sýningum. Hann vonast til þess
að farið verði með sýninguna til
Akureyrar eftir áramótin.
íslenskur dansari
verðlaunaður í Danmörku
Á nýju ári verður mikið um að
vera hjá nemendum skólans.
Strax upp úr áramótum verður
haldin undankeppni í klassiskum
ballett hérlendis og munu þeir
sem hreppa tvö til þrjú efstu
sætin taka þátt í norrænni
danskeppni sem haldin er árlega
í Norður-Svíþjóð. Þar keppa
nemendur frá öllum helstu bal-
lettskólum á Norðurlöndum.
Einn af dönsurum Nemenda-
dansflokksins hefur þeg-
ar átt velgengni að fagna
á erlendri grund. Guð-
björg Halla Arnalds var
valin einn af efnilegustu
nemendum hins virta
sumarskóla Bartholene í
Kaupmannahöfn síðastlið-
ið sumar og fékk styrk til
áframhaldandi náms við
skólann á næsta ári.
Guðbjörg Halla segir
að það hafi verið sér mik-
ill heiður að fá styrkinn. Um 75
nemendur voru í skólanum og
aðeins sex nemendur fengu
styrk. „Þetta hvetur mig að
sjálfsögðu til að halda áfram og
gefur mér tækifæri til að fara út
aftur en það er bæði dýrt og
mikið fyrirtæki. Nú fæ ég hins
vegar öll skólagjöldin borguð og
það er mikill léttir," segir Guð-
björg Halla.
Nemendur skólans komu alls
staðar að úr heiminum, frá
Norðurlöndunum, Japan, Banda-
ríkjunum, Þýskalandi og Spáni,
svo eitthvað sé nefnt. Guðbjörg
Halla er 17 ára, stundar nám við
listdansbraut Menntaskólans við
Hamrahlfð og stefnir að því að
klára skólann á þremur árum.
Að því loknu stefnir hún á að
fara utan og reyna fyrir sér í
dansinum, hvort sem hún fer
áfram í skóla eða strax í at-
vinnumennsku. Næsta skref hjá
henni er hins vegar undirbún-
ingur fyrir klassfsku listdans-
keppnina hérlendis sem haldin
verður eftir áramótin.
Guðbjörg
Halla Arn-
alds
Að eiga erindi
í Fríkirkjuna
TÖNLIST
F r í k i r k j a n
Kórtónleikar
Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Soffía Stef-
ánsdóttir, Þorbjöm Rúnarsson, Eir-
íkur Hreinn Helgason, Kammer-
sveit Fríkirkjunnar,
konsertmeistari María Weiss, undir
stjórn Kára Þormars, flutti Messu
heilagrar Sessehu, eftir Franz Jos-
eph Haydn. Sunnudagurinn 21. nó-
vember, 1999.
FRÍKIRKJAN heldur upp á
eitt hundrað ára afmæli og sl.
sunnudag hélt kór kirkjunnar
stóra tónleika, með flutningi
Messu heilagrar Sesselíu, sem í
upprunalegu formi er fá 1766, er
Haydn var 34 ára og nýlega kom-
inn til starfa hjá Esterházy-ætt-
inni er bjó í mikilli höll í Eisenst-
adt, sem hvað stærð og glæsileika
má líkja við Versali. Þarna starf-
aði Haydn í 30 ár og fá tónskáld
hafa samið eins mikið og haft eins
mikil áhrif á þróun tónlistar, eins
og þessi lítilláti og iðni maður.
Barokkin hafði ekki verið yfir-
Bergljót
Jónsdóttir
fær franska
orðu
BERGLJÓT Jónsdóttir, stjórn-
andi listahátíðarinnar í Bergen í
Noregi,var nýverið sæmd frönsku
menningarorðunni Arts et Lett-
res.
Franski sendiherrann í Ósló,
Patrick Henault, sagði þegar hann
afhenti Bergljótu orðuna, að lista-
hátíðin í Bergen væri mikilvæg-
asta alþjóðlega listahátíðin í Nor-
egi og að Bergljót hefði átt sinn
þátt í því að styrkja stöðu hátíðar-
innar. Með því að veita Bergljótu
orðuna sé verið að veita henni við-
urkenningu fyrir eflingu menning-
ar almennt en ekki sérstaklega
franskrar menningar, að þvi er
segir í frétt dagblaðsins Bergens
Tidende 9. nóvember sl.
gefin í gerð trúarlegra verka,
eins bæði má heyra hjá Mozart
og Haydn og reyndar síðar hjá
Mendelssohn, og er messa heilag-
rar Sesselíu barokktónsmíð og
nærri að formi til kantötunni og
jafnvel með svolítið rókokkobragð
á köflum en að öðru leyti í hefð-
bundnu katólsku messuformi.
Þrátt fyrir að upphafstónar
verksins væru hikandi, náði kór-
inn sér fljótlega á strik og stóð
sig mjög vel og flutningur hans
ótrúlega góður, sérstaklega hjá
sópraninum, sem blátt áfram
blómstraði þegar á reyndi. Þrátt
fyrir smá hnökra söng kórinn af
öryggi og ekki síst erfiðu kaflana,
þar sem Haydn lék sér með
kontrapúntísk vinnubrögð, sem
þó var nokkuð á svig við þann
persónulega hljómræna stíl, er
einkenndi hljóðfæraverk hans.
Hljómsveitin var í heild einnig
ótrúlega góð, samspilið gott og á
köflum tilþrifamikið.
Einsöngvararnir voru góðir en
það var ungur tenór, Þorbjörn
Rúnarsson, sem var fyrstur af
einsöngvurunum til að hefja upp
raust sína. Þorbjörn hefur sér-
lega fallega tenórrödd og syngur
auk þess músíkalst og fallega.
Þarna er á ferðinni stórefnilegur
tenór og var söngur hans í Chri-
ste eleison, en þó sérstaklega í Et
resurexit, blátt áfram hrífandi.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng af
glæsibrag, sérstaklega í Laudam-
us te og Qoniam tu solus. Ung og
efnileg söngkona, Soffia Stefáns-
dóttir, sem einnig tók sér stöðu
með kórnum, söng alt-hlutverkið í
samsöng með tenór og bassa, en
ein með kórnum í Qui tillis og
gerði það mjög fallega. Eríkur
Hreinn Helgason tók þátt í sam-
söngsatriðunum en einn í niður-
lagi verksins, Agnus Dei, og söng
allt sitt mjög fallega og af öryggi.
Það sem sérstaklega er eftir-
tektarvert, er að oganistinn, Kári
Þormar, er hér að hasla sér völl
sem stjórnandi og fer því mjög
vel af stað, því flutningurinn í
heild var ótrúlega góður og óhætt
að spá Kára góðu gengi, ef svo
fer fram, sem nú horfir og ef hon-
um tekst að kalla tónlistarfólk til
samstarfs, til flutnings góðra tón-
verka, mun áhugafólk um góða
tónlist telja sig eiga erindi í Frík-
irkjuna í Reykjavík, auk þess að
eiga þar stundir með Guði sínum.
Jón Ásgeirsson
IM SPORT
' TOPPMERKI Á LÁGMARKSVERÐI