Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 38
u
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
OVENJULEG
FJÁRFESTING
ISLENZK fyrirtæki og fjárfestar hafa sótt fram á erlend-
um vettvangi í stórauknum mæli eftir að aukið frelsi í
viðskiptum hélt innreið sína í efnahagslíf landsmanna ekki
sízt í gjaldeyrismálum. Aður fyrr voru það fyrst og fremst
stóru sölusamtök sjávarútvegsins sem fjárfestu erlendis
með byggingu verksmiðja. Nú til dags er það fjölbreyttur
hópur fyrirtækja, sem kaupir erlend fyrirtæki að fullu eða
hluti í þeim, svo og festa margir íslendingar fé á erlendum
verðbréfamörkuðum. Stórtækastir í þeim efnum eru lífeyr-
issjóðirnir sem sækjast þannig eftir góðri ávöxtun og dreif-
ingu áhættu. Segja má að alþjóðavæðing íslenzks viðskipta-
lífs sé hafin fyrir alvöru.
Fullyrða má að sérstæðasta fjárfesting íslendinga er-
lendis til þessa séu kaupin á enska knattspyrnufélaginu
Stoke City. Augljóslega er þar um mikla áhættufjárfest-
ingu að ræða enda var fjárhagur félagsins erfiður og
frammistaða þessa fornfræga félags í ensku deildarkeppn-
inni í mikilli lægð. Ljóst er einnig að kaupin á Stoke City
byggjast að verulegu leyti á tröllatrú fjárfestanna á þjálfar-
anum Guðjóni Þórðarsyni sem nýlega lét af störfum sem
þjálfari íslenzka landliðsins eftir frækilega frammistöðu
þess á alþjóðavettvangi.
Kaupum íslenzku fjárfestanna á Stoke City hefur verið
vel tekið af heimamönnum í Stoke-on-Trent samkvæmt frá-
sögn hér í blaðinu sl. sunnudag. Stuðningsmenn félagsins,
ekki síður en fjárfestarnir, gera sér greinilega miklar vonir
um að Guðjón Þórðarson geti rifið félagið upp úr lægðinni
og komið því úr 2. deild og upp í 1. deild og jafnvel síðar í
úrvalsdeildina. Takist það mun hagur fjárfestanna vænkast
svo um munar, því það tryggir stórauknar tekjur af aðsókn,
auglýsingum og fyrir sýningarrétt í sjónvarpi.
Þótt fjárhagur Stoke City hafi verið erfiður um skeið og
gengi félagsins slakt er heimavöllur þess nýlegur og talinn
einn hinn bezti á Bretlandseyjum. Það á stóran og tryggan
hóp stuðningsmanna sem er mikils virði í þeirri uppbygg-
ingu sem framundan er. Atvinnuástand er slæmt í heima-
högum félagsins og setja margir traust sitt á það að ný
sókn knattspyrnuliðsins muni hafa jákvæð áhrif á þróun
þar. Hagsmunir íslenzku fjárfestanna og heimamanna fara
saman í þeim efnum.
ÆTTLEIDD BÖRN
ÆTTLEIÐINGUM á börnum frá útlöndum hefur fjölg-
að mjög á síðastliðnum árum. Um þessar mundir
liggja inni umsóknir frá um 40 hjónum sem er 100% aukn-
ing miðað við árin á undan. A undanförnum áratugum hafa
hátt í 400 börn verið ættleidd hingað til lands frá 23 lönd-
um, flest frá Indlandi. Eins og fram kom í grein hér í blað-
inu á föstudaginn eru ættleiðingar sem þessar vandasamar,
foreldrar og barn ganga í gegnum flóknara ferli en gerist
hjá kynforeldrum og barni þeirra og við bætist að umhverf-
ið er ekki alltaf vinsamlegt.
Fjölgun ættleiðinga er liður í því að íslenskt þjóðfélag er
alltaf að verða alþjóðlegra. Að mestu leyti hefur gengið vel
að aðlagast þessari þróun en ýmis vandamál hafa komið
upp sem fyrst og fremst stafa af andvaraleysi. Þannig virð-
ist því farið um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga og
bága stöðu nýbúa í menntakerfínu sem greint var frá hér í
blaðinu fyrir skömmu; í þeim tilfellum hefur skort á að
nægilega skipulega væri staðið að málum og þeim fylgt eft-
ir. Hið sama virðist eiga við um ættleidd börn. Fram kom í
umfjöllun blaðsins á föstudag að nokkuð skortir á að kjör-
foreldrar fái skipulegan undirbúning undir hið nýja hlut-
verk og aðstoð eftir að ættleiðing hefur gengið í gegn við að
glíma við þau vandamál sem sannarlega koma upp. Hér á
landi hafa heldur ekki verið unnar neinar rannsóknir á
stöðu ættleiddra barna en rannsókn frá Danmörku sýnir til
dæmis að skólaganga þeirra er oft erfíð.
Islenskt þjóðfélag þarf að huga vel að þessum málum.
Það er mikilvægt að tekið sé vel á móti fólki sem hingað
flytur, hvort sem það eru nýbúar eða ættleidd börn. í
hverjum einstaklingi býr auður sem má ekki kasta á glæ.
Astæðan fyrir þeim vanda sem komið hefur upp virðist
fyrst og fremst vera andvara- og þekkingarleysi að ekki sé
staðið að málum með skipulegum hætti. Okkur ber að bæta
úr því.
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER1999 39
Tengsl sjúkdóma og sílikons í brjóstum kvenna hvorki sönnuð né afsönnuð þrátt fyrir áratuga rannsóknir
Milljarðar dollara
Dómsúrskurðar er að vænta í málaferlum
sem staðið hafa yfír í Bandaríkjunum vegna
ætlaðra tengsla milli sílikonfyllinga framleið-
andans Dow Corning í brjóstum kvenna og
ýmissa sjúkdóma. Spurt er hvort framleið-
andinn beri bótaábyrgð á heilsubresti tug-
7
þúsunda kvenna. I hópi þeirra eru allnokkr-
••
ar íslenskar konur. Orlygur Steinn Sigur-
jónsson þreifaði á málinu og leitaði til nokk-
urra aðila sem tengjast því.
Reutersl
Við bijóstaaðgerðir eru meðal annars notaðir saltvatnspúðar eins og hér
sést. Áhætta er fólgin í læknisfræðilegum inngripum af öllu tagi og þar
eru aðgerðir á brjóstum ekki undanskildar, að sögn landlæknis.
GJALDÞROTASJÓÐUR síli-
konframleiðandans Dow
Corning hefur verið til með-
ferðar hjá gjaldþrotaskipta-
rétti í Michigan-fylki um nokkurt
skeið og mun alríkisdómari kveða upp
úrskurð sinn í lok þessa mánaðar um
hvort staðfesta beri samkomulag um
greiðslu úr sjóðnum til á annað hund-
rað þúsund kvenna í víðri veröld og
ýmissa heilsgugæslustofnana. Þeir
fjánuunir sem eru til skiptanna nema
rúmum fjórum milljörðum dollara.
Urskurði dómari að greiða beri úr
sjóðnum getur hver kona með sílikon
frá Dow Corning vænst þess að fá á
miili 12 þúsund og 300 þúsund dollara
úr sjóðnum, allt eftir því hversu alvar-
lega hún þjáist af sjúkdómum sem
deilt er um hvort stafi frá sílikoninu.
Þar að auki getur hver kona vænst 25
þúsund dollara fyrir sprunginn eða
íekandi sílikonpúða frá fyrirtækinu.
Evrópskar konur sem krafist hafa
bóta fá 60% af nefndum upphæðum
þar sem litið er til kostnaðar við
heilsugæslu í Evrópulöndum við
ákvörðun bótafjárhæða.
Verði úrskurðað að greiða beri úr
sjóðnum verður komið til móts við
konurriar, sem krefjast bóta fyrir
heilsutjón sitt, en tengslin á milli síli-
konsins og veikinda kvennanna hafa
þó hvorki verið sönnuð né afsönnuð
enn.
Alríkisdómarinn Arthur Spector lít-
ur þannig á málið að komi fram gögn
sem sanni að framleiðsluvörur Dow
Corning hafi reynst sjúkdómsvaldandi
beri fyrirtækinu að gi'eiða bætur, en
annars ekki.
Þeim konum sem ekkert amar að en
bera sílikon í brjóstum sínum frá Dow
Corning hefur einnig verið kleift að
krefjast bóta úr sjóðnum, ef svo skyldi
fara að þær færu að þjást af völdum
fylgikvilla sílikonaðgerða síðar meir.
Bandaríski lögfræðingurinn Melissa
R. Ferrari krefst bóta úr sjóðnum,
m.a. fyrir hönd tíu íslenskra umbjóð-
enda, og segir hún að enn sé unnt að
skrá sig hjá sjóðnum þótt líkurnar á
afgi’eiðslu minnki eftir dómsúrskurð-
inn hinn 30. nóvember.
Áhætta af öllum læknisfræði-
legum inngripum
Sigurður Guðmundsson landlæknir
segir fylgikvilla vegna sílikonaðgerða
vera mjög sjaldgæfa. Yfír 97% allra
kvenna sem fari í brjóstastækkun
verði ekki varar við nokkra kvilla í
kjölfarið en engu að síður sé áhætta
fólgin í læknisfræðilegum inngripum
af öllu tagi og þar eru sílikonaðgerðir
ekki undanskildar.
„Sílikonbrjóstið getur sýkst eins og
allir aðrir aðskotahlutir sem settir eru
í fólk, s.s. hjartalokur, gervihné og
gervimjaðmir," segir Sigurður. „Það
geta komið upp alvai’legar sýkingar
og þá er ekki um annað að ræða en að
fjarlægja gervibrjóstið.“
Sigurður segir að lengi hafí verið
uppi sú tilgáta að sílikonið eða eitt-
hvað annað í fyllingunni geti tengst
tilurð tiltekins sjúkdóms í hópi svo-
kallaðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Á ís-
lensku hafur hann verið kallaður
herslissjúkdómur, en einkenni hans
lýsa sér meðal annars í þynningu húð-
ar, sérstaklega á fíngrum, tám og í
andliti.
Sigurður segir' að Dow Corning-
málaferlin í Bandaríkjunum hafí
einmitt snúist um ætluð tengsl herslis-
sjúkdómsins við sílikonfyllingar í
brjóstum en bendir á að í faralds-
fræðilegri rannsókn, sem birtist í
læknatímaritinu New England Jo-
urnal of Medicine fyrir fáeinum árum,
hafi ekki tekist að sýna fram á ætluð
tengsl herslissjúkdómsins við sílikon-
fyllingar. „Samkvæmt rannsókninni
var jafnlíklegt að konur fengju
herslissjúkdóminn hvort sem þær
hefðu fengið sílikon í brjóst eða ekki,“
segir Sigurður.
Sigurður nefnir eitt sjúkdómsein-
kenni til viðbótar sem tengst hefur
sílikoni í brjóstum og segir það lýsa
sér í þreytu, sleni, hitavellu, skorti á
einbeitingu eða því sem kalla mætti sí-
þreytu.
„Enn hefur málið þó ekki verið
skýrt með fullnægjandi hætti þar sem
tengsl milli síþreytu og sílikons í
brjóstum hafa hvorki verið sönnuð né
afsönnuð,“ segir hann. „Ef konur með
sílikonbrjóst eru hins vegar með al-
varleg einkenni af þessu tagi og ef
í húfí
ekki fínnast aðrar skýringar á síþreyt-
unni þá er eðlilegt að ráðleggja þeim
að láta fjarlægja gervibrjóstið."
Að sögn dr. Rafns Ragnarssonar,
yfirlæknis á lýtalækningadeild Land-
spítalans, gangast konur undir sílikon-
gerðir af ýmsum ástæðum. Aðalsjúk-
lingahópurinn samanstendur af kon-
um sem hafa mjög smá brjóst eða eru
alveg flatbrjósta og vilja láta stækka
brjóst sín. Þessum hópi tilheyra einnig
konur sem vilja Iáta breyta ásýnd
aflagaðra brjósta sinna t.d. vegna
hrörnunar eða barneigna, sem miklar
brjóstagjafir hafa fylgt. Sílikonað-
gerðir eru einnig mikið notaðar til að
byggja upp brjóst kvenna í kjölfar
brottnáms vegna krabbameins og í
einstaka tilvikum gangast konur undir
slíkar aðgerðir vegna vansköpunar.
Lifum í grimmum heimi
Til lýtalækna leita einnig konur í
nokkrum mæli sem hafa heilbrigð
brjóst og ekki tiltakanlega smá, en
vilja einfaldlega fá stærri brjóst.
„Við lifum í grimmum heimi sem
markaðssetur kvenímyndina miskunn-
arlaust og margar konur falla sem
fórnarlömb með tilliti til þeirrar stað-
reyndar,“ segir Rafn. Hann segir að-
spurður hvort læknar reyni í einhverj-
um tilvikum að fá konur til að hætta
við fyrirhugaða brjóstastækkun, að í
fyrsta lagi gangi langanir kvenna hér-
lendis eftir stórum brjóstum ekki út í
öfgar og í öðru lagi setjist lýtalæknar
ekki dómarasæti í fagurfræðilegum
skilningi.
„Flestir okkar lýtalæknanna reyna
að gefa mjög hlutlæga og læknisfræði-
lega mynd af því hvernig óskir kvenna
eftir stærri brjóstum horfa við okkur,
þ.e. hvaða afleiðingar aðgerðin getur
haft.“
Um þá áleitnu spurningu hvort ver-
ið sé að setja sílikonbrjóst í ungar
konur að lítt óathuguðu máli, segir
landlæknir að ekki hafí borist nein
kvörtun þess efnis til embættisins, en
að hans sögn hefur embættið engu að
síður mætt þeirri gagnrýni sem heyrst
hefur í þjóðfélaginu um að lýtalæknar
séu fullfljótir á sér að verða við óskum
ungra kvenna um stærri brjóst.
„Við ætlum í samvinnu við lýta-
lækna að búa til upplýsingabækling
handa konum sem lýtalæknar eru að
vinna að til að gefa þeim innsýn inn í
það hvers konar aðgerð er um að
ræða. Þetta er ekki einföld aðgerð og
ákvörðun um hana þarf að taka að vel
athuguðu máli. Það vita lýtalæknar og
framkvæma því ekki aðgerðina fyrr en
sjúklingurinn hefur fengið að hugsa
málið. Ef vilji sjúklingsins er hins veg-
ar eindreginn og búið er að gera hon-
um grein fyrir kostum og göllum við
brjóstastækkunina, þá framkvæma
læknar auðvitað þessar aðgerðir, því
annars færu konurnar eitthvað annað
í brjóstastækkun."
Fram til þessa hafa konur ekki átt
kost á kerfisbundinni fræðslu í formi
bæklinga um sílikonaðgerðir, en að
sögn Rafns Ragnarssonar eru sjúk-
lingar upplýstir um fyrirhugaða að-
gerð í viðtalsformi. Þar er rætt um
hvað geti komið upp á við skurðað-
gerðir almennt og sérstaklega hvað
geti farið úrskeiðis við brjóstastækk-
anir.
„Við sjúklinga mína reyni ég einnig
að ræða hugsanlegan endingartíma
sílikonpúðanna, sem aldrei er þó hægt
að segja ákveðið um fýrirfram, því í
sumum tilvikum endast þeir ævilangt
og í öðrum ekki. Það er mjög einstak-
lingsbundið hvernig líkaminn bregst
við þessu framandi efni, en betra efni
hefur ekki fundist hingað til og enn-
fremur hefur ekki sannast með lækn-
isfræðilegum hætti að sílikonið sé
skaðvaldur," segir Rafn.
Rafn bendir á að þrátt fyrir rúm-
lega tveggja áratuga rannsóknir er-
lendis hafí ekki enn tekist að skera úr
um hvort sílikonið, sem slíkt sé heilsu-
spillandi. Rafn segir það ennfremur
nokkurn misskilning að telja sílikon-
íyllinguna vera eins og blöðru sem
gæti sprungið inni í líkamanum og
innihald hennar farið inn í hringrás
líkamans með tilheyrandi eitiunará-
hi’ifum.
„Það þykja eðlileg viðbrögð líkam-
ans að mynda bandvef utan um gervi-
brjóstið eftir aðgerð, en þegar aðgerð
er talin hafa misheppnast, hafa við-
brögð líkamans orðið óvenjukröftug
með þeim hætti að líkaminn hafnar að-
skotahlutnum. Líkaminn grípur til
ráðstafana til að einangra aðskota-
hlutinn með því að mynda bandvefs-
himnu utan um brjóstið sem getur
gert það að verkum að brjóstið verður
mjög hart ef um mikla bandvefsmynd-
un er að ræða. Brjóstið getur aflagast
og þessu getur fylgt sársauki. Þá má
segja að aðgerðin hafí ekki náð sínum
tilgangi, en í flestum tilvikum eru
brjóstaaðgerðirnar vel heppnaðar og
konur fá það sem þær sóttust eftir í
upphafi.“
Var komin með sílikon í bæði
brjóstin á tveim árum
Sigiún Sigurðardóttir, 48 ára fyrr-
verandi skrifstofustúlka, fékk sílikon í
annað brjóstið árið 1988 eftir brott-
nám brjósts vegna krabbameins.
Tveimur árum síðar var hitt brjóstið
fjarlægt og sett sílikon í það. I kjölfar
seinni aðgerðarinnar varð Sigrún 75%
öryrki samkvæmt mati Trygginga-
stofnunar. Árið 1998 dró enn til tíð-
inda þegar æxli í nýrnahettu greindist
og það var fjarlægt.
„Þótt ekki hafí fengist staðfest að
æxlismyndunin hafí orðið vegna lek-
andi sílikons, þá segja erlendir vis-
indamenn að nýru, lifur og lungu séu
líkleg til að skaðast vegna lekandi síli-
kons og einnig er talið að ónæmiskerf-
ið geti skaddast. Hins vegar er erfitt
að sýna fram á tengslin þar sem ekk-
ert hefur verið sannað í þessum efnum
með óyggjandi hætti,“ segir Sigrún.
„Þegar ég fór í sílikonaðgerðirnar
fékk ég engar upplýsingar um ending-
artíma sílikonpúðanna aðrar en þær
að þeir myndu endast ævilangt. Enn-
fremur var ekkert rætt um áhættu við
aðgerðirnar og hugsanlega fylgi-
kvilla."
I vor var tekin ákvörðun um að fjar-
lægja sílikonpúða úr báðum brjóstum
Sigrúnar þar sem heilsu hennar hafði
hrakað. Læknar hennar sögðu henni
að ekki væri útilokað að heilsubrestur
hennar stafaði af völdum sílikonsins.
„Ég gerði mér grein fyrir því að sá
tími sem framundan var að loknum
þessum aðgerðum yrði erfiður og
komst þá að raun um að engin aðstaða
var fyrir hendi til að hlúa áð andlegi’i
líðan minni í kjölfar þessara aðgerða,"
segir Sigrún.
I október árið 1998 fékk Sigrún gef-
ins tölvu með nettengingu og leið ekki
á löngu uns hún fann óvart upplýsing-
ar um Dow Corning-málið í gegnum
alþjóðlegan hóp kvenna, sem hafa
fengið sílikon í brjóstin.
„I ljós kom að íslenskar konur áttu
kröfu í sjóð Dow Corning og þegar ég
fékk þetta staðfest talaði ég við ís-
lenska lögfræðinga. Enginn treysti
sér þó til að ganga í málið þar sem það
var þeim framandi. Ég leitaði því eftir
lögfí-æðingi erlendis og fékk lögfræð-
ing í Þýskalandi, sem er fulltrúi
kvenna í Austurríki, Sviss, Þýskalandi
og Bretlandi. Fjörutíu umsóknir frá
íslenskum konum hafa verið afgreidd-
ar, en ég er viss um að mun fleiri ís-
lenskar konur eiga rétt á bóturn."
Sílikonkonur í
hópnum Von
I maí síðastliðnum stofnaði Sigrún..
hóp sem nefnist Von. I Von eru konur
sem eiga það sameiginlagt að hafa
gengist undir sílikonaðgerð og sumar
þeirra þjást af völdum fylgikvilla eftir
aðgerðirnar. Eitt helsta baráttumál
þeirra er að konur fái greiðan aðgang
að upplýsingum um sílikonaðgerðir.
„Við höfum mætt miklum skilningi
landlæknis, heilbrigðisráðherra, lyfja-
eftirlits ríkisins og lýtalækna en þessir
aðilar skilja að upplýsingagjöf til
kvenna, sem ætla í sílikonaðgerð hefur
verið bágborin fram til þessa. Við í
Von reynum að hittast reglulega og
höfum tekið saman greinagerð þar
sem fram koma ábendingar til lýta-
lækna um það sem betur má fara
varðandi upplýsingagjöf til kvenna
fyrir aðgerð. Við höfum einnig hvatt
til þess að gefinn verði út góður upp-
lýsingabæklingur varðandi þessar að-
gerðir. Ég hef skoðað efni sem komið
var á framfæri í gegnum netdoktor.is,
hinn nýstofnaða heilsuvef en fannst þó
ekki koma fram réttar upplýsingar um
málið. Ég skrifaði því landlækni og
kvartaði við hann og var hann mér
sammála um að sá texti sem þar var
skrifaður var ekki aðeins óheppilegur
heldur vondur. Eftir því sem land-
læknir tjáði mér, hafa ábyrgðarmenn
textans lofað að leiðrétta hann og færa
hann til raunveruleikans. Við fognum
hins vegar heilsuvefnum í heild sinni
og því að það skuli vera komið fram
efni á íslensku, en betur má ef duga
skal,“ segir Sigrún Sigurðardóttir í
Von.
Uppboð sem hagsfíórnartæki
Erlend ríki hafa í auknum mæli farið að nýta sér kosti uppboða við út-
hlutun verðmætra réttinda. Segja má að orðið hafí sprenging í notkun
uppboða sem hagstjórnartækis á síðustu tíu árum, segir Jón Steinsson. I
Astralíu, Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum og víðar hafa uppboð til dæmis
verið notuð við úthlutun útvarps-, sjónvarps- og farsímarása; og í Noregi,
Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum og víðar hafa uppboð verið notuð við
sölu á réttinum til þess að flytja orku um raforkudreifikerfL
UMRÆÐAN sem átt hefur sér stað
síðasta áratuginn um núverandi físk-
veiðistjórnunarkerfí hefur varpað ljósi
á þá staðreynd að ríkið getur með lög-
gjöf sinni skapað réttindi sem eru
mikils virði. Upp á síðkastið höfum við
Islendingar reyndar orðið varir við
þetta á fleiri sviðum en í sjávarútvegi.
Engum dylst að rétturinn til þess að
byggja gagnagrunn á heilbrigðissviði
sem ríkið hefur nú til úthlutunar er
gríðarlega verðmætur. Á undanförnum
árum hefur einnig komið í ljós að rétt-
urinn til þess að nota örbylgjur til fjar-
skipta svo sem sjónvarps- og útvarps-
útsendinga eða til þess að flytja símtöl
er einnig afskaplega verðmætur.
Umræðan um fískveiðistjórnunar-
kerfið hefur að miklu leyti snúist um
það hvort upphafleg úthlutun veiði-
heimilda hafí verið réttlát og sýnist
sitt hverjum. Mun minni umræða hef-
ur hins vegar farið fram um úthlutun
annarra verðmætra réttinda sem ríkið
skapar svo sem þeirra sem taldir eru
upp hér að ofan.
Éf litið er til baka má segja að sú
meginregla hafí verið við lýði hér á Is-
landi að verðmætum réttindum væri
annaðhvort úthlutað af ráðherra eða af
nefnd sem skipuð var af ráðherra.
Þannig var til dæmis leyfum til þess að
reka lyfjaverslun úthlutað af ráðherra
þar til slíkur verslunarrekstur var gef-
inn frjáls. Innflutningsleyfum var út-
hlutað af nefnd þar til innflutningur
var gefinn frjáls. Leyfum til þess að
reka leigubíla er enn úthlutað af nefnd.
Veiðiheimildum er úthlutað af ráð-
herra. Utvarpsrásum er úthlutað af
ráðherra, o.s.frv.
Þessi sama meginregla hefur lengst
af einnig verið notuð víðast hvar er-
lendis. Á undanförnum árum hefur
hins vegar orðið talsverð breyting þar
á. Erlend ríki hafa í auknum mæli far-
ið að nýta sér kosti uppboða við út-
hlutun verðmætra réttinda. Segja má
að orðið hafi sprenging í notkun upp-
boða sem hagstjórnartækis á síðustu
tíu árum. I Ástralíu, Nýja-Sjálandi,
Bandaríkjunum og víðar hafa uppboð
til dæmis verið notuð við úthlutun út-
varps-, sjónvarps- og farsímarása; og í
Noregi, Bretlandi, Kanada, Banda-
ríkjunum og víðar hafa uppboð verið
notuð við sölu á réttinum til þess að
flytja orku um raforkudreifikerfi.
Uthlutun verðmætra réttinda með
uppboði hefur fjóra veigamikla kosti
fram yfír hefðbundar leiðir til úthlut-
unar: Uppboð tryggir að ríkið mis-
muni ekki þegnum sínum við úthlutun
réttinda; uppboð tryggir hagkvæma
úthlutun réttinda; uppboð á verðmæt-
um réttindum er hagkvæm tekjulind
fyrir ríkið; og uppboð eru sveigjanleg.
Það er, hægt er að hanna uppboð til
þess að ná ýmsum öðrum markmiðum
en hagkvæmni svo sem dreifðri eign-
ai’aðild eða hraðri uppbyggingu
ákveðinnar þjónustu.
Uppboð tryggir að ríkið
mismuni ekki þegnum sínum
við úthlutun réttinda
Grundvallarmunurinn á úthlutun
með uppboði og úthlutun af nefnd er
að í uppboði eru reglurnar sem
ákvarða úthlutunina, skilyrðin sem
bjóðendur þurfa að uppfylla og upp-
lýsingarnar sem notaðar eru við út-
hlutunina ákveðnar fyrirfram. Þetta
gerir það að verkum að þegar búið er
að ákvarða reglur uppboðsins hefur
ríkið engin tök á því að mismuna bjóð-
endum.
Ef réttindum er úthlutað af nefnd
hefur nefndin alltaf ákveðið svigrúm
til þess að meta umsækjendur á hug-
lægan hátt (annars væri nefndin ekk-
ert annað en uppboðshaldari). Rökin
fyi’ir þessu ei’u að nefndin geti notað
sveigjaleikann til þess að taka þætti
með í reikninginn sem ekki er unnt að
byggja inn í reglur uppboðs. Þetta á
að leiða til betri úthlutunar, sérstak-
lega þegar um flókin vandamál er að
ræða.
Á móti kemur hins
vegar að nefndin getur
einnig notað sveigjanleik-
ann til þess að mismuna
umsækjendum. Og þó svo
að okkur þyki oft erfitt að
horfast í augu við slíka
spillingu þá er nokkuð
ljóst þegar horft er til
baka að sveiganleiki af
þessu tagi hefur oftar en
ekki verið notaður í ann-
arlegum tilgangi og leitt
til mismununar.
Það er raunar mikil-
vægt að taka fram að
samkvæmt þessu eru
nánast engin af þeim
uppboðum sem ríkið eða
fyrirtæki þess halda alvöru uppboð.
Lítum til dæmis á Landsvirkjun. Þeg-
ar Landsvirkjun heldur uppboð áskil-
ur hún sér rétt til þess að taka hvaða
boði sem er eða jafnvel hafna þeim öll-
um.
Reglurnar sem Landsvirkjun notar
við að taka boðum eru því ekki að öllu
leyti fyrirfram ákveðnar heldur kemur
huglægt mat þar einnig að verki. Til
þess að tryggt sé að uppboð mismuni
ekki bjóðendum er nauðsynlegt að út-
hlutunarreglurnar sem ríkið notar við
uppboð séu algerlega fyrirfram
ákveðnar og byggist á engan hátt á
huglægu mati.
Uppboð tryggir hagkvæma
úthlutun réttinda
Á undanförnum árum hefur orðið æ
algengara að markmið stjórnvalda við
úthlutun verðmætra réttinda sé að
tryggja hagkvæma nýtingu þeirra.
Uthlutun réttinda er hagkvæm ef sá
hlýtur réttindin sem skapað getur
mest verðmæti með þeim. Uppboð eru
sérstaklega vel í stakk búin til þess að
ná þessu markmiði.
í uppboði hlýtur sá
bjóðandi réttindin sem
býður best. Bjóðendur
hafa því hvata til þess að
bjóða hátt verð til þess
að auka líkurnar á því að
þeir hljóti réttindin. Á
móti kemur að geta
hvers bjóðanda til þess
að bjóða takmarkast af
þeim verðmætum sem
bjóðandinn getur skapað
með réttindunum. Þetta
helgast af því að bjóð-
endur eru vitaskuld ekki
tilbúnir til þess að bjóða
hærra verð en í mesta
lagi því sem nemur verð-
mætunum sem þeir geta
skapað með réttindunum (annars tapa
þeir á því að hljóta réttindin). Bjóð-
andi sem skapað getur mikil verðmæti
er því í aðstöðu til að bjóða hærra verð
en bjóðandi sem aðeins getur skapað
lítil verðmæti. Af þessu leiðir að út-
koma uppboðsins verður sú að bjóð-
endur bjóða hærra þeim mun meiri
verðmæti sem þeir geta skapað. Bjóð-
andinn sem skapað getur mest verð-
mæti býður því hæst og hlýtur rétt-
indin, sem aftur þýðir að útkoma út-
boðsins er hagkvæm.
Það sem gerir uppboð sérstakt í
þessu sambandi er að engin önnur út-
hlutunaraðferð veitir umsækjendum
jafn sterkan hvata til þess að ljóstra
upp hversu mikils virði verðmætin eru
að þeirra mati. Þetta er oft lykill að
hagkvæmri úthlutun réttinda. I öðrum
úthlutunaraðferðum verður að nota
aðrar leiðfr til þess að átta sig á því
hver umsækjendanna getur skapað
mest verðmæti með réttindunum. í
mörgum tilfellum hafa umsækjend-
urnir mikilvægar upplýsingar um getu
sína til þess að skapa verðmæti sem er
mjög erfítt að nálgast á annan hátt en
Jón Steinsson
að láta þá bjóða í réttindin. í þessum
tilfellum er uppboð betur til þess fallið
en aðrar aðferðir að ná fram hag-
kvæmni.
Uppboð eru nægilega sveigjan-
leg til þess að ná fjölbreyttum
markmiðum ríkisins
Oft á tíðum er hagkvæmni ekki eina
markmið stjórnvalda við úthlutun
réttinda. Vel getur verið að aðrir
þættir eins og til dæmis dreifð eignar-
aðild, hröð uppbygging þjónustu eða
jöfn gæði þjónustu til allra lands-
manna séu á meðal þeirra markmiða
sem stjórnvöld vilja tryggja við út-
hlutun réttinda.
Uppboð hafa verið gagnrýnd á þann
veg að þau séu aðeins nothæf þegar
markmið ríkisins er hagkvæmni, þ.e.
að þau eigi erfitt með að tryggja önn-
ur markmið en hagkvæmni.
Þetta er ekki rétt. Einfalt er að
byggja alls kyns skilyrði inn í uppboð
sem tryggja ýmiss konar önnur mark-
mið en hagkvæmni. Þannig má til
dæmis byggja reglur um dreifða eign-
ai-aðild inn í uppboð eða setja skilyrði
um jafna þjónustu til allra landsmanna.
Þá má einnig láta uppboðið snúast um
eitthvað allt annað en hver sé tilbúinn
að greiða hæst verð fyrir réttindin. Eitt
frægasta dæmið um þetta er uppboð
sem stjórnvöld í Argentínu héldu árið
1993 á réttinum til að setja upp og reka
farsímakerfi þar í landi. Samkeppnin
var ekki um verð heldur um það hver
bjóðendanna væri tilbúinn að setja slíkt
kerfí upp og koma því í gang um allt
landið á skemmstum tíma. Hópur er-
lendra stórfyrfrtækja varð hlut-
skarpastur með því að bjóðast til þess
að setja slíkt kerii upp á innan við ein-
um mánuði.
Helstu rökin fyi’ir því að úthluta
verðmætum réttindum með nefnd
frekar en uppboði er að það sé eina
leiðin til þess að tryggja upplýsta
ákvörðun. Nefnd getur beðið umsækj-
endur um alls kyns gögn sem hún get-
ur notað til þess að meta hver um-
sækjandanna sé hæfastur. Staðreynd-
in er hins vegar sú að reglur uppboðs
getur krafist þess að umsækjendur
uppfylli alls kyns skilyrði sem gera
það að verkum að þeir þurfí að láta af
hendi jafn mikið af gögnum og ef
nefnd færi yfir umsókn þeirra. Eini
raunverulegi munurinn á uppboði og
úthlutun af nefnd er að í uppboði
verða reglurnar sem farið verður eftir
við úthlut réttindanna að liggja fyrir
fyrirfram.
Úthlutun réttinda með
uppboði skapar hagkvæma
tekjulind fyrir ríkið
Enn einn kosturinn við uppboð sem
leið til þess að úthluta verðmætum
réttindum er að hún er hagkvæm leið
til þess að afla tekna fyrir ríkið. Ríkið
aflar stærsta hluta tekna sinna með
sköttum. Flestir skattar valda ein-
hvers konar óhagkvæmni. Skattar
auka kostnað þeirra sem þá borga og
letja fólk því til viðskipta. Flestir
myndu til dæmis vinna annaðhvort
meira eða minna ef þeir þyrftu ekki að
borga tekjuskatta og sala á bílum
myndi áreiðanlega dragast saman ef
tollar væru hækkaðir svo einhver
dæmi séu nefnd. Sala á réttindum eins
og sala á ríkiseignum hefur aftur á
móti engin slík áhrif og er því hag-
kvæmari en tekjuöflun með skatt-
heimtu. Tekjur sem ríkið fær við upp-
boð á réttindum geta því komið í stað
annarra tekna sem ríkið aflai- á óhag-
kvæman hátt.
Reyndar má líta svo á að réttindi
sem ríkið skapar með löggjöf sinni séu
sameign þjóðarinnar og að það sé því
ekki aðeins skylda ríkisins að hámarka
arð þjóðarinnar af réttindunum heldur
einnig að dreifa arðinum jafnt til allra
landsmanna. Þetta er best gert með
því að ríkið selji réttindin á uppboði,
nái þannig til sín eins stórum hluta að
arðinum sem verður til með tilkomu
réttindanna og mögulegt er og dreifi
síðan tekjunum af uppboðinu til lands-
manna, annaðhvort beint, þ.e. með því
að senda ávísun til allra landsmanna,
eða óbeint, t.d. með skattalækkunum.
Hvar ætti ríkið að nota uppboð?
Af þessu sést að sterk rök hníga að
því að ríkið noti uppboð við úthlutun
nánast allra verðmætra réttinda sem
það skapar. Mikilvægasta dæmið um
slík réttindi hér á landi er án efa
veiðiheimildir. Þær ætti ríkið að
leigja með uppboði. Önnur mikilvæg
dæmi eru útvarps- og sjónvarpsút-
sendingarrásir, rétturinn til þess að
flytja gögn um símakerfið, rétturinn
til þess að ílytja orku um raforku-
dreifikerfið (þegar raforkugeirinn
hefur verið markaðsvæddur); réttur-
inn til að byggja gagnagrunn á heil-
brigðissviði.
En réttindi af þessu tagi eru ekki
það eina sem ríkið ætti að hugleiða að
bjóða út. Einnig væri skynsamlegt að
bjóða út alls konar rekstur sem nú er
á vegum hins opinbera. Þar mætti
nefna rekstur flugstöðva, rekstur
hafna og jafnvel rekstur skóla og
heilsugæslustöðva. Reyndar er reglan
sú að ef unnt er að skilgreina á viðun-
andi hátt það sem ætlast er til af
rekstraraðila eru sterk rök sem hníga
að því að ríkið eigi ekki að standa
sjálft í rekstrinum heldur bjóða hann
út. Slíkt er nokkuð einfalt þegar um
flugstöðvar og hafnir er að ræða. Erf-
iðara þegar um skóla og heilsugæslu-
stöðvar er að ræða. Og því miður
verulega flókið þegar um hátækni-
sjúkrahús er að ræða.
Síðast en ekki síst hníga sterk rök
að þvi að ríkið noti uppboð við sölu á
eignum og þegar það ræðst í verkleg-
ar framkvæmdir. Þetta þarf nánast
ekki að taka fram lengur þar sem nú
þegar hefur skapast víðtækur skiln-
ingur á þessu. Nú er svo komið að all-
ar einkavæðingar ríkisins eru fram-
kvæmdar með uppboðum.
Notkun uppboða sem hagstjórnar-
tækis hefur farið vaxandi á síðustu ár-
um. Ekki er ýkja langt síðan það tíðk-
aðist að stjórnmálamenn sæju um val
á verktökum og kaupendum ríkis-
eigna. Þetta er sem betur fer liðin tíð.
Þessi gi-ein ætti hins vegar að auka
skilning lesenda á því að enn er hægt
að bæta hagstjórn hér á landi talsvert
með því að auka notkun uppboða.
Höfundur er hagfræðinenii, sem
stundar nám við Princeton-háskóla K.
í Bandaríkjunum.