Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Tölvuþjónusta Bændasamtak-
anna er í þágu allra bænda
AÐ GEFNU tilefni
vegna fréttar í Mbl.
19. nóv. sl.
Bændasamtök Is-
lands eiga lögum sam-
kvæmt (búnaðarlög)
að vinna að leiðbein-
ingaþjónustu fyrir
bændur með því m.a.
að útvega þeim forrit
^ sem hjálpartæki í bú-
rekstri og ræktunar-
starfi.
Undanfarin ár hafa
Búnaðarfélag Islands
og síðar Bændasam-
tökin lagt áherslu á að
efla þjónustu í tölvu-
málum m.a. með því
að útvega bændum tölvuforrit og
hvetja bændur til tölvunotkunar.
Internetið á eftir að gjörbreyta
ráðunautaþjónustunni með því að
færa hana „heim í hlað“ til bænda
með persónulegri ráðgjöf með
gagnvirkum hætti. Núna stendur
bændum til boða úrval forrita sem
eru hjálpartæki við búreksturinn.
'•Bændasamtökin hafa litið á það
sem skyldu sína að standa faglega
að tölvumálum þannig að bændur
eigi þess kost að nýta sér tölvu-
tæknina í öllum búgreinum. Það
hefur verið stefna þeirra að láta
tekjur af forritum standa undir
kostnaði við hugbúnaðargerð og
þjónustu við þau til lengri tíma lit-
ið. Styrkir úr Framleiðnisjóði land-
búnaðarins hafa fengist til að
standa straum af hluta stofnkostn-
aðar sumra forrita, þó ekki allra,
. og er það í samræmi við markmið
sjóðsins. Þessir styrk-
ir hafa auðveldað
bændum að eignast
forrit á viðráðanlegu
verði. Bændur hafa
val um það hvort þeir
nýta sér þessa þjón-
ustu og greiða þá fyrir
hana. Bændasamtökin
eru í víðtæku sam-
starfi við fjölda aðila
hérlendis og erlendis
til að geta boðið
bændum úrvalshug-
búnað og þjónustu.
Bændasamtökin hafa
t.a.m. verið í samstarfi
við jjændurna Hjálm-
ar Ólafsson í Kárdals-
tungu í Vatnsdal um forritun á for-
ritinu Fjárvísi í mörg ár, og Pál
Eggertsson, kerfisfræðing, á
Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, sem vinn-
ur að aðlögun á norska forritinu
InfoKu fyrir kúabændur. Þá má
nefna samstarf við Jónas
Kristjánsson, ritstjóra DV og
hestamann, um rekstur á Hestan-
etbönkunum Veraldarfeng og
Hestur.is. Ennfremur hafa
Bændasamtökin gert samstarfs-
samninga við danska uppboðshúsið
DPA, danska tölvufyrirtækið Agr-
oSoft, dönsku leiðbeiningamiðstöð-
ina í Skejby og norska tölvufyrir-
tækið Bratlies Data As.
Góð viðbrögð bænda og annarra
sýna að mikil þörf er á þessari
tölvuþjónustu. Yfir 1.200 bændur
nýta sér bókhaldsforritið Búbót,
um 400 sauðfjárbændur nota for-
ritið Fjárvísi, á fjórða hundrað
Tölvuvæðing
Ég vona að bændur
haldi áfram að vera
framsæknir í verkum
sínum, segir Jón Baldur
Lorange, og tileinki sér
tölvutæknina af enn
meira kappi en áður.
hrossaræktendur í um 12 þjóðlönd-
um hafa keypt íslandsfeng, yfir
60% af framleiðslu svínabænda er
færð með AgroSoft svínaforritmu,
danska DanMink/Fox forritið er
notað af loðdýrabændum og bráð-
lega bætist við þessa forritaflóru,
þegar forrit fyrir kúabændur kem-
ur á markað. Að síðustu má nefna
jarðræktarforritið NPK sem kom
á markað á síðasta ári og bændur
og ráðunautar nota við gerð áburð-
aráætlana og til skráningar á túna-
bók. Eg hefi talið að góð samvinna
og sátt sé við öll búnaðarsambönd
og búgi-einasamtök um þessa
tölvuþjónustu.
Um frétt Morgnnblaðsins
í frétt í Morgunblaðinu sl. föstu-
dag gagnrýnir Hjörtur Hjartar-
son, bóndi í Stíflu, stjórnarmaður í
Landssambandi kúabænda, full-
trúi í fagráði Bændasamtaka ís-
lands í nautgi'iparækt og eigandi
tölvufyrirtækisins HH hugbúnað-
ur ehf. Bændasamtökin harðlega.
Gagnrýni hans lýsir vel skoðun
hans á samtökum bænda og það
verður hann að eiga við sjálfan sig.
En gagnrýni hans á Bændasam-
tökin fyrir að setja á markað jarð-
ræktarforritið NPK er ég fús til að
svara. Það er rétt að rifja upp að
Búnaðarfélag Islands hafði lagt
drög að áburðarfoiTÍti árið 1993, en
með tilkomu forrits Hjartar,
Brúsks, ákvað félagið að stöðva
það verk og bauð Hirti upp á sam-
starf um áframhaldandi þróun for-
ritsins. Þá mælti Búnaðarfélagið
með að Hjörtur fengi umsóttan
styrk úr Framleiðnisjóði, sem og
hann fékk. Fljótlega varð þó ljóst
að ekki var grundvöllur á samstarfi
milli Búnaðarfélagsins og Hjartar.
í fyrsta lagi töldu fagráðunautar,
sem leita var til, forrit Hjartar ekki
uppfylla þær faglegu kröfur sem
þeir settu, eins og kom fram hjá
Ara Teitssyni, formanni Bænda-
samtakanna, í umræddri frétt í
Mbl. í öðru lagi gátum við ekki
samþykkt óraunhæfa_ verðkröfu
Hjartar fyrir forritið. I þriðja lagi
var Hjörtur ófáanlegur til að gera
þær nauðsynlegu forritunarlegu
lagfæringar á forritinu sem við fór-
um fram á. Það var því ákveðið á
árinu 1995 að ráðast í gerð alhliða
jarðræktarforrits sem bæði yrði
túnabók og aðstoðaði við gerð
áburðaráætlunar. Þetta var hins
vegar ekki eitt af forgangsmálum í
tölvumálum enda vildi Búnaðarfé-
lagið gefa Hh1;i tækifæri til að
markaðssetja Brúsk, og til þess
hefur hann haft heil 5 ár. Ennfrem-
Jón Baldur
Lorange
ur var Hjörtur búinn að láta í veðri
vaka, í samtölum okkar á milli, að
hann hugsanlega kærði Búnaðar-
félagið til Samkeppnisstofnunar ef
það markaðssetti forrit í sam-
keppni við hann. Er það skoðun
Hjartar að Bændasamtök íslands
megi ekki þjónusta eða bjóða
bændum þjónustu þar sem sam-
bærileg þjónusta eða vara er boðin
til sölu af honum? I frétt Morgun-
blaðsins kemur fram að Bænda-
samtökin dreifi forritinu NPK frítt
til bænda. Staðreynd málsins er sú
að bændur fá jarðræktarforritð
NPK frítt í boðí Aburðarverksmið-
junnar hf. Aburðarverksmiðjan hf.
greiðir hinsvegar Bændasamtök-
unum fyrir öll forrit sem hún dreif-
ir með þessum hætti. Það er því
rangt að halda því fram að þetta sé
kostað af búnaðargjaldi eða ríkis-
framlagi heldur þvert á móti er
einkaaðili sem kaupir forrit af sam-
tökum bænda fyrir bændur lands-
ins. Bændasamtökin gerðu samn-
ing við Aburðarverksmiðjuna hf.
um þróun og dreifingu á sérstakri
útgáfu af NPK-jarðræktarforrit-
inu, þar sem aðeins er hægt að
velja áburðartegundir frá Aburð-
ai'verksmiðjunni, eins og komið
hefur fram. Eftir sem áður er jarð-
ræktarforritið NPK til almennrar
sölu hjá Bændasamtökunum, þar
sem opið er fyrir allar áburðarteg-
undir.
Að síðustu vona ég að bændur
haldi áfram að vera framsæknir í
verkum sínum og tileinki sér tölvu-
tæknina af enn meira kappi en áð-
ur. Það eru svo notendur forrit-
anna sem á endanum svara því
hvaða forrit lifa eða deyja í hinni
hörðu samkeppni á markaðnum.
Undir þann dóm hef ég verið
óhræddur að leggja hin fjölmörgu
forrit Bændasamtakanna.
Höfundur er forstöðumaður tölvu-
deildar Bændasamtaka íslands.
Mat á umhverfisáhrifum
- hvað er nú það?
MAT Á umhverfis-
áhrifum hefur mikið
verið í umræðunni að
undanförnu. Nýleg
skoðanakönnun á
vegum Félagsvísind-
astofnunar Háskóla
Islands um viðhorf
landsmanna til stór-
iðju og þess sem
tengist henni gaf til
kynna að nærri 80%
landsmanna þekkja
lítið eða ekkert til
þess hvað felst í mati
á umhverfisáhrifum.
En hvað er eiginlega
mat á umhverfis-
áhrifum?
Rúnar Dýrmun-
dur Bjarnason
Axel Valur
Birgisson
Ferli mats á umhverfisáhrifum,
þátttakendur og æskilegt upplýsingastreymi
Mat á umhverfisáhrifum:
Grýla eða hvað?
Mikilvægt er að átta sig á því
að lög um mat á umhverfisáhrif-
um voru ekki sett til þess að
hindra þær framkvæmdir sem
-einhver neikvæð áhrif hefðu á
umhverfið. I því sambandi má
geta að í nær 100 úrskurðum frá
Skipulagsstofnun hefur engri
framkvæmd verið hafnað frá því
að lögin tóku gildi árið 1994. Að
líta á mat á umhverfisáhrifum
sem tæki framkvæmdaaðila til að
knýja framkvæmd í gegn eða
tæki umhverfissinna til að hafna
framkvæmd er alrangt. Með mati
á umhverfisáhrifum er einfald-
lega reynt að finna lausnir sem
lágmaj'ka og/eða bæta fyrir hugs-
anleg umhverfisáhrif sem kunna
~Yað fylgja í kjölfar framkvæmda.
Til hvers?
Tilgangur með mati á umhverf-
isáhrifum er að gera umhverfis-
og samfélagsþætti sýnilega í allri
umfjöllun um framkvæmdir og
leita jafnframt leiða til þess að
'jfbæta og/eða lágmarka hugsanleg
áhrif þeirra á umhverfið. Með
mati á umhverfisáhrifum er reynt
að draga fram allar hliðar fram-
kvæmdarinnar, bæði jákvæðar og
neikvæðar. Ef um umhverfisrösk-
un er að ræða er reynt að leita
eftir mótvægisaðgerðum til að
lágmarka neikvæð áhrif eins og
kostur er. Mótvægisaðgerðir geta
til dæmis snúið að því að koma á
hreinsunarbúnaði á mengandi
starfsemi eða að endurheimta
votlendi í stað þess sem skerðist
t.d. vegna vegagerðar.
Umhverfismat - lögformlegt
umhverfismat?
Hugtakið mat á umhverfis-
áhrifum, sem er réttnefni, er not-
að í þessari grein en í þjóðfélags-
umræðunni hefur verið notað
hugtakið umhverfismat, sem er
þó ekki það sama. I mati á um-
hverfisáhrifum er umhverfismat
aðeins einn þáttur af ferlinu, sem
felur í sér mat á umhverfinu, og
lýsir grunnástandi á fyrirhuguðu
framkvæmdasvæði sem er grund-
völlur þess að hægt sé að meta
áhrif framkvæmda á umhverfið
(sjá mynd).
I mati á umhverfisáhrifum er
byggt á umhverfismati og sagt
fyrir um væntanleg áhrif sem til-
tekin framkvæmd kemur til með
að hafa á umhverfið og þau áhrif
metin. Þessi áhrif geta bæði verið
jákvæð og neikvæð þar sem bæði
maðurinn og náttúran eru í
brennidepli.
Einnig hefur hugtakið lögform-
legt umhverfismat orðið til í sam-
bandi við fyrirhugaða Fljótsdals-
virkjun þar sem Landsvirkjun lét
gera skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum. Munurinn á mati á um-
hverfisáhrifum og lögformlegu
umhverfismati felst ekki í matinu
sjálfu heldur hvort matsskýrslan
sem slík fari í gegnum lögbundið
ferli hjá Skipulagsstjóra eður ei.
Hlutverk
almennings
Hlutverk almennings í mati á
umhverfisáhrifum er mikilvægt
og er fyrst og fremst fólgið í að
veita framkvæmdaraðilum og
Umhverfisáhrif
Með mati á umhverfis-
áhrifum, segja Rúnar
Dýrmundur Bjarnason
og Axel Vaiur Birgis-
son, er reynt að draga
fram allar hliðar fram-
kvæmdarinnar, bæði já-
kvæðar og neikvæðar.
stjórnvöldum aðhald. Þegar til-
tekin framkvæmd er auglýst get-
ur almenningur kynnt sér mats-
skýrslu (frummatsskýrsla) hjá
Skipulagsstofnun og fleiri stöð-
um, gert athugasemdir og komið
þeim á framfæri áður en úrskurð-
ur er kveðinn upp. Þátttaka al-
mennings hefur hingað til ekki
verið áberandi í matsferlinu og
orsakast það að hluta til af mis-
vísandi umfjöllun í fjölmiðlum,
ófullnægjandi kynningu og sinnu-
leysi almennings. Samkvæmt lög-
unum getur hver sem lætur sig
viðkomandi framkvæmd varða
gert athugasemdir og sent Skipu-
lagsstofnun innan þess frests sem
gefinn er. Fólk þarf ekki að vera
sérfræðingar í einu eða neinu til
að koma með rökstuddar athuga-
semdir við fyrirhugaða fram-
kvæmd sem er þeim hugleikin á
einhvern hátt. Komi í ljós að með
framkvæmdinni sé umhverfis-
röskun mjög mikil eða að ein-
hverjum upplýsingum er ábóta-
vant getur Skipulagsstjóri farið
fram á frekara mat á fram-
kvæmdinni. Á meðfylgjandi mynd
er reynt að gera grein fyrir mats-
ferlinu á einfaldan hátt og þátt-
töku almennings í því ferli.
Hlutleysi
í mati á umhverfisáhrifum ber
framkvæmdaraðili ábyrgð á að
gert sé mat sem hann ýmist gerir
sjálfur eða fær til þess sérfræðir-
áðgjafa. Þannig er tryggt að
framkvæmdaraðili hafi yfirsýn yf-
ir þá umhverfisþætti sem fylgja
framkvæmdinni og með þátttöku
Skipulagsstofnunar er tryggt að
hlutlaus og fagleg umfjöllun eigi
sér stað. Það er því í raun hagur
framkvæmdaraðila að fram fari
vandað og faglega unnið mat því
ófullnægjandi umfjöllun getur
leitt til frekari tafa og aukins
kostnaðar.
I lokin viljum við minna fólk á
að kynna sér mat á umhverfis-
áhrifum, til dæmis hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, þar sem
fáanleg eru gögn sem skýra ferlið
og/eða á heimasíðu stofnunarinn-
ar. Ennfremur liggja skýrslur um
auglýstar framkvæmdir frammi í
Þjóðarbókhlöðunni.
Kynnið ykkur málið!
Höfundar starfa sem sérfræðingar í
umhverfismdlum hjd Hönnun hf.
verkfræðistofu.