Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 4%
Meirihluti bænda
vill íslenskar kýr
ÍSLENSKU kýrn-
ar eru á margan hátt
merkOegar og ekki
síst fyrir hin mörgu
litaafbrigði, sem geta
verið með óteljandi
blæbrigðum.
Kýr eru með marga
grunnliti og eru baug-
óttar, blesóttar, grön-
óttar, hjálmóttar, húf-
óttar, kinnóttar,
krossóttar, mánóttar
og stjörnóttar.
Þær eru dílóttar,
dröfnóttar, flekkóttar,
hryggjóttar, huppótt-
ar, kápóttar, síðóttar
og skjöldóttar.
Svona mætti lengi telja en ekki
er ástæða að fara mörgum orðum
um kúalitina hér því það væri efni í
margar greinar. Eitt er víst að lita-
afbrigðum íslensku kúnna mun
fækka að mun, verði af innflutningi
nýs mjólkurkúakyns.
Fregnir herma að landbúnaðar-
ráðherra liggi undir feldi til þess
að ákveða sig um innflutning fóst-
urvísa úr norskum kúm. En rá-
herra á ekki að þurfa að liggja
undir feldi þar sem bændur höfn-
uðu á sínum tíma innflutningi á
nýju mjólkurkúakyni í skoðana-
könnun og gefur því augaleið að
ekki skal leyfa innflutning ef fara á
að vilja meirihluta bænda.
Það vekur athygli að atkvæða-
greiðsla þessi skyldi að engu gerð
og að Landssamband kúabænda
hafi undirbúið innflutning með
miklum kostnaði og gefið sér það
fyrirfram að leyfi
fengist. Þar hafa örfá-
ir stjórnendur gengið
of langt og hafnað lýð-
ræðislegri atkvæða-
greiðslu. Innflutning-
ur nýs mjólkur-
kúakyns er líka alvar-
legra en svo að Bún-
aðarþing geti ákveðið
það eitt og sér, en þar
sitja kúabændur í
minnihluta. Þá geta
fulltrúar á aðalfundi
Landssambands kúa-
bænda heldur ekki
ákveðið þetta þar sem
um svo stórt mál er að
ræða og því er ef til
vill ástæða að kjósa aftur um málið
í almennri atkvæðagreiðslu meðal
mjólkurframleiðenda.
Það er mikilvægt að staldra við
og hlusta á varnaðarorð sérfróðra
manna eins og Sigurðar Sigurðar-
sonar, dýralæknis á Rannsókna-
stöð landbúnaðarins á Keldum, og
Stefán Aðalsteinssonar búfjárf-
ræðings auk þess sem landlæknir
hefur bent á hollustugildi íslenskr-
ar mjólkur fram yfir erlenda
mjólk.
Eitt er víst að á íslandi er ekki
þörf fyrir afurðameiri kýr þar sem
hér er offramleiðsla á mjólk og nú
hafa afurðastöðvar sagt að ekki
verði greitt fyrir umframmjólk á
fímm næstu árum þar sem engin
þörf sé fyrir meira magn er fram-
leiðsluréttur segir til um.
Þá vaknar sú spuming hvað það
kosti að breyta öllum fjósum lands-
Kúakyn
/ /
A Islandi er ekki þörf
fyrir afurðameiri kýr,
segir Atli Vigfússon,
þar sem hér er of-
framleiðsla á mjólk.
ins þar sem innfluttu kýmar verði
mun stærri en þær íslensku.
Þá peninga hafa bændur ekki
efni á að greiða og ekki er hægt að
ætla neytendum að greiða þær háu
fjárhæðir í vömverði.
Islenska kúakynið hefur reynst
okkur vel um aldirnar og hentar
vel við það gróður- og veðurfar
sem við búum við og kynið er enn
hægt að bæta og rækta. Því er
ástæða til þess að fara að vilja
meirihluta bænda og skora á ráð-
herra að segja nei við innflutningi
nýs mjólkurkúakyns.
Höfundur býr á Laxamýri, S-Þing.
Atli
Vigfússon
€inn
með öllu (il sölu
Scania 93M, árg. '90, 210 hestöfl, ekinn
105.000 km, með kassa og lyftu, kassi er
m langur og meó loftopnun á hlióum.
Daghús, Qaórir allan hringinn.
VerÓ 2.200 þús.
án vsk.
Grjóthólsi 1 notaóir bílar
Slml 575 1225/26
C.
tir
Smiöjuvegi 9 • S. 564 .1475
- Gœðavara
Gjafavara — matar- oo kaffislell.
Allir verðflokkar.
cú
J\o6ert)
Heimsfrægir hönnuðir
in.a. Gianni Versace.
VliRSl.UNIN
Lnugnvegi 52, s. 562 4244.
aðeins
mánuði
frí uppsetning heima hjá þér
frí 3ja ára internetáskrift
frábær HP gæöi jj|»| i-rr
tilboð sem þú getur ^ DOVJ
varla hafnað ^
10 fá ókeypis tölvur
ailir þeir sem eru orðnir S24
korthafar fyrir 26. nóv. eiga
möguleika að fá ókeypis tölvu.
,S24 er sjálfstæð rekstrareining I eigu Sparisjóðs Hafnafjarðar'
.það kostar þig minna að fá þér tölvutilboð S24 sem er 130.000 kr.
virði, heldur en 100.000 kr. tölvu á VISA/EURO-rað annars staðar.
••.og
Kringlunni + sími 533 24 24 - www.s24.is