Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1999
UMRÆÐAN
Fleipur og
fyrirgangur
KÆRU ritstjórar,
Mig langar að biðja
fyrir fáeinar línur
vegna nýlegra skrifa
fyrrum félaga míns
Braga Asgeirssonar
myndlistargagnrýn-
anda, með ósk um að
þær verði birtar hið
fyrsta á síðum Morg-
unblaðsins.
I viðkomandi grein
fer Bragi því miður
illilega yfir strikið, því
þar er að finna ákaf-
lega aumlegt fleipur
sem full nauðsyn er að Eiríkur
leiðrétta til að vernda Þorláksson
minningu og æru þess
listamanns, sem viðkomandi atriði
snýr að.
Einnig eru í þessum skrifum
rakalausar árásir á eftirkomendur
listamannsins, sem ég tel ekki
sæmandi Morgunblaðinu að hafa
birt, og því miður nauðsynlegt að
vekja athygli á.
Eg held að ef til vill megi finna
skýringu á þessum skrifum, þó ekki
feli hún í sér neina afsökun á þeim.
Eins og þeir fjölmörgu sem lesa
menningarefni Morgunblaðsins sér
til gagns og gamans vita vel hefur
Braga um langa hríð verið mjög
uppsigað við flesta þá, sem hafa
kosið að mennta sig á sviði menn-
ingarmála og síðan valið að gera
það að ævistarfi sínu að vinna að
framgangi þeirra. Flestir telja
skólun að öðru jöfnu til góðs, en svo
er greinilega ekki um Braga, þegar
þannig menntað fólk tekur til starfa
í listasöfnum eða skólum landsins.
I skrifum sínum um ýmsar fram-
kvæmdir í hinum opinberu söfnum
hefur Bragi oftar en ekki nýtt tæki-
færið við umfjöllun um sýningar til
að hriýta í þetta fólk, og sést þá ekki
fyrir. Séu aðeins tekin dæmi úr
skrifum hans frá 11. og 20. þ.m. um
sýningar á vegum Kjarvalsstaða og
Asmundarsafns má þar til að
mynda finna glósur eins og þær að
sýningar séu settar upp fyrir „hópa
útvalinna í trúnni", að í þeim sé ver-
ið að stfla á „klaufana og klastrar-
ana sem fræðingum hefur verið svo
annt um að heíja á stall", og því er
einnig haldið fram að „í dag birtist
fáfræðin í mynd fjarstýrðra blekk-
inga og heilaþvætti á hlutverki list-
arinnar" - þar sem umræddir fræð-
ingar eru efalaust í aðalhlutverki.
Um það efast vonandi fáir sem
lesa greinar hans að Bragi vill þrátt
fyrir allt (eins og flestir aðrir, sem
betur fer) sjá eitthvað nýtt og
áhugavert í listinni. Því er mikil
þversögn fólgin í því að hann telur
það vott „vanmetakenndar og óþols
his frumstæða og óþroskaða að
þurfa stöðugt að vera að stokka allt
upp í kringum sig" - þ.e. að breyta
nokkrum hlut! Loks telur hann það
„ábyrgðarleysi að leggja slík söfn
(þ.e. Asmundarsafn, innsk. höfund-
ar) í hendur embættis- og skrif-
AmerísLí
nai
eriskir
.ttLjólar, náttfot
slojjpar, sloppasett
ínníslcór í siíl
Ötnilegt úrva 1 lila og gcrða
4,
lympía.
Kringlunni 8-12, 553 3600
stofumanna". Hér
beinist spjótið að und-
irrituðum, og því
ábyrgðarleysi borgar-
yfirvalda sem ákváðu
að ráða mig til starfa.
Sú ráðstöfun hefur því
í huga Braga verið
næstum því jafnslæm
og að leggja „lista-
skóla og skóla almennt
í hendur rasspúðafólki
og fundarhaldafíkl-
um".
Endurtekin skrif á
þessum nótum eru
fremur vesældarlegur
grunnur að málefna-
legum umræðum um
listir og menningu, enda eru flestir
lesendur blaðsins væntanlega
löngu búnir að mynda sér sínar eig-
in skoðanir á orsökum þeirra, og
meta þau í samræmi við það. Einn-
ig er ljóst að þeim sem árásimar
beinast að finnst þær ekki svara-
verðar og því missa þær að mestu
marks - en verða öðru fremur til
þess að auka á neikvæð viðhorf
gagnvart listunum í landinu sem og
gagnvart þeim stofnunum og ein-
staklingum, sem þar vilja vinna
eins gott verk og hægt er.
Stundum gerist það hins vegar
að fyrirgangurinn við þessi skrif
virðist hafa leitt svo Braga afvega -
og þar er komið að tilefni þessa
greinarstúfs - að úr tölvu hans
hrjóta hnýfilyrði um saklausa ein-
staklinga, eða þá að hann reynist
svo glámskyggn að telja verður af-
ar alvarlegt mál fyrir mann í hans
stöðu sem og fyrir blaðið, sem birtir
skrifin í trausti sínu á málefnalega
umfjöllun gagnrýnandans.
í grein sinni í Morgunblaðinu 20.
þ.m., þar sem hann fjallar um sýn-
ingu á verkum Ásmundar Sveins-
sonar í safninu við Sigtún, lætur
Bragi m.a. frá sér eftirfarandi
klausu: „Og eitt hef ég hvergi séð á
ferðum mínum, sem er að húða
gamlar gipsstyttur á söfnum, og
fyrir mér er það ámóta viturlegt og
að lita gæruskinn til að þau gangi
frekar í augun á óþroskuðum múg.
frostlögur
fyrir hita og kælikerfi
•Vörn gegn frosti og tæringu
• Hentugt fyrir alla málma
• Eykur endingartíma
• Kemur í veg fyrir gerlamengun
• Vörn allt niður að -30'C
• Engin eiturefni-umhverfisvænt
• Léttir dælingu
|L«TUR V»TNlö VINK.l
Hringás
Heildsöludreifing
Skemmuvegur 10 • Sfini 567-1330
SlflSlM
SllGHtPPl
■ 3
Komumög gerum verðtílboð
C
ÓDÝRI MARKAÐURINN
KNARRARVOGI 4 • S: 568 1190
ÁLFABORGARHÚSINU
Gagnrýni
í grein Braga er að
fínna ákaflega aumlegt
fleipur, segir Eiríkur
Þorláksson, og full
nauðsyn er að leiðrétta
það til að vernda minn-
ingu og æru þess lista-
manns, sem viðkomandi
atriði snýr að.
Þannig eru verkmennimir tveir
fyrir ffaman safnið, sem ég hefi dáð
frá bamæsku, líkastir stásslegum
marsipanstrákum í þessum nýja og
náhvíta möttli sínum.
Eitt af því sem aldrei má gera er
að hreinsa gamlar gipsstyttur hvað
þá mála þær, heldur ber að láta
þær eldast í friði og í hæsta lagi
dusta af þeim rykið. Þetta hélt ég
að allir innvígðir vissu ..." Þær
styttur sem verða Braga að slíku
hneykslunarefni heita Garðyrkju-
maðurinn og Veðurspámaðurinn,
og voru settar upp af listamannin-
um sjálfum snemma á 6. áratugn-
um. Það er ótrúlegt að lesa að slík-
ur listaniaður og listskoðandi sem
Bragi Ásgeirsson hafi i nær hálfa
öld gengið með þá glýju fyrir aug-
unum að halda að þarna hafi jafn
reyndur listamaður og Ásmundur
Sveinsson sett upp gipsmyndir; slík
verk ættu sér litla endingarvon í
þeirri veðráttu, sem leikur um úti-
listaverk hér á landi, og það hefur
Ásmundur svo sannarlega vitað.
Þessar tilteknu höggmyndir eru -
og hafa alltaf verið - úr stein-
steypu.
Þetta getur Bragi sannreynt t.d.
með því að fletta upp í bók um Ás-
mund Sveinsson, sem Helgafell gaf
út 1961 - fyrir nær fjórum áratug-
um.
Bragi gerir síðan illt verra með
því að nota þessa barnalegu stað-
leysu sína sem tilefni til að atyrða
þá, sem standa minningu Ásmund-
ar næst. Þetta gerir hann með út-
hrópun um að gestir sæki einkasöfn
af þessu tagi til að „upplifa lista-
manninn í sínu rétta umhverfi,
sköpunarferli verkanna en ekki
grunnfærðar lagfæringar og hé-
gómaskap eftirkomanda hans".
Af orðum Ásmundar í fjölmörg-
um viðtölum má helst ráða hið
gagnstæða; að hann hafi alla tíð tal-
ið að listin sjálf skipti mestu máli,
en listamaðurinn - og þar með
dýrkun persónu hans - væri auka-
atriði. Áð kalla það hégómaskap
eftirkomenda Ásmundar að vilja
vinna að því af heilum hug að láta
list hans njóta sín sem best í glæsi-
legu umhverfi safnbyggingar og
garðs, sem er sérstaklega skipu-
lagður með það í huga, er móðgun
við eftirkomendur og alla ættingja
listamannsins, sem ég tel einsýnt
að Bragi Ásgeirsson og Morgun-
blaðið eigi að biðjast afsökunar á
hið snarasta.
Höfundur er forstöðumaður Kjar-
valsstaða og Ásmundarsafns.
Seljum eingöngu
smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni
Hansínu
Laugaveg 20b
v/ Klapparstíg
sími 551 8448
’Ííí'
*
■ BlO-bsetiefnin eru hrein náttúruleg bætiefni.
■ Á bak viö hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna,
sem tryggir hámarksvirkni.
■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð f þynnupakkningum. Þaö auðveldar alla
meöhöndlun og tryggir hreinlæti.
BIO-QUINON QIO eykur úthald og orku.
BIO-BILOBA skerpir athygli og einbeitingu.
Dregur úr hand- og fótkulda.
BI0-SELEN+ZINK er áhrifarikt andoxunarefni.
BIO-CHROM stuölar aö bættu sykurjafnvægi
líkamans, dregur úr þreytu
og tilefnislausu hungri.
r-)
*
BlO-bætiefnin
- fyrir þá, sem gera kröfur!
J
Nes
Gral
Gari
15% kynningarafsláttur - Ráögjöf
Iðunnar apótek - þriðjud. 23. nóv. kl. 14-18
Nes apótek Seltj. - miðvikud. 24. nóv. kl. 14-18
Grafarvogs apótek - fimmtud. 25. nóv. kl. 14-18
Garðabæjar apótek - föstud. 26. nóv. kl. 14-18
Sturtuklefar-
Ifö sturtuklefamir eru fáanlegir úr plasti
eða öryggisgleri í mörgum stærðum og
gerðum. Ifö sturtuklefarnir eru trúlega
þeir vönduðustu á markaðnum í dag.
Ifö - Sænsk gæðavara
T€Í1GI
Smiðjuvegi 11 « 200 Kðpavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fástí byggingavöruverslunum um land alll
Immunocal
hefur náð að auka magn
GLUTHAIHIONE
í frumunum og efla
á náttúrulegan háttí
Andrína G. Jónsdóttir
Ég hef verið með síþreytu
í 8 ár og reynt allt mögulegt
til að ná bata. í september
'99 prófaði ég Immunocal
og allt í einu fékk von mín
byr undir báða vængi í átt
til heilbrigðis.
Mér hreinlega líður mjög
vel og hinar ýmsustu þrautir
og mein hreinlega hrynja af
mér og ég fyllist djúpu
þakklæti fyrir að hafa
kynnst svo náttúrulegri leið
til bata.
Immunocal inniheldur:
Bnangrað mjólkurprótein - 90%*
kalk-6%og jám-4%
‘Samskonarogerímóðurmjólkinni
Sölu- og þjónustuaðili:
Vis Vitalis ehf.
Fosshálsi 27 110 Reykjavík
S. 587 6003 Fax 587 6004
visvitalis@simnet.is
i