Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 53
sem er undan Orra frá Þúfu og
Hildi fi'á Garðabæ sem hlaut 8,20 í
aðaleinkunn. Hálfbróðir hans,
Vængur, sem er undan Rán frá
Flugumýri hlaut 8,03. Öll hrossin
sem fram komu eru ung að árum og
var hryssunum ekki haldið í sumar
því stefnt er með þær á landsmótið
á næsta ári. Auk þeirra hrossa sem
fram komu hér á landi var sýndur
stóðhestur í Svíþjóð undan Hektori
frá Akureyri, sem þau hafa notað
mikið í sinni ræktun, og Sprengju
frá Ytra-Vallholti. Sá heitir Frami
og sagður frá Herringe og hlaut yf-
ir 8,50 í einkunn en hann er hug-
verk þeirra hjóna þótt ekki teljist
hann strangt til tekið til með í
þeirra hrossarækt. En með glæsi-
legum árangri í sýningum ársins
má ætla að þau Gunnar og Krist-
björg hafi lagt grunn að ræktunar-
veldi sem ætti að hafa alla burði til
að vekja frekari athygli á komandi
árum.
Valið á þessum tveimur titlum er
nú með öðrum hætti en tíðkaðist
framan af. Þá var notuð ákveðin
reikniregla þar sem ákveðinn ár-
angur á ýmsum sýningum eða mót-
um gaf ákveðinn stigafjölda og út-
koman látin ráða hver hlaut titlana
hveiju sinni. Þessu fyrirkomulagi
hefur verið vikið til hliðar. Við val á
ræktunarmanni ársins er að vísu
notuð reikniaðferð til að útnefna
allt að tíu manna eða ræktunarbúa-
hóp en fagráð í hrossarækt kýs síð-
an um hver skuli hljóta titilinn. Við
val á knapa ársins hefur öllum
reiknireglum verið kastað á glæ en
sú venja er að skapast að valdir eru
fimm knapar sem þótt hafa skarað
fram úr árinu og síðan reyna frétta-
menn að komast að samkomulagi
um hver hlýtur titilinn en geta grip-
ið til atkvæðagreiðslu sé ekki ein-
hugur í hópnum. Til þess hefur ekki
enn komið.
Heiðursgestur kvöldsins á þess-
ari tímamótasamkomu var Stein-
þór Gestsson sem er einn eftirlif-
andi þeirra er komu að stofnun LH
og síðar varð hann formaður sam-
takanna. Hélt hann stutta tölu þar
sem hann kom inn á upphafið að
stofnun samtakanna og það hvaða
gildi þessi samtök hefðu í dag og
ijóst væri nú að þörfin fyrir LH hafi
verið ótvíræð. Ræðumaður kvölds-
ins var Hjálmar Jónsson alþingis-
maður sem gerði að sjálfsögðu Mið-
stöð íslenska hestsins í Skagafirði
að umtalsefni og byggði ræðu sína
að stærstum hluta á hnyttnum
kveðskap ýmiskonar sem og veislu-
stjóri kvöldsins Reynir Hjartarson
gerði enda báðir vel hagmæltir og
má eiginlega segja að frá þeim báð-
um streymi kveðskapurinn í stríð-
um straumi.
Landsliðsmenn ásamt liðsstjóra
og landsliðsnefndarformanni frá
heimsmeistaramótinu í sumar sem
viðstaddir voru fengu blómvönd og
gott klapp veislugesta fyrir frábær-
an árangur á mótinu og Jón Albert
Sigurbjömsson, formaður LH,
veitti viðtöku ýmsum gjöfum og
góðum óskum meðal annars frá
Bændasamtökum Islands og Fé-
lagi hrossabænda.
Sturtuhorn
í Yerð fró
kr. 19.900,- stgr.
VERSLUN FYRtR AILA i
V» FeSijmúla
Sími 588 7332
www.heildsoiuversiunin.is
Hestar/fólk
■ MIÐSTÖÐ íslenska hestsins
virðist ekki ætla að ganga alveg
þrautalaust ofan í hestamenn utan
Skagafjarðar og virðist það vera
nafnið sjálft sem helst stendur í
mönnum. Á formannafundi Félags
hrossabænda í síðustu viku var
gerður góður rómur að því fram-
taki skagfirskra hestamanna um
að fá sljórnvöld til að leggja 150
milljónir í uppbyggingu greinar-
innar.
■ BJARN/Maronssonfor-
maður Hrossaræktarsambands
Skagfirðinga lagði fram tillögu
þar sem gert var ráð fyrir stuðn-
ingsyfirlýsingu við Miðstöð ís-
lenska hestsins í Skagafirði. Eftir
frekar jákvæða umræðu um má-
lefnið áður en tillagan var kynnt
hikstuðu menn á nafngiftinni og
endirinn varð sá að Bjami dró til-
löguna til baka og létu menn duga
að senda hann heim með hina já-
kvæðu uinfjöllun fundarins.
■ JÓSEP VALGARÐ fulltrúi
Austlendinga á fundinum sagði að
samstarfssamningar um stóðhesta
sem þeir austanmenn eiga sameig-
inlega með öðmm hrossaræktar-
samtökum væru þverbrotnir og
átti þá við að hestamir væm not-
aðir á fleiri hryssur en gert væri
ráðfyrir.
■ JRJARIV/Maronsson fulltrúi
Skagfirðinga sem eiga meðal ann-
arra hesta með austanmönnum
sagði að honum þætti betra að fá
slíkar ásakanir beint fyrir fundi
eins og þennan svo svigrúm gæfist
til að kanna hvað væri í gangi og
fínna þá skýringar ef til væm. Síð-
ar væri hægt að taka málið upp á
opinberum vettvangi.
■ JÓSEP VALGARÐ sagði
einnig þarft að fá skýringar á
miklum mun sem var hrossum
sem fóm í dóm á Stekkhólma og
svo viku síðar á Fomustekkum í
sumar. Sagði Jósep að óeðlilega
mikill munur hefði verið á sumum
hrossanna bæði í einkunnum og
eins í mælingum. Nefndi hann að
ein hryssan hefði hækkað um sjö
sentimetra á lend meðan hún stóð
í stað á herðakamb á einni viku og
þótti fundarmönnum það býsna
neikvæð þróun frá ræktunariegu
sjónarmiði.
■ JÓSEPVALGARÐxar
nokkuð yfirlýsingaglaður á fund-
inum og endaði hann sitt mál með
reiðhjálmaumræðu. Sagði hann að
það væri undirlægjuháttur og
sýndarmennska að vera að sam-
þyklga hjálmaskyldu á sýningum
og svo væri þetta þverbrotið og
nefndi hann bæði heimsmeistara-
mótið í sumar og móttöku á Þing-
völlum þar sem Hillary Clinton
forsetfrú tók við tveimur hestum
sem gefnir voru bandarískum
bömum. Þar hafi enginn knapi
borið reiðhjálm en sú skýring kom
fram að erlendir sjónvarpsmenn
hefðu óskað eftir að knapar bæm
ekki hjálma.
■ HROSSARÆKTARSAM-
BAND Eyfirðinga og Þingeyinga
sem er með sérstaka heimasiðu í
samvinnu við tvö hrosaræktarbú
þar nyrðra hefur „stolið“ netfan-
ginu orri.is og er nú að sjá hvort
ónefnt félag sunnanheiða leggi
ekki fram freistandi tilboð í þetta
ágæta netfang eins tíðkast í tölvu-
heiminum í dag.
■ BJARNLEIFUR Bjamleifs-
son kunnur hrossaræktandi úr
Gusti fékk sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir framlag sitt til hrossar-
æktar á uppskeruhátíðinni um
helgina. Var þar um að ræða út-
skorinn reður sem að sögn veisl-
ustjórans Reynis Hjartarsonar var
fenginn frá Reðurstofu Islands.
Mun hægt að nota reðurinn fyrir
saitstauk og sagði Reynir það
koma sér mjög vel fyrir Bjaraleif
þar sem hann ræktaði hross út af
Svarti frá Unalæk hvað sem hann
átti nú við með því.
■ HELGILEIFUR Sigmars-
son, tamninga- og jámingamaður-
inn kunni, fékk einnig smáviður-
kenningu frá veislustjóranum.
Hafði Reynir hermt að Helga
gengi illa að fá hrossin til að reisa
sig svo vel fari og afhenti hann
tamningamanninum því sjö lítra
af reisingarlyfinu Viagra og taldi
hann því að reisingarvandamál
Helga Leifs væri þar með úr sög-
unni altént meðan pillurnar ent-
ust.
Heyrðu elskan, var það ekki
túrbóryksuga fyrir þig?"
Það er vissara að hafa minnið í Lagi þegar
maður kemst í vöruvalið hjá ísLandica í
Leifsstöð.
Komdu Lika í Islandica
Leifsstöó Sími 425 0450
'1 ■FjUl V
SL\ 1
■
Þ'fí' JHfij wm\ -| ► æ |
Handsuga frá Black & Decker
íbílinn og fellihýsiö 12v
Túrbó-handsuga frá Black & Decker
hvít 4.8v
SUpimús ítösku m/fylgihlutum
frá Black & Decker
Fræsari m/tannasetti
frá Black & Decker
Hleðsluskrúfjám
frá Black & Decker
2.4 v f stauti
Verð áðun
XPOffií
Verkfærataska
fráZAG
Tværstærtir
IBtommu og 21 tommu
SUÐURIJÍwi
Verö áðun Verð nú:
78.90ÚK 18.900 kr
Glæsibæi
Viö erum tlutt
, úr Hallarrmilanum
í Skeiluna 7
gegnt Olís og Glæsibæ
miðstöð heimilanna
Skeifunni 7 • Simi 525 0800