Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 56

Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 -i MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 20. nóvem- ber. Jarðarförin auglýst síðar. Hafsteinn Guðjónsson, Hildur Hilmarsdóttir, Viktor Aðalsteinsson, Lilja Hilmarsdóttir, Helga Hilmarsdóttir, Jón Ólafsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOB H. RICHTER, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 21. nóvember. Stefán J. Richter, Kristjana Richter, Vilhelm H. Lúðvíksson, Guðmundur Richter, Jóhanna Richter, Sigrún Richter, Ólafur Ö. Haraldsson, Jakob H. Richter, Helga Jóhannesdóttir. + Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR S. JÓNSSON, Háaleitisbraut 36, Reykjavík, iést laugardaginn 13. nóvember. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóna Hjaltadóttir, Jón Ragnarsson, Fiona Ragnarsson, Guðrún Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum auðsýnda hjálpsemi og hlýhug við andlát og jarðarför HARÐAR S. GUÐLAUGSSONAR, sem fram fór í Grafarkirkju í Skaftártungu laugardaginn 20. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Hannelore Helga Jahnke. ÞlfejWf LiudJai: b&f a;J íjíiudiijij UtfararstofQn annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266-www.utfarastofa.com \ / LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. S.HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 EGGERT STEINÞÓRSSON + Eggert Stein- þórsson fæddist á Litlu-Strönd í Mývatnssveit 3. niaí 1911. Hann lést í Reykjavík 13. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Eg minnist elsku- legs afa míns á tíma- mótum. Hann var ró- legur maður, hæg- látur og traustur þáttur í tilverunni. Afí minn var ráðagóður maður. Það var alltaf hægt að leita til hans ef veikindi eða erfiðleikar steðjuðu að. Hann var skjól og styrkur á erfiðum stundum. Afi var þögull maður og dulur og nærvera hans og hlýja yljaði mér öll þau ár sem ég hef lifað. Eg minnist þess að stundum sótti afi mig í leikskólann Hlíðaborg. Hann þrammaði traustum þungum skrefum með hattinn á höfðinu og pípuna í hendi. Það var stíll yfir gamla manninum. Ég var upp með mér að hann skyldi sækja mig og fá að sitja ein með afa í gula Volvónum og í pípureyk. Einstaka sinnum fór- um við í bíltúr í leiðinni og afi gaf mér ís áður en heim var komið. Ég var ung að árum þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að afi minn væri gáfaðasti maður sem ég þekkti, því hann leysti öll heimsins vandamál og ég leit alveg ótrúlega mikið upp til hans. Þessi uppgötvun mín breyttist ekki eftir því sem árin liðu. Afi var ólíkur hinum í fjöl- skyldunni. Hann hafði fremur al- varlegt yfirbragð og hægar hreyf- ingar sem gerðu hann svo virðulegan. Það kom nú samt fyrir að afi sagði brandara eða sló á létta strengi og kom þá fólkinu sínu í opna skjöldu. Þá var mikið hlegið yfír þessu óvænta uppátæki hans og einnig yfir brandar- anum því afi hafði góða frásagnarhæfi- leika. Ég man hve hissa og skelkuð ég var sem bam að sjá afa hlæja yfir ein- hverjum fiflalegum brandara og sjá hann rjóðan í framan hrist- ast af hlátri. Yfirleitt var hann í þungum þönkum og með spek- ingslegan svip. Undir alvarlegu yfirbragðinu kraumaði glettnin sem gat komið mér og fleirum á óvart. Að lokum vil ég minnast á kon- tórinn hans afa. Þar fékk afi næði fyrir lífsglaðri eiginkonu sinni, málglöðum börnum sínum og hreyfiglöðum barnabömum. Kon- tórinn var afa visst athvarf fyrir gleði og glaumi fjölskyldunnar. Þar inni vora ógrynni af bókum, skjöl- um og pappíram sem enginn mátti hreyfa við. Amma tók ekki til í kon- tórnum hans afa nema þvo ösku- bakkana og ég mátti ekki leika mér þar inni. Þess vegna var alltaf svo spennandi að koma þangað inn. Afi var dálítið lokaður og lét ekki mikið fyrir sér fara en ég minnist þess að einu sinni spyr hann mig hvort ég geti ekki hjálpað sér með bækumar eftir Halldór Laxness rithöfund, sig vanti svo lista yfir öll verkin hans og ég fer með afa inn í kontór. Ég var nýbyrjuð í Isaks- skóla og hjálpaði afa mínum fús- lega. Málið var bara að titlarnir vora svo margir, þetta vora fleiri en fimmtíu bækur og mér fannst alveg ótrúlegt hvað maðurinn hafði skrif- að margar bækur. Sennilega hefur þetta verið viðleitni afa að kenna stelpukrílinu eitthvað viturlegt og æfa mig í skrift því stafirnir vöfðust dálítið fyrir mér og ég var ekki viss hvenær átti að vera stór eða lítill stafur en afi leysti úr þeim erfið- + Konan mín, INGIBJÖRG GUNNARSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, er látin. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þökkum auðsýnda samúð. Björn R. Einarsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI G. TÓMASSON málarameistari, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. nóvember. Elíse Tómasson, Guðrún Bjarnadóttir, Karl Helgi Gíslason, Hörður Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför BOGA PÉTURS GUÐJÓNSSONAR frá Brekkum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kirkjuhvols fyrir góða umönnun og starfsfólks Sjúkrahússins á Selfossi fyrir góða aðhlynningu í veikindum hans. Ættingjar og vinir. leikum með brosglampa í augum. Afi hafði gaman af börnum og var svo barngóður. Minningin um góðan og göfugan afa mun lifa áfram í hjarta mínu og ráðleggingar hans verða mér veg- anesti út í lífið. Ég get ímyndað mér að nú sé afi kominn á góðan stað þar sem birta og fallegir tónar ylja ástkærum afa mínum. Með söknuði og kærleika kveð ég þig, elsku afi Eggert. Minningin um þig mun lifa. Ég vaknaði af djúpum dvala við dýrðlegan hörpuóm. Sál mína dreymir síðan sólskin og undarleg blóm. Ég fann hvernig foldin lyftist og fagnandi tíminn rann, með morgna, sem klettana klifu, og kvöld, sem í laufinu brann. Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðm.) Gerður Óttarsdóttir. Látinn er góður vinur minn og velgjörðarmaður, Eggert Stein- þórsson læknir. Ég minnist hans með miklum hlýhug, virðingu og þakklæti. Góð og náin vinátta hefur nú í þrjár kynslóðir verið milli fjöl- skyldu minnar og fjölskyldu Egg- erts, vinátta sem hefur verið ómet- anleg. Það var af einstakri rausn og umhyggju sem heiðurshjónin Egg- ert og Gerður buðu mér, ungri sextán ára stúlku, rétt eftir sáran og ótímabæran föðurmissi að dvelja veturlangt á heimili sínu. Framhaldsskólanám í Reykjavík var framundan. Að fá að búa á heimili þeirra hjóna þennan vetur ásamt dætrum þeirra tveimur, Sigrúnu og Guðrúnu, var mikið gæfuspor fyrir unga stúlku, sem var að búa sig undir lífið. Heimilið var menningarlegt í hæsta lagi. Bókmenntir og listir hvers konar vora í hávegum hafðar, ekki síst samræðulist. Áhugi á mannfólkinu og lífinu almennt var lifandi og frjór. Heimilið svo íslenskt og um leið alþjóðlegt. Mikil virðing, ein- lægni og háttvísi ríkti í öllum sam- skiptum. Ymsir gestir sem á heim- ilið komu era mér minnisstæðir, meðal þeirra má nefna Sigurð Nor- dal. Samræður vora andríkar og skemmtilegar. Síðar, þegar ég hafði lokið námi, bauðst mér aukaíbúð hjá þeim hjónum til leigu. Þar hóf ég búskap með tilvonandi eiginmanni mínum og bjuggum við þar um eins árs skeið. Návistin við þau góðu hjón Eggert og Gerði var sem fyrr ánægjuleg, hlý og uppbyggileg á allan hátt. Með þeim Eggerti og Gerði áttum við ógleymanlegar stundir. Þau lögðu blessun sína á sinn einstaka hátt yfir þessi ungu hjónakorn. Heimili Eggerts og Gerðar hefur ætíð staðið mér opið, þau hafa alltaf látið sér annt um velferð mína og reynst mér einstaklega vel. I návist Eggerts var gott að vera. Hann var næmur og góður hlust- andi. Viðmælanda sínum leyfði hann að njóta sín, í þess orðs fyllstu merkingu. Hann var vitur, raunsær og víðsýnn. Með honúm var gott að íhuga og velta fyrir sér viðfangs- efnum út frá mörgum hliðum. Ég minnist umræðu okkar um ákveðið alvöruefni þar sem hann lagði á það áherslu að ekki mætti hika um of að taka ákvörðun þótt áhætta fylgdi niðurstöðunni. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Eggert á að baki langt og gifturíkt starf sem læknir. Læknisverkum hans hefur fylgt mikil blessun og það era áreiðan- lega margir sem minnast hans nú með þakklæti í huga. Að leiðarlokum þakka ég Egg- erti innilega samfylgdina. Minni kæra vinkonu Gerði og allri fjöl- skyldu hennar færi ég, Eyjólfur og börn okkar einlægustu samúðar- kveðjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.