Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJONUSTA/FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 61
BORGARBÓKASAFNIÐ í GERÐUBERGI 3-6, mán. rim.
kl. 9-21, föst. 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S.
557-9122.____________________________________________
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán-fim. 9-21, föst 12-
19, laugard. kl. 13-16. S. 553-6270._________________
SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27, s. 553-6814. Ofan-
greind söfn og safnið í Gerðubergi eru opin mánud.-fid.
kl, 9-21, föstud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._
GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 552-7640. Opið mád. kl.
11-19, þrið.-fóst. kl. 15-19.________________________
SELJASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 587-3320. Opið mád. kl.
11-19, þrið.-mið. kl. 11-17, fim. kl. 15-19, föstud. kl. 11-
17.___________________________________________
FOLDASAFN, Grafarvogskirlgu, s. 567-5320. Opið mád.-
fid. kl. 10-20, föst. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._
BÓKABÍLAR, s. 553-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um
borgina._________________________________________
BÓKASAFN DAGSBRÚNAR: Skipholti 50D. Safnið verð-
ur lokað fyrst um sinn vegna breytinga.____
BÓKASAFN KEFLAVÍKUR: Opií mán.-töst. 10-20. Opið
laugd. 10-16 yfirvetrarmánuði._______________________
BÓKASAFN KÓPAVOGS, Fannborg 3-6:
Mánud.-fimmtud. kl. 10-21, föstud. kl. 10-17, laugard.
(1. okt.-30. april) kl. 13-17.___________________
BÓKASAFN SAMTAKANNA ‘78, Laugavegi 3: Opið
mán.-fim. kl. 20-23. Laugard: kl. 14-16.___
BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR, Tryggvagötu 16:
Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-12 og kl. 13-16. Sími
563-1770.____________________________________________
LISTASAFN ÍSLANDS, Frfkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriöjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu:
http//www.natgall.is__________________________
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega
kl. 12-18 nema mánud._______________________
LÍSTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safniö er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma
553-2906.__________________________________
LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alla daga frá kl. 13-16. Slmi 563-2530.____
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. Lokað
yfir vetrarmánuðina. Hópar geta skoðað safnið eftir
samkomulagi.__________________________________
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
rcyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð með minjagripum og handverks-
munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net-
fang minaust@eldhorn.is.______________________
MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina
v/EUiðaár. Opið á sunnudögum kl. 15-17 og eftir sam-
komulagi. S. 567-9009._______________________________
MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garöi. Opið alla daga í sumar
frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum tímum í síma
422-7253.________________________________________
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið
frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudög-
um. Sími 462-3550 og 897-0206._______________________
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.___________________________
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._____
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og Iaugard. kl.
13.30-16.__________________________________
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi.___________________________________
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kafíistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar-
firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555-
_ 4321.______________________________________
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið laugardaga
og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaöastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16.________________________
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu-
lagi. S: 565-4442, bréfs. 565-4251, netfang: aog@natm-
us.is.___________________________________________
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS
HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard.
_ frá kl, 13-17. S. 581-4677.____________
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
_ Uppl.is: 483-1165, 483-1443._______________
SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Slmi 435 1490.______________________
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður-
götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til föstudaga
kl. 14-16 til 15. mai.____________
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13- 18 nema mánudaga. Slmi 431-5566._______
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema
mánudagakl. 11-17. ______________
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fóstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15._______________
USTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl.
14- 18. Lokað mánudaga._______________
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81.
Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið sam-
band við Náttúrufræðistofnun, Akureyri, í síma 462-
2983.____________________________________
NONNAHÚS, Aöalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júní
-1. sept. Uppl. i slma 462 3555.___________
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrákl. 11-17.__________________________________
ORÐ PAGSINS__________________________________
Heykjavík simi 551-0000.
Akureyri s. 462-1840.________________________
SUNPSTAÐIR __________________________________
SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl.
8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-16.
þri., mið. og föstud. kl. 17-21._____________
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 7-22. Laugd.
og sud. 8-19. Sölu hætt hálftima fyrir Iokun._
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftíma fyrir lokun._
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.-
föst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.________
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Slmi 426-7565._____
SUNDIjAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
helgar 11-18._________________________________
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16._____
SUNDIAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532.__________
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______
JADARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643._________
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21.
ÚTIVISTARSVÆÐI_______________________________
HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-17.
Lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma.
Fjölskyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á vet-
urna. Sími 5757-800.
Tískusýning á Broadway
TÍSKUSÝNING verður mið-
vikudaginn 24. nóvember á veit-
ingahúsinu Broadway. Það er
María Lovísa, fatahönnuður,
sem sýnir það nýjasta af hönnun
sinni fyrir veturinn 1999-2000.
Snyrtistofan Guerlain kynnir
haust- og vetrai'línuna í förðun
og einnig Samsara-ilminn í nýj-
um aldamótabúningi. Hár-
greiðslustofan Cleo sér um hár-
greiðsluna.
Húsið opnað kl. 20 og sýningin
hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. .
Fyrirlestur um ofbeldi
í samfélaginu
og fjölskyldunni
Fjöldi
kennslu-
daga í fram-
haldsskólum
breytilegur
SAMKVÆMT könnun sem Hag-
stofa íslands hefur gert var fjöldi
reglulegra kennsludaga á síðasta
skólaári á bilinu 136 til 152. Könn-
unin er byggð á svörum frá 32
framhaldsskólum. I lögum um
framhaldsskóla er kveðið á um að
kennsludagar skuli ekki vera færri
en 145. Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar eru reglulegir
kennsludagar fæstir í stúdents-
prófsbekkjum tveggja bekkjakerf-
isskóla, eða 133. Meðalfjöldi
kennsludaga var 142. Auk þeirra
voru skertir kennsludagar á bilinu
0-8, eða að jafnaði 3,5. Kennsla féll
niður í 0 til 3 daga í skólunum 32,
eða að meðaltali í hálfan dag.
Akvæði gildandi kjarasamninga
framhaldsskólakennara og fjár-
málaráðuneytis miða lengd próf-
tíma við sex vikur á skólaári. Sam-
kvæmt upplýsingum skóla var
fjöldi daga sem einungis var varið
til prófa og námsmats frá engum
(þ.e. próf og námsmat fóru fram á
kennsludögum) til 37. Ef litið er á
einstaka bekki var fjöldi prófdaga
mestur í stúdentsprófsbekkjum
tveggja skóla, eða 42. Að jafnaði
vörðu skólarnir 27 dögum til
prófa- og námsmats.
Fyrrgreindir kjarasamningar
kennara gera ráð fyrir 175
kennslu- og prófdögum á níu mán-
aða starfstíma skóla og auk þess
fjórum vinnudögum utan árlegs
starfstíma. Vinnudagar kennara
alls reyndust á bilinu 174 til 191;
þar af 155 til 183 á árlegum starfs-
tíma skóla. Meðalfjöldi allra vinnu-
daga kennara var 179, en 174
þeirra voru á árlegum starfstíma
skóla.
---------------
Kvöldganga á
fullu tungli í
Búrfellsgjá
FERÐAFÉLAG íslands efnir í
kvöld, þriðjudagskvöldið 23. nóv-
ember, til kvöldgöngu á fullu
tungli.
Brottför er kl. 20 frá BSÍ, aust-
anmegin, og Mörkinni 6 og ekið að
enda Vífilsstaðahlíðar þaðan sem
gengið verður í Búrfellsgjá, falleg-
ustu hrauntröð suðvestanlands,
m.a. er komið við í Gjárétt. Ef að-
stæður leyfa verður hugað að
stjörnumerkjum.
Þátttakendur eru hvattir til að
mæta vel búnir og ágætt er að
hafa ljós með. Allir eru velkomnir
að vera með, jafnt ungir sem aldn-
ir, og er áætluð heimkoma fyrir kl.
23.
FYRIRLESTUR um ofbeldi í sam-
félaginu og fjölskyldunni undir heit-
inu: Hvað liggur að baki? verður
haldinn í stofu 101 í Odda fimmtu-
daginn 25. nóvember. Fyrirlesari er
Marjorie E. White, fyrrverandi pró-
fessor við Flórídaháskóla í Banda-
ríkjunum. Fyrirlesturinn er á veg-
um Rannsóknarstofnunar í Hjúkr-
unarfræði, Háskóla Islands.
Marjorie A. White er fyrrverandi
prófessor við Floridaháskóla og er
nú á haustmisseri 1999 Fulbright-
kennari við námsbraut í hjúkrunar-
fræði, HI. Hún er bæði félagsfræð-
ingur og hjúkrunarfræðingur að
mennt og hefur stundað rannsóknir
við marga háskóla í Bandaríkjun-
um. Hún hefur rannsakað og birt
efni um fjölskyldufræði í meira en
20 ár og fengið til þess styrki, bæði
bandaríska og frá öðrum löndum.
Hún er aðalrannsakandi í sam-
vinnuverkefni milli Bandaríkjanna
og Norðurlanda, „Family Dynamics
Nursing Project" sem snýst um
rannsóknir á bamafjölskyldum.
Síðan 1984 hafa rannsóknarhópar
í þessu verkefni athugað fjölskyldur
á íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Finn-
landi, Noregi og Bandaríkjunum til
þess að komast að því hvað er líkt
og ólíkt með fjölskyldum í þessum
löndum og til að geta leiðbeint heil-
brigðisstarfsfólki sem stundar fjöl-
skyldumeðferð, segir í fréttatO-
kynningu.
Árið 1995 var dr. White Ful-
bright-rannsakandi við háskólann í
Tampere þar sem hún ásamt
finnskum hjúkrunarrannsekendum
bar saman samskipti í þeim fjöl-
skyldum þar sem illa var farið með
böm og í fjölskyldum þar sem það
var ekki gert, í 4 borgum í Finn-
landi. Niðurstöður þeirrar rann-
sóknar verða m.a. kynntar í fyrir-
lestrinum.
Fundur um
vísindi og
guðstrú í Vís-
indafélagi Is-
lendinga
ANNAR fundur Vísindafélags ís-
lendinga veturinn 1999-2000 verður
haldinn í Norræna húsinu miðviku-
daginn 24. nóvember kl. 20.30. Þar
flytur Páll Valsson bókmenntafræð-
ingur erindi sem hann nefnir
Hulduljóð Jónasar, að sætta vísindi
og guðstrú.
Páll hefur nýverið gefið út ævi-
sögu Jónasar Hallgrímssonar,
skálds og náttúrufræðings. í fyrir-
lestrinum tekur hann á þeim vanda
sem upplýstir menn, og ekki síst
náttúrufræðingar, stóðu frammi
fyrir í trúarlegum efnum á fyrri
hluta 19. aldar og kristallaðist loks í
þróunarkenningu Darwins 12 árum
eftir að Jónas Hallgrímsson var all-
ur.
Ollum er heimill ókeypis aðgang-
ur að fyrirlestrinum.
------♦-♦-♦------
SUS fagnar
sölu á FBA
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna hefur sent frá sér ályktun
þar sem fagnað er því að hlutur rík-
isins í Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins hafi verið seldur. í fréttatil-
kynningu frá SUS segir að þar með
hafi verið gengið frá umfangsmestu
einkavæðingarframkvæmd Islands-
sögunnar. Jafnframt skorar Sam-
band ungra sjálfstæðismanna á rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar að hefj-
ast strax handa við að selja einkaað-
ilum þá hluti sem ríkið á enn í við-
skiptabönkunum.
------♦-♦-♦------
LEIÐRÉTT
Árétting vegna íþróttaleiks
TEKIÐ skal fram vegna fréttar af
leik Stjörnunar og Víkings í hand-
knattleik í 1. deild kai'la að þegar í
Ijós kom að mistök höfðu átt sér
stað við tímatöku við brottrekstur
leikmanns af leikvelli, voru 10 sek-
úndum bætt við leiktímann. Dóm-
arar leiksins tóku ákvörðun um
þetta og gerðu liðin enga athuga-
semd við þessa niðurstöðu.
Villa í tilvitnun
í MORGUNBLAÐINU 4. nóvem-
ber var villa í tilvitnun í grein Her-
manns Þorsteinssonar. Tilvitnun,
sem féll niður, átti að vera svohljóð-
andi í upphafi greinai'innar: „... og
eins hafa karlmenn hætt eðlilegum
mökum við konur og brunnið í losta
hver til annars, karlmenn fröndu
skömm með karlmönnum og tóku
út á sjálfum sér makleg málagjöld
villu sinnar". (RÓM 1:26-27).
Hlutaðgeigendur eru beðnir vel-
virðingar á mistökunum.
Rangur söngvari
í GREIN um söngdagskrána „Best
að borða ljóð“ var sagt að Bergþór
Pálsson væri einn af flytjendunum,
en það er rangt. Það er Örn Árna-
son leikari og söngvari sem flytur
lög Jóhanns G. Jóhannssonar við
ljóð Þórarins Eldjárns ásamt Sig-
rúnu Hjálmýsdóttur og Stefáni
Karli Stefánssyni.
Seðlabankinn átti
frumkvæði að myntsláttu
ÓNÁKVÆMNI gætti í frétt á bak-
síðu sunnudagsblaðsins þar sem
greint er frá myntsláttu til minn-
ingar um Leif Eiríksson. Öldung-
ardeildarþingmaðurinn Tom
Harkin var ekki aðalhvatarmaður
að myntsláttunni. Seðlabanki Is-
lands átti frumkvæði að málinu og
fylgdi Steingrímur Hermannsson
bankastjóri því eftir fyrir hönd
bankans. Málið strandaði hins veg-
ar í öldungardeild Bandaríkja-
þings og var Tom Harkin þá beðin
um að beita sér fyrir því að þoka
málinu áleiðis.
Ný blóma-
og gjafa-
vöruverslun
í Grafarvogi
NÝ blóma- og gjafavöruverslun,
Blómasmiðja Hildu, hefur verið
opnuð við Langarima 21 í Grafar-
vogi. Eigendur eru Sigurlaug Ás-
geirsdóttir, Díana Allansdóttir og
Hilda Allansdóttir.
Verslunin er opin mánudaga til
fimmtudaga kl. 10-21 og föstu-
daga, laugardaga og sunnudaga
kl. 10-22.
Tveir eigenda Blómasmiðju Hildu, þær
Díana Allansdóttir og Hilda Allansdóttir.