Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 62

Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska JÆJA HINRIK, PU ERT RA6INN !EN ES ÆTLA AÐ NOTA JÆKIFÆRIÖ OG SEGJA PER At) HER REYKJ- UMW6EKKE EN,EG PU GETUR VALIÖ A MILU STORKOSTLEGS STARFS, MEfi SLYSA- 06 LÍFTRYGGINGU, Þ GÓÐUM EFTIRLAUNUM 06 ‘ MÖGULEIKUM Á STÖDUHÆKKUN, Ferdinand WERE INTROÖ6LE..THE ROUNP-HEAPED KIP 5AY5 ALL YOU 6UV5 PO 15 PLAV CARP 6AMES.. g HE 5AID WHAT WOULP THEV PO IF A BUR6LAR CAME ? <í? WEP INVITE/THEN,WHEN HE 0 HIM TO PLAY/ WA5NT L00KIN6, ' 5POON5 " I WE'PHIT HIM WITHA 5POON. Nú erum við í vandræðum. Krakkinn með kúluhausinn segir að þið sitjið að spilum allann daginn. Hann spurði hvað myndi gerast ef það kæmi innbrotsþjúfur. Við bjúðum Og svo þegar hann honum að lítur undan þá berjum spiia asna. við hann í hausinn. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Tyson dæmdur af blaðamönnum Frá Daníel Arnasyni: VEGNA greinar Morgunblaðsins þriðjudaginn 26. okt. sl. um bar- daga Mikes Tysons við Orlin Norr- is, laugardaginn 23. okt. sl. þá lang- ar mig að skrifa aðeins um það kvöld. Mér finnst blaðamenn dæma Tyson of hart. Tökum t.d. föstudagskvöldið þegar Prins Neseem Hamed barðist við Cesar Soto. Það sem gerðist í fimmtu lotu, þegar Prinsinn grýtti Soto í gólfið og lét sig síðan falla ofan á hann. Dómarinn sagði Prinsinum að fara út í sitt hom og tók af honum eitt stig í refsingu. Ekki tala menn um það. En karlgreyið hann Tyson missti tvö stig fyrir höggið sem hann gaf Norris, vegna þess að hann kýdli einni og hálfri sek. eftir að bjalla hringdi og Norris datt í gólfið. En pælum aðeins í því að Norris er búinn að berjast fimmtíu og fimm bardaga og hefur aldrei verið sleginn niður. Þeir sem sáu umrætt högg vita það að svona högg rotar ekki mann með slíka reynslu eins og Norris. Það sem hann var að reyna var að fá Tyson dæmdan úr keppni fyrir höggið. Svo sá hann fram á að það var ekki gert og þá fann hann til eymsla í hné. Þeir sem horfðu á þetta sáu að hann gekk mjög eðlilega í sitt hom. Nánast í öllum bardögum er sleg- ið eftir að bjallan glymur og ekki er gert neitt í því. T.d. þegar Felix Trínidad kýldi Oscar de la Hoya tvisvar eftir að bjallan hringdi og ekkert var gert í því. Þannig á það ekki að skipta máli hvort maðurinn heitir Tyson eða eitthvað annað. Vitna ég nú í grein sem Dean Jui- pe í Las Vegassun skiifar eftir við- tal við Tyson. Þar segir Tyson að hann hefði getað hætt að boxa við Buster Doglas og einnig í fyrsta bardaga á móti Holyfield, en hann tók barsmíðunum eins og maður. En aðalmálið er að Norris vildi ekki berjast. Það sást vel á upptöku að þjálfari Norris, Abel Sanchez og að- stoðarþjálfarinn sögðu honum að sitja kyrrnm og það sást greinilega að þetta var uppgjöf hjá Norris. Einnig langar mig að vekja at- hygli á þvi sem var einnig skrifað í blaðagreininni um bardagann, Ty- son-Botha í janúar, en það er bull. Þar segir að Tyson hafi tapað fyrstu fjómm lotunum, en það stenst eng- an veginn. Það atvik sem allir tala um þegar hann átti að hafa reynt að brjóta höndina á Botha. Ef skoðað er vel þá sjá menn að Botha klemm- ir og Tyson er að reyna að losa sig. Kannski lítur þetta illa út, en svona getur gerst. Þetta ósannfærandi högg sem Botha fékk, rotaði hann. Ekki get ég sagt að það hafi verið ósannfærandi, því að Botha hefur aldrei verið rotaður, en það er blá- kaldur veruleiki að Tyson rotaði hann. Botha lá í fimm mínútur í gólfinu eftir að bardaginn var búinn og var að jafna sig eftir höggið sem hann fékk. vonandi vek ég ykkur til umhugsunar um það að Tyson er ekki alltaf vondi karlinn. DANÍEL ÁRNASON, Glæsivöllum 17a, Grindavík. Ert þú góður eða slæmur ökumaður? Frá hópum 103 á Egilsstöðum og 105 í Reykjavík í september 1999 VIÐ emm tveir hópar sem vomm á námskeiði fyrir unga ökumenn hjá Sjóvá-Almennum. Við skoðuðum sérstaklega hvað einkennir góðan ökumann og slæman. Við hvetjum þig til að skoða neðangreind atriði og meta hvort þau eigi við hjá þér. Góður ökumaður Góður ökumaður hefur rétt við- horf til aksturs og umferðar. Hann er að sjálfsögðu tillitssamur, rólegur og afslappaður í akstri. Hann er létt- ur í lund og með góða skapið ætíð með sér. Hann lætur ekki aðra öku- menn hafa áhrif á sig. Hann er með athyglina við aksturinn og getur því bmgðist bæði hratt og rétt við óvæntum aðstæðum. Hann sér um að bíllinn sé alltaf í lagi. Þessi góði ökumaður fer eftir um- ferðarreglum og gefur því alltaf stefnuljós, notar bílbeltið og sér um að farþegarinr geri það líka, Hann ekur á löglegum hraða, hefur bflljós- in í lagi og alltaf kveikt. Hann passar upp á að nóg bil sé í næsta bfl fyrir framan og lætur ekki farþegana mana sig til ógætilegs aksturs. Hann lætur ekki tilfinningar í einkalífinu hafa áhrif á aksturinn. Hann talar ekki í síma í akstri nema að nota handfrjálsan búnað. Hann setur sér þau markmið að blanda aldrei saman akstri og áfengi eða öðmm vímuefn- um og stendur við þau markmið. En hvað enikennir slæman ökumann? Öll getum við fundið eitthvert at- vik þar sem við voram ekki góðir ökumenn, ókum þreytt, svínuðum á öðram vegfarendum eða ókum ekki miðað við aðstæður. Sá slæmi er kannske fyrst og fremst sá sem notar umferðina til að skeyta skapi sínu á, tekur ekki tilllit til annarra og telur sig alltaf eiga forgang. Við hverjum þig til að finna út hvorum hópnum þú tilheyrir. Ef slæmu venjurnar em orðnar yfirráð- andi, ættirðu að endurskoða viðhorf þín til umferðarinnar og athuga hvaða þætti þú getir bætt og setja þér þau markmið að laga þá. F.h. hópa 103 og 105, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi Sjóvá-Almennra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.