Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Stefán Bergsson
drengjameistari Islands
SKAk
Skáksamband íslands
DRENGJA- OG
TELPNAMEISTARAMÓT
ÍSLANDS
13.-19. nóv. 1999
STEFÁN Bergsson er drengja-
meistari Islands í skák 1999.
Keppnin var æsispennandi og
þurfti aukakeppni og að lokum
bráðabana til að skera úr um hver
hlyti titilinn. Þrír ungir og efnilegir
skákmenn urðu jafnir og efstir á
sjálfu meistaramótinu, þar sem röð
efstu manna varð eftirfarandi:
1.-3. Stefán Bergsson 7 v.
1.-3. Dagur Arngrímsson 7 v.
1.-3. Birkir Örn Hreinsson 7 v.
4. Guðjón Heiðar Valgarðsson 6'A v.
5. Halldór Brynjar Halldórsson 6 v.
6. -9. Páll Óskar Kristjánsson, Emil Peter-
sen, Víðir Petersen, Guðmundur Kjartans-
son 5‘/2 v.
o.s.frv.
Þessi niðurstaða þýddi, að þeir
Stefán, Dagur og Birkir Öm þurftu
að tefla aukakeppni um meistaratit-
ilinn. Aukakeppnin fór fram sl.
föstudag og úrslit urðu þessi:
Stefán Bergsson 1V4 v.
Dagur Amgrímsson IV2 v.
Birkir Öm Hreinsson 0 v.
Þeir Stefán Bergsson og Dagur
Arngrímsson þurftu því að tefla
bráðabana um titilinn. Margir áttu
von á sigri Dags í þeim keppni
vegna frábærrar frammistöðu hans
að undanfömu, sem hann kórónaði
með því að fá flesta vinninga ís-
lensku keppendanna á heimsmeist-
aramóti ungmenna sem lauk fyrr í
mánuðinum. Spennan var að sjálf-
sögðu gífurleg þar sem titillinn valt
á úrslitum einnar skákar. Stefán lét
þó hvorki spennuna né fyrri afrek
keppinautar síns trafla sig og sigr-
aði í bráðabananum:
Stefán Bergss. - Dagur Arngrímss.
1-0
Stefán Bergsson er því Drengja-
meistari Islands í fyrsta sinn. Skák-
stjóri í aukakeppninni var Helgi
Ólafsson.
Sigur Akureyringsins Stefáns
Steingríms Bergssonar kann að
koma mörgum á óvart þar sem
hann atti kappi við marga skák-
menn sem meira hafa verið í sviðs-
ljósinu fram að þessu. Hann er þó
enginn nýgræðingur á skáksviðinu
og þetta var ekki fyrsta afrek hans
við skákborðið. Þannig er hann t.d.
núverandi meistari Skákskóla Is-
lands, eftir sigur á meistaramóti
skólans í lok maí sl. Meðal kepp-
enda á mótinu vora þeir Stefán
Kristjánsson og Einar Hjalti Jens-
son.
Unglingameistaramót íslands
Skáksamband íslands hélt ung-
lingameistaramót Islands 1999 dag-
ana 19.-21. nóvember. Tefldar vora
7 umferðir eftir Monrad-kerfi og
umhugsunartíminn var 1 klst. á
keppanda.
Bjöm Þorfinnsson og Jón Viktor
Gunnarsson urðu efstir og jafnir á
mótinu með 6 vinninga í 7 skákum.
Stefán Bergsson varð þriðji með 5
vinninga og sýndi þar með að ár-
angurinn á drengjameistaramótinu
var engin tilviljun. Björn og Jón
Viktor þurfa að tefla einvígi um tit-
ilinn. Lokastaðan á unglingameist-
aramótinu varð þessi:
1.-2. Bjöm Þorfinnsson 6 v.
1.-2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v.
3. Stefán Bergsson 6 v.
4. Guðjón Heiðar Valgarðsson 4Vz v.
5. Guðmundur Kjartansson 4 v.
6. -7. Halldór Brynjar Halldórssson og Dag-
ur Amgrímsson 3V2 v.
8.-9. Stefán Ingi Arnarson og Birkir Öm
Hreinsson 3 v.
o.s.frv.
Skákstjórar vora Sigurbjörn J.
Björnsson og Vigfús Ó. Vigfússon.
VISA og VKS efst
í Hellisdeildinni
Hellisdeildin 1999 hófst 18. nóv-
ember og lýkur 25. nóvember.
VISA og VKS era efst eftir fyrri
hlutann með 10 vinninga í 18 skák-
um. Gistiheimilið Isafold er í 3. sæti
með 8 Vá vinning. Puma er í 4. sæti
með 7 V-i vinning. Hellisdeildinni
lýkur 25. nóvember nk.
Skákmót
á næstunni
26.11. Heilir. Sveitak. grunnsk. í Breiðholti
26.11. TR. Klúbbakeppni
28.11. Hellir. Kvennaskákmót
28.11. SÍ/Siminn-Intemet. Mátnetamót
Daði Örn Jónsson
Málþing um eldri
ökumenn í umferðinni
MÁLÞING um akstur eldra fólks
verður haldið í Ásgarði, félags-
heimili Félags eldri borgara í
Reykjavík í Glæsibæ, í dag þriðju-
daginn 23. nóvember klukkan 13.15
til 17. Þórhallur Ólafsson, formað-
ur Umferðarráðs, setur málþingið,
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra og Benedikt Davíðsson, for-
maður Landssambands eldri borg-
ara, flytja ávörp.
Sigrún Helgadóttir, deildarstjóri
manntals- og mannfjöldadeildar
, Hagstofu íslands, flytur erindi um
aldursskiptingu þjóðarinnar og
áætlaða fjölgun aldraðra til ársins
2010. Helga Hansdóttir, læknir á
öldrunardeild Sjúkarhúss Reykja-
víkur Landakoti, fjallar um heil-
brigðiseftirlit með öldraðum og
hvaða heilsufarsleg vandamál geta
helst komið í veg fyrir að aldraðir
geti ekið bifreið.
Sigurður Helgason, upplýs-
ingafulltrúi Umferðarráðs, og
Guðbrandur Bogason, formaður
Ökukennarafélags Islands, fjalla
* um hvernig hægt er að auka ör-
yggi bflstjóra á efri árum og
lengja þann tíma sem fólk ekur
bifreið með sæmd. Einar Guð-
mundsson, forvarnarfulltrúi Sjó-
vá-Almennra trygginga, heldur
erindi um hvers konar tjónum
eldri ökumenn lenda helst í. Guð-
mundur Þorsteinsson ökukennari
fjallar um hvað er erfiðast fyrir
aldraða ökumenn að fást við í
akstri.
Undir liðnum sjónarmið eldri
ökumanna tala Guðrún S. Jóns-
dóttir húsmóðir sem enn ekur bíl,
og Páll Gíslason læknir, sem er
hættur akstri. Hjördís Jónsdóttir,
yfírlæknir á Reykjalundi, flytur er-
indi sem nefnist „Hver er besta
leiðin til að fá aldraða ökumenn,
sem ekki era lengur færir um að
aka, til þess að láta af því?“ Ólafur
Ólafsson, formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík, flytur erindið:
Aldraðir ökumenn, takmarkanir og
áhætta, sérstakur kostnaður þegar
komið er yfír sjötugt.“ Loks tekur
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, helstu atriði í
erindum framsögumanna saman og
slítur málþinginu.
Á málþinginu verður myndband
Umferðarráðs sýnt, en það nefnist
„Gott er heilum vagni heim að
aka“. Soffia Stefánsdóttir íþrótta-
kennari sér til þess að fólk hreyfi
sig með reglulegu millibili, Emst
F. Backman íþróttakennari þenur
dragspilið þegar vel stendur á.
Fundarstjóri verður Salome Þor-
kelsdóttir, íyrrverandi forseti Al-
þingis. Að málþinginu standa Fé-
lag eldri borgara í Reykjavík,
Landssamband eldri borgara og
Umferðarráð. Kaffíveitingar verða
í boði Sjóvá-Almennra trygginga
hf.
I' DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Unga fólkið í
Lágafellskirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ
14. nóv. fór ég til fjöl-
skylduguðsþjónustu í
Lágafellskirkju og átti
þar yndislega stund með
gefandi orðum, fallegri
tónlist og síðast og ekki
síst fallegum og prúðum
unglingum sem tóku virk-
an þátt í athöfninni. Af
það sem áður var (þ.e. síð-
astliðinn vetur) í Lága-
fellskirkju þegar prstur-
inn þurfti að biðja söfnuð-
inn afsökunar vegna
skrílsláta væntanlegra
fermingarbarna við
messu. Þá hugsaði ég:
Heimur versnandi fer (og
margt fleira miður fallegt)
og hætti að fara í kirkju.
Ástandið hafði svo
sannarlega breyst. Fyrir
aftan mig var fullur bekk-
ur af fermingarpollum
sem hvísluðust ekki einu
sinni á, hvað þá börðu í
bekki né „misstu“ eitt-
hvað á gólfið. Fyrir fram-
an mig sátu fermingar-
stelpur, flott klæddar og
fallegar, ein þeirra
klifraði að vísu eldsnöggt
yfir bekk og önnur missti
eitthvað „óvart“ í gólfið
en það var líka allt og
sumt. Þessir prúðu ung-
lingar tóku þátt í helgi-
haldinu með miklum
sóma.
Bærinn okkar batnandi
fer. Þökk.
Sesselja Guðmundsd.,
Urðarholti 5, Mosf.
Morgonleikfimi
KONA hafði samband við
Velvakanda og langaði að
koma á framfæri við Rík-
issjónvarpið, að það hefði
morgunleikfími fyrir eldri
borgara. Það væru margir
sem ekki ættu heiman-
gengt í leikfimi, en vildu
gjarnan hreyfa sig. Einnig
vildi hún koma á framfæri
þakklæti til Sigurlaugar
Jónasdóttur, sem er með
þætti í útvarpinu alla
virka daga frá kl.11-12, og
Þorfinns Ómarssonar sem
er með þátt á laugardög-
um milli kl. 11-12. Henni
finnst óþarfi að Gerður
Bjarklind kynni lögin
bæði fyrir og eftir spilun í
þættinum sínum. Hún
segist ekki vera búin að
finna ár aldraðra ennþá,
en vonar að það fari að
koma í ljós fljótlega.
Eldri borgari.
Tapað/fundið
Fjallahjól í óskilum
SILFURGRÁTT fjalla-
hjól fannst við hornið á
Stóragerði í Reykjavík.
Upplýsingar gefur Hanna
í síma 553-8968.
Dýrahald
Kettlingur fæst gefíns
SEX mánaða hreinrækt-
aður íslenskur högni fæst
gefins á gott heimili.
Hann er kassavanur og
mjög blíður. Hann er hvít-
ur og bröndóttur. Upplýs-
ingar gefur Snorri í síma
551-8290 eða 868-0825.
að með 18. - Bf6 og svartur
vinnur manninn til baka) 18.
Kfl - Bf6 19. e4? - Bh5 og
hvítur gafst upp.
SKAK
limsjón Margeír
Pétursson
STAÐAN kom upp
á minningarmóti um
Tsjígórín sem haldið
var í Sankti Péturs-
borg í haust. R.
Kashtanov (2340)
var með hvítt, en A.
Iljiíshin (2525) var
með svart og átti
leik.
17. - Rxd4! Nú
hrynur hvíta staðan,
því 18. Dxd4 er svar-
SVARTUR leikur og vinnur
COSPER
Þarna er bílasalinn.
Morgunblaðið/RAX
Víkverji skrifar...
*
ATAKIÐ „Islensk verslun - allra
hagur“ hefur verið með öðra
sniði í haust heldur en áður. I
fréttapósti Landssamtaka verslun-
ar- og þjónustu, SVÞ, kemur fram
að ákveðið hafi verið að slá á létta
strengi um leið og vakin var athygli
á því að þegar skipt væri við ís-
lenskar verslanir væri hægur vandi
að leiðrétta mistök í innkaupum
sem ekki væri svo auðvelt þegar
skipt væri við útlend verslunarfyrir-
tæki.
í fréttapóstinum kemur fram að
það sé mál kaupmanna, að átakið
hafi vakið athygli og skilaboðin náð
til neytenda. Þannig megi heyra sí-
fellt fleiri mæla með innlendri versl-
un sem vel samkeppnishæfri við út-
lenda í vöraúrvali, verði og þjón-
ustu.
Víkverji telur að þetta sé alveg
rétt hjá kaupmönnum. Enda menn
leiðir á því að lesa um kaupmenn
sem barma sér yfir utanlandsferð-
um íslendinga á haustin. Yfirleitt er
um skemmtiferðir að ræða en ekki
skipulagðar verslunarferðir. Oft
taki vinahópar eða starfsmannafé-
lög sig saman um að skreppa í helg-
arferð til einhverrar borgar án þess
að innkaup séu meginþema ferðar-
innar. Að sjálfsögðu bætist oft eitt-
hvað í töskurnar án þess að það hafi
verið ætlunin í upphafi ferðar. En
það er ekkert öðruvísi heldur en ef
fólk skreppur í Kringluna og mið-
bæinn. Víkveiji þekkir það af eigin
raun að skreppa í búðarrölt án þess
að hafa ætlað að kaupa neitt en
koma heim með fatapoka, bók eða
geisladisk. Það hlýtur alveg eins að
vera hagur íslenskra kaupmanna,
líkt og erlendra, hvað Islendingar
era kaupglöð þjóð.
XXX
VÍKVERJI er einn þeirra sem
verða gjörsamlega ráðþrota ef
eitthvað aukahljóð heyrist í bflnum.
Fyrir nokkra fór bíllinn að hegða sér
undarlega án þess að Víkverji gæti
skilgreint það nákvæmlega. Var því
haft samband við umboðið hvort
hægt væri að koma bflnum á verk-
stæði þar sem sennilega væri eitt-
hvað að dempurum bflsins og eins
væri eitthvað leiðindahljóð í pústinu.
Það var ekkert sjálfsagðara en
að koma með bílinn í viðgerð en
því miður kæmist bíllinn ekki að
fyrr en eftir rúman mánuð. Bíleig-
andinn spurði í sakleysi sínu hvort
það væri í lagi að keyra bílinn ef
eitthvað væri að dempurunum og
var tjáð að það væri í lagi en hann
yrði að keyra hægt og nota hann
sem minnst. Þar sem Víkverji á
mjög erfitt með að vera bfllaus og
hættir til að keyra frekar hratt
ákvað hann að leita annarra ráða
og kom bflnum eins og skot að á
öðru verkstæði þar sem viðgerð
tók hálfan dag. Ög þrátt fyrir að
skipta þyrfti um hluta pústkerfis
var viðgerðarkostnaðurinn einung-
is þriðjungur af þeirri upphæð sem
greidd var fyrir 40 þúsund kíló-
metra skoðun, en umboðin mæla
mjög með því að bifreiðar séu yfir-
farnar á tíu þúsund kílómetra
fresti, og skipti á loftnetsstöng í
umboðinu fyrir ári. Það er því eng-
in spurning um að ekki verður
skipt við umboðið á næstunni. Sér í
lagi ef biðtími eftir viðgerð styttist
ekki.