Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 23.11.1999, Qupperneq 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hin hliðin á Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason hefur lengi átt sér þann draum að syngja uppáhaldslögín sín inn á hljómplötu. Sveinn Guðjónsson ræðir við Ragnar um drauminn sem rættist og hina hliðina á söngvaranum. EGAR ég varð sextugur, fyrir fimm árum, rann upp fyrir mér að ég hafði gleymt að gera ráð fyrir því að ég myndi eldast. Eg gat ekki treyst því að söngurinn myndi end- ast mér mikið lengur og satt að segja hugsaði ég með mér að nú hlyti fólk að vera búið að fá alveg nóg af mér. Þá ákvað ég að fara út í bílaleigubransann, til að hafa eitt- hvað að gera í ellinni, og sló lán fyr- ir fyrsta Fíatinum. Bílaleigan hefur gengið vonum framar og bílarnir eru nú orðnir 35 talsins. En í stað þess að detta út úr söngnum, eins og ég bjóst við, snerust hjólin al- gjörlega í þeim bransa og ég hef sjaldan haft meira að gera í söngn- um en einmitt nú.“ Það má vissulega til sanns vegar færa að það er eins og Ragnar Bjarnason hafi gengið í endurnýjun lífdaga hvað sönginn varðar. Hann hefur notið sívaxandi vinsælda á undanförnum árum og er eiginlega „kominn aftur í tísku“ ef svo má að orði komast. Og hann virðist ekki síður eiga upp á pallborðið hjá unga fólkinu? „Já, blessaður vertu, ég er farinn að syngja á menntaskólaböllum og eins hef ég komið fram með Mil- ljónamæringunum og sungið fyrir fólk á öllum aldri. Við fórum á Blönduós um daginn og þar var okkur mjög vel tekið. Krakkarnir dönsuðu fyrir framan sviðið og héldu höndunum uppi svona dingl- andi, þú veist eins og þetta „hand- avesen" sem alltaf er á mér, og ég hafði mjög gaman af þessu enda voru krakkarnir vel með á nótun- um. Svo syng ég í sýningunni „Laugardagskvöldið á Gili“ á Broa- dway og hef haftynikla ánægju af því að vinna með Álftagerðisbræðr- um og þessum ungu söngkonum og svo auðvitað strákunum í hljóm- sveitinni hans Gunna Þórðar. Það hefur því sjaldan verið eins mikið að gera hjá mér í söngnum og núna. „ Lög sem mér þykir vænt um Ognú eraðkoma útnýplata? „Já, það má segja að gamall draumur sé nú að rætast. Á þessari plötu eru lög sem mér hefur þótt vænt um og hafa lengi verið í upp- áhaldi hjá mér. Þetta eru dægurlög eins og við vorum að spila í KK- sextettinum fyrir daga rokksins, áður en Presley kom og gerði allt vitlaust. Að vísu eru ekki öll lögin frá þeim tíma en þau eru öll í þess- um anda. Svona „standardar" eins og það er kallað. Þama eru lög eins og „Just one of those things“, sem ég söng með KK á sínum tíma og svo má nefna lögin „You make me feel so young“ og „Young at heart“ og með þeim er ég að senda ákveðin skilaboð, sem sagt þau að það er ekkert sjálfgefið að menn séu búnir að vera þótt þeir séu orðnir sextíu og fimm ára. Það er hægt að gera ýmislegt ef viljinn er fyrir hendi og menn eiga ekkert að láta aldurinn aftra sér í þeim efnum. Sjálfur hef ég til dæmis ekki gefið mér neinn tíma til að eldast," segir Ragnar og bætir því við að á plötunni sé einnig að finna lag eftir hann sjálfan, sem ekki hefur áður komið út á hljómp- lötu. Á þessari plötu sýni ég á mér hina hliðina. Eg hef ekki áður sung- ið svona tónlist inn á hljómplötu, þótt ég hafi auðvitað sungið eitt- hvað af þessum lögum áður á böU- um. En þessi hugmynd hefur lengi verið að bögglast fyrir brjóstinu á mér, að syngja þessi lög inn á plötu. Bæði vegna þess að mér þykir vænt um þau og eins til að fá úr því skorið hvort ég sé alvöru söngvari eða ekki. Það reynir á mann í svona tónlist þótt lögin séu „melódísk" að uppbyggingu.“ Á plötu með þetta! Ragnar segir að það hafi lengi staðið til hjá sér að hljóðrita svona plötu. „Menn voru alltaf að segja við mig að nú þyrfti ég endilega að fara að drífa í þessu, en svo varð ekkert úr neinu. Svo vorum við í út- varpsþætti, ég og Milljónamæring- arnir, og Ástvaldur Traustason fór að spila eitthvað af fingrum fram á píanóið og ég fór að leika mér með honum og þá sagði hann: „Heyrðu Raggi, inn á plötu með þetta, það er engin spurning." Svo hringdi hann nokkru síðar og sagði mér að fara að velja lögin. Ástvaldur útsetti öll Morgunblaðið/Jón Svavarsson KK-sextettinn kom saman og lék fyrir dansi á opnunarkvöldi sýningarinnar „Laugardagskvöldið á Gili“ á Broadway fyrr í haust. Með Ragnari á sviðinu má sjá Kristján Magnússon píanóleikara, Jón Sigurðsson á bassa, Þorleif Gislason á saxófón (staðgengill KK); Guðmund Steingrímsson á trommur, Ólaf Gauk á gítar og Árna Scheving á víbrafón, en Árni Ieikur með Ragnari á nýju plötunni. Morgunblaðið/Kristinn Ragnar Bjarnason í hljdðverinu að syngja inn á nýju plötuna. lögin og er hljómsveitarstjóri þann- ig að án hans hefði þetta aldrei orð- ið að veruleika." Auk Ástvalds Traustasonar píanóleikara leika valinkunnir tónl- istarmenn á nýju plötunni: Árni Scheving á víbrafón og harmón- ikku, Björn Thoroddsen leikur á gítar, Gunnar Hrafnsson á bassa Pétur Grétarsson á trommur og 01- afur Jónsson á saxófón. Georg Magnússon er upptökustjóri og út- gáfan er styrkt af Menningarsjóði Félags íslenskra hljómlistarmanna. „Þessir strákar tilheyra þriðju kynslóðinni sem ég syng með frá því ég byijaði í þessum bransa, fyr- ir utan auðvitað Arna Scheving sem var með mér í KK-sextettinum og lengst af síðan,“ segir Ragnar og lýsir yfir mikilli hrifningu á fram- lagi strákanna í hljómsveitinni. „Þeir standa sig óaðfinnanlega enda valinn maður í hverju rúmi.“ Óvænt uppákoma Ragnar Bjarnason er fyrir löngu orðinn þjóðsagnapersóna ííslensku dægurtónlistarlífí enda hefur hann staðið á sviðinu íhartnær hálfa öld. Ekki er ástæða til að rekja hér söngferil hans, enda hefur sú saga oft verið sögð. Blaðamanni lék þó forvtni á að kanna sannleiksgildi tveggja gamansagna sem um Ragnar hafa gengið í tónlistar- bransanum og verið býsna lífseigar. Önnur er á þá leið að einhverju sinni var Ragnar ásamt konu sinni í fríi á Flórída. Einn daginn tók hann sig til og synti yfir á aðra strönd, þar sem hljómsveit lék í hótelga- rðinum, steig upp úr flæðarmálinu og á sviðið og tók eitt lag með hljómsvetinni án nokkurs formála. Að því loknu stakk hann sér aftur ogsynti íburtu eins og ekkert hefði í skorist, en fólkið í garðinum sat eftir þrumu lostið yfir þessari óvæntu heimsókn hins ókunna manns, sem steig þarna upp úrhaf- inu öllum að óvörum. „Já, ég hafði legið þarna í sólinni í þrjár vikur, orðinn hundleiður á sól- baðinu og ekkert sungið í langan tíma og fann einhverja þörf hjá mér til að taka lagið. Eg vissi af hljóm- sveitinni á þessu hóteli og henti mér bara út í, synti yfir og beint upp á svið á rennblautri skýlunni, taldi í „Blue Spanish Eyes“ og söng fyrir liðið. Svo þegar lagið var búið gekk ég aftur niður í flæðarmálið og lét mig hverfa. Það kom auðvitað svip- ur á fólk við þessa uppákomu, eins og gefur að skilja, en þetta voru mest ellilífeyrisþegar ef ég man rétt.“ Sagan segir að faðir Ragnars, Bjarni Böðvarsson, sem varlandsk- unnur hljómsveitarstjóri og fyrsti formaður FÍH, hafi ekki verið yfir sighrifinn þegarhann heyrði fyrstu hljómplötu Ragnars og ráðlagt hon- um að syngja ekki inn á úeiri hljómplötur. Hvað segir Ragnar sjálfur um þetta? „Já, þetta var vandræðalag sem ég söng, léleg upptökuskilyrði og auk þess var ég kvefaður. En ég man að pabbi sagði þegar hann hafði hlustað á plötuna: „Raggi minn, það getur vel verið að þú verðir einhvem tíma góður söngv- ari, en í guðs bænum syngdu ekki inn á fleiri hljómplötur.“ Eg held að hann hafi nú fyrst og fremst átt við það að ég ætti að gefa mér meiri tíma. Ákafinn var svo mikill á þess- um árum og maður vildi gleypa heiminn í einum bita. En ég er viss um að hann yrði ánægður ef hann gæti heyrt þessa nýju plötu mína. Tónlistin var auðvitað í blóðinu alveg frá upphafi og hana hef ég bæði frá pabba og ekki síður mömmu, Láru Magnúsdóttur, sem var söngkona og söng bæði dægur- lög og í kórum áratugum saman. Mér fannst því vel við hæfi að til- einka þeim báðum þessa plötu mína, en lokalagið á henni er lag eftir pabba, „Við bjóðum góða nótt“, sem hann notaði sem lokalag með hljómsveitinni sinni árum sam- an og ég tók svo upp, þegar ég var með mína hijómsveit á Sögu. Ég veit ekki hvort þetta verður síðasta platan sem ég syng inn á, en hvort sem sú verður raunin eða ekki er ég þá búinn að kveðja og þakka íyrir mig.“ Kristján X kominn til Hellu Heimamenn sýndu hár, förðun og flíkur ÞAÐ var tvöföld ástæða til að gleðjast um síðustu helgi á Hellu, þegar veitingastað- urinn Kristján X var opnaður og hóf starf- semi í einu af elstu húsum þorpsins við Þrúðvang 34. Hárgreiðslustofan Hárfínt var með glæsilega hár-, förðunar- og tísk- ■usýningu við opnunina í tilefni 10 ára af- mælis stofunnar, en hún hóf einmitt starf- semi sína í þessu húsi. Nafn veitingastaðarins er þannig tilkom- ið að Kristján X Danakonungur mun hafa snætt í húsinu á Alþingishátíðinni á Þing- völlum 1930 en það var reist þar sérstak- lega fyrir hátíðina. Það var sfðan flutt að Ljósafossi þar sem það þjónaði í nokkur ár sem mötuneyti fyrir starfsmenn virkjunar- innar, en árið 1938 keypti Kaupfélagið Þór A Hellu húsið, flutti það til Hellu og notaði undir starfsemi sína og var það lengst af pakkhús félagsins. Húsið hefur hýst margs konar starfsemi, m.a. rafgeymaverkstæði, saumastofu, pijónastofu, bólstrun og hár- greiðslustofuna Hárfínt en nú má segja að aftur sé komin starfsemi í það svipuð þeirri sem húsið var byggt fyrir. Viðskiptavinirnir voru módel Á opnunardaginn hélt hárgreiðslustofan Hárfínt tvær glæsilegar sýningar með þátttöku fataverslunarinnar Prfls á Hvols- velli og Rangár-Apóteks á Hellu. Arndís Sveinsdóttir á Hvolsvelli sá um förðun sýn- ingarfólks og Sveinbjörg Lúðvíksdóttir, Svenný, sá um förðun „Free Style“- fyrirsætnanna. Hárfínt sýndi þijár fyrir- sætur sem unnið hafa til verðlauna sl. tvö ár á sýningunni Tfskan í „Free-style“- flokki. Þessar stúlkur voru fulltrúar Hárfíns í keppninni Tískan árin 1998 og 1999. Að sögn Önnu Guðrúnar Jónsdóttur, eiganda Hárfíns, hefur starfsfólk Hárfíns tekið þátt í þeirri sýningu nánast frá upp- hafi og alltaf lent í verðlaunasæti í einum eða fleiri flokkum. Sýndur var fatnaður frá Versluninni Prfl á Hvolsvelli sem selur fatnað á böm og fullorðna, en fyrirsæturn- ar vora farðaðar með Lancome-snyrtivör- um frá Rangár-Apóteki. Vakti fijálsleg og skemmtileg framkoma sýningarfólksins at- hygli einkum þar sem allir eru heimamenn og viðskiptavinir hárgreiðslustofunnar. Hjónin Kjartan Erlingsson matreiðslum- Eigendur og starfsfólk Krisljáns X á Hellu (f.v.) Gabríella Oddsdóttir, Bergl- ind Kristinsdóttir, hjónin Kolbrún Há- konardóttir og Kjartan Erlingsson, Iris Þorsteinsdóttir og Hannes Kjartansson. eistari og Kolbrún Hákonardóttir keyptu þetta gamla hús fyrr á árinu og hafa gert það afar smekklega upp, en það var nán- ast gert fokhelt, endurbyggt og innréttað í hlýlegum anda fyrri ára. Að sögn Kjartans verður matseðill staðarins þróaður á næstu vikum, en hægt er að fá heimilismat í hádeginu, skyndirétti og pizzur, kaffi og kökur um miðjan daginn og fínni mat um helgar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.