Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Stekkjarstaur mætti í heimsókn í Sívertsenhús við góðar undirtektir barnanna, enda hinn vænsti gaur þegar að var gáð. Björn Pétursson segir börnunum sögu hússins, en við hlið hans er stytta af Bjarna Sívertsen sem reisti og bjó í húsinu snemma í upphafi 19. aldar. Morgunblaðið/Arni Sæberg Steinunn Þoi-steinsdóttir útskýrir jólahald fyrri tíma fyrir börnunum í leikskólanum Krakkakoti. Kertaljós og klæðin rauð Hafnarfjörður JÓLAHALD fyrri alda er nokkuð sem leikskólabörn þekkja lítið til í dag, enda hefur margt breyst frá því að langalangafar og langa- langömmur þeirra biðu spennt eftir tilbreytingu jólanna. Starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar býður þessa dagana leikskólabörnum af höfuðborgarsvæðinu að koma í heimsókn í Sí- vertsenhús og kynnast því hvernig jólin voru fyrir daga rafljósanna. Björn Pétursson, forstöðumaður safnsins, segir að tekið sé á móti börnunum og þeim er sagt frá Sívertsenhúsi, sem er elsta íbúðarhús í Hafnar- firði. Þá fá börnin nasaþef- inn af því hvernig jólin voru í gamla daga og starfsfólk safnsins býr til jólastemmningu í húsinu með kertaljósum og tilheyr- andi. Þegar börnin hafa kynnst húsinu kemur íslenskur jólasveinn með látum í heimsókn og leikur við þau um tíma. Björn segir börnin yfirleitt ekkert hrædd við sveinka, þó að fyrir komi stundum að einhverjir hlaupi í fangið á fóstrunni þegar jólasveinnin birtist. Þegar hann er búinn að tala aðeins við þau eru þau fljót að jafna sig, enda er hann svo séður að hafa á sér kan- dís til að rétta börnunum. I gær komu í Sí- vertsenhús börn frá Krakkakoti á Álftanesi og þá kom einnig Stekkjar- staur í heimsókn, sem að eigin sögn var á flótta und- an Grýlu og því var hann kominn í bæinn allt of snemma, því eins og allir vita kemur hann sveinka fyrstur 13 dögum fyrir jól.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.