Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Xerox-umboðið á íslandi kynni DocuTech stafræna prentvél Odýrari út- gáfa bókatitla í litlu upplagi „BÓK eftir pöntun“ er heiti sem Xerox-umboðið á íslandi hefur gefíð tækni sem Xerox-fyrirtækið hefur þróað undir enska heitinu „book on demand“. Með þessari tækni gefst kostur á að gefa út bækur með hag- kvæmum hætti í mun smærra upp- lagi en prentun í prentsmiðju býður uppá. „íslendingar eru mesta bókaþjóð í heimi og eru gefnir út hér fjölda- margir titlar. Þó er mikið af þessu prentað erlendis og það er fjöldinn allur af titlum sem eidd fæst gefinn út hér því markaðurinn fyrir þær bækur er of lítill," segir Björgvin Ragnarsson, sölustjóri Xerox-um- boðsins á íslandi í samtali við Morg- unblaðið. Opnar möguleika fyrir sérhæfðar bækur „Hvað verður um ýmislegt sem er verið að skrifa, til dæmis í skáld- skap, eða er verið að þýða? Sá kostn- aðargrunnur sem hingað til hefur einkennt bókaútgáfu leiðir til þess að ýmsar sérhæfðar bækur hafa ver- ið síður gefnar út, eða alls ekki. Þessi nýja stafræna prentvél frá Xerox er önnur kynslóð þessara véla, og gerir skáldum eða þeim sem vilja endurút- gefa eldra efni kleift að gefa út bók með hagkvæmum hætti í til dæmis tuttugu eintökum, eða jafnvel bara einu, hvort heldur sem er í kilju- formi eða innbundið. Við höfum ekki gert mikið í því að kynna þessa tækni á meðan reynsla væri að kom- ast á tæknina hjá þeim sem hafa fjárfest í henni,“ segir Björgvin, en DocuTech-prentvélin var kynnt í síðustu viku af Xerox-umboðinu á Islandi. Af því tilefni voru hér stadd- ir tveir danskir tæknimenn frá Xer- ox-umboðinu í Danmörku sem kynntu notkun vélarinnar. Lítil fjárbinding í lager Að sögn Björgvins er Xerox DocuTech 6135 í raun ristastór þurr- bleksprentari, sem er afar hraðvirk- ur og prentar í svarthvítu. Þó er mögulegt að hafa litmyndir með í bókum sem gefnar eru út í takmörk- uðu upplagi, en litaprentun er að sjálfsögðu dýrari. „Xerox sá það fyrir um 15árum að þörf myndi vera á markaðnum fyrir útgáfu bóka í smáu upplagi. Fyrh-- tækið þróaði því þessa vél og situr eitt að markaðnum. í dag er mjög mikið af bókum, sem seljast í litlu upplagi, til dæmis í bókaverslunum á Netinu, prentaðar eftir hendinni með hjálp þessarar stafrænu prent- vélar. Fjárbinding í lagerhaldi og þar með áhætta af of stórri prentlotu er því engin að undanskildu því að þú þarft að eiga bókina á geisladisk,“ segir Björgvin. Hann segir að sex fyrirtæki á ís- landi hafi nú fjárfest í stafrænni prentvél frá Xerox, en þau eru Fjöl- ritun Daníels Halldórssonar, Há- skólafjölritun-Prentgarður, Morgunblaðið/Kristinn „Stafræna prentvélin gerir skáldum eða þeim sem vilja endurútgefa eldra efni kleift að gefa út bók með hagkvæmum hætti í til dæmis tuttugu eintök- um, eða jafnvel bara einu, “segir Björgvin Ragnarsson, sölustjóri Xerox umboðsins á Islandi. Prentsmiðjan Oddi, Offsetþjónust- an, Samskipti og Skýrr. Að sögn Björgvins er verð eitt- hvað mismunandi hjá þessum fyrir- tækjum, en nefnir að prentsmiðjan Oddi hafi reiknað það út að prentun hvers eintaks með þessum hætti sé ódýrari en venjuleg prentun, þar sem filmu- og plötugerð er dýr kostnaðarliður í upphafi, þegar ætl- unin sé að framleiða færri en 700 eintök af bók í kiljuformi. Björgvin segir að ekki sé nauðsyn- legt að eiga bók á tölvutæku fonni. Með nútímatækni sé hægt að skanna bók inn í tölvu með litlum tilkostn- aði, og „endurútgefa“ hana svo. Því til sönnunar voru gamlar útgáfur af Lísu í Undralandi og bókinni Slóð mánans eftir John Steinbeck, sem höfundarréttur var útrunninn af, „endurútgefnar" fyrir sýninguna. „Það er mikið af gömlu efni sem ýmsum þætti fengur að ef væri gefið út að nýju, en það hefur hingað til verið illmögulegt með hefðbundinni prentun. Meðal upplag á hvern út- gefinn bókartitil hér á landi er að- eins um 1.500 eintök, og því hentar þessi tækni íslenska markaðnum af- ar vel,“ segir Björgvin Ragnarsson að lokum. IIILI HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = Stórás 6 »210 Garðabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 # ✓ Mikil viðskipti með Islandsbanka Yfír 4 milljarða viðskipti á árinu TÆPLEGA 120 milljóna króna við- skipti voru með hlutabréf í íslan- dsbanka í gær en tæplega 4,1 millj- arða viðskipti hafa verið með bréf bankans það sem af er árinu á Verð- Fjármögnun hagkvæmniathugana vegna verkefnaútflutnings Morgunverðafundur með sérfræðingum NOPEF 9. desember, kl. 08:00-10:00 á Hótel Sögu, Skála, 2. hæð Hlutverk Norræna verkefnaútflutningssjóðsins (NOPEF) er að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni norrænna fyrirtækja. Sjóðurinn veitir stuðning til forathugana eða annarrar forvinnu vegna samstarfs norrænna og erlendra fyrirtækja um verkefni utan Evrópu. Sjóðurinn tekur árlega þátt í um 100 verkefnum víðs vegar um heiminn. Dagskrá fundarins: 08:00 08:30 Mæting, morgunverður Kynning á Nordic Finance Group P O Dahllöf 09:15 Verkefnaútflutningur og alþjóðavæðing, stuðningur frá Nopef Ali Celebi og Stephan Gröndahl 10:00 Fundarslit Eftir fundinn er þátttakendum sem þess óska boðið að ræða við þrjá sérfræðinga NOPEF um ýmsa þætti fjármögnunar og þátttöku sjóðsins í verkefnum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á morgunverðarfundinn auk einkafunda hjá Útflutningsráði íslands í síma 511 4000. Fundurinn er opinn öllum og þátttaka er ókeypis. ^nopef m OTFLUTNINGSRAÐ islands bréfaþingi íslands. Gengi íslan- dsbanka hækkaði um 2,8% í gær og var lokagengi bankans 5,46. Um síð- ustu áramót var gengi bréfanna 3,85. Alls námu hlutabréfaviðskipti á VÞÍ 252 milljónum króna í gær og hækkaði verð hlutabréfa almennt. Urvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,62% og er nú 1.467,24 sem er 33,5% hækkun frá áramótum. í gær bárust Verðbréfaþingi fjór- ar tilkynningar um að innherji í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hafi keypt hlutabréf í félaginu. I einu tilviki var um 50 milljónir að nafn- verði sem keypt voru á genginu 2,80 og þrenn viðskipti upp á 18,5 milljón- ir króna. Alls var söluverð bréfanna 295,4 milljónir króna. Bréfin voru áður í eigu FBA og eru nýir eigendur fjórir af starfs- mönnum bankans. Þeir Bjarni Ár- mannsson forstjóri FBA, Svanbjöm Thoroddsen, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Tómas Kristjáns- son framkvæmdastjóri skulda og áhættustýringar, og Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri fyr- irtækjasviðs. Þegar 26 kaupendur keyptu 51% hlut ríkisins í FBA voru þessir aðilar hluti af kaupendahópnum og var samkomulag um að þeir myndu kaupa hluta af bankanum sjálfum að fengnu samþykki stjórnar bankans. www.mb l.is Gjaldeyr- isforðinn dróst sam- an um 2,7 milljarða í nóvember GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans dróst saman um 2,7 milljarða króna í nóvem- ber og nam í lok mánaðarins 31,4 milljörðum króna (jafn- virði 433 milljóna bandaríkja- dala á gengi í mánaðarlok. Frá ársbyi'jun hafði forðinn styrkst um 1,6 milljarða króna. Tímabundnar erlendar lánahreyfingar ríkissjóðs leiddu til stækkunar forðans á haustmánuðum en þær gengu að fullu til baka í nóvember. Gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengis- skráningar, var því sem næst óbreytt í mánuðinum. Erlend skammtímalán Seðlabankans hækkuðu um 2,5 milljarða króna í nóvember. I lok mán- aðarins námu erlend langtíma- lán bankans 1,2 milljörðum króna og höfðu lækkað um 3,9 milljarða króna frá ársbyrjun. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum nam 7,4 milljörðum króna í nóvemberlok miðað við mark- aðsverð og lækkaði um 0,9 milljarða króna í mánuðinum. Kröfur Seðlabankans á inn- lánsstofnanir jukust um 5,7 milljarða króna í nóvember og námu 23,7 milljörðum ki-óna í lok mánaðarins. Kröfur á aðr- ar fjármálastofnanir hækkuðu um 2,8 milijarða króna í mánuðinum og voru 8,5 milljarðar króna í lok hans. Nettókröfur bankans á rík- issjóð og ríkisstofnanir hækk- uðu um 1,3 milljarða króna í nóvember og voru þær neik- væðar um 8,4 milljarða króna í lok mánaðarins. Grunnfé bankans jókst um 4,7 millj- arða króna í mánuðinum og nam 27,8 milljörðum króna í lok hans. Netverk selur hug- búnað í S- Kdreu ÍSLENSKA hugbúnaðar- og há- tæknifyrirtækið Netverk hefur gert sölusamning við eitt af stærstu skipafyrirtækjum Suður-Kóreu, Hanjin Shipping. í samningnum felst að Netverk selur Hanjin MarStar-hugbúnað sinn til nota í öllum flutningaskipum fyrirtækis- ins, en Hanjin rekur 44 slík skip. Samningur þessa efnis var undir- ritaður milli dreifingaraðila Net- verks í Hong Kong, ShingDong Co. Ltd. snemma í nóvember síðastliðn- um. Öll skip Hanjin Shipping verða komin með MarStar-hugbúnaðinn fyrir áramótin 2000 og ShingDong Co. mun annast þjónustu við Hanj- in. „I samstarfi við ShingDong Co. í Hong Kong erum við í góðri aðstöðu til að styrkja stöðu okkar á þessum markaði og um leið veita betri þjón- ustu til viðskiptavina okkar,“ segir Ómar Guðmundsson, svæðisstjóri Netverks í Asíu. Netverk hefur ennfremur endur- nýjað þjónustusamning sinn við HMM (Hyundai Merchant Marine), en það skipafélag rekur 85 flutn- ingaskip. Heildarandvii'ði þessara tveggja samninga er um tólf milljón- ir króna. : I 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.