Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 07.12.1999, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Básafell vill selja skip og kvóta til að létta skuldastöðu Vilja helst selja heima- mönnum kvótann HÓPUR vestfirskra hluthafa í Bása- felli hf. í Isafjarðarbæ hefur ákveðið að hefja viðræður við stjórnendur fyrirtækisins um skipti á hlutabréf- um sínum í stað aflaheimilda. Fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Bása- fells segist frekar munu selja heimamönnum kvótann en öðrum náist samkomulag um verð. Heima- menn á Suðureyri hafa stofnað Fiskvinnsluna Sögu sem yfirtekur rekstur Básafells á staðnum. Hópurinn hefur þegar fundað í tvígang og segir Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, að þar hafi menn ákveðið að vinna sam- an að því að skipta á hlutabréfum og verðmætum, í þessu tilfelli aflaheim- ildum. Hópurinn stendur fyrir um 25-30% hlutafjár Básafells hf. Að sögn Halldórs er hópurinn fjölmenn- ur en uppistaða hans séu Vestfirð- ingar. Meðal stærstu þlutahafa inn- an hópsins eru ísafjarðarbær, Lífeyrissjóður Vestfjarða og Verka- lýðsfélagið Baldur. Halldór segir að ef af skiptunum verði komi einnig fjöldi einstaklinga að málinu. „Við viljum hafa áhrif á að verðmætin haldist innan svæðisins verði Bása- felli skipt upp. Langtímamarkmiðið með skiptunum er fyrst og fremst að tryggja atvinnu á norðanverðum Vestfjörðum. I því eru mestu verð- mætin fólgin,“ segir Halldór. Haraldi Líndal, lögmanni, hefur verið falið að hefja viðræður við eig- endur Básafells fyrir hönd hópsins. Búist er við að þær geti hafist á allra næstu dögum. Guðmundur Rristjánsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Bása- fells, segir enn ekki ákveðið hversu mikill kvóti verði seldur en ljóst sé að selja þurfi bæði kvóta og skip, enda sé skuldastaða félagsins slæm. Hann segist munu taka umleitan heima- manna vel. „Við viljum heldur selja heimamönnum þennan kvóta frekar en einhverjum öðrum en það verður vitanlega að nást samkomulag um verð. Það væri að mínu mati mjög gott ef hægt væri að halda þessum heimildum áfram á Vestfjörðum," segir Guðmundur. Ný fískvinnsla á Suðureyri Fiskvinnslan Saga hóf vinnslu á Suðureyri í gær en félagið hefur keypt vélar og tæki Básafells á staðnum, þorsaflahámarksbátinn Hrönn IS og 242 tonna þorskaíla- hámark. Stærstu hluthafar Sögu eru Óðinn Gestsson og fjölskylda, Bása- fell og Guðni Einarsson, útgerðar- maður á Suðureyri. Óðinn Gestsson verður framkvæmdastjóri félagsins. Hann segir að einkum verði treyst á hráefnisöflun á fiskmörkuðum, ás- amt samningum við einstaka báta. Hann segir að starfsemin verði óbr- eytt frá því þegar fiskvinnslan til- heyi’ði Básafelli, haldið verði áfram í frystingu og engu starfsfólki verði sagt upp störfum. „Við erum mjög bjartsýnir þó að næstu mánuðir séu þeir erfiðistu til sjósóknar fyrir flesta báta á staðnum. Aftur á móti eru aflabrögð á þessum árstíma ætíð mjög góð og við treystum á að svo verði einnig nú.“ Nýjar „Þingeyrar“ Eins og gi’eint hefur verið frá hyggjast eigendur Fiskvinnslunar Sögu sækjast eftir þeim byggða- kvóta sem Suðureyri var ætlaður sl. sumar en stjórn Isafjarðarbæjar ráðstafaði til Þingeyrar. Stjórnarfor- maður Byggðastofnunar hefur hins- vegar útilokað að byggðakvótanum verði ráðstafað upp á nýtt. Óðinn segist undrast þessi orð stjórnarfor- mannsins og segir þau einkennast af ábyrgðarleysi. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að úthlutuninni verður ekki breytt úr því sem komið er. Það hefur heldur aldrei hvarflað að okkur að sækjast eftir þeim byggðakvóta sem ráðstafað var til Þingeyrar. Við viljum að okkur verði úthlutað það sem okkur ber til við- bótar því sem fór til Þingeyrar. Það má alveg leysa málið þannig gagn- vart Suðureyri og Flateyri. For- dæmin eru fyrir hendi, því byggða- kvóta var úthlutað til Þingeyrar og Vesturbyggðar. Það verður að grípa til aðgerða sem duga öðrum sveitar- félögum sem lenda í svipaðri að- stöðu, eins og málin hafa nú þróast á Suðureyri og Flateyri. Nú eru þann- ig komnar fram nýjar Þingevrar," segir Óðinn. Gæðaverðlaun Coldwater Seafood UK voru afhent í nýju Þróunarsetri UA. Lengst til vinstri á myndinni er Nigel Holt, sölustjóri Coldwater Seafood UK, þá Helgi Anton Eiríksson, innkaupastjóri Coldwater Seaf- ood UK og Caryn Kendall, frá verslunarkeðjunni Marks & Spencer. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri UA, heldur á verðlauna- gripnum og bakvið hann eru starfsmenn UA. UA fær gæðaverðlaun Coldwater Seafood UK ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa fékk fyrir skömmu afhent gæðaverð- laun Coldwater Seafood UK, dóttur- félags Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna (SH) í Bretlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt en þau eru ætluð framleiðanda sem náð hefur framúrskarandi ár- angri í vöruvöndun og áreiðanleika í framleiðslu. Verðlaunagripurinn er listaverkið „Straumur" eftir Jónas Braga, glerlistamann. Coldwater Seafood UK rekur tvær fiskréttaverksmiðjur í Grimsby þar sem framleiddar eru fullunnar afurðir fyrir veitingahúsamarkað og smásölukeðjur. „ÚA hefur verið mikilvægur samstarfsaðili í markaðsstarfi okkar á undanförnum misserum og þegar tekin var ákvörð- un um að efna til þessara verðlauna var ÚA fremst í flokki margra fram- úrskarandi framleiðenda. Framleið- endur á breska markaðnum þurfa að mæta mjög hörðum kröfum, bæði neytenda og smásölukeðja, og það hefur ÚA gert með sóma,“ segir Helgi Anton Eiríksson, innkaupa- stjóri Coldwater Seafood UK, sem aflienti verðlaunin.Guðbrandur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri ÚA, veitti verðlaunagripunum viðtöku og sagði þetta mikla viðurkenningu fyr- ir starfsfólk félagsins. „Við höfum verið að leggja aukna áherslu á Bret- landsmarkað og því sérlega ánægju- legt að uppskera árangur erfiðisins með þessum hætti.“ B 6 k i n u m L o u i s u Matthíasdóttur KYNNINGARVERÐ í DESEMBER 8.980 kr. Komin í búðir 240 blað' síður í stóru broti með 220 ljósmyndum, þar af 125 litmyndum af verkum Louisu. Allt við það sama hjá FPI o g NEOS ENGIR viðræðufundir milli Fishery Products International, FPI, og NEOS, sem er í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og kanadísku fyr- irtækjanna Bany Group og Clearwater Fine Foods, hafa verið ákveðnir en fulltrúar fyrirtækjanna hittust um helgina. Óskað var eftir áliti FPI á lögum í Nýfundnalandi sem kveða á um 15% hámarkseignaraðild einstaklinga eða félaga í fyrirtækjum í fylkinu. Vitnað var í yfirlýsingu stjórnar FPI þar sem kom fram að 15% hámarks- eignaraðild þjónaði hvorki hagsmun- um fyrirtækisins né hluthöfum þess. FPI hefði rætt við ríkisstjórn Nýf- undnalands og Labrador um afnám umræddrar 15% hindrunar og þar hefði efnislega komið fram eftirfar- andi: FPI viðurkennir að erfitt væri fyrir ríkisstjórnina að óska eftir nið- urfellingu 15% hámarkseignaraðild- ar án sérstaks tilboðs. Ríkisstjómin viðurkennir að legði FPI fram tilboð sem þjónaði hagsmunum hluthafa best, frá sjónarhóli FPI, sem þjónaði hagsmunum Nýfundnalands og Labrador best, frá sjónarhóli ríkis- stjórnarinnar, og krefðist afnáms 15% reglunnar, myndi hún líta tilboð FPI jákvæðum augum. Hins vegar hvíldi sú skylda á FPI að sannfæra hluthafa fyrirtækisins, starfsmenn og bæjarfélög, þar sem starfsemi þess er, um ágæti þess að afnema 15% regluna. Eins og greint hefur verið frá gerði NEOS tilboð í FPI og stendur það til 30. desember en stjórn FPI segir að þó hún vilji að lögum um hámarkseignaraðild verði breytt megi ekki skilja þá túlkun sem stuðning við tilboð NEOS. í jólapakkann Snowbee er nýtt vörumerki á íslandi í veiðivörum og sport- fatnaði. Snowbee vörurnar eru þekktar fyrir gæði, gott verð og mikið úrval, t.d. vöðlur, vöðluskór, veiðivesti, flís- og öndunarfatnaður, hjól, stangir og margt fleira. Snowbee vörur fást í öllum helstu veiði- og sportvöruverslunum landsins. i Vöðlujakki Neoprene hanskar Vöðluskór Veiðivesti Veiðimaðurinn iesjsreJis mé ter QwdöÆaí'váíttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.