Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 41

Morgunblaðið - 07.12.1999, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 41 LISTIR sækja. Á þessari þróun áttu menn þó aldeilis ekki von fyrir nokkrum áratugum, en hér voru frumkvöðlar örtölvutækninnar forvitri, eins og ég hef frá upphafi og margendurtek- ið vísað til í pistlum mínum. Þeir sáu fyrir að ótrúlega margt sem hafði verið sjálfsagð- ur hlutur um aldir myndi úreldast og verða að fjarlægri fortíð á tímaskeiði einnar kyns- lóðar. Þetta hefur einmitt og hvergi komið eins greinilega fram og í listum, er ungir eru að upplifa nýliðna fortíð sem einhver spáný sannindi, uppgötva heita vatnið og hjólið upp á nýtt eins og sumir hafa komist að orði í gamni og alvöru. Þróunin hefur einnig riðl- að öllum viðteknum hugmyndum um núlistir og farið hefur fram meiri uppstokkun á næstliðnum áratugum en áður eru dæmi um. Það sem var fordæmt fyrir hálfri öld sem úrelt og steindautt, jafnvel í þá veru að litið var á iðkendur fyrri gilda sem fornsöguleg fyrirbæri, er nú komið aftur sem nýjasta nýtt. Segir okkur kannski betur en nokkuð annað, að góð list úreldist aldrei, einungis tímabundnar kenningar um hvað sé gild list. Þetta kemur Kalevala mikið við, því nú þykir ekki lengur tiltökumál né gamaldags að leita aftur í þjóðararfínn að fullgildum myndefnum og það undirstrikar sýningin í Norræna húsinu framar öðru, gefur henni um leið ómælt gildi. Hugmynd eða myndefni Skúlptúr eftir Mauno Hartmann (1931). getur nefnilega aldrei helgað út- komuna, einungis úrvinnslan og innblásturinn að baki. Á sýning- unni sjáum við þannig ýmsa af nafnkenndustu myndlistarmönnum Finnlands leggja út af Kalevala í verkum sínum og þeim ramma seið sem að baki kvæðabálksins býr. Ferst það misvel eins og gengur en það skiptir minna máli, veigurinn er að þetta er í mörgum tilvikum jafn fersk núlist og sú sem kemur frá heimsborgunum austan hafs sem vestan, eða öndverðum megin á hnettinum. Hið safaríkasta er einmitt það sem er í jarðtengdustu tengslum við upprunann og ber í sér öflugastan samhljóm með þjóð- arsálinni. Og það er vel að merkja þetta sem getur gert norrænar þjóðir öflugri í ásýnd heimsins en nokkru sinni fyrr. Vitundin um sameiginlegan arf og að hann sé jafn mikilvægur ef ekki mikilvæg- ari en menningararfur stórþjóð- anna, því að gildi listaverka mark- ast af innri þörf og sköpunargleði en ekki hausafjölda. Bragi Ásgeirsson Myndband eftir Pekka Nevalainen (1961). Camilla Söderberg á óvart. Hljóðfæraleikararnir virð- ast njóta þess út í ystu æsar að fást við þetta eldfjöruga verk og þess vegna bókstaflega stirnir af því í leiftrandi flutningi þeirra félaga. Hitt verkið er Tríósónata Quantz fyrir blokkflautu, þverflautu og fylgiraddir (gamba/selló + sem- ball). Þetta fágaða verk - svo ólíkt taumleysi Vivaldis - leikur hópur- inn á einkar hugljúfan hátt en án þess þó að halda aftur af sér. Satt að segja finnst mér Sinfónía Johanns Josephs Fux vera óttalega þunnur þrettándi sem ágætt sam- spil þeirra Peters Tompkins og Camillu Söderberg nær ekki einu sinni að bjarga. Samt er þetta tón- verk Fux af einhverjum ástæðum það eina sem höfundur bæklings nefnir í skrifum sínum. Pierre Danican Philidor er vænt- anlega einn fjölmargra tónlistar- manna úr frægri ætt hljóðfæraleik- ara og tónskálda sem var og hét í Frakklandi á 17. og 18 öld. Á hann eða ætt hans er ekki minnst í bæklingi en þokkafull svíta hans fyrir tvær einleiksflautur og fylgiraddir (bassalúta + gamba) er þó allrar at- hygli verð og fallega spil- uð af Camillu Söderberg, Martial Nardeau og með- leikurum þeirra. Tríósónötur Telemanns og Hándels eru prýðilega áheyrileg verk þótt þau séu ekki ýkja minnisstæð. En innblásinn leikur hóps- ins lyftir þeim talsvert upp. Ef eitthvað má finna að þá virkar fyrsti kafli Hándel-sónötunnar held- ur „ferkantaður", stífur fyrir minn smekk. Bæklingurinn fjallar, eins og áð- ur er getið, nánast ekkert um tón- verkin á diskinum og ég skil satt að segja ekki hvað vakir fyrir höf- undi. Nær hefði verið að segja frá uppbyggingu verkanna, hljóðfæra- skipan (svo hlustandi viti hverjir eru að spila í hverju verki fyrir sig) og tónskáldunum og ævistarfi þeirra. (Fux fær reyndar heilmikið pláss!) Þessar vangaveltur höfund- ar um stærðfræðinga og tónlist eru vægast sagt lítt áhugaverðar. Hljóðritun Sigurðar Rúnars Jónssonar hefur tekist vel að flestu leyti, endurómurinn er hæfilegur og hljómurinn mjúkur. Þó finnst mér fylgiraddirnar vera óþarflega aftarlega í hljóðmyndinni. En þetta er auðvitað smekksatriði. Barokkið lengi lifi - og megum við fá fleiri geislaplötur af þessu tagi! Valdemar Pálsson Lífstíðar- fangar KVIKMYNPIR Háskólabfð LÍFSTÍÐ „LIFE“ Leikstjóri: Ted Demme. Aðal- hlutverk: Eddie Murphy, Martin Lawrence, Ned Beatty. 1999. EINHVER i Hollywood hefur fengið þá hugmynd að hægt væri að gera gamanmynd með Eddie Murphy um tvo saklausa menn sem dúsa alla sína ævi í fangelsi í Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Einhver í Hollywood afréð að gera svoleiðis mynd. Einhver í Hollywood ætti að láta athuga sig. Ef það er eitthvað sem Lífstíð eða „Life“ hefur fram að færa heiminum, ef má draga einhvern lærdóm af myndinni, þá er hann þessi: Það er ekki hægt að gera gamanmynd um lífstíðarfanga og sérstaklega ekki þegar þeir eru saklausir. Jafnvel þótt Eddie Murphy sé í aðalhlut- verkinu og jafnvel þótt hann hafi annan vinsælan skemmtikraft, Mart- in Lawrence, sér til fulltingis. Það verður ekkert úr bröndurunum eins og kannski einhver hefði getað sagt sér og dramatíkin er hlálegt fuður. Lífstíð er einskonar félagamynd. Þeir Murphy og Lawrence leika vini sem rífast í sífellu og er skellt í stein- inn ævilangt þegar þeir eru ranglega sakaðir um morð á blökkumanni. Lífstíðardómurinn virðist engin áhrif hafa á þá tvo, nákvæmlega ekki nokkur, og við tekur lýsing á 65 ára dvöl þeirra í fangelsi þar sem skipt- ast á skin og skúrir. Segja má að förðunarmeistarinn Rick Baker sé í þriðja aðalhlutverk- inu því hann eldir aðalleikarana tvo nokkuð sannfærandi. En ef það átti að vera helsta aðdráttaraflið dugar það hvergi nærri til. Lífstíð er hvorki fyndin né dramatísk. Hún er hvorki fugl né fiskur. Ef hún er eitthvað þá er hún dæmi um litla hugmynd sem hefði átt að enda í ruslakörfunni en náði að klóra sig í gegn. Arnaldur Indriðason vSj/vu s iyrKINí; KVF/NNA BÓK SEM ÆTLUÐ ER KONUM Á ÖLLUM ALDRI Louise L. Hay er höfúndur 18 metsölubóka, þar á meðal Hjálpaðu sjálfum þér. Bókin Sjálfstyrking kvenna er leiðarvísir til velgengni í lífinu fyrir allar konur. Fæst í öllum helstu bókaverslunufn. I I VNDAKDOMAU SHAMBAI.A Skáldsaga eftir metsöluhöfund Celestine handritsins, James Redfíeld * Bókin kemur út á sama tíma hér og í Bandaríkjunum. * J. Redfield er einn af metsöluhöfúndum samtímans. * Leyndardómar Shambala er bók sem aðdáendur J. Redfield hafa beðið eftir. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. I 3-4 sæti á sölulista Morgunblaðsins 01.12.99 Á topplO á sölulista DV 30.11.99. STYRKIN( I KVINNA eianvjsir til 0 “ ctllar konur I 6. sæti á söiulista Morgunblaðsins 1. 12. 99 Pöntunarsímar: GSM 698 3850 og 435 6810. LEIÐARUÓS Albatros •s 565 4533 • miðbœ HafiiarJjarðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.