Morgunblaðið - 07.12.1999, Side 84
OnStream
margverðlaunaður
afrítunarbúnaður \
#5QCB » 3QCB « 7 CB/Klst
Til sölu í öllum betri tölvuverslunum
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKSIFT-AFGREWSLA6691122, NETFANG: AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
PRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Þrjti álit um Fljótsdalsvirkjun væntanleg
frá umhverfisnefnd í dag
Stj órnarandstaðan
gerir álit Olafs og
Katrínar að sínu
UMHVERFISNEFND Alþingis
skilar iðnaðarnefnd þingsins í dag
áliti á umhverfísþætti Fljóts-
dalsvirkjunar. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins verður skilað
þremur álitum en tvö eru samhljóða
Íar sem þingmenn stjómarandstöð-
nnar gera í raun álit og niðurstöður
stjórnarþingmannanna Katrínar
Fjeldsted og Ólafs Arnar Hai-alds-
sonar að sínu.
Katrín og Ólafur Öm leggja til að
farin verði leið lögformlegs mats á
umhverfisáhrifum. Hins vegar skila
stjórnarþingmennirnir Kristján
Pálsson, Ásta Möller, Gunnar Birg-
isson og Jónas Hallgrímsson sam-
eiginlegu áliti þar sem lagt er til að
þingsályktunartillaga iðnaðamáð-
herra um framhald framkvæmda við
Fljótsdalvirkjun verði samþykkt.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var það vilji stjórnarand-
stöðuþingmannanna í nefndinni,
Kolbrúnar Halldórsdóttur, Össurar
Skarphéðinssonar og Þórannar
Sveinbjarnardóttur, að þau, Katrín
og Ólafur Örn skiluðu sameiginlegu
áliti en á það féllust Katrín og Ólafur
Örn ekki.
Snjóflóð féll úr
Höfðabrekkuhálsi
Fagradal. Morgunblaðid.
SNJÓFLÓÐ féll í fyrrinótt úr
Höfðabrekkuhálsi, rann milli
tveggja húsa í Höfðabrekku í Mýr-
dal, hreif með sér tæki sem stóðu
utandyra og bar um það bil 60
metra Ieið.
Heimamenn voru í fastasvefni
þegar flóðið féll og urðu einskis
varir, að sögn Jóhannesar Krist-
jánssonar, bónda og hótelhaldara á
Höfðabrekku, enda hið versta veð-
ur og blindhríð.
Jóhannes kvaðst hafa orðið var
við flóðið þegar hann fór út um í
gærmorgun. „Þetta er snjóflóða-
staður, það koma þarna niður smá-
spýjur af og til og þess vegna er
byggingum þannig hagað að þarna
er autt svæði," sagði hann.
Jóhannes sagðist hafa kíkt upp á
hálsinn áður en hann fór að sofa á
sunnudagskvöld, því hann hefði átt
von á spýju, eins og oft í norðaust-
anáttum en þá hefði ekkert verið
komið. Hann sagði að hálsinn væri
lágur og þess vegna ekki mikil
hætta á ferðum.
Bær yfirgefmn vegna snjóa
Flóðið féll rétt við gafl véla-
geymslu og á kæligám við gafl
starfsmannahúss, án þess þó að
hreyfa hann úr stað. Hins vegar bar
það með sér jeppakerru og steypu-
hrærivél um það bil 60 metra leið.
Að sögn Sigurðar Gunnarssonar,
sýslumanns í Vík, hefur verið mikil
snjókoma þar um slóðir undanfarin
dægur. íbúar á Görðum í Reynis-
hverfí yfirgáfu bæinn að eigin
frumkvæði vegna hugsanlegrar
snjóflóðahættu.
Samkeppnisráð úrskurðar í kærumáli Verslunarráðs vegna Landssímans
Forræði ríkisfyrirtækja í sam-
keppni verði endurskoðað
SAMKEPPNISRÁÐ hefur sent frá
sér tilmæli til ríkisstjórnarinnar um
að taka fyrirkomulag á eignarhaldi
ríkisins á fyrirtækjum í samkeppnis-
rekstri til endurskoðunar þar sem
það geti torveldað samkeppni að ráð-
herra fari bæði með eignarráð í sam-
keppnisfyrirtækjum og setji stjóm-
valdsreglur á viðkomandi sviði.
Tilefni álitsins er kæra frá Versl-
unarráði íslands sem Guðjón
Rúnarsson, lögfræðingur ráðsins,
segir íyrst og fremst til komna
vegna Landssíma Islands og sam-
keppni á fjarskiptamarkaði. -
Vafamál vegna
EES-skuldbindinga
.jHmennt séð verður að telja
óheppilegt í samkeppnislegu tilliti að
eitt fyrirtæki, sem keppir á markaði,
lúti yfírstjórn sama aðila og setur
þær stjórnvaldsreglur sem öll fyrir-
tæki á markaðnum verða að hlíta,“
segir í álitinu. „Að mati samkeppnis-
ráðs er ljóst að hugsanlegir hags-
munaárekstrar geta leitt til tor-
tryggni keppinauta í garð hins
opinbera fyrirtækis og efasemda um
að aðstaða fyrirtækjanna gagnvart
valdhöfum sé jöfn.“
í álitinu er fjallað sérstaklega um
fjarskiptamarkaðinn. Þar segir m.a.:
„I tengslum við fjarskiptamarkað-
inn sérstaklega telur samkeppnisráð
ástæðu til að benda á að í raun er
álitamál hvort sú staða, að sami ráð-
heira fari annars vegar með eignar-
hald ríkisins í fjarskiptafyrirtæki
þess og hins vegar með almennt
reglugerðar- og stjómsýsluvald á
markaðnum, sé samrýmanleg þeim
kröfum sem gerðar era til stjórn-
valda á grandvelli EES-samningsins
og afleidds réttar af honum."
Guðjón Rúnarsson, lögfræðingur
Verslunarráðs íslands, segir að
Verslunarráðið fagni mjög þessu
áliti.
Umboðsmaður Al-
þingis vegna embætt-
isveitingar í Leifsstöð
Krefst
skýringa
hjá utanrík-
isráðherra
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
krafist skýringa á þeirri ákvörðun
utanríkisráðherra að falla frá því að
skipa í embætti forstjóra flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar, að því er frétta-
stofa Sjónvarps greindi frá í gær.
Ennfremur vill umboðsmaður Al-
þingis að utanríkisráðherra upplýsi
á hvaða lagaforsendum sú ákvörðun
byggist að setja núverandi forstjóra,
Ómar Kristjánsson, í starfið til eins
árs til viðbótar.
Embætti forstjóra Leifsstöðvar
var auglýst laust til umsóknar hinn
1. apríl síðastliðinn og átti að skipa í
embættið hinn 15. maí síðastliðinn.
Þrír umsækjendur sóttu um starfið
en ekki varð af því að skipað yrði í
embættið. í september síðastliðnum
var ákveðið að falla frá skipun í emb-
ættið og setning núverandi forstjóra
framlengd um eitt ár.
Einn hinna þriggja umsækjenda
sendi umboðsmanni Alþingis þá
kvörtun vegna þeirrar málsmeðferð-
ar og fyrir rúmum mánuði sendi
hann utanríkisráðherra erindi og fór
fram á öll gögn í málinu.
-----♦♦♦----
Hálendið
Vatnshæð
svipuð
og í fyrra
VATNSHÆÐ í lónum Landsvirkjun-
ar er svipuð nú og á sama tíma í fyrra.
I gildi er skerðing á orkuafhendingu
til stóriðju en Þorsteinn Hilmarsson,
upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar,
segir að ekki hafi þurft að koma til
skerðingar á ótryggðu rafmagni á al-
mennum markaði.
Skerðing Landsvirkjunar á orku til
stóriðju tók gildi 1. september sl. og
segir Þorsteinn stöðuna verða endur-
metna um næstu áramót. Hann sagði
vatnshæð lóna í ár svipaða og í fyrra
þegar gripið var til skerðingar en
staðan hefði þó heldur lagast í síðasta
mánuði. Vatnshæðin lagaðist í des-
ember í fyrra þegar blotaði hressi-
lega og sagði Þorsteinn að vonast
væri eftir slíkum kafla nú í vetur.
Kvaðst hann vona að ekki þyrfti að
koma til skerðingar á orku til al-
mennra notenda, svo sem loðnu-
bræðslna og mjólkurbúa.
• a a, @æ cuvKfi i
■ Óheppilegt/43