Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 07.12.1999, Qupperneq 84
OnStream margverðlaunaður afrítunarbúnaður \ #5QCB » 3QCB « 7 CB/Klst Til sölu í öllum betri tölvuverslunum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKSIFT-AFGREWSLA6691122, NETFANG: AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 PRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Þrjti álit um Fljótsdalsvirkjun væntanleg frá umhverfisnefnd í dag Stj órnarandstaðan gerir álit Olafs og Katrínar að sínu UMHVERFISNEFND Alþingis skilar iðnaðarnefnd þingsins í dag áliti á umhverfísþætti Fljóts- dalsvirkjunar. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins verður skilað þremur álitum en tvö eru samhljóða Íar sem þingmenn stjómarandstöð- nnar gera í raun álit og niðurstöður stjórnarþingmannanna Katrínar Fjeldsted og Ólafs Arnar Hai-alds- sonar að sínu. Katrín og Ólafur Öm leggja til að farin verði leið lögformlegs mats á umhverfisáhrifum. Hins vegar skila stjórnarþingmennirnir Kristján Pálsson, Ásta Möller, Gunnar Birg- isson og Jónas Hallgrímsson sam- eiginlegu áliti þar sem lagt er til að þingsályktunartillaga iðnaðamáð- herra um framhald framkvæmda við Fljótsdalvirkjun verði samþykkt. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var það vilji stjórnarand- stöðuþingmannanna í nefndinni, Kolbrúnar Halldórsdóttur, Össurar Skarphéðinssonar og Þórannar Sveinbjarnardóttur, að þau, Katrín og Ólafur Örn skiluðu sameiginlegu áliti en á það féllust Katrín og Ólafur Örn ekki. Snjóflóð féll úr Höfðabrekkuhálsi Fagradal. Morgunblaðid. SNJÓFLÓÐ féll í fyrrinótt úr Höfðabrekkuhálsi, rann milli tveggja húsa í Höfðabrekku í Mýr- dal, hreif með sér tæki sem stóðu utandyra og bar um það bil 60 metra Ieið. Heimamenn voru í fastasvefni þegar flóðið féll og urðu einskis varir, að sögn Jóhannesar Krist- jánssonar, bónda og hótelhaldara á Höfðabrekku, enda hið versta veð- ur og blindhríð. Jóhannes kvaðst hafa orðið var við flóðið þegar hann fór út um í gærmorgun. „Þetta er snjóflóða- staður, það koma þarna niður smá- spýjur af og til og þess vegna er byggingum þannig hagað að þarna er autt svæði," sagði hann. Jóhannes sagðist hafa kíkt upp á hálsinn áður en hann fór að sofa á sunnudagskvöld, því hann hefði átt von á spýju, eins og oft í norðaust- anáttum en þá hefði ekkert verið komið. Hann sagði að hálsinn væri lágur og þess vegna ekki mikil hætta á ferðum. Bær yfirgefmn vegna snjóa Flóðið féll rétt við gafl véla- geymslu og á kæligám við gafl starfsmannahúss, án þess þó að hreyfa hann úr stað. Hins vegar bar það með sér jeppakerru og steypu- hrærivél um það bil 60 metra leið. Að sögn Sigurðar Gunnarssonar, sýslumanns í Vík, hefur verið mikil snjókoma þar um slóðir undanfarin dægur. íbúar á Görðum í Reynis- hverfí yfirgáfu bæinn að eigin frumkvæði vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu. Samkeppnisráð úrskurðar í kærumáli Verslunarráðs vegna Landssímans Forræði ríkisfyrirtækja í sam- keppni verði endurskoðað SAMKEPPNISRÁÐ hefur sent frá sér tilmæli til ríkisstjórnarinnar um að taka fyrirkomulag á eignarhaldi ríkisins á fyrirtækjum í samkeppnis- rekstri til endurskoðunar þar sem það geti torveldað samkeppni að ráð- herra fari bæði með eignarráð í sam- keppnisfyrirtækjum og setji stjóm- valdsreglur á viðkomandi sviði. Tilefni álitsins er kæra frá Versl- unarráði íslands sem Guðjón Rúnarsson, lögfræðingur ráðsins, segir íyrst og fremst til komna vegna Landssíma Islands og sam- keppni á fjarskiptamarkaði. - Vafamál vegna EES-skuldbindinga .jHmennt séð verður að telja óheppilegt í samkeppnislegu tilliti að eitt fyrirtæki, sem keppir á markaði, lúti yfírstjórn sama aðila og setur þær stjórnvaldsreglur sem öll fyrir- tæki á markaðnum verða að hlíta,“ segir í álitinu. „Að mati samkeppnis- ráðs er ljóst að hugsanlegir hags- munaárekstrar geta leitt til tor- tryggni keppinauta í garð hins opinbera fyrirtækis og efasemda um að aðstaða fyrirtækjanna gagnvart valdhöfum sé jöfn.“ í álitinu er fjallað sérstaklega um fjarskiptamarkaðinn. Þar segir m.a.: „I tengslum við fjarskiptamarkað- inn sérstaklega telur samkeppnisráð ástæðu til að benda á að í raun er álitamál hvort sú staða, að sami ráð- heira fari annars vegar með eignar- hald ríkisins í fjarskiptafyrirtæki þess og hins vegar með almennt reglugerðar- og stjómsýsluvald á markaðnum, sé samrýmanleg þeim kröfum sem gerðar era til stjórn- valda á grandvelli EES-samningsins og afleidds réttar af honum." Guðjón Rúnarsson, lögfræðingur Verslunarráðs íslands, segir að Verslunarráðið fagni mjög þessu áliti. Umboðsmaður Al- þingis vegna embætt- isveitingar í Leifsstöð Krefst skýringa hjá utanrík- isráðherra UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur krafist skýringa á þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að falla frá því að skipa í embætti forstjóra flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, að því er frétta- stofa Sjónvarps greindi frá í gær. Ennfremur vill umboðsmaður Al- þingis að utanríkisráðherra upplýsi á hvaða lagaforsendum sú ákvörðun byggist að setja núverandi forstjóra, Ómar Kristjánsson, í starfið til eins árs til viðbótar. Embætti forstjóra Leifsstöðvar var auglýst laust til umsóknar hinn 1. apríl síðastliðinn og átti að skipa í embættið hinn 15. maí síðastliðinn. Þrír umsækjendur sóttu um starfið en ekki varð af því að skipað yrði í embættið. í september síðastliðnum var ákveðið að falla frá skipun í emb- ættið og setning núverandi forstjóra framlengd um eitt ár. Einn hinna þriggja umsækjenda sendi umboðsmanni Alþingis þá kvörtun vegna þeirrar málsmeðferð- ar og fyrir rúmum mánuði sendi hann utanríkisráðherra erindi og fór fram á öll gögn í málinu. -----♦♦♦---- Hálendið Vatnshæð svipuð og í fyrra VATNSHÆÐ í lónum Landsvirkjun- ar er svipuð nú og á sama tíma í fyrra. I gildi er skerðing á orkuafhendingu til stóriðju en Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekki hafi þurft að koma til skerðingar á ótryggðu rafmagni á al- mennum markaði. Skerðing Landsvirkjunar á orku til stóriðju tók gildi 1. september sl. og segir Þorsteinn stöðuna verða endur- metna um næstu áramót. Hann sagði vatnshæð lóna í ár svipaða og í fyrra þegar gripið var til skerðingar en staðan hefði þó heldur lagast í síðasta mánuði. Vatnshæðin lagaðist í des- ember í fyrra þegar blotaði hressi- lega og sagði Þorsteinn að vonast væri eftir slíkum kafla nú í vetur. Kvaðst hann vona að ekki þyrfti að koma til skerðingar á orku til al- mennra notenda, svo sem loðnu- bræðslna og mjólkurbúa. • a a, @æ cuvKfi i ■ Óheppilegt/43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.