Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lokað vegna vöru- talningar ALLMARGAR verslanir voru lok- aðar í gær, fyrsta virka daginn á nýju ári. Það var þó ekki vegna þess að starfsfólkið væri að hvíla lúin bein eftir annasama tíð, heldur var það önnum kafið við að telja og skrá vörur. Þetta verkefni er nauðsyn- legur hluti af bókhaldslegu upp- gjöri verslana um áramót. Meðal þeirra sem voru við vörutalningu í gær voru starfsmenn herrafata- verslunarinnar GK á Laugavegi sem sjást hér einbeittir við taln- inguna. Mikið var að gera í þeim mat- vöruverslunum sem voru opnar í gær og á nýársdag, en það voru einkum smærri verslanir. Sum- staðar gekk verulega á vörubirgð- ir í hillum og voru dæmi um að nauðsynjavörur eins og brauð væru uppseldar. Kaupmaðurinn á horninu áttu því allgóða daga í upphafi árs. Morgunblaðið/Sverrir Strokufang- inn fundinn LÖGREGLAN í Reykjavík hand- tók í gær fangann sem slapp úr haldi lögreglunnar 29. desember sl. þegar verið var að leiða hann út úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Á flótta undan lögreglunni hljóp hann inn í Landssímahúsið og hvarf þaðan. Maðurinn er 18 ára og hefur ver- ið að afplána átta mánaða dóm. A afbrotaferli sínum hefur hann ver- ið dæmdur fyrir líkamsárás, þjófn- aði, nytjastuld, akstur án ökurétt- inda, eignaspjöll, fíkniefnabrot og skjalafals. ♦ ♦ ♦ Blys í loft- ræstistokk GLÓANDI blys fundust í loftræsti- stokk í Kársnesskóla í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn Slökkviliðsins í Reykjavík urðu smávægilegar skemmdir á inntaki stokksins, því um leið og reykur barst inn í húsið fór að- vörunarkerfið í gang og var hægt að bjarga kjallara hússins frá reyk- skemmdum með því að reykræsta. Skýrsla erlendra sérfræðinga um áhrif námavinnslu í Mývatni Niðurstöðurnar túlkaðar á afar mismunandi vegu Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn og stjórnarformaður Náttúrurann- sóknastöðvarinnar við Mývatn túlka niðurstöður skýrslu erlendra sérfræðinga um frekari kísilgúrnámavinnslu í vatninu með afar ólíkum hætti. AFAR skiptar skoðanir eru um nýja skýrslu þriggja erlendra sérfræð- inga um áhrif kísilgúrvinnslu í Mý- vatni sem greint var frá í Morgun- blaðinu á föstudag. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, segir skýrsluna stað- festa það sem fyrirtækið og flestir Mývetningar hafi ávallt sagt, að ein- hveijar sveiflur í lífríki Mývatns séu ekki Kísiliðjunni að kenna, og að ekkert sé því til fyrirstöðu að hafm verði námavinnsla í Syðriflóa. Gisli Már Gíslason, prófessor í vatnalíf- fræði og stjómarformaður Náttúru- rannsóknastöðvarinnar við Mývatn, segir hins vegar að því fari fjarri að þessa skýrslu megi túlka sem grænt ljós fyrir frekara kísilgúmámi í Mývatni. „Þessi skýrsla er gríðarlega mikil- væg fyrir þetta fyrirtæki, og fyrir allt fólkið hérna við Mývatn,“ sagði Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, en skýrsluna unnu tveir Norðmenn og einn Svíi sem sérhæfðfr em í vatna- líffræði. Jafnframt var hollenskur sérfræðingur í setlagaflutningum álitsgjafi við vinnslu hennar. „Hún segir einfaldlega það, sem flestir Mývetningar og Kísiliðjan hafa haldið fram í mörg ár, að söku- dólginn fyrir einhverjum sveiflum í lífríki Mývatns er ekki að finna hjá fyrirtækinu, heldur einhvers staðar allt annars staðar. í öðru lagi að það sé þvl ekkert til fyrii-stöðu að fara yfir í Syðriflóa og halda áfram þar vinnslu.“ Segir Gunnar Örn að þessar tvær meginniðurstöður séu afdráttarlaus- ar og jafnframt að fái Kísiliðjan leyfí til að fara yfir í Syðriílóa þá sé búið að stíga fyrsta skrefið til að tryggja rekstrargrundvöll hennar. Segir Kísiliðjuna hafa áhrif Gísli Már Gíslason prófessor túlk- ar skýrsluna hins vegar með allt öðr- um hætti og segir sérfræðingana þrjá hafa komist að mjög svipaðri niðurstöðu og forsvarsmenn Nátt- úrarannsóknastöðvarinnar við Mý- vatn hefðu alla tíð haldið á lofti. „Sveiflurnar hafa aldrei skipt neinu máli varðandi Kísiliðjuna," segir Gísli Már. „Ekki öðruvísi en þannig að þær gera okkur erfiðara fyrir að sjá hvaða áhrif Kísiliðjan hefur á vatnið." Gísli Már bendir í þessu sambandi á að erlendu sérfræðingarnir komist þannig að orði að þeir geti ekki tengt sveiflur í lífríki vatnsins á afgerandi hátt við Kísiliðjuna. Hitt komi hins vegar fram að vissulega hafi Kísiliðj- an áhrif á lífríki vatnsins. Þetta hafi eldri rannsóknfr auk þess sýnt fram á, t.d. sérfræðinga- nefndarskýrsla sem lögð var fram 1991 og skýrsla verkefnishóps 1993. Jafnframt hafi þetta verið gert í mati á umhverfisáhrifum sem var lagt fram í september vegna um- sóknar Kísiliðjunnar um nýtt náma- leyfi, stækkun námasvæðisins í Ytr- ifióa og til vinnslu á nýju svæði í Syðriflóa. Loks bendfr Gísli Már á að sér- fræðingarnir leggi tii frekari rann- sóknir, verði ákveðið að fara út í frekara kísilgúrnám, rannsóknir sem eríltt sé að sjá annað en myndu kosta a.m.k. 15-20 milljónir á ári. Heimamenn þrýstu á um frekari vinnslu í Ytriflóa Gunnar Örn neitar því að skýrslan frá 1991 sé slæm fyrir Kísiliðjuna. „Hins vegar var gerð framhalds- rannsókn og aðallega þá varðandi setflutninga, og sú skýrsla kom út 1993. Sú skýrsla hefur verið notuð ákaflega mikið á móti þessu fyrir- tæki, aigerlega að ósekju, því hún hefur ekki þá burði til þess að vera notuð sem slík.“ Segir Gunnar Örn þá skýrslu í raun merkilega enda sýni hún betur en margt annað hversu gi’undvöllur fyrfr því að vera á móti kísiliðju í Mývatni sé á veikum grunni byggð- ur. Þar sé í aðra röndina komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að segja til um áhrif á lífríkið í Mývatni vegna setflutninga, þar sem ekki liggi fyrir rannsóknir í því efni, en í kjölfarið séu hafðar á lofti getgátur um að langvarandi vinnsla hefði í för með sér veralegar breytingar á lífs- skilyrðum í Mývatni. Gísli Már vísar hins vegar til þess að erlendu sérfræðingarnir séu sam- mála mati Náttúrurannsóknastöðv- arinnar við Mývatn að vatnið sé mjög einstakt á norðurhveli jarðar. Þeir bendi aukinheldur á það í skýrslu sinni að á þessi mál megi horfa frá tvenns konar sjónarmið- um, annars vegar út frá „prinsippi“ og hins vegar út frá reynslu. Fram komi skýrt að það sé mat þeirra að í „prinsippi" eigi ekki að vera með iðnrekstur í svona einstöku vatni. Vegna ýmissa samfélagsþátta geti engu að síður verið nauðsynlegt að gera það. „Og í kjölfar þess leggja þeir til að núverandi námavinnslu í Ytriflóa verði hætt á stundinni, en ef það er nauðsynlegt að halda henni áft’am þar þá fari hún ekki út fyrir núver- andi mörk á námavinnslusvæðinu, sem vora ákveðin 1993. í annan stað þá benda þeir á varúðarregluna og þeir segja að ef sú ákvörðun verði tekin, að námagröftur haldi áfram, að þá geti þefr hugsanlega mælt með svæði 1 í Syðriflóa, en að þeim líði verr að mæla með að fara niður á tveggja metra dýpi á svæði 2 í Syðr- iflóa.“ í þessu sambandi segir Gunnar Örn að eina ástæða þess að Kísilið- jan fór fram á það í mati á umhverf- isáhrifum að þeir fengju að vinna fleiri svæði á Ytriflóa hafi verið þrýstingur heimamanna, allir sem búi við Ytriflóa vilji að þeir dæli meira. „En málið er það að kísilgúr- lögin era alltaf að þynnast í Ytriflóa, við erum búnir að taka megnið af góðu svæðunum út, og það er meira eftir af svæðum sem gefa minna af sér. Þannig að það er alveg ljóst, eins og þeir benda á, að út frá varúð- arsjónarmiðum þá er miklu skynsa- mlegra að fara yfir í Syðriflóa." Réttlætir skýrslan nýtt námaleyfi? Klsiliðjan í Mývatnssveit starfar nú samkvæmt námaleyfi, sem gefið var út af iðnaðarráðherra hinn 7- apríl 1993 en um leið og það var gef- ið út var greint frá samkomulagi iðn- aðarráðuneytis, umhverfisráðuneyt- is og Náttúraverndarráðs (nú Náttúruverndar ríkisins) þar sem fram kom að skilningur allra sem að því stóðu væri sá að með útgáfu leyf- isins væri aðeins verið að gefa svig- ram til að hætta kísilgúrtöku úr Mý- vatni. Málefni Kísiliðjunnar komust hins vegar í hámæh á nýjan leik í baráttunni fyrir Alþingiskosning- arnar síðastliðið vor, ekki síst eftir að fyrirtækið sótti um nýtt náma- leyfi, stækkun námasvæðisins í Ytri- flóa Mývatns og til vinnslu á nýju svæði í Syðriflóa. Gunnar Örn kveðst á þeirri skoð- un að skýrsla erlendu sérfræðing- anna núna styrki málstað Kísiliðj- unnar og sýni að ekki var á miklu byggtvið skýrslugerðina 1993. Segir hann engan vafa á að Kísiliðjan muni nota skýrsluna þegar hún bregst við óskum skipulagsstjóra ríkisins um frekari gögn og frekari rannsóknir á umhvei’fisáhrifum vegna aukinnar vinnslu í Mývatni. „Annað væri óeðlilegt enda báðu þeir nánast um það.“ Gísli Már segir aftur á móti að það komi ítrekað fram í skýrslu erlendu sérfræðinganna að þeir vilji ekki blanda sér í þær pólitísku deilur sem um þessi mál standa á íslandi. Sam- komulagið frá 1993 liggi hins vegar fyrir og erfitt sé að túlka skýrslu er- lendu sérfræðinganna sem tillögu um að það verði tekið upp að nýju. Vönduð skýrsla að mati ráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk skýrsl- una fyrst í hendur í gærog sagði að sér hefði ekki gefist mikill tími til að fara yfir hana. „Mér sýnist að hún sé mjög vel unnin. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í vor að fá erlenda sérf- ræðinga til þess að koma að málinu vegna þess að það hefur alltaf verið ágreiningur um það hvort okkar vís- indamenn eru að vinna faglega eða ekki. Að því leyti til er mjög mikil- vægt að fá þessa skýrslu," sagði Val- gerður. Ráðheraann sagði ennfremur að skýrslan yrði meðal þeirra gagna sem stjórnvöld styddust við þegar ákvarðanir um framhald málsins verða teknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.