Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 11 FRÉTTIR Opnaður verður aðgangur að ættfræðigagnagrunni FRIÐRIK Skúlason tölvufræðing- ur og fyrirtækið Islensk erfðagrein- ing hafa ákveðið að opna aðgang á Netinu að ættfræðigagnagrunni, sem byggður hefur verið upp á und- anförnum árum. Nú eru um 620 þúsund nöfn íslendinga í grunnin- um og er markmiðið að þar verði upplýsingar um ættir allra íslend- inga sem heimildir eru til um. Ekki er ákveðið hvenær netsíða verður opnuð en það verður síðar á þessu ári. Friðrik Skúlason og Kári Stef- ánsson, forstjóri ÍE, boðuðu til blaðamannafundar á nýársdag þar sem þessi ákvörðun var kynnt. Friðrik hefur frá árinu 1988 unnið að því að safna ættfræðiupplýsing- um og koma þeim á tölvutækt form en síðustu árin hafa IE og fyrirtæki Friðriks, Frisk Software, unnið að því sameiginlegá að auka við þessi gögn og gera þau aðgengilegri fyrir notendur. Fimmtán manns hafa að jafnaði verið að störfum við ætt- fræðigrunninn frá því samstarf fyr- irtækjanna hófst árið 1997. Kári Stefánsson sagði á blaða- mannafundinum að segja mætti að verið væri að boða fjórðu bylting- una í aðgengi að ættfræðiupplýs- ingum Islendinga. Sú fyrsta hefði orðið fyrir 1100 árum þegar söfnun ættfræðiupplýsinga hófst. Önnur byltingin hefði orðið þegar farið var Morgunblaðið/Ami Sæberg Friðrik Skúlason útskýrir hér notkun á ættfræðigagnagrunninum þeg- ar hann var kynntur á nýársdag. að skrá þessar upplýsingar á skipu- lagðan hátt. Sú þriðja hefði hafist fyrir 10-11 árum þegar farið var að skrá upplýsingarnar á tölvutækt form og sú fjórða væri að gera þessar upplýsingar aðgengilegar á Netinu. Þar til vefsíður Islendingabókar, eins og ættfræðigrunnurinn er nefndur, verða opnaðar, geta menn leitað upplýsinga um framættir sín- ar með því að senda skriflega beiðni (íslendingabók, pósthólf 7180, 127 Reykjavík) og geta nafns síns, fæð- ingardags og heimilisfangs. Mun starfsfólk þá senda viðkomandi þessar upplýsingar úr Islendinga- bók eins og þær liggja fyrir. Uppboð á 30 íbúðum á Patreksfírði Skuldir helmingi hærri en mark- aðsverð íbúðanna FYRIRHUGUÐ uppboð á 30 hús- eignum í eigu Vesturbyggðar voru auglýst í Morgunblaðinu 29. desem- ber sl. Jón Gunnar Stefánsson, bæj- arstjóri í Vesturbyggð, segir þetta árvissan atburð að uppboð á hús- eignunum, sem eru í félagslega íbúð- arkerfinu, sé auglýst en aldrei verði af uppboðinu. Helstu kröfuhafar eru Byggingarsjóður verkamanna og íbúðalánasjóður. Hann segir að unnið sé að lausn þessara mála og felist hún í afskriftum á skuldum þannig að íbúðirnar verði nær mark- aðsverði en nú sé. Meðan ekki finn- ist lausn á þessu máli njóti Vestur- byggð þess vafasama heiðurs að verða áberandi með þessum hætti í auglýsingum í Morgunblaðinu. Alls á Vesturbyggð 70-80 íbúðir í félagslega kerfinu. Vanskil eru vegna íbúðanna. „Húsin voru byggð hér í góðæri og hafa ekki fengist af- skrifuð. Þetta eru íbúðir sem eru með áhvílandi skuldir sem eru helm- ingi hærri en það sem fengist fyrir þær. Hér hefur íbúum fækkað og ekki eins mikil eftirspurn eftir hús- næði og ella hefði orðið,“ segir Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri. Ártalið 2000 leiddi ekki til vandræða í tölvukerfum hér á landi Oll kerfí 2000-hæf ENGIN teljandi vandamál komu upp í tölvukerfum landsins er árið 2000 gekk í garð og segir Haukur Ingibergsson, formaður 2000- nefndarinnar, að þau markmið sem stefnt var að hafi náðst. „Það gerð- ist það sem stefnt var að, öll kerfi voru 2000-liæf. Að því miðaðist starf nefndarinnar og það hefur gengið ágætlega.“ Haukur segir að þegar komið var í ljós að engin teljandi vandamál komu upp er árið 2000 gekk í garð í iðnvæddum ríkjum, Ástralíu, Japan og víðar hafi menn andað léttar hér á landi. „Þetta gekk allt mjög vel. Fyrsta skrefið var um áramótin þegar reyndi á stóru landskerfin, eins og símann og orkukerfi. Síðan voru næststærstu kerfin prófuð um helgina. Nú í vikunni mun koma í ljós hvernig gengur í litlum og með- alstórum fyrirtækjum. Þar verða sjálfsagt einhveijar smærri truflan- ir en það er mikill viðbúnaður í gangi til að taka á því.“ Haukur segir að þrátt fyrir að ekkert stórvægilegt hafi komið upp hérlendis sem erlendis fari því fjarri að 2000-vandinn hafi verið of- metinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Landssímanum stóðu menn 2000 vakt á nýársnótt og gekk hún snurðulaust fýrir sig. „Við verðum að hafa í huga að það voru framkvæmdasljórar og forstöðumenn fyrirtækja og stofn- ana sem mátu vandann ásamt sín- um tölvumönnum sem sjá um að reka kerfin. Þessir aðilar vinna samkvæmt tveimur römmum, fjár- hagsramma og öryggisramma. Það var gert allt sem til þurfti til að ör- yggisramminn stæðist og það tókst vel til. Auðvitað hefðu menn viljað verja fjármunuin í annað en það er alls ekki hægt að ætla að vandinn hafi verið ofmetinn, menn vissu hvað var í húfi.“ 2000-nefndin fundar í dag og fer yfir stöðuna og svo aftur á föstu- dag. Að sögn Hauks verður þá met- ið hvort störfum nefndarinnar er lokið eða hvort þörf er á að hún starfi áfram. Hann segir að nú sé unnið að því að finna lausn á þessu máli og koma því í þann farveg að unnt verði að finna kaupendur að íbúðunum á því verði sem markaðurinn segir fyrir um. En það gerist ekki nema skuld- irnar verði afskrifaðar. „Það verður að finna fjánnuni til þess að gera það því hér eru 70-80 íbúðir á þess- um grundvelli í Vesturbyggð. Það er allsendis óviðráðanlegt verkefni fyr- ir sveitarfélagið að gi'eiða þennan mismun," segir Jón Gunnar. Verðþrðun á bensíni með fullri þjónustu frá des. 1998 j|f'M;A;M[J|j A'S 0 N':D J|F|MÍAÍMl3j 1999 2000 Bensín hækkaði um 1,20 kr. um áramót VERÐ á bensíni og dísilolíu hækkaði hjá olíufélögunum um áramótin vegna hækkana á heimsmark- aðsverði. Hækkaði verð á 95 okt. bensínlítra með fullri þjónustu um 1.20 kr. og kostar lítrinn nú 87,50 kr hjá Skeljungi, Olíufélaginu og Olís. Breytingar hafa orðið á bensínverði um hver mánaðamót á síðari hluta ársins og á einu ári hefur verð á bens- ínlítranum hækkað um ríflega sautj- án krónur. Verð á lítra af 98. okt. bensíni hækkaði einnig um 1,20 kr. og er nú 92.20 kr. Verð á gasolíu hækkaði einn- ig um áramótin og kostar lítrinn nú 38 krónur - hækkaði um hálfa fjórðu krónu eða sem nemur ríflega 10%. Thomas Möller, forstöðumaður markaðssviðs Olíuverslunai' Islands hf., sagði hækkunina nú mega rekja til breytinga á heimsmarkaðsverði, bæði hvað varðar bensín og gasolíu. Að auki hafi um áramótin gengið í gildi nýir gæðastaðlar Evi'ópusam- bandsins sem feli í sér hertai' reglur um brennisteinsinnihald. LOKAÐ í DAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN, 5. JANÚAR KL. 8.00 OÓuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.