Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JA.NÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Fjármálahneyksli Kristilegra demókrata í Þýzkalandi vindur æ meir upp á sig
Sakarannsókn hafín á
þætti Helmuts Kohls
Berlín, Bonn. Reuters, AFP, AP.
AP
Helmut Kohl, t.v., og Wolfgang Schauble, arftaki Kohls í leiðtogasæti
CDU, sitja hér saman á flokksþingi árið 1996. Talsmenn ríkisstjórnar-
flokkanna telja Scháuble tengjast a.m.k. einum anga fjármálahneykslis-
ins, sem mest hefur snúið að Kohl fram að þessu.
Skæð
inflúensa
í Noregi
MÖRG sjúkrahús í Noregi
eru yfírfull vegna flensufaralds
í landinu en sýking á borð við
lungnabólgu er oft fylgifiskur
flensunnar. Um helmingi fleiri
sjúklingar liggja nú á sumum
deildum sjúkrahúsanna en
pláss er fyrir og er það aðallega
eldra fólk sem sýkst hefur að
sögn norskra lækna.
Dole til liðs
við Bush
TALIÐ er, að Elizabeth Dole
muni lýsa yfir stuðningi við
George W. Bush sem forseta-
frambjóðanda bandarískra
repúblikana en sjálf dró hún sig
í hlé sökum fjárskorts. Hefur
hún verið hvött til að leggja
honum lið og auka þannig líkur
á því að verða fyrir valinu sem
varaforsetaefni. Stuðningur
Dole myndi auðvelda Bush að
ná til kvenkjósenda.
Jólí
Betlehem
BORIS Jeltsín, fyrrverandi
Rússlandsforseti, og leiðtogar
sex Austur-Evrópuríkja munu
fagna jólum samkvæmt sið-
venju grísku rétttrúnaðarkirkj-
unnar í Betlehem síðar í vik-
unni. Leiðtogamir verða þá
gestir Yasser Arafats og segja
Palestínumenn heimsóknina
stuðning við sjálfstæðiskröfur
þeirra. Auk Jeltsíns eru gest-
imir frá Ukraínu, Hvíta-Rúss-
landi, Georgíu, Grikklandi,
Rúmeníu og Búlgaríu. Þeir
verða við miðnæturmessu í
Betlehem á fimmtudag en áður
munu þeir snæða kvöldverð
með Arafat. „Þeir eru gestir
Palestínu og forseta hennar,"
sagði Nabil Amr, ráðgjafi Araf-
ats. Gríska rétttrúnaðarkirkjan
fer eftir júlíanska tímatalinu,
en samkvæmt því em jólin
haldin dagana 6. og 7. janúar.
Sprengjutil-
ræði í Kasmír
KRAFTMIKIL sprenging
varð í borginni Srinagar í
Kasmír í gær með þeim afleið-
ingum að 14 óbreyttir borgarar
og þrír indverskir öryggisverð-
ir létust. 20 aðrir slösuðust í
sprengingunni. Enn hefur eng-
inn lýst yfir ábyrgð á henni en
að sögn lögreglu er talið að hóp-
ur múslima, sem berst gegn yf-
irráðum Indverja í Kasmír, hafi
staðið að tilræðinu.
Cézanne-
verki stolið
ÞJÓFNAÐUR á Cézanne-
málverki í Ashmolean-safninu í
Oxford ber öll merki þess að at-
vinnumaður hafi verið þar á
ferð því minnstu smáatriði vora
nákvæmlega skipulögð að sögn
lögreglu. Það var stuttu eftir
miðnætti á gamlárskvöld að
þjófurinn lét sig siga niður um
þakglugga á safninu og hafði á
brott með sér málverkið sem
metið er á um 240 milljónir ísl.
kr. Talið er að þjófnaðurinn hafi
ekki tekið nema tíu mínútur i
framkvæmd og segir lögregla
þjófinn hafa sýnt mikla
kænsku, en málverkinu hafi lík-
lega verið stolið eftir pöntun.
SAKARANNSOKN hófst í gær á
því, hvort Helmut Kohl, fyrrverandi
kanzlari Þýzkalands, braut lög með
því að þiggja Ieynileg fjárframlög til
flokks síns, Kristilegra demókrata
(CDU), á valdatíma sínum.
Hneykslismál þetta upphófst fyrir
rúmum mánuði, þegar Kohl viður-
kenndi opinberlega að hafa tekið við
allt að tveimur miHjónum marka,
andvirði 76 milljóna króna, í framlög
sem geymd hefðu verið á leynilegum
bankareikningum flokksins. Hefur
málið rýrt orðstír Kohls, sem var
kanzlari um 16 ára skeið og formaður
CDU í 26 ár, og spillt fyrir flokknum,
sem nú er forystuafl stjórnarand-
stöðunnar gegn ríkisstjóm jafnaðar-
manna og græningja.
Núverandi forystumenn CDU
hafa reynt að takmarka skaðann með
því að þrýsta sjálfir á Kohl að upp-
lýsa málið undanbragðalaust, en
hann hefur staðfastlega neitað að
gefa upp hverjir gáfu féð, jafnvel þótt
hann bijóti einnig með því gegn gild-
andi lögum. Vísar hann til þess að
hann hafi heitið gefendunum nafn-
leynd og það heiti muni hann ekki
rjúfa.
Að sögn talsmanns saksóknarans í
Bonn byggist rannsóknin til að byrja
með á því, hvort Kohl hafi gerzt sek-
ur um sviksemi í skilningi laganna.
Mun rannsóknin, sem gæti tekið
mánuði, fara fram samhliða rann-
sókn á vegum þýzka þingsins á því
hvort tilteknar leynilegar greiðslur
til CDU á valdatíma Kohls hafí haft
áhrif á pólitískar ákvarðanir stjómar
hans.
Hildegard Hamm-Brúcher, þing-
maður ftjálslyndra demókrata, FDP,
varpaði fram þeirri spurningu, hvort
þögn Kohls um þá sem að baki hinum
leynilegu greiðslum stóðu, tengist á
einhvem hátt pólitískum ákvörðun-
um.
Svissneska dagblaðið Neue
Zurcher Zeitung hefur eftir Wolfg-
angvon Stetten, þingmanni CDU, að
það sé von margra í flokknum að
málið leysist með því að hinir leyni-
legu greiðendur gefi sig sjálfir fram.
Kohl hefur forðast sviðsljósið und-
anfamar vikur og neitað að svara
spumingum fréttamanna um málið.
Dagblaðið Bild am Sonntag náði þó
að hafa eftir honum eina setningu um
helgina. „Eg veit hvernig ég get
gleymt öllum áhyggjum og slappað
af,“ sagði hann í svari við spumingu
blaðamanns í nýárshófi þingsins.
Hannalore, eiginkona Kohls, átti
beinskeyttara svar á reiðum hönd-
TVEIR létust og 73 slösuðust, þar
af 20 alvarlega, þegar árekstur
varð á sunnudag á báðum aksturs-
leiðum A7-hraðbrautarinnar í
nánd við bæinn Schweinfurt í
Norður-Bæjaralandi.
Ástæða fyrri árekstursins er að
sögn lögreglu talin sú að ökumað-
ur hafi ekið of hratt miðað við að-
stæður en skyggni var mjög lítið
um: „Við hjónin höfum staðið af okk-
ur anzi margt um ævina og við mun-
um lifa þetta af líka.“
Kohl, sem nú er 69 ára, gegnir enn
þingmennsku og er jafnframt heið-
ursformaður CDU. Þingið þarf ekld
að taka afstöðu til þess hvort svipta
beri hann þinghelgi nema saksóknari
ákveði að bera fram formlega ákæra
á hendur honum.
Sumir fréttaskýrendur telja, að
takist CDU, þrátt fyrir að málið sé
neyðarlegt fyrir flokkinn, að segja
skilið við „Kohl-kerfið“ svokallaða,
sem var sniðið að hans persónu og
mótaði flokksstarfið mjög, gæti það
hleypt nýju lífi í hægrivæng þýzkra
stjómmála til lengri tíma litið.
Schauble flæktur í málið?
En CDU gæti átt á hættu að bíða
frekari kosningaósigra ef arftaki
Kohls í flokksleiðtogasætinu, Wolf-
gang Schauble, flækist alvarlega í
vegna þoku. Það olli því, að tutt-
ugu bílar rákust saman og öku-
menn á leið í hina áttina hægðu
sfðan á sér til að geta betur fylgst
með slysinu. Það hafði þær afleið-
ingar að 60 bflar lentu saman í
einni kös.
Að sögn lögreglunnar eru um
áttatiu bílar mikið skemmdir eða
únýtir eftir áreksturinn.
hneykslismálin. Upplýst hefur verið
að á árinu 1997, á meðan Scháuble
var þingflokksformaður CDU og
Kohl var enn á kanzlarastólnum, var
1,16 milljónum marka, um 44 milljón-
um króna, sem tilheyrði þingflokkn-
um komið yfir á aðra reikninga
flokksins. Frammámenn í ríkis-
stjómarliðinu halda því fram að
Scháuble hafi vitað um þessar ólög-
legu millifærslur. Rezzo Schlauch,
þingflokksformaður græningja,
sagði Kohl-hneykslið nú vera að
víkka út og ná einnig til Scháubles.
„Þama var skjalataska fyllt reiðufé,"
sagði Schlauch um helgina. „Slíkt
lyktar af ólöglegu athæfi.“
Ný fjárreiðuskýrsla
Matthias Wissmann, núverandi
fjármálastjóri CDU, lagði á gamlárs-
dag fram endurskoðaða bókhalds-
skýrslu flokksins fyrir tímabilið
1993-1998. Þar kemur fram að vitað
BRESKA innanríkisráðuneytið
hefur vísað Konrad Kalejs úr landi,
að því er yfirvöld greindu frá í gær.
Hann er grunaður er um að hafa
framið stríðsglæpi í síðari heims-
styrjöld.
Áður en Kalejs fluttist til Bret-
lands bjó hann í Ástralíu, en þaðan
kom hann frá Bandaríkjunum og
Kanada, þar sem honum hafði ver-
ið vísað brott vegna gruns um aðild
að stríðsglæpum nasista í Lett-
landi. Er hann sagður hafa tekið
þátt í morðum á yfir 30 þúsund
manns, flestum gyðingum. Kalejs
hefur neitað öllum ásökunum.
Innanríkisráðuneytið breska
getur vísað fólki úr landi en ekki
látið handtaka það. Efraim Zuroff,
framkvæmdastjóri Simon Wiesen-
thal-miðstöðvarinnar í Jerúsalem,
hafði krafist þess við innanrikis-
ráðherra Bretlands, Jack Straw, að
sé um 2,43 milljónir marka, sem ekki
sé vitað hvaðan hafi borizt í sjóði
flokksins á nefndu tímabili. Vegna
þessa hefur ílokkurinn lagt 7,3 mil-
Ijónir marka, þrefalda þessa upphæð,
til hliðar í því skyni að geta staðið skil
á endurgreiðslum sem flokkurinn
verður hugsanlega krafinn um vegna
brota á reglum um fjármögnun
stjórnmálaflokka. Þessar reglur
kveða meðal annars á um, að verði
flokkur uppvís að því að taka á móti
ólöglegum greiðslum eða gefa fram-
lög ekki upp eins og lög gerðu ráð
fyrir, er hægt að gera viðkomandi
flokki að greiða tvöfalda upphæðina í
eins konar sekt í sjóð þann, úr hveij-
um flokkunum era skömmtuð opin-
ber framlög í samræmi við fjölda at-
kvæða sem þeir fá í kosningum. Að
auki verða þeir að endurgreiða upp-
ranalegu upphæð hinnar ólöglegu
greiðslu. Með því að taka við ólög-
legu framlagi tekur þýzkur stjórn-
málflokkur því þá áhættu, að þurfa
að borga upphæðina þrefalt til baka.
Sagði Wissman í Suddeutsche
Zeitung (SZ) að þessar 7,3 milljónir
marka væri hæsta hugsanlega upp-
hæðin sem hægt yrði að krefja flokk-
inn um, og í því að féð hefði verið lagt
til hliðar fælist engin viðurkenning á
því að reglur hefðu verið brotnar.
Sumir sérfræðingar í gildandi
reglum um fjármögnun flokkanna
halda því hins vegar fram að CDU
gæti lent í því að þurfa að endur-
greiða miklu hærri upphæðir. SZ
hefur eftii- Hans Herbert von Arnim,
einum slíkum sérfræðingi, að fyrir
árið 1997 eitt sé hugsanlegt að hægt
sé að krefja flokkinn um endur-
greiðslur að upphæð jafnvel 40 millj-
óna marka, andvirði um 1,5 milljarða
króna.
Scháuble er sagður hafa nefnt, að
núverandi flokksforysta hafi „erft“
leynilega bankareikninga frá Kohl-
timanum og á þeim væri um þriggja
milljóna marka innistæða.
Vantrúaður á ákæru
í viðtali við Welt am Sonntag um
helgina sagðist Schauble sannfærður
um að ekkert yrði úr því að Kohl yrði
ákærður. En hann sagði ekkert um
hvort hann hefði sjálfur verið upp-
lýstur um reiðufjármillifærslurnar,
sem nefndai' vora hér að ofan. Sagði
Scháuble að langtímaímynd Kohls
myndi ekki bíða varanlegan hnekki
af þessum málum öllum. „Eftir þrjá-
tíu ár munu hundrað torga og gatna
bera nafn Helmuts Kohls,“ sagði
hann.
Kalejs yrði
handtekinn, því
hætt væri við
því að hann
slyppi við refs-
ingu fyrir
meinta glæpi ef
hann fengi að
fara aftur til
Ástralíu.
Fulltrúi ráð-
gær að lögregla
hefði engar forsendur til að hand-
taka Kalejs, en ráðuneytið hefði
völd til að vísa fólki úr landi á þeim
forsendum að það væri „í almanna-
þágu“ að því væri bannað að dvelja
í Bretlandi. Haft var eftir Kalejs á
sunnudag að hann hygðist yfirgefa
Bretland eins fljótt og auðið væri.
„Eg hef verið hundeltur um heim-
inn í fimmtán ár og ég vil fá að
vera í friði.“
Stórárekstur í Þýskalandi
Bretar vísa Konrad
Kalejs úr landi
London. AP.
Kalejs