Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 37 ÁRAMÓT Islendingar vilja ekki skefjalausan og frumstæðan gelgjukapítalisma á borð við þann sem spratt upp í Rússlandi eftir fall félagshyggj- unnar. Markaðskerfið á að vera mannúðlegt kerfi, þar sem ein- staklingurinn fær að græða á hug- viti sínu og atorku en er gert að gæta hófs og neyta ekki alltaf afls- munar. Meginröksemdin fyrir frelsi at- hafnamanna er sú, að það sé að lokum öllum til góðs. En taki at- hafnamenn að brjóta skráðar eða óskráðar reglur í samskiptum fólks getur sú röksemd fallið um sjálfa sig. Verkefni gærdagsins á Islandi var fyrst og síðast að auka at- vinnufrelsi og því verki er vissu- lega ekki lokið. En verið getur að eitt aðalverkefni morgundagsins sé að efla siðferðilega festu í at- vinnulífinu án þess að þrengja að því. Það verk þarf að vinna án óþarfa reglugerðafargans og ann- arra valdboða. Samskipti Islands við umheim- inn hafa stóraukist á öldinni sem er að kveðja og verið einn lykillinn að velgengni hennar. Jón forseti sagði árið 1842: „Þá hefir mennt- unin verið mest, þegar mestar hafa verið utanferðir og íslending- ar átt mest viðskipti við önnur lönd“, en hann bætir við: „Þó ekki við eitt land, heldur mörg.“ I mín- um huga skipta þessi viðbótarorð Jóns mestu fyrir hagsmuni Islands nú. „Þó ekki við eitt land, heldur mörg.“ A sama hátt og okkur var óhollt að sækja allt til Danmerkur eigum við ekki að sækja allt okkar nú eða síðar meir til hins nýja sambands- ríkis Evrópu, sem virðist vera í mótun, þótt áríðandi sé að við eig- um við það nána og góða sam- vinnu. Við Islendingar ráðum nú villidýr. Við stöndum nú hjartaköld, bölsýn og trúlaus á tæpustu nöf, fangar eigin græðgi og sjálfselsku, viðskila við okkur sjálf, skeytingar- laus um lífið, náungann, og Guð. Förunautur til framtíðar Hann sem fæddist í Betlehem og hlaut nafnið Jesús, hann er frelsari heimsins. Hann birtir Guð á jörð. Mátturinn æðsti hefur andlit, róm. Jesús. Hann er orðið sem varð hold. Hann kom ekki með nýja kenningu, ný fræði um líf og heim heldur nýtt samfélag, ný tengsl. Orðið varð hold, maður, manneskja eins og þú, ekki bókstafur meitlaður í stein, rit- verk gyllt í sniðum, heldur lifandi persóna sem mætir þér. Hann gekk um kring meðal fólks og kenndi, læknaði, leiðbeindi, lagði smyrsl á lífsins sár. Þau sem honum mættu og opnuðu hjörtu sín fyrir honum höndluðu lífið. Sakkeus sá allt í einu að velsæld hans var á kostnað hinna snauðu, og skilaði aftur gróða sín- um. Konan við brunninn hlaut djörf- ung til að horfast í augu við sjálfa sig og annað fólk á ný, í gleði og lífs- þrótti. Dauðadæmdur brotamaður fékk að heyra af vörum Jesú: I dag skaltu vera með mér í Paradís. Sama orð, sama auglit, lækning, líf mætir okkur enn í dag. I orðinu helga og bæninni, í okkar minnstu bræðrum og systrum, við helga skírnarlaug og máltíð altarisins. Jesús Kristur, sem er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Böl og þján- ing veraldar hefur hann borið, jafn- vel fjarvist Guðs og dýpstu heljar- nauðir. Og því er líkn og von, tilgangur og merking í hverri raun og tári jarðarbarna. Og trúin á hann sér vonarbjarma við sjóndeildar- hring, þess dags er ríki hans kemur og vilji hans verður. Viðjar leysast, læknast mein, þorna tár. Hann hlaut nafnið Jesús. Tvö þús- und ár eru talin frá komu hans í heim. Og hann er hér á jörð oss nær, lifandi máttur á daglegri för. Föru- nautur sem réttir þér hönd sína við dyr ársins nýja: „Fylg þú mér!“ Segir hann: „Trúðu á Guð og trúðu á mig.“ „Vertu ekki hræddur, vertu ekki hrædd. Trúðu aðeins!" Dýrð sé Guði, föður, syni og hei- lögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen. yfir sjö hundruð þúsund ferkíló- metra hafsvæði og nýtum auðlegð þess skynsamlega svo að aðrar þjóðir mega af okkur læra. Það kostaði mikla baráttu og fjögur landhelgisstríð að ná því forræði. Til hvers var barist ef nú á að færa það forræði í annarra hend- ur? Til eru þeir svartsýnismenn sem segja að Islendingar breytist í útkjálkaþjóð fari þeir of hægt í að sameinast stærri þjóðum. En at- huganir merkra hagfræðinga sýna einmitt hið gagnstæða að smáþjóð- um vegnar oftast betur í efnahags- málum en stórþjóðunum. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Allar stærðir eru viðráðanlegri, hagkerfið er gegnsærra, stjórn- endur hafa betri yfirsýn yfir verksvið sitt, fólkið er nær for- ystumönnunum og vandi er hæg- lega leystur um leið og hann kem- ur í ljós. Arangur okkar á tuttugustu öldinni sýnir betur en allt annað að speki svartsýnis- manna hentaði okkur ekki. Sú speki yrði einnig versta veganestið sem menn geta haft inn í tuttug- ustu og fyrstu öldina. Hyggjuvit og framsýni þeirra Jóns Sigurðs- sonar og Hannesar Hafsteins er á hinn bóginn jafnóbrigðult og áður. Með það í farteskinu skulum við halda á vit nýrrar aldar og leggja vegi sem aldrei fyrr. Takist okkur það leyfi ég mér að spá því hér í ykkar viðurvist að tuttugasta og fyrsta öldin verði aldarbetrungur. Sú tuttugasta hefur skilað okkur vel fram en ef við höldum skyn- samlega á verður hún eins og reykurinn af réttunum sem okkar bíða á þeirri næstu. Góðir Islendingar. Ég þakka ykkur samfylgdina á liðnu ári og bið Guð að blessa ykk- ur á því aldamótaári sem senn gengur í garð. Verkbókhald KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun 58 r Frábærir Isamkvæmiskjólar og dragtir til sölu eða leigu, í öllum stærðum. Ath! eitt í nr. Fataleiga Garðabæjar Sími 565 6680 Opið 9-16, lau. 10-12 ÚTSALAN ER HAFIN ouiiarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 , Sunddeild Armanns Hin sívinsælu sundnámskeið eru að hefjast • Ungbarnasund • Fyrir vatnshrædda • Framhald ungbarnasunds • Fullorðinskennsla • Börn 2-3 ára (með foreldrum) • Börn 4-6 ára (með foreldrum) Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6616 (Stella). Bamadansar • llnqlinqadansar • Samkvæmisdansar • Tiskndansar • IVIambó • Tjútt Taktu á móti nýrri öld t réttum takti. í lnnritun oq upplýsinqar DansskólaJónsPétursoqKöruqeturþú 6645 OQ 568 5045 lært alla hetstu dansana oq farid inn í ” nýtt ár med sveiflu. alladaqa kl. 12-19. Systkinaafstáitur DANSSKÓII Tjölskylduafstáttur Jóns Péturs og Itöru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.