Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 55 MINNINGAR + Hákon Magnús Magnússon, húsasmíðameistari, fæddist á Reykhól- um 11. september 1933. Faðir hans var Ingimundur Gunn- laugur Magnússon, bóndi, hreppstjóri og vegavinnuverk- stjóri, f. 6. júní 1901 í Snartartungu, Bitru, Strand., d. 13. ágúst 1982. Móðir: Jó- hanna Hákonardótt- ir, húsmóðir, f. 6. júní 1901 á Reykhól- um, d. 12. júlí 1937. Barnsmóðir: Hrafnhildur Þór- ólfsdóttir, húsmóðir á Húsavík, f. 15. desember 1933 á Stóru- Tungu í Bárðardal, barn þeirra er: 1) Gunnþór Hákonarson, verksijóri á Akureyri, f. 31. maí 1956, maki Margrét Arngríms- dóttir húsmóðir, f. 26. okt. 1953, barn þeirra: Hrafnhildur, f. 27. júnf 1982. Hinn 25. júlí 1959 kvæntist Há- kon Unni Jónsdóttur frá Vaðli á Barðaströnd, f. 14. desember 1940. Börn þeirra eru: 2) Þor- grímur Arnar Hákonarson, f. 6. mars 1959, d. 14. mars 1961. 3) Sigurjón Hákonarson, húsasmið- ur í Reykjavík, f. 8. apríl 1961. 4) Þorgrímur Arnar Hákonarson, húsasmiður í Reykjavík, maki Daðey Steinunn Daðadóttir, hús- móðir, f. 23. des. 1964, börn í septembermánuði síðastliðnum hitti ég móðurbróður minn, Hákon Magnússon, en ég hafði ekki séð hann lengi, þar sem ég hafði verið búsettur erlendis. Ég vissi að hann gekk ekki heill til skógar. Hann bar sig vel að vanda, en mér varð samt brugðið þegar ég sá hann. Þegar ég heimsótti hann síðan á sjúki-ahús í nóvember varð mér enn betur ljóst að hverju stefndi. Mig langar að kveðja frænda minn með fáeinum orðum. Upp í hugann koma margar hugljúfar æskuminningar. Þær ná raunar allt aftur til þess tíma, þegar ég man fyrst eftir mér 4-5 ára gamall, þar sem Hákon ásamt foreldrum mín- um var við störf að unglingaheimil- inu Breiðuvík á Barðaströnd. þeirra: Þorgeir Guðmundur Þor- grímsson, nemi, f. 20. mars 1981. Hild- ur Karen Þorgríms- dóttir, f. 19. júlí 1999. 5) Héðinn Há- konarson, bygg- ingatæknifræðingur í Reykjavík, f. 24. mars 1965, barns- móðir: Sesselja Garðarsdóttir, skrifst.m. í Reykja- vík, f. 21. okt. 1961, barn þeirra: Iris Dögg, f. 13. feb. 1987, maki Guðný Elva Aradótt- ir, leikskólakennari, f. 12. feb. 1964, börn þeirra: Rebekka, f. 9. mars 1989. Unnur, f. 11. feb. 1992. 6) Jóhanna Hákonardóttir, flugfreyja, f. 9. des. 1966, maki Halldór Halldórsson, flugumsjón- armaður, f. 21. júní 1965, barn þeirra: Aníta, f. 18. júlí 1998. 7) Kristín Ingibjörg Hákonardóttir, skrifst.m. í Ósló, Noregi, f. 22. okt. 1968, barnsfaðir Ingi Þór Guðmundsson, viðskiptafræðing- ur, f. 1. mars 1971, barn þeirra: Þórunn Hekla, f. 2. júnf 1996. Barnsmóðir: Sigurlfn Ellý Vil- hjálmsdóttir, húsmóðir í Reykja- vík, f. 5. jan. 1943 í Reykjavík, barn þeirra er: 8) Sigríður Erla Hákonardóttir, f. 30. maí 1986. títför Hákons fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Skömmu síðar leigðu hann og unn- usta hans og síðar eiginkona, Unn- ur Jónsdóttir, herbergi hjá/oreldr- um mínum í Reykjavík. Eg man ekki betur en ég hafi þá og oft síðar verið allt að því ofdekraður af þeim báðum. Um 1960 tóku móðurbræður mín- ir og tvíburar, Hákon og Ingimund- ur, við búi á sveitaheimili móður- fólks míns að Bæ í Reykhólasveit, en afi minn, Magnús Ingimundar- son, bjó þar áður, en skipti jörðinni í tvíbýli er hann lét af búskap. Ég var í hópi margra barna og ungl- inga, skyldmenna og annarra, sem nutu um þessar mundir lengri eða skemmri sumardvalar í þessu fal- lega umhverfí. Öll nutum við hins besta atlætis móðurbræðra minna allra, en þeir höfðu auðvitað hver sín persónueinkenni. Hákon var sannur atgervismað- ur, stæltur mjög og kvikur í öllum hreyfingum. Jafnframt var hann fjörkálfur hinn mesti, og því sogað- ist unga fólkið ósjálfrátt að honum. Raunar hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst manni sem er eins barngóð- ur og alúðlegur við börn og ungl- inga og Hákon, frændi minn. Ég var að vísu meðal yngri aðkomu- barna í hópnum og ekki ætlast til mikls af mér í vinnu. En ég veit að hið sama átti við um eldri systkin mín og það ég best veit um öll að- komubörn, jafnt skyldmenni sem önnur.' A bjargræðistíma, þegar mikið liggur við að koma heyi í hlöðu, er ærslafullur leikur barna ekki alltaf vel séður af þeim sem stýra búi. Og Hákon dró síst af sér við bústörfin, enda firnaduglegur. En hann átti samt jafnan eftir nægan tíma, krafta og létta lund til þess að ger- ast iðulega fullur þátttakandi í leikj- um barnanna. Samt gekk honum það síst verr en öðrum að aga ung- menni til vinnu. Ég minnist sér- staklega margra ferða sem ég fór með honum að heyja á engjum. Heyannir á engjum voru erfiðis- vinna fyrir bændur og búalið og vinnudagur langur. Og eflaust vor- um við hin yngri einnig þreytt. En í minningu minni situr þetta eftir sem skemmtun og hreint ævintýri. Þau voru til dæmis ófá ungmennin sem fyrst upplifðu að fá að halda um stýri á traktor undir öruggri handleiðslu Hákonar. Þá trúi ég að margir minnist skeinmtilegra veiði- ferða með Hákoni, en þar eins og í ýmsum öðrum íþróttum bar Hákon af í færni, en var þó boðinn og búinn að deila kunnáttu sinni með öðrum. Ég minnist einnig annarra góðra samverustunda með Hákoni og fjöl- skyldu hans, til dæmis eftir að hann og þáverandi eiginkona hans, Unn- ur Jónsdóttir, fluttu ásamt börnum sínum til Reykjavíkur. Hákon lærði húsasmíði hjá föður mínum og vann hjá honum um tíma eftir það. Hann var flinkur smiður og harðduglegur. Ég hafði að vísu sjálfur fáa slíka hæfileika, þar sem ég var að bjástra við smíðar til að vinna mér inn skotsilfur í skólafríum, en Hákon var þá sem endranær fús til að miðla hinum yngri af kunnáttu sinni og gleðja með hressilegu og hlýju viðmóti. Um leið og ég kveð frænda minn og bið Guð að blessa minningu hans, votta ég börnum hans, HÁKON MAGNÚS MAGNÚSSON ast með skák hans gegn Jóhanni þar sem Friðrik hafði hvítt og I tefldi djarft til sóknar. Kóngur ■ Jóhanns lenti á vergangi, og stað- an var flókin. Báðir notuðu því mikinn tíma og í tímahrakinu náði Friðrik að snúa á Jóhann og vinna skákina. Helgi Ólafsson, sem fylgdist með lokum skákarinnar, benti hins vegar á að undir lokin hefði Friðrik skilið eftir hrók í uppnámi og ef Jóhann hefði komið auga á það hefði hann unnið skák- ina. Þetta kom þó ekki að sök fyr- Iir Jóhann sem þegar hafði tryggt sér sigur á mótinu. Skákstjórar voru Ólafur S. Ás- grímsson og Ríkharður Sveinsson. Mótið varð haldið í höfuðstöðvum Skeljungs við Suðurlandsbraut. Friðrik Ólafsson skákmaður aldarinnar Taflfélagið Hellir efndi nýlega til atkvæðagreiðslu um uppáhalds skákmann íslenskra skákáhuga- Imanna. Friðrik Ólafsson, stór- meistari, sigraði í keppninni. Mið- að við afrek Friðriks og þann gríðarlega áhuga sem hann skap- aði á skákinni hér á landi þarf val- ið ekki að koma á óvart. Annars varð röð efstu manna í keppninni þessi: 1. Friðrik Ólafsson 2. Jóhann Hjartarson 3. Benóný Benediktsson 4. Jón L. Árnason 5. Helgi Ólafsson 6. Hannes Hlífar Stefánsson 7. Helgi Áss Grétarsson 8. Margeir Pétursson 9. Þröstur Þórhallsson 10. Karl Þorsteins o.s.frv. Skák aldarinnar Nú stendur yfir val á uppáhalds skák íslenskra skákmann og skák- áhugamanna. Eftir forval stendur valið á milli eftirtalinna skáka: Robert Wade - Friðrik, Hastings 1953-4 Friðrik - Bent Larsen, Reykjavík 1956 Friðrik - Bobby Fischer, Portoroz 1958 Friðrik - Elisk., Mar Del Plata 1960 Szabo - Guðm. Sigurjónss., Rvk 1968 Friðrik - Kavalek, Wijk aan Zee 1969 Jóhann - Kortsnoj, St. John 1988,1. skák Kortsnoj - Jóhann, St. John 1988,8. skák Helgi Ólafs. - Jón Gunnarss. 1999 Morozevich - Margeir, Reykjavík 1999 Það er greinilegt að Friðrik Ólafsson skipar veglegan sess í hjörtum íslenskra skákmanna, en hann á helming þeirra skáka sem valið stendur um. Ánægjulegt er að sjá, að nýjustu skákirnar eru frá síðasta ári, en óhætt er að full- yrða að allar þessar skákir hafa vakið heimsathygli. Þeir sem ekki hafa aðgang að skákunum eftir öðrum leiðum geta nálgast þær á heimasíðu Taflfélagsins Hellis, sem stendur fyrir þessari keppni: www.simnet.is/hellir. Athugið að allir skákáhugamenn geta tekið þátt í þessari keppni. Skák aldarinnar verður kynnt á skemmtikvöldi skákáhugamanna á föstudagskvöldið klukkan 20. Skemmtikvöldið verður haldi í fé- lagsheimili Taflfélagsins Hellis að Þönglabakka 1. Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 9. janúar og lýkur 4. febrúar. Tefldar verða ellefu um- ferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum V/z klst. á 30 leiki og síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á miðviku- dögum og föstudögum kl. 19:30. Þátttökugjald er kr. 3.000 fyrir 18 ára og eldri, kr. 2.000 fyrir 1517 ára og kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri. Mjög góð verðlaun eru í boði, eða kr. 100.000 fyrir fyrsta sæti, kr. 60.000 fyrir annað sæti og kr. 30.000 fyrir þriðja sæti. Fegurðarverðlaun verða veitt fyrir glæsilegustu og best tefldu skákina. Skráning fer fram með tölvu- pósti: tr@simnet.is. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu T.R. http:// www.simnet.is/tr. Skákmót á næstunni 7.1. SA. 15 mínútna mót 9.1. TR. Skákþing Reykjavíkur 9.1. SA. Uppskeruhátíð 10.1. Hellir. Fullorðinsmót 10.1. TG. Mánaðarmót Daði Örn Jónsson tengdabörnum, barnabörnum og systkinum svo og öðrum ástvinum innilega samúð mína. Guðlaugur Stefánsson. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H. P.) Síðastliðna jólanótt kvaddi bróðir minn, blessaður, þetta jarðneska líf, eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm, en aldrei var kvartað og lífslöngunin var sterk. Hann vonaðist eftir að geta haldið jólin með bömunum sínum. Það var einnig þehra von, þótt allir væru sér þess meðvitandi að það væri veik von. Þegar ég minnist bróður míns, sem var sex árum yngri en ég, segir sig sjálft að ég man hann frá fyrsta degi. Er því af mörgu að taka og minningarnar hrannast upp. Það var snemma morguns 11. september 1933 að við eldri systkin- in erum vakin og drifin á fætur. Okkur er sagt að við verðum að vera þæg og góð, því mamma sé orðin veik og hún ætli að fara að eignast lítið barn. Spenningurinn var mikill í gamla Reykhólabænum, við læddumst um bæinn og hlustuð- um. Klukkan tólf á hádegi fæddist lítill drengur. Þó máttum við ekki fara inn til mömmu, því það var annað barn á leiðinni; hún var að eignast tvíbura. Sjálf var hún tví- buri og móðir hennar hafði eignast tvenna tvíbura, og nú var komið að henni. Eftir fimm klukkustunda erf- iða bið kom annar drengur. Það er sá er ég nú minnist hér. Mér var sagt að hann hafi verið veikburða í fyrstu, en síðan döfnuðu tvíburaniir báðir vel, enda mildar móður hend- ur sem um þá fóru. Foreldrar okkar áttu fjögur börn fyrir, auk einnar fósturdóttur, sem var elst, en þó aðeins 11 ára. Hún varð aðalstoð móður okkar með litlu börnin. Vorið 1935 flytur fjölskyldan frá Reykhólum að Bæ í sömu sveit. Þar ólst Hákon upp ásamt hinum syst- kinunum. Sumarið 1937 verðum við fyrir þeirri þungu sorg að missa móður okkar, tæplega 36 ára gamla. Ég held að svo djúp sár grói aldrei, þótt hemi yfir. Mér er í minni hvað faðir okkar sagði við okkur þegar hann var að hugga okkur og hughreysta: „Munið þið það, elsku börnin mín, að Drottinn leggur aldrei þyngri byrðar á okkur en okkur er ætlað að bera.“ Ung ljósmóðir, Sign'ður Guðjóns- dóttir, var á heimili foreldra okkar er móðir okkar veiktist og lá sína banalegu. Þær voru miklar vinkon- ur og var það síðasta bón mömmu til þessar góðu vinkonu að hún ann- aðist börnin eftir sinn dag. Sigga, eins og hún var jafnan kölluð, var bústýra hjá föður okkar í u.þ.b. 19 ár, og eignuðust þau saman tvo syni, þannig að systkinin í Bæ urðu alls níu talsins. Þrátt fyrir mörg áföll var þetta glaður systkinahóp- ur, sem ólst upp við gott atlæti á menningarheimili. Hákon var sérstaklega tápmikið barn, alltaf sísyngjandi, enda hafði hann fagra söngrödd. Þeir tvíbura- - bræður, Hákon og Ingimundur, voru ekki líkir að eðlisfari. Ingi- mundur var sérlega rólegt barn, og þegar þeir voru litlir var oft eins og honum fyndist hann bera einhverja ábyrgð á Hákoni, sem alltaf þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni. En samt sem áður voru þeir mjög sam- rýndir, og það varð Hákoni þungur harmur er Ingimundur lést fyirir aldur fram fyrir rúmlega sjö árum. En nú hafa þeir sameinast á ný. Að afloknu barnaskólaprófi stundaði Hákon nám í einn vetur í Reykjanesskóla. Á yngri árum stundaði Hákon búskap, vörubíla- akstur og sjómennsku, en hann og Ingimundur tóku við búi af föður okkar og var jörðinni þá skipt í tví- býli. Seinna lærði Hákon húsasmíði hjá mági sínum, Stefáni Guðlaugs- syni, og öðlaðist síðar meistararétt- indi í þeiiTÍ iðn. Varð húsasmíðin síðan að mestu ævistai-f hans. Hann var hamhleypa til allra verka og rammur að afli, enda eftirsóttur í vinnu. Hákon giftist elskulegri konu, Unni Jónsdóttur, og eignuðust þau sex börn, en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa elsta barnið af slys- förum. Hákon og Unnur báru því miður ekki gæfu til að vera sam- stiga í lífinu og skildu. Seinna var Hákon í sambúð með Sigurlínu Ellý Vilhjálmsdóttur, og eignuðust þau saman eina dóttur, sem nú er 13 ára. Fyrir hjónaband átti Hákon son með Hrafnhildi Þórólfsdóttur. Þegar ég minnist bróður míns er mér efst í huga þakklæti. Hann var mér góður bróðir og börnum mín- um uppáhalds frændi. Hákon hafði viðkvæma lund og ýmislegt varð þess valdandi að hann gekk ekki alltaf þann veg sem hann helst hefði kosið, en í því efni var hann sjálfum' sér verstur. Hann var greiðvikinn og vildi allra vanda leysa, enda munu margir minnast hans þannig. Síðustu ár hafa verið þrauta- ganga veikinda, en honum var ekki að skapi að láta undan síga eða við- urkenna vanmátt sinn. Það var sárt að sjá hvernig hann tærðist upp. Ég vil þakka Friðbirni Sigurðs- syni lækni fyrir alla hans hjálp og hjúkrunar- og starfsfólki á deild A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir einstaka umönnun við bróður minn og alla þá alúð sem okkur aðstan- dendum var sýnd á meðan á veik- indum hans stóð. Guð blessi ykkur öll í starfi og gefi ykkur gott og far- sælt komandi ár. Við systkinin kveðjum hjartkær- an bróður og þökkum samfylgdina, bæði í gleði og sorg. Við söknum hans sárt. En svo ótal margs er að minnast sem við geymum í hjörtum okkar. Börnum hans og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð og bið guð að gefa okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Vertu guði falinn, elsku bróðir. Þín systir, Arndís. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrái-. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.