Morgunblaðið - 04.01.2000, Page 59

Morgunblaðið - 04.01.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 5Ö daga. Þegar eldhúsinnréttingin fór, sem hann hafði sjálfur smíðað, þá hálf skammaðist ég mín fyrir þessi „skemmdai-verk“. En tengdapabbi sagði ekki eitt einasta orð um þetta, en ég minnist þess að hafa einu sinni heyrt hurðarskell mikinn þetta kvöld. Til að gera langa sögu stutta, var það svo í júní sem Maggi og Hrefna komu aftur. Eg man það eins og það hefði verið í gær hvernig við- brögð hans voru. Eftir að vera búinn að litast vel um, settist hann hér við eldhúsborðið og sagði svo loksins með gleðisvip, - ja, þetta varð þá úr því. - Hann þurfti nefni- lega ekki að segja svo mikið heldur var það hvernig hann sagði það. I þessum fáu orðum fólst mikil viður- kenning. En nú er komið að leiðarlokum. Hans langa veikindastríði er lokið og ég veit að hann var svo sáttur og tilbúinn þegar kallið kom, fullviss um náðarfaðm Guðs á himnum. Hann var umkringdur börnum sín- um og tengdabörnum þegar hann kvaddi þessa jarðvist á Þorláks- messu. Blessuð sé minning hans. Elsku Hrefna mín, Guð gefi þér styrk og huggun. Auðbjörg. Þegar jólahátíðin var að ganga í garð lagði tengdafaðir minn af stað í ferðina síðustu eftir langan og oft strangan dag. Við vissum að tíminn styttist og héldum að við værum tilbúin en finnum nú að svo var ekki. Sam- verustundir rifjast upp eftir góð kynni í á þriðja áratug. Minning- arnar streyma fram, hugurinn fyll- ist þakklæti, fyrir hlýju og góðvild öll þessi ár. Magnús var fríður sínum, góðvilj- aður, einlægur og hjartahlýr. Gleði- brosið yljaði um hjartarætur. Hann hafði áhuga á tónlist og var söngmaður góður, einnig málaði hann myndir og hafði nokkrar einkasýningar. Magnús var hvítasunnumaður og starfaði af alhug og einlægni í þeim söfnuði, átti lifandi trú á Jesú Krist. Hann var trúmaður mikill og gott var að vita af fyrirbænum hans. Aldrei heyrðist hann fara niðr- andi orðum um aðra menn eða beita háðsyrðum á annarra kostnað. Magnús átti ættir að rekja í Ran- gárvallasýslu, þar ólst hann upp og í Fljótshlíðinni bjó hann sín bestu ár. Mestan hluta ævinnar var hann sí starfandi, var afkastamaður og féll iðjuleysi illa, vildi vera sjálfstæður og vera sem minnst upp á aðra kominn. Hann var hagur í höndum, skipti þá engu hvort verkfæríð var hamar, sög eða pensill. Annirnar voru oft miklar, oft var kallað úr mörgum áttum, kom sér þá vel að vera svefnléttur og taka daginn snemma. Starf bóndans og smiðsins var krefjandi, krafðist þekkingar á veðri og vindum, tækjum og tólum. Hann lifði miklar breytingar og eru ógleymanlegar stundir þegar hann sagði okkur frá gömlu dögun- um. Af mönnum, skepnum, störfum og frístundum. Þær eru ekki ófáar ferðir fjöl- skyldu minnar í Fljótshlíðina til Magnúsar og Hrefnu, þar var mannmargt, börnin mörg og dvöldu ættingjar og vinir oft hjá þeim. Heimili þeirra var notalegt, þau höfðu byggt upp íbúðarhús og úti- hús, stækkað tún og endurbætt. Heimilið piýtt listaverkum hús- bóndans, handavinnu húsmóður og mörgum fögrum blómum. Þau höfðu yndi af fögrum gróðri, stór garður er í kringum fyrrum heimili þeirra í Kirkjulækjarkoti, þar ræktaði hann tré en hún blómjurtir. Fyrir rúmum áratug fluttu þau úr Hlíðinni á Akranes og síðar í Kópavoginn. Á gamla heimilinu búa nú sonur og tengdadóttir, hafa þau hugsað vel um og endurbætt bæði hús og garð og er það vel. Magnús var áhugasamur um hvað fólkið hans var að fást við og hvernig því vegnaði, t.d. þegar við hjónin byggðum sumarbústaðinn okkar í Fljótshlíðinni fylgdist hann grannt með smíðinni, gaf leiðbein- ingar og gladdist þegar vel gekk. Honum fannst gaman að ferðast, eitt sinn kom hann með okkur fjöl- skyldunni í laxveiði norður í Húna- vatnssýslu á mínar æskuslóðir, þar lék hann á als oddi og ekki skemmdi það að heppnin var með honum að ná „þeim stóra“. Magnús var búinn að vera heilsu- tæpur hin síðari ár, margt amaði að, t.d. fæturnir sem báru hann létt um hagann neituðu að hlýða lengur. Hann var þakklátur fyrir allt, sem fyrir hann var gert hvort sem hon- um var hagrætt í rúminu eða gefið vatn að væta kverkarnar. Aldrei kvartaði hann enda var það ekki hans háttur. Lífsvilji, þrautseigja og kraftur voru honum í blóð borin og hans við hlið, í veikindunum, hef- ur Hrefna staðið eins og klettur. Á Landakoti og á sjúkradeild Sunnuhlíðar naut hann góðrar um- önnunar og færi ég starfsfólkinu hjartans þakklæti fyrir. Sorg og söknuður ríkir á heimili mínu en minningin lifir eins og leið- andi ljós. Með Magnúsi er genginn góður og mætur maður. Ég er þakklát tengdaföður mínum fyrir skemmtilegar samverustundir, hlýju og góðvild sem aldrei bar skugga á frá fyrstu stundu til hinn- ar síðustu. Ég bið honum blessunar á nýjum leiðum. Elsku Hrefna mín, ég votta þér og ástvinum innilega samúð og bið guð að gefa ykkur styrk og líkn á erfiðum stundum. Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Þegar komið er að leiðarlokum fer maður að hugsa til baka. Af hverju? Hann bróðir minn er annar úr systkinahópnum á fimm mánuð- um sem kveður og aðeins tíu mán- uðum frá andláti eiginmanns míns. Þó svo við vissum að hverju stefndi er kveðjustundin alltaf erfið. Þetta síðasta ár aldarinnar hefur verið okkur í fjölskyldunni erfitt, en von- andi færir nýja öldin okkur bjartari tíma. Hann var trúmaður mikill og trúði á líf eftir dauðann. Það var ósk hans að komast heim um jólin, og honum varð að ósk sinni, þó svo að hann hafi ekki farið heim í Engi- hjallann, heldur heim til Guðs eins og hann sagði svo oft, og sameinast þeim sem á undan eru farnir. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja hann, hvort sem var á Landakot eða í Sunnuhlíð. Tók hann alltaf á móti manni með bros á vör, sama hversu veikur hann var, enda stutt í glensið. Ef maður spurði hvernig hann hefði það svaraði hann ætíð: „Ég hef það mikið gott.“ Sem sagt, hann kvartaði aldrei. I síðasta sinn sem ég sá hann var hann orðinn mjög veikur en ég fékk samt bros frá honum og gaf hann mér koss á kinnina í kveðjuskyni, sem ég mun alltaf geyma í minning- unni. Maggi var mjög listhneigður, hélt margar sýningar, enda eru mörg heimilin prýdd verkum hans. Það var alltaf gaman að koma heim til þeirra, „vesturí", eins og við köll- uðum það, og hafði hann yndi af að sýna okkur nýjustu listaverkin sín. Hann hafði einnig frá mörgu að segja og vildi gefa okkur sem yngri vorum góð ráð, þá sérstaklega um trúmál, sem voru honum mjög hjartfólgin. Hann var smiður góður og vann við það svo lengi sem heils- an leyfði. Ég vil þakka honum bróður mín- um fyrir allt gott og bið Guð að blessa minningu hans og styrkja hana Hrefnu mína og fjölskyldur þeirra. 0, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu í Drottins skaut. Ó, það slys þvi hnossi að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. M. Joch. Margrót Guðnadóttir. Elsku afi. Þegar ég hugsa til þín er mér efst í huga söngurinn sem þú kenndir okkur í sunnudagaskólanum sem þú varst alltaf með þegar við heim- sóttum þig, Leiddu mína litlu hendi. Hvort sem það var heima hjá þér og ömmu í sveitinni eða ef við vorum í Bifröst í fjölskylduferðalagi. Ég man alltaf bros þitt þegar við sung- um þennan söng saman, þegar þú kallaðir mig og stelpurnar lömbin þín. Ég man líka þegar ég og fjöl- skyldan komum ein jólin í heim- sókn, þegar þú gleymdir að kveikja á ofninum og steikin lá ísköld inni í ofni. Þá var nú líka skellihlegið. En ég veit að núna líður þér eins vel og hægt er að líða, þú ert með Jesú, og pabba þínum og mömmu. Leiddu mína litlu hendi, Ljúfi Jesús þér ég sendi Bæn frá mínu brjósti sjáðu Blíði Jesú að mér gáðu. Amen. Þitt afabarn, Eygló. Elsku afi. Nú ert þú dáinn og kominn til Jesú. Ég veit að nú líður þér vel og þó að þetta sé erfitt fyrir okkur þá er þetta miklu betra fyrir þig. Þeg- ar ég hugsa um þig þá detta mér alltaf í hug heimsóknirnar til ykkar ömmu á Akranes. Alltaf þegar við komum þá var sannkallað veislu- borð og alltaf sagði amma að hún ætti svo lítið með kaffinu en fyrr en varði var hún búin að leggja á borð fullt af ýmsu góðgæti. Svo spjölluð- um við saman og þú leyfðir mér alltaf að spila á píanóið þitt. í sunnudagaskólasöng sem við sung- um oft segir að maður fái kórónu skreytta eftir verkum sínum og ég er viss um að þín gæti ekki verið meira skreytt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðirmigumréttavegu, fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, Þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Bless, afi minn, ég sakna þín. Þín sonardóttir, Hrund Erlingsdóttir. „... bleik sem fyr við vanga minn og þó: úr djúpi dauðans stígur dagur grænn, og nóttin hnígur blóðug bak við þína mynd.“ (Matthías Johannessen) Skáldið opnar skáldfáki sínum æð sem hnígur að velli en iðja- grænn dagur rís; Völuspá hin nýja lítur dagsins ljós. - Á Þorláksmessu þá iðandi fólks- mergð gekk í móti sjálfri sér á kaupvangi kreditkortanna sást stjörnuhrap á himni, í klukku himn- anna glumdi eitt slag; jörðin hróp- aði til himins því mitt í allri jólaös- inni hvarf henni líf sem hún hafði fengið að fóstra um stund. - Magnús Guðnason hafði sýn hins ósýnilega höfundar Völuspár um iðjagræna jörð er risi úr ægi, hann hafði sýn skáldsins um dag er tæki við af nóttu, um lífið sem af dauða stígur; hann var rödd hrópandans í eyðimörkinni. - „En tíminn sé flöktandi Ijósbrot af vængjaðri löngun minni og leiti þar hvíldar sem vatnið er deyjandi iða á grjóti.“ (Matthías Johannessen) Tíminn var Magnúsi aðeins eitt: „Lífið er mér Kristur.“ Hann var óþreytandi, unni sér aldrei hvfldai' í óslökkvandi löngun sinni að út- breiða fagnaðarerindið, að fylgja eftir þeirri sýn sem honum sjálfum eitt sinn var gefin; að starfa í þágu ljóss og friðar, að krækja árveitur og njóta næðis á bökkum blá- grænna vatna. - „að þú sért sólgylltur vængur hljóðlátra vatna minna og vorið sem angaði forðum sé blærinn í hjarta þínu en fólnað laufið það vitji svo aftur vængja sinna og vaxi með ilm af stjörnum til skuggans í brjósti mínu“ (Matthías Johannessen) Að leiðarlokum skal minnst þess ótölulega fjölda sem Magnús leið- beindi, skyggði hönd fyrir sjónu svo að mættu þeir fá og sjá þá sýn er honum var gefin, óþreytandi lipurð- ar fyrr og síðar til að leysa hvers manns vanda, óbilandi kjarks til góðra verka. - Fljótshlíðin skartar sínu fegursta á degi sem þessum. Þar eru bleikir akrar og slegin tún sem forðum og í því túninu heima hvar Magnús óx úr grasi, þar sem vorið angaði og hann sótti svo gjarna minningar til; sem blés aflinn, blærinn í hjarta hans, - á hinsta ævikvöldi leitar upphafið uppsprettunnar og sjá hún er sem ilmur af stjörnum, á sér hvorki upphaf né endi því hún býr í brjóstum allrar skepnu. - Eftirlifandi eiginkonu, ættmenn- um, venslafólki og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Guðni Björgólfsson. Dagurinn sem hann afi minn fór heim til sín eða öllu heldur til himna var heldur öðruvísi en aðrir venjulegir dagar. Ég hafði verið að vinna þann dag og fékk að fara úr vinnunni til að eyða smá tíma með ættingjum mínum og einnig fékk ég að sjá afa. Þegar ég sá hann liggja þarna svo friðsælan komu upp margar minningar um hann. Ég man til dæmis alltaf þegar hann var að þakka Guði sín- um fyrir veittar velgjörðir sem voru á boðstólum þegar við kom- um í heimsókn til hans og ömmu. Hann byrjaði alltaf: „Við þökkum þér, algóður Guð“ og þannig hélt hann áfram. Afi var svo heppinn að kynnast Jesú á sínum yngri ár- um. Og ekki leyndi hann því, hann byrjaði strax að deila því með vin-. um og fjölskyldu hversu dásam- * legur frelsari hans væri. Sem hann og er, ég hef fengið að kynn- ast honum líka og ég tel að það hafi mikið að gera með það hvað afi var mikill trúboði. Núna í haust varð afi áttræður og hann hafði það á orði hvað sig langaði mikið að fara heim um jólin. Guð heyrði þessa bæn hans því hann fór heim á Þorláksmessu. Ég veit að afi er á himnum og honum líður meiriháttar vel, búinn að hitta alla vini sína og fjölskyldumeðlimi sem fóru heim á undan honum. „Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum“ (Davíðs-.- sálmur 91:11). Þetta gerði Guð * fyrir afa og gerir fyrir alla sem vilja. Amen. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín sonardóttir, Arna. ÞÓRARINN GUNNARSSON + Þórarinn Gunn- arsson gullsmið- ur fæddist í Reykja- vfk 5. janúar 1928. Hann lést á heimili sínu 19. desember síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Fossvogskirkju 27. desember. Látinn er minn hug- ljúfi og góði vinur, Þórarinn Gunnarsson, gullsmiður. Þórarinn var ein- stakt góðmenni, alltaf reiðubúinn að rétta öðrum hjálpar- hönd með glöðu geði. Okkar kynni hófust á Kolviðarhóli árið 1943 við skíðaæfingar. Varð hann brátt í fremstu röð íslenskra skíðamanna. Hann var einnig góður hlaupari. Ég vil þakka allar ánægjustund- irnar á gullsmíðaverkstæðinu. Þá viljum við hjónin þakka þeim Þórarni og hans góðu konu, Ástu Engilbertsdóttur, allar ánægju- og gleðistundirnar á glæsilegu heimili þeirra í Tjaldanesi 11, svo og á lllugastöðum, Laugarvatni, Starkað- arhúsum ogvíðar. Þórai-inn var mikill gæfumaður í lífinu og áttu þau hjón einstöku barnaláni að fagna. Að síðustu viljum við hjónin votta Ástu og börnum þeirra okkar dýpstu samúð. Grímur Sveinsson. Kveðja frá Félagi íslenskra gullsmiða Enn er höggvið skai'ð í raðir gullsmiða. Einn tryggasti félagi okk- ai’ er fallinn frá. Þórarinn Gunnarsson, Tóti, nam gullsmíði hjá Jónatan Jónssyni, þekktum gullsmiði síns tíma og fyrsta formanni FÍG. Á þessum tíma, í stríðslok, var uppgangur í faginu, smíði kvenbúningasilfurs var ríkjandi og mikið var að gera. Þórarinn lauk sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1947 og stofn- aði fljótlega, í sam- vinnu við félaga sinn, Bjama Þ. Bjamason, er lést fyrir fáum ámm, eigið verkstæði sem hann rak til æviloka. Bróðir Bjarna, Sigurð- ur, kom síðar til sam- starfs við þá félaga. Þórarinn var höfð- inglegur í fasi, bar sig vel og smekkmaður í klæðaburði. Honum var margt til lista lagt, hafði fagra rithönd, var ’ listadansari og þekktur skíðamaður á yngri ár- um. Hann var eldhugi í félagsmálum, hreif fólk með sér til framkvæmda á ýmsum sviðum mannlífsins. Mér er minnisstætt að á síðasta aðalfundi félagsins, sem hann mætti á, stóð hann upp og hvatti unga • gullsmiði til samstöðu og dáða. En það sem sneri að okkur gull- smiðum var hans sérstaka hjálp- semi. Ef eitthvað vantaði var við- kvæðið: „Hringdu í Tóta.“ Með tímanum hafði Þórarinn snúið sér æ meira að innflutningi og nýtti sér þá möguleika sem gáfust hérlendis til að framleiða fyrir innlendan sem er- lendan markað. Ef hann sá hæfileika meðal ungra gullsmiða studdi hann þá til ákvaðanatöku og markaðssetti vörur fyrir þá. Ég sit við skriftir á verkstæði Sigmars Ó. Maríussonar gullsmiðs, meistara míns. Þeir voru afar miklir félagar og vinh'. Þegar Sigmar varð sextugur fyrir nokkrum ánim, ákvað hann að vera að heiman á afmælis- daginn. Við Þórarinn ákváðum að við svo búið skyldi ekki standa og efnd- um til veislu við heimkomu Sigmars. Það er mér eftirminnilegt hve undir- búningurinn að veislunni lék í hönd- v um hans, ég fékk persónulega að kynnast höfðingsskap Þórarins. Viðkvæði Sigmai-s var: „Deginum er bjargað, ég fékk að hitta Tóta.“ Nú söknum rið hans öll og biðjum fyrir innilegar samúðarkveðjur til Ástu, konu hans, Sigrúnar, Bh-gis, Gunnhildar, fjölskyldna þeirra og annarra aðstandenda. Ilalia Bogadóttir, formaður FÍG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.