Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 04.01.2000, Qupperneq 61
MOEGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2000 61í MINNINGAR I I + Bjarni Indriða- son fæddist á Æsustöðum í Mos- fellsdal 2. nóvember 1948. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu í Byggðar- holti ld í Mosfellsbæ 27. desember si'ðast- liðinn. Foreldrar hans: Indriði Jón Gunnlaugsson, f. 16.1. 1915, d. 2.7. 1972, og Svava Elías- dóttir, f. 20.1. 1922. Bjarni var þeirra þriðja barn, hin eru: Hrefna, f. 21.10. 1942, gift Ragn- ari Jónssyni, á hún þrjú börn; Ás- geir, f. 27.6. 1945, kvæntur Sig- rúnu Gunnarsdóttur og eiga þau ljögur börn; Jens, f. 10.5. 1954, á hann fjögur börn, og Guðrún, f. 8.2. 1956, sem gift er Jóni Eyjólfs- syni og eigaþau einn son. Bjami kvæntist 31.12. 1969 Að- alheiði Valgerði Steingrímsdótt- ur, f. 6.4. 1948, frá Kroppi, Eyja- fjarðarsveit. Foreldrar hennar Elsku pabbi! Það er svo margs að minnast. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir okk- ur, í blíðu og stríðu. Við bræðumir vorum uppátækjasamir og þó þú hefðir kannski ekki tekið öllum hug- myndum vel í fyrstu þá breyttist skoðunin oft þegar á leið. Þú fékkst áhuga á áhugamálunum okkar, hvort sem það var mótorsport eða fótbolti. Ef okkur vantaði aðstoð þína þá var hún fengin um leið. Kærleikur þinn fór svo sannarlega ekki á milli mála, hann kom fram í hverju verki.Við þökkum kærlega fyrir að hafa átt þessi síðustu jól með þér og við vitum að þú fagnaðir áramótunum með okkur. Við munum sakna þín sárt, því þú hefur verið svo stór hluti af lífí okk- ar alla tíð. Besta leiðin til að minnast þín er að halda í heiðri bestu kosti þína, kímnigáfuna og hjálpsemina. Við munum aldrei gleyma þér, þú varst frábær. Takk fyrir allt. Steingrímur, Gunnlaugur og Eyþór. Elskulegi tengdafaðir! Lífíð er svo sannarlega fljótt að breytast. Þú varst svo sæll og glað- ur um jólin og svo ertu allt í einu kominn yfír móðuna miklu og eftir- sjáin af þér er mikil. Þú varst alltaf kátur og glaður og mjög stutt í glens og grín. Þú tókst alltaf vel á móti okkur á heimili ykk- ar Heiðu. Alltaf varstu reiðubúinn til að veita aðstoð þína í stóru sem smáu. Þannig sýndir þú kærleik þinn í verki þó að þú orðaðir hann ekki oft. Ef þú bara vissir hversu sárt við söknum þín, elsku Bjarni. Við þökk- um þér fyrir þann tíma sem við átt- um með þér þó við hefðum kosið að hafa hann lengri. Við munum annast Heiðu, konu þína, eins vel og þú gerðir. Við munum ávallt minnast þín og þú munt ávallt vera í hjarta okkar. Sofðu rótt, elsku Bjarni okkar. Við söknum þín. Jóhanna, Katrín og Ásta. voru Steingrímur Guðjónsson, f. 2.9. 1910, d. 27.12. 1988, og Elín Björg Pálma- dóttir, f. 4.6. 1917, d. 12.10. 1979, eignuð- ust þau átta börn. Bjarni og Aðal- heiður eignuðust þijá syni. Þeir eru: 1) Steingrímur, f. 11.8. 1967, maki Jóhanna Hólmfríður Guð- mundsdóttir, f. 28.3. 1974. 2) Gunnlaugur Indriði, f. 22.9. 1970, maki Ásta Guðjóns- dóttir og á hún Solveigu Rut Sig- urðardóttur, f. 28.6. 1988, og Bjarna Marel Gunnlaugsson, f. 4.9.1998. 3) Eyþór Már, f. 9.4.1974, maki hans er Katrín Björk Baldvinsdóttir, f. 4.10.1975. Bjarni ólst upp í Víðigerði í Mosfellsdal. Hann starfaði við ullariðnað frá 16 ára aldri. Útför Bjarna fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. eiga ekki eftir að sjá þig framar. Ég á eftir að sakna þín mikið því þú varst mér frábær félagi og afi. Þú tókst alltaf vel á móti mér og þú leyfðir mömmu og pabba varla að fá mig á meðan ég var í heimsókn hjá þér. Ég sem hélt að við ættum miklu fleiri ár saman, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og þér hefur verið ætlað stærra verk að handan. En mamma og pabbi munu hjálpa mér að muna eftir þér eins og þú varst þegar ég verð stór. Afi minn, ég elska þig og mér þykir vænt um þig. Kyss og knús til þín, afi minn. Þitt bamabarn, Bjarni Marel. Elsku Bjarni minn! Það er allt svo tómlegt eftir að þú ert farinn og óþægilegt að vita að ég sjái þig ekki aftur. Um leið og ég kom inn í fjölskylduna fannst mér að ég hefði alltaf þekkt þig og þú hafir alltaf verið afi minn. Þú komst fram við mig eins og ég væri barnabarnið þitt og ég sárvorkenni Bjama Marel að kynnast þér ekki betur og eiga þig ekki að þegar hann verður eldri. Ég veit að ég mun aldrei gleyma því hvað þú varst góður við mig og ég gleymi því aldrei hvernig þú leist út því ég geymi mynd af þér í hjarta mínu. Þín Solveig Rut. Kveðja frá starfsfólki ístex Skarð hefur verið höggvið í fá- mennan og samstæðan hóp á vinnu- félaga við fráfall Bjarna Indriðason- ar, fráfall sem kom í opna skjöldu ofan í jólahátíðina, hátíð friðarins. Þegar leiðir skildu fyrir jólaleyfi benti ekkert til annars en leiðir allra lægju saman á ný á íyrsta vinnudegi milli jóla og nýárs. Því miður varð raunin ekki sú þegar á hólminn var komið, þögn sló á hópinn. í dag kveðjum við með trega vinnufélaga okkar en eigum eftir minningarnar um ljúfmenni sem var hvers manns hugljúfi. Bjarni hóf störf hjá Álafossi 1964 og starfaði þar óslitið meðan fyrirtækið hélt velli og síðar hjá ístexi þegar það tók upp einn þeirra þráða sem féllu niður við gjaldþrot Álafoss. Á Ála- fossi kynntist hann eiginkonu sinni, Aðalheiði Steingn'msdóttur, sem einnig er starfsmaður Istex. Bjarni var alla tíð virkur í félags- starfi Starfsmannafélagsins og sat oft í stjórn þess. Þá gegndi hann einnig starfi trúnaðarmanns starfs- fólks í verksmiðjunni um nokkurt skeið. Öll störf sín rækti hann af samviskusemi og var ævinlega boð- inn og búinn að rétta hjálparhönd gerðist þess þörf. Bjarni var dag- farsprúður og hafði einstaklega þægilega skapgerð. Það var gott að vinna við hlið hans, dugnaður var honum í blóð borinn og samstarfs- menn vissu ævinlega hvar þeir höfðu hann þótt ekki væri alltaf fyr- irferðinni fyrir að fara. Vildu menn karpa þurfti að leita á önnur mið en til Bjarna. Síðasta samverustund okkar með Bjarna var hin árvissa jólamáltíð Istex sem að þessu sinni var daginn fyrir Þorláksmessu, en máltíðin markar upphaf jólahátíðarinnar hjá mörgum okkar. Gleði skein úr hópn- um enda hátíð fyrir höndum. Eftir að hafa snætt saman, skipst á gjöf- um og óskum um gleðileg jól fór hver til síns heima til að leggja síð- ustu hönd á undirbúning jólanna. Engan renndi í grun að næst þegar hópurinn kæmi saman væri hann einum manni fátækari, en sagt er að enginn ráði sínum næturstað og sannast það nú sem áður. Elsku Heiða, börn, tengdabörn og afabörn. Við færum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í söknuði ykkar. Minningin um góðan félaga verður okkur ávallt kær. Fyirir hönd starfsfólks ístex, Jóhanna Sigrún Thorarensen. Blónwttstofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. + Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, BALDUR JÓSEF JÓSEFSSON, Holtsgötu 14, Y-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 7. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Kirkjuvogskirkju eða líknarstofnanir. Sveina Baldursdóttir, Guðjón Jósef Baldursson, Lúlla Kristín Nilulásdóttir, Elín Sigríður Jósefsdóttir, Snæbjörn Guðbjörnsson, Ketill Guðjón Jósefsson, Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þuríður Jósefsdóttir, Alan Matcke. BJARNI INDRIÐASON Elsku afi minn! Það er skrítið að hugsa til þess að jjti i iiii xi iiimii; Erfisdiykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H H H H H H H H H H + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARTMAR EYÞÓRSSON matsveinn, Öldugötu 46, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala að kvöldi nýársdags. Lilja Gunnarsdóttir, Gunnar Bjartmarsson, Guðrún Guðnadóttir, Guðbjartur Smári Gunnarsson, Lilja Vilborg Gunnarsdóttir. + Okkar ástkæra móðir, sambýliskona, dóttir og systir, ANNA MARÍA HÉÐINSDÓTTIR, Brúnagerði 3, Húsavfk, lést föstudaginn 31. desember. Lilja Björg Jónsdóttir, Snæbjöm Ragnarsson, Sigríður Aðalgeirsdóttir, Héðinn Helgason, Helgi Héðinsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu annan jóladag. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 4. janúar, kl. 15.00. Böðvar Bragason, Sigtryggur Bragason, Jóhann Bragason, og fjölskyldur. t' + Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SIGURJÓNSSON, Ljósheimum 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 2. janúar. Birgir Guðmundsson, Nanna Sigríður Baldursdóttir, Bjarni Birgisson, Guðmundur Birgisson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA GEIRSDÓTTIR, Fífumóa 1D, áður á Borgarvegi 3, Njarðvfk, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 16. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðrún G. Árnadóttir, Einar S. Svavarsson, Sigurbjörg J. Árnadóttir, Björg G. Árnadóttir, Árni G. Árnason, Ásdís M. Sigurðardóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, áfi og langafi, HELGIBJARNASON áður bifreiðarstjóri á BSR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 2. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Bjarni Helgason, Lea Kristín Þórhallsdóttir, Júlíana Helgadóttir, Óskar Sigurðsson, Ingibjörg S. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.