Morgunblaðið - 26.01.2000, Page 1

Morgunblaðið - 26.01.2000, Page 1
21 TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þúsundir manna flýja ófriðinn í Tsjetsjníu Genf, Moskvu. AP, Reuters. STRAUMUR flóttamanna frá Tsjetsjníu hefur aukist verulega síðustu daga vegna harðra árása rússneskra hersveita, að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær. Kris Janowski, talsmaður stofn- unarinnar, sagði að hartnær 10.000 Tsjetsjenar hefðu flúið til ná- grannahéraðsins Ingúsetíu á síð- ustu fjórum dögum og þetta væri mesti flóttamannastraumur frá Tsjetsjníu í langan tíma. „Mjög fáir þeirra koma frá Grosní,“ bætti hann við. Um 250.000 manns hafa flúið ófriðinn í Tsjetsjníu frá því árásir Rússa hófust og um 180.000 þeirra eru enn í Ingúsetíu. Flóttamanna- stofnunin óttast að skæðar farsótt- ir, meðal annars berklar, brjótist út á meðal fióttafólksins. A.m.k. 20.000 íbúar Grosní, höf- uðstaðar Tsjetsjníu, eru enn í borg- inni þrátt fyrir linnulausar árásir Rússa. Margir þeirra eru aldraðir og veikburða og dvelja við hörmu- legar aðstæður í kjöllurum og neð- anjarðarbyrgjum. Sókn rússnesku hersveitanna inn í miðborg Grosní hefur miðað hægt síðustu daga. Talið er að um 2.500 skæruliðar séu enn í borginni og þeir veita hersveitunum harða mót- spyrnu á Minutka-torgi í miðborg- inni. Algengt er að hermenn fari á kvöldin úr byggingum, sem þeir hertaka á daginn, af ótta við að skæruliðar sitji um þá. Tæplega 1.200 hermenn fallnir Rússneska fréttastofan Interfax hafði í gær eftir háttsettum mönn- um í rússneska hernum að 1.173 hermenn hefðu fallið í átökunum í Tsjetsjníu og nágrannahéraðinu Dagestan, þar sem þau hófust fyrir tæpu hálfu ári. 53 hermanna til við- bótar er saknað og 3.487 hafa særst. Þessar tölur eru mun hærri en þær sem rússnesk stjórnvöld hafa gefið upp og virðast staðfesta frétt- ir nokkuira rússneskra fjölmiðla um að herinn hafi gert of lítið úr mannfallinu. Reuters Víkingahá- tíð í Leirvík VÍKINGAHÁTÍÐ var haldin í Leir- vfk á Iijaltlandi í gær og náði há- marki þegar farið var í kyndil- göngu að höfninni. Þar var kveikt í eflirlíkingu af langskipi og gestun- um var síðan boðið til mikillar veislu. Víkingahátíðin er haldin ár- lega síðasta þriðjudaginn í janúar. Nokkrir gestanna koma hér á há- tiðina í víkingaklæðum. MORGUNBLAÐIÐ 26. JANUAR 2000 5 690900 090000 AP Vetrarhret í Washington LOKA þurfti mörgum opinberum skrifstofum, skólum og flugvöllum í austurhluta Bandaríkjanna ( gær þegar óvænt kafaldshríð skall þar á. Bandari'ska veðurstofan sagði að þetta væri „fyrsta stórhríðin á svæðinu í nokkur ár“. Loka varð opinberum stofnunum og skólum í Washington og starfs- mönnum margra fyrirtækja var ráðlagt að taka sér frí vegna óveð- ursins. Innanlandsflugvöllunum 1 Washington, New York, Boston, Ffladelfíu og Baltimore var iokað. Tafír urðu einnig á millilandaflugi frá alþjóðaflugvöllunum í New York og Washington. Samgöngur lágu ennfremur niðri í Norður-Karólínu vegna snjó- þyngsla og þjóðvarðliðar voru kall- aðir út til að aðstoða ökumenn sem festu bfla sína. Snjó er hér mokað af veginum að þinghúsinu í Washington. Ósæmilegl tilboð í sjónvarpi Berlín. AFP. ÞÝSKA sjónvarpsstöðin RTL hyggst sýna þátt þar sem skuld- ugur Þjóðverji býður nótt með konu sinni fyrir milljón marka, andvirði 37 milljóna króna. Þjóðverjinn er atvinnulaus og skuldar andvirði 2,5 milljóna króna. Hann sagði að þau hjónin hefðu fengið hugmyndina eftir að hafa horft á bandarísku kvik- myndina „Ósæmilegt tilboð“, þar sem auðkýfingur býður hjónum milljón dali fyrir að fá að sofa hjá eiginkonunni. „Hvað er ein nótt?“ sagði eigin- kona Þjóðverjans. „Þetta gæti jafnvel orðið góð tilbreyting.“ RTL ætlaði að sýna þáttinn í beinni útsendingu en ákvað síðan að taka samtalið upp og sýna það síðar til að lögfræðingar gætu fullvissað sig um að tilboðið gengi ekki í berhögg við lög. I Þýska- landi varðar það fimm ára fangelsi að bjóða líkama konu fyrir pen- inga og sjónvarpsstöðin kann að verða sótt til saka fyrir að vera samsek um framkvæmd lögbrots. Viðræður hafnar um myndun hægristjórnar í Austurríki Haider og SchUssel boða trausta stjórn Vín. AFP. FRELSISFLOKKUR hægrimanns- ins Jörgs Haiders og Þjóðarflokkur austurrískra íhaldsmanna vilja binda enda á pattstöðuna í austurrískum stjómmálum og mynda saman nýja ríkisstjóm. Wolfgang Schússel, leiðtogi Þjóð- arflokksins, sagði eftir fund með Thomas Klestil forseta í Vín í gær að stjómarmyndunarviðræður flokk- anna myndu hefjast strax, jafnvel þótt formlegt stjómarmyndunarum- boð væri að svo komnu máh ekki í höndum þeirra Haiders. Hygðust flokkamir ganga frá stjómarsáttmála fyrir lok næstu viku. Á föstudag, þegar endanlega var slitnað upp úr tilraunum Viktors Klima, kanzlara og leiðtoga jafnaðar- manna, til að endumýja stjómar- samstarfið við Þjóðarflokkinn, fól Klestil forseti honum að halda stjóm- armyndunammboðinu og reyna að mynda minnihlutastjóm. Klima til- kynnti í gærkvöld að hann myndi hætta tilraunum sínum til að mynda slíka stjóm þar sem ljóst væri að hún fengi ekki nægan stuðning á þinginu. Eingöngu hinn 14 manna þingflokkur græningja hafði lýst sig reiðubúinn að styðja hugsanlega minnihlutastjóm jafnaðarmanna. Ákvörðun Klestils var mjög mis- jafnlega tekið í Austurríki, enda eng- in hefð fyrir minnihlutastjómum í landinu og ekki hægt að horfa fram- hjá þeirri staðreynd, að Þjóðarflokk- urinn og Frelsisflokkurinn hafa sam- Jörg Haider Woifgang Schiissel tals 104 af 183 fulltrúum á austurríska þinginu, þ.e. þægilegan meirihluta. Strax á mánudagskvöld höfðu bæði Haider og Schússel tilkynnt, að þeh’ gætu „á nokkram dögum“ myndað trausta meirihlutastjórn, sem tryggt gæti stöðugleika í stjóm landsins og bægt frá hættunni á því að boða þyrfti til nýrra kosninga, sem annars yrði ekld umflúið. Frelsisflokkurinn fékk næstflest atkvæði á eftir Jafnaðarmanna- flokknum í kosningunum 3. október og ef marka má skoðanakannanir myndi hann hagnast mest á vand- ræðagangi hinna flokkanna og jafnvel verða stærsti flokkurinn ef kosið yrði nú. Haider áfram í Kamten Haider tók af öll tvímæli um það í gær, að hann sæktist ekki eftir því að setjast sjálfur í kanzlarastólinn og kysi hann sjálfur helzt að vera áfram fylkisstjóri í Kamten. ísraelsstjóm brást strax í gær við fréttinni af því að horfúr væra á að Frelsisflokkur Haiders kæmist í stjóm með því að hóta að kalla sendi- herra sinn í Vín heim. ísraelar telja Haider óalandi og ófeijandi vegna skoðana sem hann hefur látið í ljósi á stjómmálaferli sínum og þeir telja hægriöfgasinnaðar. Banda- ríkin skuldlaus árið 2013? Washington. AFP. BILL Clinton Bandaríkjafor- seti skýrði frá því í gærkvöld að samkvæmt frumvarpi sínu til fjárlaga næsta árs gætu Bandaríkin lokið við að greiða niður skuldir sínar árið 2013, eða tveimur árum áður en gert hafði verið ráð fyrir. Forsetinn sagði að þetta yrði í fyrsta sinn frá árinu 1835 sem bandaríska ríkið yrði skuld- laust. Skuldir þess nema nú 3,6 billjónum dala, andvirði 260 billjóna króna, og forsetinn sagði að Bandaríkin hefðu greitt niður skuldir að andvirði 140 milljarða dala á síðustu tveim árum. Clinton benti ennfremur á að þegar hann tók við forseta- embættinu fyrir sjö árum nam fjárlagahallinn í Bandaríkjun- um 290 milljörðum dala á ári og skuldirnar höfðu þá fjór- faldast á tólf áram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.