Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT A1 Gore og George W. Bush sigruðu báðir örugglega í forkosningum í Iowa Úrslitin í New Hampshire á þriðjudag miklu tvísýnni Des Moines, Manchester. AP, AFP, Reuters. AL GORE, varaforseti Bandankj- anna, sigraði með yfirburðum í for- kosningum demókrata í Iowa í fyrra- dag og George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, vann sannfærandi sigur hjá repúblikönum. Vonast þeir til, að þessi afgerandi úrslit tryggi þeim sigur í forkosningunum í New Hampshire nk. þriðjudag. Þar verð- ur baráttan þó miklu harðari enda áherslurnar að mörgu leyti aðrar. Segja má, að Gore hafi rótburstað andstæðing sinn, Bill Bradley, fyrr- verandi öldungadeildarþingmann fyrir New Jersey. Fékk hann 63% atkvæða en Bradley 35%. Vonast Gore til, að þessi niðurstaða hjálpi til við að tryggja honum sigur í New Hampshire en þar hefur oft verið mikið jafnræði með þeim Bradley í skoðanakönnunum. Auk þess hafa óháðir kjósendur mikil áhrif í New Hampshire ólíkt því, sem er í Iowa en þar kjósa aðallega flokksbundnir menn. Með sigri Bush í Iowa má næstum segja, að repúblikanar hafi slegið því föstu, að hann verði frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum á hausti komanda. Fékk hann 41% at- kvæða og hefur enginn náð svo langt fyrr í forkosningum repúblikana í ríkinu. Er sigurinn enn glæsilegri fyrir það, að frambjóðendumir voru alls sex. Útgefandinn Steve Forbes var ör- uggur í öðru sæti með 30% atkvæða en það, sem kom kannski hvað mest á óvart, var, að Alan Keyes, ofsa- fenginn andstæðingur fóstureyð- inga, skyldi verða í þriðja sæti með 14%. John McCain, öldungadeildar- þingmaður fyrir Arizona, helsti and- stæðingur Bush í New Hampshire og raunar í forkosningunum al- mennt, beitti sér h'tið í Iowa og varð í fimmta sæti með aðeins 5%. Talið er, að tveir frambjóðendur í forkosning- um repúblikana í Iowa, þeir Gary Bauer, sem fékk 9%, og Orrin G. Hatch, öldungadeildai-þingmaður fyrir Utah, sem fékk 1%, muni nú draga sig í hlé. Sótt að Bush frá hægri og vinstri Frammistaða Forbes, sem var miklu betri en skoðanakannanir höfðu sýnt, eykur verulega á óviss- una í New Hampshire og þar munu nú sækja að Bush tveir sterkir menn, McCain frá vinstri og Forbes frá hægri. Þá þarf Bush hugsanlega einnig að hafa nokkrar áhyggjur af Keyes, þáttastjórnanda í sjónvarpi og mesta ræðuskörungi allra sem voru í kjöri hjá flokkunum sl. mánu- dag. Boðskapur hans er, að siðferði- leg hrörnun sé undirrót alls vanda í samfélaginu og þar séu fóstureyð- ingar upphaf og endir alls ills. Keyes, sem er fyrrverandi sendiherra, var eini blökkumaðurinn sem bauð sig fram hjá flokkunum. Bush var að sjálfsögðu sigri hrós- andi með sigurinn þótt skoðana- kannanir hefðu raunar bent til, að hann yrði enn stærri. Sagði hann, að úrslitin boðuðu „upphafið að enda- lokum Clinton-tímans“. Forbes bar sig ekki síður vel og sagði, að í New Hampshire myndu takast á einn íhaldsmaður, hann sjálfur, og tveir frjálslyndir. McCain, sem segist telja það hafi verið rétt mat hjá sér að láta kosningamar í Iowa eiga sig, er líka sigurviss fyrir kosningamar í New Hampshire og segir, að nk. þriðjudag verði skráður nýr kafli í bandarískri stjómmála- sögu. Afgerandi sigur hjá Gore Hjá demókrötum vom úrslitin meira afgerandi enda frambjóðend- urnir aðeins tveir, þeir Gore og Bradley. Fóm þeir lofsamlegum orð- um hvor um annan að kosningunum AP George W. Bush fagnar sigrinum í Iowa ásamt Lauru, konu sinni. AP A1 Gore horfist hér í augu við Tipper, eiginkonu sína, á sigurhátíð með stuðningsmönnum sínum eftir forkosningarnar í Iowa. loknum en Bradley kvaðst trúa því enn, að hann gæti sigrað. Fyrir Gore er sigurinn enn sætari fyrir það, að allt síðastliðið ár hömr- uðu fjölmiðlar á veikleikum hans sem frambjóðanda og svo virtist sem Bradley væri stöðugt að styrkja stöðu sína, þar á meðal í Iowa. Sagt er, að það hafi einkum verið tvennt, sem sneri þeirri þróun við. Það fyrra er ræða, sem Gore flutti í október sl., en þá gagnrýndi hann Bradley harðlega fyrir að hafa neit- að að „vera um kyrrt og berjast“ við meirihluta repúblikana á þingi. Bradley sagði af sér þingmennsku 1996. Það síðara er kappræður þehTa í Des Moines 8. janúar sl. Þá lenti Bradley strax í mikilli vörn í landbúnaðarmálunum og hefur verið það síðan. Ef þátttakendur í forkosningum demókrata í Iowa eru flokkaðir niður kemur í Ijós, að Gore sigraði jafnt meðal karla sem kvenna, frjáls- lyndra, hægfara og hægrimanna. Bradley fékk einungis fleiri atkvæði meðal þeirra, sem hafa meira en 75.000 dollara, 5,4 millj. ísl. kr., í árs- laun. Var þetta einnig niðurstaðan hjá Bush, sem fékk flest atkvæði hjá næstum öllum kjósendahópunum. Lýkur baráttunni 7. mars? Kjósendur í New Hampshire eru frægir fyrir að koma nokkuð á óvart eða að minnsta kosti að taka annan pól í hæðina en kjósendur í Iowa. Þess vegna er það, að sá, sem sigrar í forkosningum flokkanna í Iowa, nær yfirleitt ekki að endurtaka það í New Hampshire. Það hefur engum tekist síðan Jimmy Carter sigraði Edward M. Kennedy í báðum ríkjunum 1976. Ekki síst þess vegna er slagurinn í New Hampshire harðari en í öðrum ríkjum yfirleitt. Talsmenn þeirra Gores og Bush eru sammála um, að með tilliti til þessa sé sigur í New Hampshire mjög afgerandi fyrir framhaldið, jafnvel þótt hann verði mjög tæpur. Repúblikanar verða með forkosn- ingar í níu ríkjum og demókratar einu fram til 7. mars nk. en þá verða forkosningar í 16 ríkjum, aðallega hjá demókrötum. Líklegt er, að að þeim loknum verði orðið fulljóst hverjir muni takast á í forsetakosn- ingunum í haust. Hubble betri en nokkru sinni Washington. Reuters, Daily Telegraph. EFTIR tveggja mánaða hlé eru myndir aftur farnar að berast frá Hubble-sjónaukanum, þar á meðal af deyjandi stjörnu og fjarlægum vetrarbrautum. Slökkt var á Hubble í nóvember sl. þegar einn af snúðunum sex, sem halda stefnunni óbreyttri hveiju sinni, bilaði en við bilunina var gert í geimfeijuferð í síðasta mánuði. Segja stjarnfræðingar, að Hubble sé nú betri en nokkru sinni fyrr og eiga vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir nýju myndunum. Þær eru meðal annars af Eski- móaþokunni, deyjandi stjörnu eða sól svipaðri okkar. Er hún í 5.000 ljósára fjarlægð eða bara rétt í túnfætinum ef svo má segja. Willial Herschel kom fyrst auga á hana 1787. Onnur mynd sýnir Abell 2218, gffurlega vetrarbrautaþyrpingu, sem er í tveggja milljarða Ijósára fjarlægð. Virkar þyrpingin eins og nokkurs konar linsa því að að- dráttarafl hennar magnar ljósið frá enn fjarlægari vetrarbrautum. AP Eskimóaþokan, Ieifar deyjandi sijörnu eins og þær birtast á Hubble- myndinni. Fékk þokan þetta nafn á sínum tíma vegna þess, að þegar hún er skoðuð í sjónaukum á jörðu niðri, likist hún andliti með loðkraga utan um. Hún minnti á eskimóa en það gerir Hubble-myndin ekki enda eru gæðin allt önnur og meiri. Vilja þvinga Kohl til sagna Bcrlfn. Reuters, AFP. EKKI er útilokað að Kristilegh■ demókratar í Þýzkalandi (CDU) grípi til einhverra ráða sem dóm- skerfið býður upp á til að þvinga Hel- mut Kohl, fyrrverandi kanzlara og flokksleiðtoga til 25 ára, til að hjálpa til við að upplýsa fjármálahneykslið sem skekur flokkinn um þessar mundir. Frá þessu greindi í gær Heiner Geissler, fyrrverandi framkvæmda- stjóri CDU, þingmaður og meðlimur í flokksstjórninni, en í fyrradag sagði Wolfgang Schauble, núverandi flokksleiðtogi, eftir fund flokks- stjómarinnar að fallið hefði verið frá því að stefna Kohl til að fá hann til að greina frá nöfnum greiðenda meintra ólöglegra greiðslna í leyni- sjóði flokksins. Málaferli milli flokks- ins og Kohls myndi ekki leiða til neins annars en klofnings í röðum flokksmanna og stefna pólitískum stöðugleika í landinu í hættu. En Geissler sagði í útvarpsviðtali að þetta þýddi ekki að Kohl væri laus allra mála í huga núverandi forystu- manna CDU, sem í augnablikinu væri mjög umhugað um að grípa til ráðstafana sem dugað gætu til að stöðva síaukið fylgistap flokksins og hefðu snúizt gegn Kohl. „Það er rétt að við erum eins og er ekki að áforma að draga Kohl fyrir rétt. En það er ákvörðun sem gildir núna í bili,“ sagði Geissler. „Ekki er hægt að útiloka málaferli ef við náum ekki árangri í að uppræta hneykslið." Sagði Geissler auk þess erfitt að ímynda sér að Kohl tæki sæti sitt á þingi á ný. Hann hefur haldið sig til hlés vikum saman og forðast að mæta í þingið. Hann sagði af sér sem heiðursformaður CDU í síðustu viku. Saksóknarar í Bonn sögðu í gær að þeir myndu ekki taka til við að rann- saka ásakanir sem fram komu um helgina um að háar fjárhæðir hefðu að tilstuðlan Francois Mitterrands Frakklandsforseta runnið í kosn- ingasjóð Kohls árið 1994, í tengslum við kaup franska ríkisolíufélagsins Elf-Aquitaine á austur-þýzkri olíu- hreinsunarstöð. Málið væri fyrnt. I þingi sambandslandsins Hessen var í gær felld, með 56 atkvæðum meirihluta CDU og FDP gegn 54 at- kvæðum SPD og græningja, tillaga jafnaðarmanna og græningja um að þingið verði leyst upp og kosningam- ar frá í haust endurteknar. Tilefni til- lögunnar var að komið hefur í ljós að kosningabarátta CDU var fjármögn- uð að hluta með fé af ólöglegum leynisjóðum í Sviss og Liechtenstein. Telur minnihlutinn þetta jafngilda kosningasvikum, en í kosningunum töpuðu SPD og græningjar naum- lega þingmeirihluta sem þeir höfðu haft um árabil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.