Morgunblaðið - 26.01.2000, Page 24

Morgunblaðið - 26.01.2000, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tíu gíslatökumenn vegnir í áhlaupi taflenska hersins Allir gíslarnir kom- ust af heilir á húfi Ratchaburi, Taflandi. AP, AFP. TAÍLENSKIR hermenn gerðu fyr- ir sólarupprás í gær árás á sjúkra- hús nálægt landamærum Taílands og Burma þar sem skæruliðar héldu hundruðum manna í gíslingu. Fréttamenn heyrðu vélbyssuskot- hríð og síðan sást hvar þyrla birtist uppi yfir sjúkrahúsinu og beindi sterkum ljósgeisla niður til jarðar meðan hermenn réðust til inngöngu. Eftir stuttan skotbardaga lágu níu gíslatökumenn í valnum og allir gísl- arnir voru frelsaðir, heilir á húfi. Tíundi gíslatökumaðurinn var skot- inn til bana skömmu síðar þegar hann reyndi að komast undan á flótta. Gíslatökumenn tóku sjúkrahúsið herskildi á mánudag og héldu starfsfólki og sjúklingum í gíslingu í alls 24 klukkustundir. Þeir tilheyrðu skæruliðasamtökum sem berjast gegn herforingjastjórninni í Burma og hafa bækistöðvar í frumskógi á landamærum ríkjanna. Mennirnir höfðu krafist þess að fá afhentar þyrlur og höfðu í hyggju að nema á brott með sér 10 starfsmenn sjúkra- hússins til bækistöðva sinna. Þar munu skæruliðamir hafa ætlað læknum og hjúkrunarliði af sjúkra- húsinu að hlúa að særðum félögum. I fyrstu var talið að skæruliða- hópur sem kallar sig her guðs hefði staðið að gíslatökunni en í gær kom í ljós að námsmannasamtök sem einnig eru andvíg herstjórninni í Burma báru hita og þunga af henni. í hópi gíslatökumanna voru tveir leiðtogar samtakanna sem í haust tóku þátt í töku sendiráðs Burma í Bangkok, höfuðborg Taílands. Námsmannasamtökin hafa barist við hlið hers guðs á landamærum Burma og Taílands og er talið að umtalsvert manntjón hafi orðið í röðum beggja að undanförnu í árásum thaílenska hersins á búðir þeirra. Tvíburar ekki í hópi gíslatökumanna Fréttamönnum voru síðar um daginn sýnd lík gíslatökumannanna Reuters Lík 10 gíslatökumanna, vafin inn í hvítt lín, voru sýnd fréttamönnum gær. líkt og til að koma í veg fyrir vanga- veltur um hvernig dauða þeirra hefði borið að. Lögregla í Taílandi hefur verið sökuð um að hafa drepið glæpamenn sem verið hefðu í haldi hennar. Líkin voru að sögn frétta- manns AP-fréttastofunnar vafin inn í hvítt lín og sagðist hann ekki hafa getað staðfest að mennirnir hefðu verið vegnir í átökum. Tveir tólf ára gamlir tvíbura- drengir sem hermt er að séu leiðtog- ar hers guðs voru ekki í hópi gísla- tökumanna svo vitað væri. Her guðs berst fyrir réttindum Karen, þjóð- ernishóps sem býr innan Burma. Skæruliðar Karen hafa í áratugi barist fyrir aðskilnaði frá Burma og vilja stofna sjálfstætt ríki. Herstjórnin í Burma gagnrýndi í haust stjórnvöld í Taflandi fyrir framgöngu hennar í tengslum við- sendiráðstökuna í Bankok. Náms- mennirnir komust þá undan á þyrlu sem taflensk stjórnvöld höfðu látið þeim í té. Hert barátta gegn skæruliðum? Aðförin að gíslatökumönnum í sjúkrahúsinu í gær er talin vera til marks um að stjómvöld vilji nú taka mun harðar á málum. Linnulausar árásir taflenska hersins á búðir skæruliða að undanförnu eru taldar benda til hins sama. Ennfremur var tilkynnt í Bang- kok í gær að heimili fyrir landflótta námsmenn frá Burma, sem starf- rækt er í Taflandi, yrði lokað til að fyrirbyggja frekari ofbeldisverk. Mannréttindasamtök í Taílandi mótmæltu þegar ákvörðuninni og sögðu hana bitna á fjölda náms- manna sem ekkert hefðu til saka unnið. Herforingjastjómin í Burma lof- aði í gær aukna hörku taílenskra stjórnvalda í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. „Þeir voru kurteisir“ Áður en hermenn gerðu áhlaup á sjúkrahúsið í gærmorgun höfðu gíslatökumenn sleppt 100 gíslum, þeirra á meðal átta ára gömlum dreng sem hafði nýlega gengist und- ir heilauppskurð. Gíslar sögðu við fréttamenn í gær að þeir hefðu sætt góðri meðferð af hálfu skærulið- anna. „Gíslatökumennirnir sáu vel um okkur. Þeir meiddu okkur ekki eða hótuðu. Þeir vom kurteisir. Eg var alls ekki hrædd því ég vissi að ég mundi lifa af,“ sagði hjúkranarkona úr hópi gíslanna í gær. Skýrsla nefndar um skipan nýrrar efri deildar breska þingsins Breytingar á þingræðinu virðast vera út úr myndinni London. Morgunblaðið. SKÝRSLA nefndar, sem kennd er við formanninn Wakeham lávarð, um tillögur að skipan nýrrar efri deildar, sem leysa á lávarðadeildina af hólmi, hef- ur fengið blendnar móttökur og mest dræmar. Hún er helzt gagnrýnd fyrir að taka ekki nægilega af skarið og ganga of skammt í lýðræðisátt, en til tekna er henni talið að fela óháðri nefnd að til- nefna meirihlutann og taka það skipunarvald úr höndum forsætisráðherra. Stjórn Verkamannaflokksins settist að völdum með háleit markmið um að breyta kosningafyrir- komulaginu í Bretlandi; auka hlutfallskosningar og frelsa lávarðadeildina úr höndum erfðaaða- lsins. Nú þykir mörgum fuglinn hafa lækkað flug- ið, eftir kosningarnar í Skotlandi og Wales virðist hlutfallskosningum í Englandi hafa verið stungið undir stól og eftir þá fækkun erfðasæta í lávarða- deildinni, sem samkomulag tókst um á síðasta ári, virðist ríkisstjórnin hafa misst áhugann á frekari breytingum þar á bæ. Þingmönnum greitt eftir mætingu Wakeham-nefndin leggur til að nýja deildin, sem hún gerir engar tillögur um nafn á, verði skip- uð 550 manns í stað 1.213, sem nú era þar. Nefndin hafnar alfarið þeim hugmyndum, að allir meðlimir nýju deildarinnar verði kjörnir í almennum kosn- ingum. Hún klofnaði hins vegar um þann fjölda, sem kjósa ætti, og lagði fram þrjár tillögur um 65, 87 eða 195 sæti. Meirihlutann á sjálfstæð átta manna nefnd að tilnefna, en nú er það forsætis- ráðherrann, sem tilnefnir menn til lávarðadeildar- innar. Tæpur þriðjungur þingmanna skal vera konur, gert er ráð fyrir sérstökum hlut minni- hlutahópa og 26 sæti eru ætluð trúfélögum, þar af fær enska kirkjan 16. Þingmönnum verði greitt eftir mætingu og kjörtímabilið er 15 ár. Nefndin vill að þeir meðlimir lávarðadeildarinnar, sem þar eiga ævirétt, fái sæti í nýju deildinni, en þeir 92, sem sitja í erfðasætum í lávarðadeildinni, fái ekki rétt til setu i nýju þingdeildinni. Nefndin leggur ekki til að nýju þingdeildinni verði fengin aukin völd frá því sem lávarðadeildin hefur nú, heldur þvert á móti, en lávarðadeildin getur m.a. hafnað lagaframvörpum, eins og hún gerði í síðustu viku, þegar hún felldi framvarp Jack Straw, innanríkis- ráðherra um fækkun mála með kviðdómi. Ríkis- stjórnin verður nú að leggja það mál fyrir þingið aftur og þóttu úrslitin í lávarðadeildinni mikið áfall fyrir ríkisstjórnina. Kannski þau hafi ýtt við for- ystu Verkamannaflokksins til að halda breyting- um á lávarðadeildinni áfram. í umræðum hafa komið fram hugmyndir um kjörna efri þingdeild og þar m.a. rætt um 100 manna öldungadeild að bandarískri fyrii-mynd. Ihaldsmenn hafa lagt fram tillögur um öfluga efri deild og William Hague hefur sagt, að tillögur Wakeham-nefndarinnar um fjölda kjörinna full- trúa gangi alltof skammt. Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar varað við því að stofnað verði til annarrar kjörinnar þingdeildar, sem gæti kostað árekstra og beinlínis dregið úr völdum þess þings, sem fyrir er. Tony Blair forsætisráðherra hefur gefið í skyn, að ekkert verði úr þjóðaratkvæðagreiðslu um breytt kosningafyrirkomulag til þingsins í London á þessu kjörtímabili og allar hugmyndir um hlut- fallskosningar séu jafnvel úr sögunni. Hann hefur hins vegar sagt, að Wakeham-skýrslunni verði ekki stungið undir stól, en fæstir búast við stór- vægilegum breytingum undir hans forystu. Það virðist því mega reikna með því, að átakapunktur- inn í þingræðisumræðunni á Englandi á því herr- ans ári 2000 verði, hversu skammt verði gengið að þessu sinni. Forsetakosn- ingar í Krdatíu Snúið baki við þjóðernis- stefnu Tudjmans Zagreb, Króatíu. AFP. ÚRSLIT fyrsta hluta forseta- kosninganna í Króatíu virðast að sögn þarlendra blaða benda til þess að Króatar hafi snúið baki við þjóðemisstefnu Franjo Tudjmans, fyrrverandi forseta landsins, sem lést í desember á sl. ári. Flest atkvæði, 41,11%, hlaut Stipe Mesic, síðasti for- seti gömlu Júgóslavíu, sem lof- að hefur að snúa baki við hinni stífu þjóðemisstefnu verði hann fyrir valinu. Drazen Budisa, frambjóð- andi frjálslyndra, kom næstur með 27,71% og Mate Granic, fyrrverandi utanrfldsráðhen'a Króatíu, var í þriðja sæti með 22,46% atkvæða. Mesic og Bud- isa munu því beijast um for- setaembættið í öðram hluta kosninganna sem fara fram hinn 7. febrúar. „Við brjótum blað í sögu lýðræðis í Króatíu," sagði Mesic eftir að úrslit kosn- inganna lágu íyrir. „Og okkar markmið er að verða hluti af Evrópusambandinu og NATO.“ Það var mat margra króat- ískra dagblaða að úrslit kosn- inganna væru til vitnis um dvín- andi áhrif Lýðræðisbandalags- ins (HDZ), sem var flokkur Tudjmans. „HDZ er ekki leng- ur til sem skipulagt bandalag sem ber að taka alvarlega," sagði hið óháða Jutarnji List, en Granic sem nýlega dró sig í hlé frá störfum á vegum HDZ var talinn líklegasti sigurvegari kosninganna þar til flokkurinn beið afhroð í þingkosningum nú í upphafi árs. „Eg býst við miklum breyt- ingum,“ sagði Granic um starf HDZ eftir kosningamar í gær, „annars get ég ekki haldið áfram að starfa hjá flokki þar sem skortir á lýðræðisstaðla." Granic kvað niðurstöður- kosninganna annars vera nokk- uð góðar með tilliti til aðstæðna. En slæmt efnahagsástand, þar sem 20% íbúa era atvinnulausir og 50% teljast undir fátæktar- mörkum, hefur af mörgum ver- ið talinn helsta arfleifð stjórnar Tudjmans. Reyna að hindra lausn Pinochets London. Reuters. STJÓRNVÖLD í Belgíu og sex mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, hófu í gær tilraunir til að koma í veg fyrir, að breska stjórnin léti Augusto Pinochet, fyrrver- andi einræðisherra í Chile, lausan af heilsufarsástæðum. Belgíustjórn hefur farið fram á það við breska dómstóla, að Pinochet verði ekki sleppt fyrr en belgískir læknar hafi kannað heilsufar hans og fengið að kynna sér skýrslur breskra lækna um hann. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, hefur neitað öðrum um aðgang að skýrslunum og lögfræðingar Pinochets segja, að þær séu trúnaðarmál hans og lækn- anna. Ekki er ljós hvernig bresku dómstólarnir munu taka á þessari málaleitan en hafni þeir henni, er málið aftur komið undir ákvörðunum Straws.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.