Morgunblaðið - 26.01.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 25
LISTIR
Panodil fyrir tvo frumsýnt í
Loftkastalanum í kvöld
Fullt af kjöti
fyrir fólk að
kjamsa á
Gamanleikritið Panodil fyrir tvo verður frumsýnt í
Loftkastalanum í kvöld. Margrét Sveinbjörnsdótt-
ir ræddi við leikstjórann, Hall Helgason, og einn af
leikurunum, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur.
AÐALPERSÓNA leikritsins, Al-
freð Felix, er taugaveiklaður kvik-
myndagagnrýnandi sem stendur í
skilnaði. Besti vinur hans, Diddi, og
eiginkona hans, Linda, reyna að
hugga hann og styðja í erfiðleikum
hans, en tilraunir þeirra, og þá sér-
staklega Lindu, til að koma honum
saman við nýja konu hafa ófyrirsjá-
anlegar afleiðingar í för með sér.
Með hlutverk Alfreðs fer Jón
Gnarr, Lindu leikur Katla Margrét
Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Guð-
mundsson leikur Didda, mann
hennar. Ingibjörg Stefánsdóttir fer
með hlutverk Nönnu, fyrrverandi
eiginkonu Alfreðs, og bregður sér
einnig í gervi nokkurra annarra
kvenna í lífi hans í vöku jafnt sem
draumi. Jón Atli Jónasson leikur
kvikmyndahetjuna Humphrey Bog-
art, sem er yfir og allt um kring í
verkinu, og þá kveikja þeir væntan-
lega á perunni sem hafa séð kvik-
myndina Play it again Sam eftir
Woody Allen.
Kvikmyndin sú var frumsýnd
1972 en leikritið hafði Woody Allen
skrifað árið 1969. Þýðingin sem sett
er á svið í Loftkastalanum er unnin
upp úr hvoru tveggja, leikritinu og
kvikmyndinni, en heiðurinn af þýð-
ingunni á Jón Gnarr og hefur hann
einnig staðfært verkið.
„Lestu þetta“
„Jón Gnarr gaukaði að mér þess-
ari þýðingu fyrir bráðum tveimur
árum,“ segir Hallur Helgason leik-
stjóri og bætir við að eiginlega hafi
það verið með mjög litlum formála.
„Hann sagði bara: „Lestu þetta.“
Eg var mjög upptekinn við önnur
störf og þetta lá ólesið inni á tölvu-
póstinum hjá mér í nokkra mánuði,
enda yfir hundrað síður. Síðasthðið
vor, þegar ég var kominn upp í
Loftkastala, fór ég svo að skima í
kringum mig eftir verkefnum og las
þá þetta auk fjölda annarra hand-
rita. Þetta handrit var bara svo
skemmtilegt, vel þýtt og staðfært,
fyrir utan það að vera vel skrifað í
upphafi. Þannig að ég sá að við gæt-
um gert úr þessu mjög skemmti-
lega sýningu - það var nú ekki
flóknara en svo,“ segir Hallur.
En hvemig skyldi þetta merka
verk svo hafa elst? „Þegar maður
horfir á bíómyndina eru fyrstu við-
brögðin þau að þetta sé nú orðið
svolítið gamalt, en það liggur aðal-
lega í hinu ytra, fötum, hárgreiðslu
og slíku. En umfjöllunarefnið er sí-
Leikarar og
listrænir
stjórnendur
PANODIL fyrir tvo eftir
Woody Allen í þýðingu og stað-
færslu Jóns Gnarrs.
Leikarar: Jón Gnarr, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Þor-
steinn Guðmundsson, Ingi-
björg Stefánsdóttir og Jón Atli
Jónasson.
Leikstjóri: Hallur Helgason.
Leikmynd: Úlfur K. Grön-
vold.
Búningar: María Valsdóttir.
Lýsing: Sigurvald Helgason.
Hljóðmynd: Ivar Ragnar-
sson.
Förðun og gervi: Kristín
Thors.
gilt,“ segir Hallur og Katla tekur
undir það. „í þessari staðfærslu og
þýðingu sér maður að kjarninn í
verkinu snýst ekkert um hús eða
föt eða hvaða árgerð bílarnir á göt-
unum eru, heldur ósköp einfaldlega
um samskipti og tilfinningar, sem
eru alveg jafn gildar á íslandi árið
Frönsk-
íslensk stutt-
mynd forsýnd
FORSÝNING á stuttmyndinni Cit-
izen Cam, fransk-íslenskri kvikmynd
eftir leikstjórann Jerome Scemla
verður í kvöld kl. 20.30 í Alliance
Francaise, Austurstræti 3. Fram-
leiðandi er Dominique Barneaud/
Kalamazoo International í samvinnu
með Agnes Johansen/Saga film Is-
landi. Aðstoðarleikstjóri og tengihð-
ur á Islandi er Jakob Halldórsson.
Leikarar eru Egill Ólafsson, Júlía
Hannam, Þórunn Clausen, Hermann
Guðmundsson, Siggeir Baldursson,
Anna Halldórsdóttir og Ami Sævarr.
Myndin fjahar um Jakob Eldricht-
son, lögreglustjóra í Reykjavík, kall-
aður Citizen Cam af samlöndum sín-
um, hefur stofnað Humani TV,
sjónvarpsstöð með gagnsæi að leið-
arljósi. Þessi sjónvarpsstöð gefur ís-
lendingum færi á að fylgjast hver
með öðrum, hafa samskipti, tjá sig...
og njósna hver um annan.
Kysstu
mig Kata
í Borgar-
leikhusinu
FYRSTI samlestur á söngleiknum
Kysstu mig Kata eftir Cole Porter
fór fram í Borgarleikhúsinu á
mánudag en fyrirhugað er að
frumsýna verkið á Stóra sviðinu 25.
mars næstkomandi.
í söngleik þessum er lýst vand-
ræðum sem skapast þegar storma-
samt einkalíf aðstandenda upp-
setningar á Snegla tamin eftir
Shakespeare hrærir upp í fram-
gangi sýningarinnar og ástarflækj-
ur, sviðsskrekkur og handrukkarar
þvælast inn i leikritið.
Með aðalhlutverk í sýningunni
fara Egill Ólafsson og Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir en auk þeirra koma
fram fjölmargir leikarar og ís-
Morgunblaðið/Þorkell
„Þetta er svona lítill kristalsgrís. Hann gerir ekkert, hann bara er.“ Alfreð (Jón Gnarr) útskýrir afmælisgjöfina
sem hann gefur Lindu (Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur).
Humphrey Bogart er hetja kvikmyndagagnrýnandans Alfreðs og gefur
honum gjarnan ráð í sambandi við konur.
2000 og á Manhattan 1969,“ heldur
Hallur áfram.
Taugasjúklingur eins og hann
Linda er sem áður sagði gift
æskuvini Alfreðs, Didda, sem er að
sögn Kötlu mjög upptekinn og
sjálfhverfur bissnessmaður. „Hann
er svona hlutabréfadrengur." Linda
og Alfreð laðast hvort að öðru.
„Diddi hefur hvort eð er aldrei tíma
fyrir hana. Hún er ósköp ljúf og góð
og Alli kann að meta hana. Þau eru
bæði svolítið vanrækt," segir Katla.
,jllfreð sér alla kosti góðrar konu
í Lindu. Hún er falleg, gáfuð og til-
finninganæm - og svo er hennar
höfuðkostur auðvitað sá að hún er
taugasjúklingur eins og hann,“ seg-
ir Hallur og Katla er sammála:
„Þar ná þau algjörlega saman.“
Hvað fyrrverandi eiginkonu Al-
freðs, Nönnu, varðar segist Hallur
hafa á tilfinningunni að hún hafi
svolítið verið að notfæra sér Alfreð.
í rauninni hafi hún aldrei verið
beinlínis ástfangin af honum en það
hafi hentað henni að búa með hon-
um þar sem hann átti íbúð og hún
var að læra. „Þau sváfu ekkert mik-
ið saman. Hún hefur farið svolítið
illa með strákgreyið," segir hann.
Bogart eins og lítill
púki á öxlinni
Alfreð á sér eina stóra fyrirmynd
af hvíta tjaldinu. „Hann speglar sig
í kvikmyndahetjunni Bogart og það
hentar honum eiginlega ekkert
rosalega vel. Bogart er eins og lítill
púki á öxlinni á honum, sem kemur
og gefur honum ráð þegar hann rat-
ar í erfiðar aðstæður, t.d. í sam-
bandi við konur. Hann reynir að
fylgja leiðbeiningum þessa auka-
sjálfs og stundum kemur eitthvað
út úr því en stundum mistekst það
líka hrapallega," segir Hallur.
„Hugmyndir hans eru oft mjög
óraunsæjar," segir Katla.
í fljótu bragði virðist Panodil fyr-
ir tvo ekki liggja beint við sem þýð-
ing á titlinum Play it again Sam en
þau Hallur og Katla segja að
Leiktu það aftur Sámur hafi heldur
ekki komið svo vel út á íslensku. „I
leikritinu er svolítið komið inn á
panodil, þar sem þau eru að fá sér
verkjalyf. Það er nú reyndar aspir-
ín hjá Woody Allen, en þar sem við
notum svo lítið aspirín á íslandi
breyttum við því bara í panodil. Svo
komst Jón að því þegar hann var að
glugga í heimildir um Allen að hann
hafði upphaflega ætlað að láta þetta
leikrit heita Aspirins for two en
breytti því svo seinna í Play it again
Sam,“ segir Hallur.
Leikritið er kynnt sem gaman-
leikrit en hefur þó alvarlega undir-
öldu.
„Það virðist vera einhver land-
lægur misskilningur að gamanleik-
rit séu alltaf innantóm en það er bá-
bilja sem þarf að reka út eins og
illan anda. Gamansemi er fyrst og
síðast hæfileiki til að setja veröld-
ina og hlutina í kringum okkur í
annað samhengi en er augljósast til
þess að skoða þá frá annarri hlið og
kryfja þá til mergjar. Og þar er
gamansemin eitthvert öflugasta
tæki sem við eigum til. Menn eins
og t.d. Woody Allen og Jón Gnarr
notfæra sér gamansemina til þess
að skoða hluti og taka þá til um-
ræðu en ekki alltaf endilega til þess
að kalla fram einhver ódýr hlátra-
sköll. Það er heilmikil undiralda í
þessu verki og fullt af kjöti fyrir
fólk til að kjamsa á,“ segir Hallur.
Morgunblaðið/Kristinn
Aðalleikendurnir, Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, hlýða
á mál leikstjóra síns, Þórhildar Þorleifsdóttur, á fyrsta samlestri söng-
leiksins Kysstu mig Kata.
lenski dansflokkurinn leggur sitt af
mörkum.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir, tónlistarsljóri Óskar Einars-
son, danshöfundur Michéle Hardy,
búninga gerir David Blight, leik-
mynd er eftir Stíg Steinþórsson,
lýsingu gerir Lárus Björnsson og
Baldur Már Arngrímsson sér um
hljóð.
Síðasta
sýningar-
helgi
NÚ FER í hönd síðasta sýning-
arhelgi á verkum Særúnar Ste-
fánsdóttur í galleri@hlemmur-
.is, Þverholti 5, Reykjavík.
Særún sýnir innsetningu
sem ber nafnið hér og video-
verk, Lollypop sem unnin voru
frá 1998-1999 við mastersnám í
Glasgow auk annarra smá-
verka. Þessi síðasta sýningar-
helgi verður þó með örlítið frá-
brugðnu sniði þar sem
listamaðurinn mun ætla sér að
„klára“ verkið og verða leifar
verksins til sýnis þessa síðustu
sýningarhelgi. I tilefni þessa
verður haldið lokahóf föstudag-
skvöldið 28. janúar kl. 20.
galleri@hlemmur.is er opið
alla daga nema mánudaga frá
kl. 14-18.