Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 27
Á leiksviði
í London
og Japan
Asta Sighvats Olafsdóttir er leikkona sem
búsett er í London. Fyrir réttu ári var hún
að leika með Theatre de Complicite í West
End í London en er núna komin suður yfír
Thames og leikur í tveimur sýningum í
Konunglega Þjóðleikhúsinu. Dagur Gunn-
7 ~~
arsson talaði við Astu um National Theatre
og Japansför hennar síðastliðið sumar.
EFTIR að hafa sýnt bæði í
West End í London og
ferðast um hálfan hnött-
inn með hinu virta
Theatre de Complicite í verðlauna-
sýningu þeirra, Krókódílastrætinu,
fékk Ásta Sighvats Ólafsdóttir,
ásamt átta öðrum Vesturlandabúum,
boð um að leika í New National
Theatre í Tókýó. Þar var Asta í þrjá
mánuði og tók þátt í uppsetningu á
Góðu sálinni í Sesúan í leikstjórn
Kazuyosi Kushida.
Á leiksviði í Japan
„Það var svolítið öðruvísi reynsla,"
sagði Ásta, sem þurfti að læra nokkr-
ar línur á dag því japanska er henni
ekki í blóð borin. „Það sem kom mér
kannski mest á óvart var að leikstjór-
inn, sem hafði verið ákaflega áhuga-
samur og vingjamlegur þegar hann
hitti mig í London, yrti varla á mig í
Tókýó. Þar er kerfið öðruvísi, það var
ekki verið að ræða málin, leikstjórinn
ræður og ekki meira með það. Hann
leikstýrði elstu og virtustu leikurun-
um, sem síðan leikstýrðu okkur sem
vorum neðar í virðingarstiganum. Ef
við spurðum af hveiju eitthvað væri
svona eða hinsegin, þá var svarið:
Leikstjórinn vill hafa þetta svona.
Leikstjórinn fékk aldrei neina gagn-
rýni og maður sá smám saman
hversu óhollt það var. Það gerði að
verkum að nánast ómögulegt var að
bakka út úr öngstrætum ef eitthvað
gekk ekki alveg upp í sýningunni.
Það voru mjög góðir hlutir í þessari
sýningu, en ég held að á heildina litið
hafi þetta verið svolítill grautur. Ég
lærði reyndar heilmikið á þessu, t.d.
að það er ekkert rétt eða rangt í list-
sköpun, hver og einn hefur sínar for-
sendur og sitt sjónarhorn."
Varstu meðmikinn texta?
„Já, já, alveg helling, meira en ég
hef verið með t.d. í sýningunum hér í
London. Við fengum blað þar sem
lýst var framburði á öllum sérhljóð-
um og samhljóðum og maður æfði sig
á hverjum degi að fara með það eins
og stafrófið. Síðan fengum við hjálp
við að læra að bera fram orðin, það
eru ekkert svo mörg mismunandi
hljóð í japönsku og hljóðin eru tiltölu-
lega einföld, og hvert hljóð í japönsk-
um orðum er jafn langt, hefur jafn
mikið vægi, eins og perlur í perlu-
festi, sögðu þeir. Eg var skömmuð
íyrir að vera alltaf að „hoppa“ og
taka sveiflur út í loftið með mismun-
andi áherslum.“
Hér tekur Ásta smásyrpu úr Góðu
sálinni til að skýra mál sitt með dæmi
um flóknar áherslur í japönsku. „Ef
áherslurnar voru ekki réttar gat
maður gjörbreytt merkingu setning-
anna. Þannig gat t.d.: „Nei, takk, ég
vil ekki te,“ orðið að „Ég á stórt
hús.““
Hvemig var svo að standa á jap-
önsku leiksviði þegar sýningar voru
hafnar?
„Það var svo skrýtið, maður vissi í
raun og veru hvað fólk var að segja,
en skildi það ekki beint. Enski text-
inn rann í gegnum kollinn á manni og
sjónminnið sagði mér á hvaða stað í
handritinu ég var stödd. Á sama tíma
var maður að horfa í augun á mót-
leikaranum, fylgjast með allri líka-
mstjáningu og blæbrigðum í rödd-
inni til að reyna að sMlja allt sem
maður gat. Þannig að þetta var ákaf-
lega góð þjálfun í að nota öll skynfæri
og kostaði mikla einbeitingu."
Ted Hughes og Óresteia
Eftir sumarið í Japan kom Ásta
aftur til London til að byrja að æfa í
Óresteiu eftir Æskýlos. Þessi útgáfa
Ásta Sighvats Ólafsdóttir: í þessari sýningu mætist það tvennt sem ég
hef alltaf viljað sjá mætast í leikhúsi, segir hún um Órestíu.
Ásta í hlutverM sínu í Óresteiu eftir Æskýlos
hins sígilda verks er byggð á nýrri
þýðingu eftir Ted Hughes. Þýðingin,
sem hefur hlotið mikið lof gagnrýn-
enda, var eitt af síðustu verkum lár-
viðarskáldsins áður en hann dó 1998.
Óresteia er í þremur hlutum, en í
þessari uppfærslu, sem er leikstýrt
af Katie Mitchell, er verkinu sMpt í
tvennt.
,Á-ður en ég fór í prufuna fyrir
þessa sýningu las ég eldri þýðingu á
Óresteiu, en hreinlega gafst upp á
því torfi. Þegar ég fékk Ted Hughes-
þýðinguna í hendurnar flaug ég hins
vegar í gegnum
hana. Þar er tungu-
málinu beitt á svo
einfaldan og bein-
skeyttan hátt, það
er eitthvað þar sem
hitti mig beint í
hjartað, þar er sögð
mjög mannleg saga
en alls ekM þung-
lamalegur, grískur
hannleikur. “
Hingað til hefur
Ásta að mestu leyti
teMð þátt í sýning-
um sem samdar
hafa verið af leikur-
unum, unnar út frá
spuna og þar sem
áherslumar hafa
kannsM fremur
verið á sjónræn
áhrif en textabund-
in. Þó að Óresteia
sé sígilt verk er
þessi uppfærsla
langt frá því að
vera hefðbundin;
hljóð, leikmynd og
búningar eru nú-
tímaleg og sjónvar-
psskermar og
myndbönd eni not-
uð._
Ásta lýsir sýn;
ingunni svo: „I
þessari sýningu mætist það tvennt
sem ég hef alltaf viljað sjá mætast í
leikhúsi. Sýningin byggist algerlega
á hefðbundnu handriti og textavinnu,
en er eigi að síður ákaflega sjónræn
uppfærsla. í fyrri hlutanum leik ég
dóttur Agamemnons, sem er alger-
lega þögult hlutverk, og þar reynir á
þá hluti sem ég lærði hjá Complicite,
hvemig maður notar líkamann, rými
og takt til að segja sögu án orða. Það
var svolítið áfall að komast að því að í
fyrri hlutanum væri ég með þögult
hlutverk, þar sem meira að segja er
bundið fyrir munninn á mér.“
„Mér hafði fundist það miMll heið-
ur að fá hlutverk í National Theatre,
útlendingurinn ég, í þessu líka
stykki, Ted Hughes-þýðing og allt
það. Álagið var töluvert, fannst mér,
og ég var svolítið stressuð því ég vildi
geta komið textanum almennilega til
skila og vildi virMlega sýna að ég
gæti þetta og svo er ég bara kefluð.
Tár og dramatík
Fyrstu dagana komu nokkur tár
og það var heilmikil dramatík þegar
ég kom heim eftir æfingar, ég tók
þetta mjög persónulega. En svo átt-
aði ég mig á því að ástæðan fyrir því
að ég var valin í þetta hlutverk var sú
að ég hafði eitthvað fram að færa,
þarna var eitthvað sem ég var valin
sérstaMega til að gera og það ekki að
ástæðulausu. Þarna var í raun verið
að færa mér gersemi, gullið tækifæri
til að gera það sem mig hefur alltaf
di’eymt um. Að rannsaka hvernig
maður getur notað mynd til að lyfta
textanum án þess beinlínis að út-
skýra eða endurtaka frásögnina í
textanum bókstaflega."
Heflærtmikið
„í seinni hlutanum er ég í kórnum,
þá er keflið tekið af og þar koma nýir
þröskuldar að yfirstíga. Það er svo
mikið af reyndum leikurum í þessari
sýningu og þegar ég fylgdist með
þeim vinna áttaði ég mig á því að ég
er bara á byijunarreit. Ég hef lært
heilmikið af þessari vinnu og ekki
síst af leikstjóranum, bæði að maður
verður að læra af öðrum og líka að
tileinka sér sín eigin vinnubrögð og
stíl. Katie er trú skoðunum sínum og
er sjálfri sér samkvæm, hún hefur
innri sannfæringu sem hún fylgir en
hefur jafnframt nægan tíma til að
hlusta á sjónarmið annarra. Að sjá
þetta eftir reynsluna í Japan var
miMIl léttir og hreinlega staðfesting
á þeirri niðurstöðu sem ég hafði sjálf
komist að. Listsköpun í leikhúsi er
samstarf."
Sterk viðbrögð
Hvemig hafa viðbrögð áhorfenda
verið?
„Á fyrstu forsýningarnar koma
fastagestir og velunnarar leikhúss-
ins, þetta er fólk um miðjan aldur,
efri millistétt, vel menntað fólk með
hefðbundin viðhorf. Þama var jafn-
vel innan um fólk sem var einungis
komið til að hlusta á textann. Við-
brögðin voru ótrúlega sterk, ýmist
gekk fólk út eftir kortér, jafnvel með
háværum mótmælum, eða það stóð
upp, klappaði og hrópaði húrra þegar
tjaldið féll. Það verður spennandi að
sjá hvort það sama gerist þegar al-
mennar sýningar hefjast og áhorf-
endur með aðeins mismunandi
bakgrunn og forsendur fara að
koma. Sýningin virðist allavega kalla
á mjög sterk viðbrögð í báðar áttir.
Við höfum heyrt þá gagnrýni að við
séum að eyðileggja Grikkina, en það
verður að prófa að fara mismunandi
leiðir og upphaflega var þetta jú
samtímaverk, af hverju ekki að
reyna að heimfæra það upp á okkar
samtíma?"
Mozart-kirkju-
sónötur á
kyrrðarstund
Á MORGUN, 27. janúar, eru 244 ár síðan
Wolfgang Amadeus Mozart fæddist. Við kyrrð-
arstund í Hallgrímskirkju verða af því tilefni
fluttar fjórar kirkjusónötur eftir Mozart.
Kyrrðarstundin hefst kl. 12. Séra Jón Dalbú
Hróbjartsson flytur hugleiðingu og bæn.
Eftir kyrrðarstundina ki. 12.30 er boðið upp
á léttar veitingar í safnaðarsal kirkjunnar.
Kirkjusónöturnar samdi Mozart fyrir tvær
fiðluraddir, selló og orgel og voru þær notað-
ar í hclgihaldi í Salzburg á árunum 1772-
1780. Hver sónata er í einum þætti og var ætl-
að að brúa bilið á milli ritningarlestranna í
messunni.
Flytjendur eru Laufey Sigurðardóttir og
Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Bryndís
Björgvinsdóttir sellóleikari, Hörður Áskelsson
orgelleikari og Hávarður Tryggvason, kontra-
basssaleikari. Aðgangur ókeypis.
Morgunblaðið/Golli
Laufey Sigurðai'dóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikarar, Bryndís Björgvinsdóttir selló-
leikari, Hörður Áskelsson orgelleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari á æfingu. Þau
leika fjórar kirkjusónötur Mozarts á kyrrðarstund í Hallgrimskirkju annað kvöld.
r
Handklæða-
ofnar
76,5x60 12.002,-
120x60 15.314,-
181x60 22.784,-
Ármúla 21, 533 2020.
^ VAWsyjfiýíjmj biij