Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 26.01.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 47 FRÉTTIR Námskeið fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra Ritlistar- hópur Kópa- vogs hefur 5. starfsárið UPPLESTRAR á vegum Rit- listarhóps Kópavogs hefjast á ný flmmtudaginn 27. janúar kl. 17. Fyrstur til að ríða á vaðið að þessu sinni er Hrafn Gunn- laugsson, ljóðskáld og kvik- myndaleikstjóri með meiru, en hann mun lesa úr Grafaranum með fæðingartengurnar og óbirt ljóð. Þetta er flmmta starfsár hópsins og hafa fjölmörg skáld og rithöfundar lesið úr verkum sínum og annarra. Upplesturinn er ávallt í kaffi- stofu Listasafns Kópavogs, Gerðarsafni milli kl. 17 og 18 á fimmtudögum. Auk þess að standa fyrir upplestri hvern fimmtudag hef- ur Ritlistarhópur Kópavogs þegar gefið út tvær ljóðabæk- ur, Glugga árið 1996 (sú bók er alveg uppseld) og Ljósmál árið 1997 í samvinnu við ljósmynd- ara úr Kópavogi. Allir eru ávallt velkomnir. Á DÖGUNUM stóðu Morgunblaðið á Netinu, Sambíóin, BT og Hard Rock fyrh’ leik á mbl.is í tilefni frumsýning- ar á spennumyndinni Endadægur. Þátttakan var góð enda veglegir vinningar í boði en auk miða á mynd- ina áttu vinningshafar möguleika á að vinna máltíð íyrir tvo frá Hard Rock. Stærsti vinningurinn var Canon STJÓRN Starfsmannafélags Hafn- arfjarðar boðar til almenns fundar miðvikudaginn 26. janúar kl. 16 í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strand- götu, um starfsmannakönnun STH. Leitast verður við að svara spurn- ingum á borð við: „Er viðunandi að búa við léleg laun og aðbúnað ef manni þykir starfið skemmtilegt? Getur verið að launamunur karla og myndbandsupptökuvél ásamt auka- hlutapakka: tösku, rafhlöðum og myndbandsspólu frá BT. Öllum vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur en stóra vinning- inn vann Anna María J. Moestrup, fyrir miðju, sem á myndinni tekur við vinningunum frá verslunarstjóra BT og framkvæmdastjóra Hard Rock. kvenna í sambærilegum störfum geti numið allt að 50.000? Er þjónusta STH við sína félagsmenn viðunandi? Hvað finnst félagsmönnum um þjón- ustu lífeyrissjóðsins? Er launastefna Hafnarfjarðarbæjar sanngjörn?" Hreinn Hreinsson félagsráðgjafi og Árni Guðmundsson, formaður STH, kynna helstu niðurstöður. Allt áhugafólk er velkomið. FFA - FRÆÐSLA fyrir fatlaða og aðstandendur stendur fyrir nám- skeiðinu „Að flytja að heiman“ fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardaginn 29. janúar nk. kl. 9-15. Magnús Þorgrímsson fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Vesturlands fjallar um breytingar í lífi manns þegar einstaklingur flyt- ur að heiman og María Jónsdóttir félagsráðgjafi Styrktarfélags van- gefinna kynnir muninn á sjálfstæðri búsetu og sambýli. Þá fjallar Mar- grét Jónsdóttir félagsráðgjafi Tryggingastofnunar ríkisins um tryggingabætur, Sigríður Kristj- ánsdóttir forstöðumaður Svæðis- skrifstofu Reykjaness fjallar um heimilisbókhald og Anna Karlsdótt- ir þjónustufulltrúi í íslandsbanka kynnir þjónustu bankanna. María Haraldsdóttir foreldri segir frá reynslu sinni þegar hennar barn flutti að heiman og John Doak, Guð- mundur Stefán Guðmundsson og Gústaf Hinrik Ingvarsson segja frá sinni reynslu af að flytja að heiman. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi Svæðisskrifstofu Reykjavíkur kynnir stoðþjónustu við búsetu og Ingibjörg Harðardóttir sálfræðing- ur fjallar um hvaða áhrif það hefur á fjölskylduna og hinn fatlaða sjálfan þegar hann flytur að heiman. Góður tími gefst til umræðna og spurninga og ef þörf er á verður samantekt á auðskildu máli eftir hvert erindi. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er innifalið í því kaffi og há- degisverður. Skráning þátttöku er hjá Landssamtökunum Þroskahjálp fyrir 27. janúar. ----------------- Spjall um gríska goðafræði FYRSTI fundur Grikklandsvinafé- lagsins á árinu 2000 verður haldinn í Kornhlöðunni við Bankastræti fimmtudaginn 27. janúar kl. 20.30. Á fundinum mun Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur, flytja erindi sem hann nefnir Spjall um gríska goðafræði og rekja þar nýjar og gamlar kenn- ingar um uppgruna, hlutverk og margþætt eðli hinna grísku guða. Jafnframt mun hann kynna ein- staka guði og bregða upp lit- skyggnum af líknesjum þeirra og hofum. Fundur um launamál STH 116 HESTOFL ELANTRA ER KRAFTMESTI BÍLLINN í SÍNUM FL0KKI VERÐ FRÁ KR. 1.335.000 BEINSKIPTUR Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 Hyundai Elantra er með 116 hestafla 16v vél sem þýðir að enginn bíll í sama stærðarflokki er jafn kraftmikill. Þarað auki er enginn á jafn góðu verði. Staöalbúnaöur: ABS hemlalæsivörn, 2 loftpúðar, útvarp/kassettutæki m/4 hátölurum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, rafknúnar rúður, bensínlok opnanlegt innanfrá, litað gler, samlitir stuðarar, stafræn klukka, tvöfaldir styrktarbitar í hurðum, snúningshraðamælir, haldari fyrir drykkjarmál, krumpusvæði, barnalæsingar, hæðarstillanleg öryggisbelti og margt fleira. HYURDni meÍ1föHu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.