Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 30.01.2000, Síða 1
Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsjníu Grosní varin í mánuð enn Moskvu, Alkhazurovo. AP, AFP. TALSMENN rússneska hersins sögðu í gær, að hann hefði sótt fram og bætt stöðu sína í átökunum um Grosní, en Aslan Maskhadov, forseti Tsjesjníu, hefur skipað skæruliðum að halda borginni fram til 23. febrúar nk. Þann dag fyrir næstum 60 árum lét Jósef Stalín flytja alla tsjetsj- nesku þjóðina í útlegð. Rússar héldu því fram í gær, að þeir hefðu fellt um 50 skæruliða er þeir reyndu að flýja frá Grosní í skjóli myrkurs og auk þess hefðu þeir styrkt mjög stöðu sína í átökun- um um Mínútka-torg, en það er eins konar hlið að miðborginni. Talsmenn rússneska hersins segja, að hann nálgist miðborgina um 200 metra á dag og hafi leyni- skyttur Tsjétsjena verið flæmdar burt úr nokkrum háhýsum. Bai'dag- ar séu hins vegar mjög harðh'. Er- lendir fréttaritarar hafa það hins vegar eftir nokkrum skæruliðum, sem tókst að komast frá Grosní á laugardag, að Rússar ráði aðeins litl- um hluta borgarinnar þrátt fyrir yf- irlýsingar þeirra um annað. í minningu um útlegðina Maskhadov, forseti Tsjetsjníu, gaf foringjum sínum í Grosní skipun um það á föstudag að halda borginni til 23. febrúar að minnsta kosti en sá dagur mun lengi lifa í minningu tsjetsjnesku þjóðarinnar. A stríðsár- unum sakaði Stalín alla þjóðina um samstarf við nasista og lét flytja hana í útlegð til Síberíu og Kasakst- ans. Krúsjeff leyfði henni síðan að snúa heim aftur 1957. AP Rússneskir hermenn við bæinn Argun, suðaustur af Grosní. Orrustuþotur og þyrlur héldu uppi árásum á stöðvar skæruliða í fjöllunum í gær en lítið var um átök á jörðu niðri. Samkomulag um verslun með erfðabreytt matvæli Byggist á upp- lýstu samþykki Montreal. AFP. AP Clinton við komuna til Sviss. Clinton í Davos Davos. AP, AFP. BILL Clinton, forseti Banda- rikjanna, kom í gær til Davos í Sviss þar sem hann mun ávarpa Alþjóða- efnahagsráðstefnuna sem kennd er við bæinn. Forseti Bandaríkjanna hefur ekki fyrr verið meðal gesta í Davos en búist var við að í ræðu sinni myndi hann leggja áherslu á sömu atriði og á Seattle-ráðstefnu WTO: Að nauðsynlegt sé að gæta hags- muna launafólks og umhverfisins í alþjóðlegum viðskiptaviðræðum. SAMKOMULAG náðist í gær á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Mont- real í Kanada um verslun með erfða- breytt matvæli, dýrafóður og lyf. Hefur verið unnið að því í fimm ár og er um að ræða fyrsta sáttmálann, sem byggist á Ríó-samþykktinni frá 1992 um líffræðilegan fjölbreytileika. „Við höfum allh' orðið að gefa eitt- hvað eftir til að ná saman,“ sagði Juan Mayr Maldonado, umhverfis- ráðherra Kólumbíu, er hann skýrði frá samkomulaginu. í því segir m.a., að verslun með erfðabreytt matvæli sé óheimil nema fyrir liggi samþykki kaupenda eða innflytjenda og skulu útflytjendur alltaf láta þess getið hvort um erfðabreytt matvæli sé að ræða í vörusendingu. Með þessu móti á að reyna að koma í veg íyrir ágreining fyrirfram og er það nýmæli hvað varðar alþjóðlega samninga. Reynt að koma í veg fyrir ágrein- ing fyrirfram Fulltrúar á Montreal-ráðstefnunni sögðu í gær, að sáttmálinn væri mik- ilvæg málamiðlun, annars vegar á milli Miami-hópsins svokallaða, Bandaríkjanna, Kanada og fjögurra annarra ríkja, sem flytja út mikið af matvælum, og hins vegar þróunar- ríkja og Evrópusambandsins. Með samkomulaginu er reynt að koma í veg fyrir umhverfisslys og gert er ráð fyrir, að hvert ríki hafi nokkurt svigrúm til að setja sér sínar eigin öryggisreglur hvað erfðabreytta framleiðslu varðar. Ekki var skorið úr einu helsta deilumálinu á ráðstefnunni, hvort nýju öryggisreglurnar skuli vera jafngildar eða rétthærri reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, og var þegjandi samkomulag um að bíða með það. Mildari afstaða Bandaríkjamanna Viðræðurnar, sem fram fóru um þessi mál í Cartagena í Kólumbíu fyrir ári, fóru út um þúfur vegna þess, að Miami-hópurinn hafnaði þeim drögum, sem hin ríkin 125 voru samþykk. Síðan hefur margt breyst, t.d. er mikil og vaxandi umræða um þessi mál í Bandaríkjunum og þar hafa sum matvælafyrirtæki bannað notkun á erfðabreyttum jurtum í sinni framleiðslu. Af þesum sökum m.a. voru bandarísk stjómvöld fúsari en áður til samkomulags. Áætlað er, að erfðabreyttum nytjajurtum hafi verið plantað í um 40 milljónir hektara um allan heim. Lundúna- börn tala 307 tungum London. Morgunblaðið. LONDON er fjöltyngdasta borg heims að því er fram kem- ur í skýrslu um tungumál barna, sem kynnt hefur verið í London. Tveir þriðju þeirra tala ensku heima fyrii' og 39 önnur tungumál era notuð heima við hjá a.m.k. 450 böm- um hvert, en alls eru 307 tungu- mál töluð á heimilum í London. Þessi tungumálafjöldi hefur laðað alþjóðleg fyrirtæki til borgarinnar, þar sem þau eiga hvað auðveldast með að fá tungumálafólk til starfa. Stærstu tungumálahópamir utan ensku era frá Indlands- skaga; bengali, panjabi, gujar- ati og hindi/urdu, þá tyrkneska og arabíska. Hundrað afrískar tungur fundust, en sumar eru talaðar af mjög fáum; þremur börnum það fæsta, sem er abe en það mál er talað á Fílabeins- ströndinni. Kom sér vel fyrir Þróunarbankann í fjölmiðlum sagði Clive Martin, borgarstjóri í London, að þessi tungumálafjöldi kæmi borginni vel. Hann nefndi sem dæmi, að þegar Þróunarbanki Evrópu hefði opnað skrifstofur í London, hefði hann þurft starfsfólk, sem talar á 38 tungumálum. Bankinn þurfti ekki að leita eftir starfsfólki út fyrir borgarmörkin. MORGUNBLAÐIÐ 30. JANÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.