Morgunblaðið - 30.01.2000, Page 2

Morgunblaðið - 30.01.2000, Page 2
2 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slæmt veður og dfærð á Austur- og Norðausturlandi í fyrrinótt Miklar rafmagnstrufl- anir á Austurlandi VERSTA veður gekk yfir Austur- land og norðaustanvert landið í fjrri- nótt með hvassri norðanátt og mikilli snjókomu. Veðrið var farið að ganga niður um hádegi í gær en víða var óf- ærð á þjóðvegum og rafmagns- truflanir á Austurlandi. Á Húsavík var björgunarsveitin á vakt í fyrrinótt og aðstoðaði fólk vegna foks. Nokkrar rúður brotnuðu í framhaldsskólanum og þakplötur fuku af bifreiðaverkstæði í óveðrinu. Veðrið var að mestu gengið niður í gænnorgun. Miklar rafmagnstruflanir urðu víða á Austurlandi í fyiTÍnótt. Raf- magnslína á milli Hóla og Smyrla- bjargaárvirkjunar í Hornafirði slitn- aði og varð virkjunin sjálf óstarfhæf. Var því rafmagnslaust á Mýrum, í Suðursveit og Öræfum í fyrrinótt og fram eftir degi í gær en viðgerðar- menn unnu að því að koma straumi á. Raílína fór einnig í sundur á milli Teigarhorns og Djúpavogs en reikn- að var með að rafmagn kæmist á frá dísilstöð á Djúpavogi um hádegis- leytið í gær. Ófærð á vegum gerði viðgerðarmönnum Rafmagnsveit- unnar erfitt fyrir. Fært á helstu þjóðvegum Þá fóru rafmagnslínur í sundur beggja vegna Fáskrúðsfjarðar í fyrrinótt. Viðgerðarmenn komu straumi á við norðanverðan fjörðinn í gærmorgun og unnið var að viðgerð að sunnanverðu þegar blaðið fór í prentun. Veðrið var víðast hvar gengið niður að mestu um hádegi í gær. Búið var að ryðja helstu vegi á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem var orðið fært við Djúp fyrir há- degi en þungfært var á Steingríms- fjarðarheiði. Vegir voru enn víða ófærir eða illfærir á Austurlandi þar sem enn var skafrenningur en mik- inn snjó setti niður í óveðrinu. Ófært var frá Raufarhöfn til Þórshafnar og þungfært til Vopnafjarðar. Þá var ófært á Vopnafjarðarheiði og Mý- vatnsöræfum og mjög þungfært á Möðrudalsöræfum í gærdag. fært var frá Austfjörðum með ströndinni og um Suðurland til Reykjavíkur í gær og góð færð var í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins og á helstu veg- um á Vesturlandi en víða var þó mik- il hálka. Siglingaleið greið Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, sem fylgst hefur verið ísspönginni norður af landinu, segir að litlar breytingar hafi orðið frá í gær en þar sem vind hafi lægt megi búast við að ísinn hafi hægt sér á leið til landsins. Hafði hann heyrt frá Páli Ægi Péturssyni, skipstjóra á Stapafelli, sem var á leið austur fyrir Horn að siglingaleiðin virtist íslaus og togari við Horn sem kom austan að sagði siglingaleið greiða. Þór sagði þó fulla ástæðu fyrir sjófarend- ur að fara með gát þar sem búast mætti við ísreki á þessum slóðum. Veðurstofan spáir hægari vindi í dag en áframhaldandi éljagangi, einkum austanlands og frosti á bilinu 3 til 10 stig. Morgunblaðið/Sigurjón Hjálmarsson Óveðrið sem gekk yfir austan- og norðaustanvert landið í fyrrakvöld og fyrrinótt var að mestu gengið niður í gær. Á Fáskrúðsfirði þar sem myndin er tekin var unnið kappsamlega að því að ryðja götur strax og veðrið gekk niður fyrir hádegi í gær og þurftu margir að moka frá bílum si'num sem fennt höfðu í kaf í skafrenningi og snjókomu. Tilraunaverkefni vegna umgengnisráttarmála Foreldrar fá ráðgjöf vegna ágreinings UM ÞESSAR mundir er að fara í gang eins árs tilraunaverkefni á vegum dómsmálaráðuneytisins og Sýslumannsembættisins í Reykja- vík, þar sem foreldrum sem eiga í ágreiningi varðandi umgengnisrétt við börn sín er boðið upp á ráðgjöf með það að markmiði að hjálpa þeim að sætta ágreining sinn með samningi, með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hafði frumkvæði að því að koma verkefninu af stað, en það er unnið að norrænni fyrirmynd. Sál- fræðingarnir Jóhann Loftsson og Gunnar Hrafn Birgisson hafa verið ráðnir til að sinna ráðgjöfinni en báðir hafa þeir sérhæft sig í fjöl- skylduráðgjöf. Sólveig Pétursdóttir segir ljóst að miklu farsælla sé að foreldrar nái samkomulagi um um- gengni við börn sín í stað þess að þurfa að hlíta stjórnvaldsúrskurði. Hún segir að til að ráðgjöf þessi þjóni sem best tilgangi sínum sé gert ráð fyrir að foreldrar mæti saman í allt að þrjú viðtöl og er umgengnismálið sett í biðstöðu á meðan á ráðgjöfinni stendur. Hún bendir á að allt það sem for- eldrum og sálfræðingi fari á milli sé trúnaðarmál og að stjórnvöld eigi engan aðgang að þeim upp- lýsingum sem þar komi fram. „Ef árangur af þessu tilraunaverkefni verður góður, eins og vonir standa sannarlega til, kann það að verða grundvöllur að breytingum á barnalögum, þannig að lögfest verði skylda ríkisins að bjóða öllum foreldrum, sem eiga í umgengnis- og forsjármálum, upp á slíka ráð- gjöf sérfræðinga. Þessari ráðgjöf er ekki eingöngu ætlað að vera til hagsbóta fyrir for- eldra og börn, heldur einnig ætlað að leiða til fækkunar á stjórnvalds- úrskurðum og dómum í þessum viðkvæmu og vandmeðförnu mál- um,“ segir Sólveig Pétursdóttir. Mikill viðbúnað- ur vegna neyðar- blysa MIKILL viðbúnaður var á Akranesi og í Reykjavík snemma í gærmorgun þegar tilkynnt var um að sést hefðu tvö neyðarblys á lofti á móts við Akranes um hálf sjöleytið. Björgunarsveitir voru kallaðar út og þyrla Landhelgisgæsl- unnar var send af stað til leitar en ekkert fannst og er talið að einhverjir hafi gert sér leik að því að skjóta blysunum upp frá landi á Akranesi. Vinnur lög- reglan á Akranesi að rannsókn málsins. Með framtíðina í fangið ► Frír aðgangur að netinu, net- gáttir og Wap-þjónusta. Framtíð- in getur ekki beðið eftir núinu. /10-12 ísland verðugt rann- sóknarefni ►Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur í viðtali. /24 íslensk hagsmuna- gæsla í Finnlandi ►Mikið annríki hefur verið hjá Kornelíusi Sigmundssyni, sendi- herra íslands í Finnlandi, á liðnu ári. /26 íslenskt berg til húsagerðar ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Agnar Hall- varðsson og Ómar Agnarsson í Rein. /30 ►l-32 Þúsund ár milli stafkirkna ►Þjóðargjöf Norðmanna til ís- lendinga vegna þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitökunni er staf- kirkja sem nú er í smíðum í Nor- egi og verður reist í Vest- mannaeyjum. /1&16-18 Hamarshöggi frá dauðanum ► Sarah Winchester trúði því að hún gæti lifað að eilífu ef hún að- eins gætti þess að byggja í sífellu við húsið sitt í Kaliforniu. /4 Geðveiki er ekkert grín ► Hversu raunsönn er sú mynd sem kvikmyndin Englar alheims- ins dregur upp af meðferð geð- sjúkra og aðstöðu þeirra? /10 c FERÐALOG Nýtt ferðaþjónustufyr- irtæki í Stykkishólmi ►Sætaferðir yfirtaka rekstur Eyjaferða. /1 Skíðaferðir ► Ótal möguleikar við skipulagn- ingu. /2 BÍLAR ► l-4 Rover 75 ►Mjúkur og hljóðlátur glæsi- vagn. /2 Reynsluakstur ► Grand Vitara til fjallaferða. /4 ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Háess velur InfoStore frá Streng ►Fyrsti viðskiptavinurinn í nýrri þjónustuveitu Strengs./! FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Idag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Eeykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 36 Útv/sjónv. 52,62 Minningar 36 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 22b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.