Morgunblaðið - 30.01.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.01.2000, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Slæmt veður og dfærð á Austur- og Norðausturlandi í fyrrinótt Miklar rafmagnstrufl- anir á Austurlandi VERSTA veður gekk yfir Austur- land og norðaustanvert landið í fjrri- nótt með hvassri norðanátt og mikilli snjókomu. Veðrið var farið að ganga niður um hádegi í gær en víða var óf- ærð á þjóðvegum og rafmagns- truflanir á Austurlandi. Á Húsavík var björgunarsveitin á vakt í fyrrinótt og aðstoðaði fólk vegna foks. Nokkrar rúður brotnuðu í framhaldsskólanum og þakplötur fuku af bifreiðaverkstæði í óveðrinu. Veðrið var að mestu gengið niður í gænnorgun. Miklar rafmagnstruflanir urðu víða á Austurlandi í fyiTÍnótt. Raf- magnslína á milli Hóla og Smyrla- bjargaárvirkjunar í Hornafirði slitn- aði og varð virkjunin sjálf óstarfhæf. Var því rafmagnslaust á Mýrum, í Suðursveit og Öræfum í fyrrinótt og fram eftir degi í gær en viðgerðar- menn unnu að því að koma straumi á. Raílína fór einnig í sundur á milli Teigarhorns og Djúpavogs en reikn- að var með að rafmagn kæmist á frá dísilstöð á Djúpavogi um hádegis- leytið í gær. Ófærð á vegum gerði viðgerðarmönnum Rafmagnsveit- unnar erfitt fyrir. Fært á helstu þjóðvegum Þá fóru rafmagnslínur í sundur beggja vegna Fáskrúðsfjarðar í fyrrinótt. Viðgerðarmenn komu straumi á við norðanverðan fjörðinn í gærmorgun og unnið var að viðgerð að sunnanverðu þegar blaðið fór í prentun. Veðrið var víðast hvar gengið niður að mestu um hádegi í gær. Búið var að ryðja helstu vegi á Norðurlandi og Vestfjörðum þar sem var orðið fært við Djúp fyrir há- degi en þungfært var á Steingríms- fjarðarheiði. Vegir voru enn víða ófærir eða illfærir á Austurlandi þar sem enn var skafrenningur en mik- inn snjó setti niður í óveðrinu. Ófært var frá Raufarhöfn til Þórshafnar og þungfært til Vopnafjarðar. Þá var ófært á Vopnafjarðarheiði og Mý- vatnsöræfum og mjög þungfært á Möðrudalsöræfum í gærdag. fært var frá Austfjörðum með ströndinni og um Suðurland til Reykjavíkur í gær og góð færð var í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins og á helstu veg- um á Vesturlandi en víða var þó mik- il hálka. Siglingaleið greið Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, sem fylgst hefur verið ísspönginni norður af landinu, segir að litlar breytingar hafi orðið frá í gær en þar sem vind hafi lægt megi búast við að ísinn hafi hægt sér á leið til landsins. Hafði hann heyrt frá Páli Ægi Péturssyni, skipstjóra á Stapafelli, sem var á leið austur fyrir Horn að siglingaleiðin virtist íslaus og togari við Horn sem kom austan að sagði siglingaleið greiða. Þór sagði þó fulla ástæðu fyrir sjófarend- ur að fara með gát þar sem búast mætti við ísreki á þessum slóðum. Veðurstofan spáir hægari vindi í dag en áframhaldandi éljagangi, einkum austanlands og frosti á bilinu 3 til 10 stig. Morgunblaðið/Sigurjón Hjálmarsson Óveðrið sem gekk yfir austan- og norðaustanvert landið í fyrrakvöld og fyrrinótt var að mestu gengið niður í gær. Á Fáskrúðsfirði þar sem myndin er tekin var unnið kappsamlega að því að ryðja götur strax og veðrið gekk niður fyrir hádegi í gær og þurftu margir að moka frá bílum si'num sem fennt höfðu í kaf í skafrenningi og snjókomu. Tilraunaverkefni vegna umgengnisráttarmála Foreldrar fá ráðgjöf vegna ágreinings UM ÞESSAR mundir er að fara í gang eins árs tilraunaverkefni á vegum dómsmálaráðuneytisins og Sýslumannsembættisins í Reykja- vík, þar sem foreldrum sem eiga í ágreiningi varðandi umgengnisrétt við börn sín er boðið upp á ráðgjöf með það að markmiði að hjálpa þeim að sætta ágreining sinn með samningi, með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hafði frumkvæði að því að koma verkefninu af stað, en það er unnið að norrænni fyrirmynd. Sál- fræðingarnir Jóhann Loftsson og Gunnar Hrafn Birgisson hafa verið ráðnir til að sinna ráðgjöfinni en báðir hafa þeir sérhæft sig í fjöl- skylduráðgjöf. Sólveig Pétursdóttir segir ljóst að miklu farsælla sé að foreldrar nái samkomulagi um um- gengni við börn sín í stað þess að þurfa að hlíta stjórnvaldsúrskurði. Hún segir að til að ráðgjöf þessi þjóni sem best tilgangi sínum sé gert ráð fyrir að foreldrar mæti saman í allt að þrjú viðtöl og er umgengnismálið sett í biðstöðu á meðan á ráðgjöfinni stendur. Hún bendir á að allt það sem for- eldrum og sálfræðingi fari á milli sé trúnaðarmál og að stjórnvöld eigi engan aðgang að þeim upp- lýsingum sem þar komi fram. „Ef árangur af þessu tilraunaverkefni verður góður, eins og vonir standa sannarlega til, kann það að verða grundvöllur að breytingum á barnalögum, þannig að lögfest verði skylda ríkisins að bjóða öllum foreldrum, sem eiga í umgengnis- og forsjármálum, upp á slíka ráð- gjöf sérfræðinga. Þessari ráðgjöf er ekki eingöngu ætlað að vera til hagsbóta fyrir for- eldra og börn, heldur einnig ætlað að leiða til fækkunar á stjórnvalds- úrskurðum og dómum í þessum viðkvæmu og vandmeðförnu mál- um,“ segir Sólveig Pétursdóttir. Mikill viðbúnað- ur vegna neyðar- blysa MIKILL viðbúnaður var á Akranesi og í Reykjavík snemma í gærmorgun þegar tilkynnt var um að sést hefðu tvö neyðarblys á lofti á móts við Akranes um hálf sjöleytið. Björgunarsveitir voru kallaðar út og þyrla Landhelgisgæsl- unnar var send af stað til leitar en ekkert fannst og er talið að einhverjir hafi gert sér leik að því að skjóta blysunum upp frá landi á Akranesi. Vinnur lög- reglan á Akranesi að rannsókn málsins. Með framtíðina í fangið ► Frír aðgangur að netinu, net- gáttir og Wap-þjónusta. Framtíð- in getur ekki beðið eftir núinu. /10-12 ísland verðugt rann- sóknarefni ►Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur í viðtali. /24 íslensk hagsmuna- gæsla í Finnlandi ►Mikið annríki hefur verið hjá Kornelíusi Sigmundssyni, sendi- herra íslands í Finnlandi, á liðnu ári. /26 íslenskt berg til húsagerðar ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Agnar Hall- varðsson og Ómar Agnarsson í Rein. /30 ►l-32 Þúsund ár milli stafkirkna ►Þjóðargjöf Norðmanna til ís- lendinga vegna þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitökunni er staf- kirkja sem nú er í smíðum í Nor- egi og verður reist í Vest- mannaeyjum. /1&16-18 Hamarshöggi frá dauðanum ► Sarah Winchester trúði því að hún gæti lifað að eilífu ef hún að- eins gætti þess að byggja í sífellu við húsið sitt í Kaliforniu. /4 Geðveiki er ekkert grín ► Hversu raunsönn er sú mynd sem kvikmyndin Englar alheims- ins dregur upp af meðferð geð- sjúkra og aðstöðu þeirra? /10 c FERÐALOG Nýtt ferðaþjónustufyr- irtæki í Stykkishólmi ►Sætaferðir yfirtaka rekstur Eyjaferða. /1 Skíðaferðir ► Ótal möguleikar við skipulagn- ingu. /2 BÍLAR ► l-4 Rover 75 ►Mjúkur og hljóðlátur glæsi- vagn. /2 Reynsluakstur ► Grand Vitara til fjallaferða. /4 ATVINNA/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Háess velur InfoStore frá Streng ►Fyrsti viðskiptavinurinn í nýrri þjónustuveitu Strengs./! FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Idag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Eeykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 36 Útv/sjónv. 52,62 Minningar 36 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 22b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 30b INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.