Morgunblaðið - 30.01.2000, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
í tilefni af dagskráropnun menningarborgarinnar brá forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sér í Strætó,
þar sem hann fylgdist með fjöllistahópi nemenda úr iistaskólum landsins leika listir sínar. Ekki verður annað
séð en forsetinn hafi kunnað að meta tilburðina sem hafðir voru í frammi.
Menningar-
borgin vaknar
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Björn Bjarnason menntamálaráðherra opnar Islandsvef Tónskáldafé-
lags íslands. Á vefnum er að finna upplýsingar um íslensk tónverk
ásamt margskonar umfjöllun og útskýringum á tónlistinni. Einnig er
unnt að tengjast öðrum gagnagrunnum. Vefslóðin er: www.listir.is/
tonis.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dagskrá Reykjavíkur - menn-
ingarborgar Evrópu 2000, um-
fangsmestu listahátíðar sem
_____________um getur hér á landi, var_______
hleypt af stokkunum í gærmorgun. Teygði
hátíðin anga sína um víðan völl en á annað
hundrað viðburðir voru fyrirhugaðir. Opið
hús var á um áttatíu stöðum. Morgunblaðið
fylgdist með fyrstu viðburðum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Auður Laxness og Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgar-
stjórnar Reykjavíkur, við mynd af eiginmanni Auðar, Halldóri heitnum
Laxness. Myndin er á sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur listmál-
ara sem stendur fram á þriðjudag í Galleríi Fold. Sjá dóm Braga Ás-
geirssonar um sýninguna á bls 20 í blaðinu í dag.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
m
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Rýmislistaverk Italans Claudio
Parmiggianis, fslandsvitinn,
vígt á Sandskeiði. Með lista-
manninum á myndinni er Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri en hún kveikti á vitanum.
Hallveig Thorlacius leikkona og Brúðuleikhúsið forsýna leikritið
Sögusvuntuna fyrir bömin á barnadeild Landspítalans.
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, opnar Vísindavefinn við at-
höfn í Odda. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, og Þorsteinn Vil-
hjálmsson prófessor, sem átti hugmyndina, fylgjast með. Vefurinn er á
ábyrgð Háskóla íslands og þar er almenningi heimilt að spyrja um hvað
eina sem varðar vfsindi og fræði og starfsmenn háskólans geta svarað.
Vefurinn verður opinn út árið og slóðin er: www.opinnhaskoli2000.hi.is.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Ólöf Ingólfsdóttir vatnamey spókar sig á Laugardalslauginni. Sýningin
er eftir Finnann Reijo Kela og nefnist Kela 2000 - Vatnameyjar.
Biskupinn yfir íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, bergir á vatni úr vatnspóstinum Nykri að viðstöddum gest-
um við vígslu útilistaverks eftir myndlistarmanninn Þórð Hall á Hallgrímstorgi við Hallgrímskirkju.