Morgunblaðið - 30.01.2000, Qupperneq 22
22 SUNNUDÁGUR 30 JANÚÁR 2000 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kórar á vígslu-
tónleikum í Ymi
ÝMIR, nýtt tónlistarhús Karlakórs
Reykjavíkur, verður vígt með tón-
leikum í dag, sunnudag, kl. 14. Tón-
leikamir eru liður í Tónlistarhátíð
Tónskáldafélags íslands og verður
þar flutt kórtónlist frá fyrri hluta ald-
arinnar. Tónleikamir verða endur-
teknir annað kvöld, mánudagskvöld,
kl. 20.
Fjölmargir kórar, einsöngvarar og
einleikarar koma fram á tónleikun-
um, en biskup íslands, herra Karl
Sigurbjömsson, blessar húsið og
borgarstjórinn í Reykjavík og
menntamálaráðherra flytja ávörp.
Ýmir er íyrsta húsið í Reykjavík
sem sérstaklega er ætlað fyrir tón-
listarflutning síðan Hjómskálinn var
reistur fyrr á öldinni.
Söngdagskráin hefst með söng
eldri félaga úr Karlakór Reykjavíkur
undir stjóm Kjartans Siguijónssonar
við píanóundirleik Önnu Guðnýjar
Guðmundsdóttur. Þá syngur Karla-
kórinn Fóstbræður undir stjóm Áma
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
http://www.kerfislhroun.is/
Harðarsonar, einnig við undirleik
Önnu Guðnýjar. Kvennakór Reylga-
víkur stígur næstur á svið, stjómandi
er Sigrún Þorgeirsdóttir og píanó-
leikari Þórhildur Bjömsdóttir. Þá er
komið að Karlakór Reykjavikur und-
ir stjóm Friðriks S. Kristinssonar og
við píanóið er Anna Guðný. I lokin
sameina Karlakór Reykjavíkur og
Karlakórinn Fóstbræður krafta sína
og syngja saman Brennið þið vitar.
Húsið er á tveimur hæðum og er
heildargólfflötur u.þ.b. 1.100 fermetr-
ar. Á efri hæð hússins er tónleikasal-
ur, sem er sérstaklega hannaður með
tilliti til hljómburðar. Sviðið er stórt
og er góð aðstaða íyrir stóran hóp
flytjenda. Húsið er fjölnota og býður
því upp á marga notkunarmöguleika
aðra en þá sem tengjast tónlist s.s.
ráðstefnur, fundahald og leiksýning-
ar. Með hefðbundinni sætaskipan
tekur salurinn allt að 350 gesti í sæti,
þar af 100 á svölum. Á neðri hæð em
tveir samliggjandi æfingasalir og
fimm kennslustofur fyrir söng-
kennslu. Það húsnæði var tekið í
notkun í september 1998 og æfa þar
bæði Karla- og Kvennkór Reykjavík-
ur en einnig er Söngskólinn Hjartans
mál með starfsemi sína í því húsnæði.
----------------------
Sýning Lista-
safns Kópavogs
framlengd
VEGNA mikillar aðsóknar á sýningu
úr einkasafni Þorvaldar og Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur í Listasafni
Kópavogs hefur verið ákveðið að
framlengja sýninguna til 13. febrúar.
BÆNDAJFERÐIR ARIÐ 2000
FERÐAALMANAK
Ferð 1 19.- 28. mars Þýskaland - Gardavatn,
N-Ítalía, Alsace, Frakkland.
Ferð 2 9. -20. apríl Gardavatn og Svartiskógur í
Þýskalandi.
Ferð 3 18.- 25. apríl Páskaferð í Moseldalinn í Þýskalandi.
Ferð 4 7.- 21. júní Gist í Vancouver, Kelowna,
BanfF, Edmonton og Calgary.
I
Ferð 5 12. - 25. júní Austurríki (Vínarborg og Salzburg)
Ungverjaland (Balaton, vatn og
Budapest) Prag og Passau í
Þýskalandi.
Ferð 6 12. - 25. júní Þýskaland - Austurríki - Ítalía - Sviss
og Frakkland.
Ferð 7 19. júni - 2. júlí
Austurrík - Ítalía - Sviss og Þýskaland.
Ferð 8 3.-17. ágúst Minnisota - Manitoba
(Winnipeg), N-Dakota
Ferð 9 21. ágúst til 3. september-
Þýskaland - Austurríki (Vínarborg),
Ungverjaland, (Búdapest), Rúmenía,
(norðurhluti landsins).
Ferð 10 28. ágúst til 10. sept. eins og ferð 5.
Ferð 116. til 20. sept. eins og ferð 4 .
Ferð 12 26. ágúst til 10. sept.
Þýskaland (Svartiskógur), Sviss ,
Bodenvatn í Þýskalandi ,
Moseldalurinn, Lúxemborg.
Ferð 13 28. ágúst til 10. sept.
Gist við Gardavatn og í Jesolo við
Adriahafið.
Haustferðir: Áætlað er að fara 5 ferðir í haust,
m.a. til N-írlands - S-Englands - Gardavatns á ftalíu
og í Moseldalinn.
Nánari upplýsingar um ferðirnar gefa Agnar og
Halldóra í síma 563 0300.
mmmmmmimmmmmmmmmammm i.iim»iw to mrir iwa«gBigiSBs?gBgaaag«aw» iiBimBmiirmi
• Lesið í málverk
NESSTOFAOG
SNÆFELLSJÖKULL
EYJOLFUR EYFELLS
STÓRALDAHVÖRFIN og hinar miklu upp-
stokkanir á myndlistarsviði herma af ýmsum við-
horfsbreytingum í listheiminum. Tilhneigingin til
að jarða ákveðin tfmabil í listasögunni, sem var sér-
staklega áberandi á ýmsum tímaskeiðum al-
darinnar, ekki síst þá svo mörg forn borgaraleg
gildi hrundu í fyrri heimsstyrjöldinni, svo aftur á
dögum strangflata- og loks hugmyndafræðilegu
iistarinnar, hefur um margt snúist í andhverfu sína.
Þegar saga fortíðar kom á ný til skjalanna og
„mental furniture“ var aftur hafíð á stall, sem sá
helst stað í málverkum þýðverjans Amselms Kief-
ers, reis stjarna rómantíska málarans Caspars
Davids Friedrichs sem aldrei fyrr, og var hann þó í
miklum metum hjá mörgum framsæknum nútíma-
málaranum, en fór síður hátt. Hugtakið mental
furniture er illþýðanlegt því það felur svo mikið í
sér varðandi staðgóða og almenna þekkingu á for-
tiðinni. Ný kynslóð núlistamanna sættist við for-
tíðina og hafnaði kjörorði módernismans, í listum
Iiggur engin leið til baka, sem svo lengi hafði verið
klifað á. Samt lifir enn í glæðum þessa úrelta marx-
isma, eins og sjálfur Ernst Gombrich orðaði það
nýlega í viðtali, en hinn níræði öldungur er nafn-
kenndastur listsögufræðinga 20. aldarinnar.
Áskorun marxista um burtmáningu fortiðarinnar
hafði verið tekin full bókstaflega af mörgum, ef
ekki af ofstæki, einkum þar sem erfðavenjan var
lausmótuð líkt og víða í norðrinu. Samtímis leitaði
margur nútímamálarinn til akademískra aðferða
við blöndun og meðferð olíu- og annarra lita for-
tíðar, og teiknun sígildra gipsafsteypa öðlaðist nýj-
ar víddir er ameríski popplistamaðurinn Jim Dine
fékk sérleyfi til að teikna slíkar á Glyptotekinu í
Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum, mörgum til
mikillar undrunar. Hélt svo sýningu á árangrinum
sem drjúga athygli vakti. Og í tilefni stóraldahvarf-
anna er nýopnuð sýning á Wallraf-Richartz-safninu
í Köln „Kunstwelten in Dialog" (til 19. mars), sem
hefur með margs konar samræður að gera, þar sem
ólíkum menningarsvæðum er stefnt saman. Sér-
einkenni þeirra tekin fyrir og skilgreint hvernig
módernisminn þróaðist um leið og áhrif staðbund-
innar menningar eru vel merkjanleg. Módernis-
minn hefur sín mörkuðu sérkenni í Evrópu, Norð-
ur- og Suður-Ameríku, sem og í austrinu, og slíkum
sem öðrum frávikum engan veginn hafnað. Ef þetta
segir mönnum ekki eitthvað, og að Iistasagan sé í
stöðugri uppstokkun og endurnýjun má eitthvað
mikið vera að.
Allavega einblfna framsæknir einstaklingar nú
síður á vægi miðstýrðra viðfangsefna og sjálf
myndefnin, sem liggja satt að segja á milli hluta í
tilorðningu myndverka. Huga meira að túlkuninni,
útfærslunni og sjálfum myndgæðunum, það felst í
öllu falli engin umtumun lengur í að taka eitt
myndefni fram yfir annað. Borgarasamfélagið sem
flutti listina inn 1' húsin liðið undir lok, marxisminn
sem sópaði henni út úr þeim einnig, nýir tímar og
ný heimsmynd hafa fætt af sér ný gildi, allt önnur
viðhorf, og eins gott að vera með á nótunum.
Hér á Islandi hefur þetta ósjálfrátt komið fram á
þann veg, að málari eins og Þórarinn B. Þorláksson
tekur til sín æ meiri athygli yngri kynslóða, einnig
þeir sem voru áður nefndir til sögunnar, sem til
hliðar eða aðrir málarar tímabilsins. Em ýmsir þeir
sem nú falla undir hugtökin alþýðumálarar og sí-
gildir módernistar, jafnvel hvort tveggja, svo sem
Einar Jónsson frá Fossi í Mýrdal (1863-1922), Ás-
geir Bjarnþórsson (1899-1987), Eggert M. Laxdal
(1897-1951), Ólafur Túbals (1897-1964), Brynjólfur
Þórðarson frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi (1896-
1938), Eyjólfur Jónsson Eyfells frá Seljalandsseli í
V.-Eyjaíjallahreppi, (1886-1979 ), Gísli Jónsson frá
Búrfellskoti (1878-1944) o.fl. Fátt er um myndir
eftir þessa menn á sýningunni í Listasafni Kópa-
vogs, utan örmyndar af Nesstofu og Snæfellsjökli
eftir Eyjólf Eyfells og stærra málverks af Reykja-
víkurhöfn eftir Gisla Jónsson. Þykir mér sérstakt
tilefni til að gefa þeim báðum gaum og vekja með
því athygli á ákveðnu þróunarferli í íslenzkri
myndlist sem lítið hefur verið haldið fram síðustu
áratugi.
Strangt tekið er lítið af módernisma í málverki
Eyjólfs, en mun meira af rómantfk f anda Caspars
Davids Friedrichs og sporgöngumanna hans, sem
einnig sér greinilega stað í tveim smámyndum eftir
Ásgrím á sama vegg. Seinni tfma verk beggja
sverja sig þó í ætt við frumskeið módernismans eins
og liann birtist hjá listamönnum áhrifastefnunnar,
impressjónistanna. Málverk Eyjólfs vakti strax at-
hygli mfna vegna þess að ég hef séð fleiri slfkum
bregða fyrir um dagana, en undarlega hljótt hefur
verið um þennan þátt í listsköpun málarans, sem
lifði til hárrar elli. Gróin menningarsamfélög van-
rækja hann mun síður og þetta andvaraleysi ber
vott um frumstætt, lausformað og hlutdrægt upp-
lýsingaflæði, sem á sinn þátt í ruglingi á listamark-
aði. Þetta litla málverk segir mikla sögu sem kemur
okkur við og hún hittir einhvern veginn sláandi í
mark, er gild, sjónræn skjalfesting og myndræn
sagnfræði, sem við eigum ekki of mikið af. For-
vitnilegt til rannsóknar hví Eyjólfur hélt ekki
áfram á sömu braut og þróun hans annars eðlis en
annarra ármanna íslenzkrar myndlistar.
Magnþrungin stemmning blíðu og nálgunar
streymir út úr þessu litla málverki og má vera ljóst
að það er málað stuttu eftir að Eyjólfur kom heim
frá námi í Dresden. Það ber í sér sterk einkenni
þýskrar rómantíkur, en viðfangsefnið alfslenzkt,
formað eitthvað á svipaðan hátt og ýmis náttúru-
ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Nesstofa eins og kúrir
fyrir miðju í vinstra horni en í miðju og langt í
fjarska sér í tignarlegan Snæfellsjökul sveipaðan
hverfandi roðagulli kvöldsólarinnar. Hér eru skynj-
uð og upplifuð hrifmögn meira ráðandi en þaul-
hugsað raunsæi, viðfangsefnið þó sannverðuglega
útfært á myndflötinn samkvæmt gróinni hefð og
skikkan rómantfska málverksins.
Bragi Ásgeirsson