Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 28. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórnarmyndun Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins í Austurrrki Klestil forseti frestar að staðfesta stidrnina o Vín. AFP, AP. ANDSPÆNIS hótunum um refsiað- gerðir og fordæmingu margra er- lendra ríkja frestaði Thomas Kiestil, forseti Austurríkis, því í gær að stað- festa stjórnarmyndun hins íhalds- sama Þjóðarflokks og hins umdeilda Frelsisflokks. Vildi forsetinn að leið- togar flokkanna tveggja undirrituðu fyrst sérstaka „yfirlýsingu um gildi evrópsks lýðræðis". Er þess vænzt, að fljótlega eftir að þeir Wolfgang Schussel, leiðtogi Þjóðarflokksins og kanzlaraefni hinnar væntanlegu hægristjómar, og Jörg Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins, hafa undirritað yfirlýsing- una í dag leggi forsetinn formlega blessun sína yfir stjómina, enda hafa flokkamir öraggan meirihluta þing- sæta á bak við sig þótt hvoragum hafi formlega verið falið að mynda stjóm. Ráðherralisti hennar verður einnig lagður fyrir forsetann í dag, en Haider hefur kosið að vera frekar áfram fylkisstjóri í Kámten en að taka sæti í nýju stjóminni. Það sem forsetanum gengur til með því að bæta þessari yfirlýsingu við stjómarsáttmálann er að reyna að slá á efasemdir erlendis um lýð- ræðishollustu stjórnar sem skipuð er Jörg Haider, leiðtogi Frelsisflokksins í Austurriki, veifar til frétta- manna er hann kemur af fundi Thomas Klestils forseta í Vín í gær. ráðherram úr hægrisinnuðum lýðskramsflokki. Nokkur þúsund manns söfnuðust saman í miðborg Vínar í gær til að láta í ljós andstöðu við þetta stjórn- arsamstarf og Antonio Guterres, for- sætisráðherra Portúgals og starf- andi formaður ráðherraráðs ESB, sagði í gær að innihald stjórnarsátt- málans væri aukaatriði. Sprungur í samstöðu Israelsk stjómvöld hafa staðfest að þau hafi þegar ákveðið að kalla sendiherra sinn í Vín heim um leið og við völdum tekur ríkisstjórn sem Frelsisflokkurinn á aðild að. Sprangur komu í gær í samstöðu Evrópuríkja um að hóta Austurríki alþjóðlegri einangran ef af stjórnar- þátttöku Frelsisflokks Haiders verð- ur. í hinum smærri ríkjum Evrópu- sambandsins (ESB), svo sem írlandi, Lúxemborg, Finnlandi, Danmörku og Grikklandi og í röðum stjórnarandstöðunnar í Þýzkalandi fer gagnrýni á aðgerðir ESB greini- lega vaxandi. Og ríkisstjórnir Ung- verjalands, Tékklands og Póllands, sem öll era ríki sem bíða inngöngu í ESB, sögðust í gær ekki taka undir hótanir ráðherraráðs ESB um að skera á tvíhliða pólitísk tengsl við Austurríki, komist Frelsisflokkurinn að stjórnartaumunum. Framkvæmdastjórn ESB virtist einnig taka öllu grynnra í árinni en ráðherraráðið og sagðist ekki myndu láta viðgangast að starfshæfni stofn- ana sambandsins yrði stefnt í hættu, sem hins vegar gæti gerst ef ráð- herraráðið gerði alvöra úr hótunum sínum. ■ Klima og Klestil/24 Flugslysið við Kaliforníu Heyrst hef- ur í öðrum flugritanum Port Hueneme. AFP, AP. ENGIN von er lengur talin um að nokkur hafi lifað af er farþegaþota frá Alaska Airlines hrapaði úti fyr- ir Kaliforníu á mánudagskvöld. Leitað var þó enn í gær af mörg- um skipum, fundist hafa fjögur lík en alls voru 88 manns um borð. Flugvélin var á leið frá Puerto Vallarta í Mexíkó til San Francisco er hún hrapaði í sjóinn 16 km und- an ströndinni og 32 km norðvestur af Los Angeles-flugvelli. Þangað vildi flugmaðurinn ná en áður hafði hann tilkynnt bilun í hæðar- stýri og barðist við að hafa stjórn á vélinni í ellefu mínútur áður en hún hrapaði í sjóinn. Heyrst hefur í öðrum flugrita vélarinnar en flakið liggur á rúm- lega 200 m dýpi og er gert ráð fyr- ir að reynt verði að ná flugritanum upp með dvergkafbáti. 30 starfsmenn sama fyrirtækis? Fimm menn voru í áhöfn vélar- innar og farþegarnir áttatíu og þrír, þar af þrjú börn. Talið er, að meðal farþeganna hafi verið allt að þrjátíu starfsmenn eins og sama fyrirtækisins, Horizon Air Ind- ustries. Engin skipuleg andstaða lengur í Grosní Tsjetsjenar í herkví Grosní, Moskvu. AFP, AP, Reuters. RÚSSNESKI herinn hefur mætt lítilli andstöðu í Grosní en þó er talið, að einhverjir skæraliðar séu þar enn. Flestir þeirra yfirgáfu borgina á mánudag og þriðjudag og eru nú í bænum Alkhan-Kala, suðvestur af borginni. Rússnesk stjórnvöld sendu í gær 3.500 manna úrvalslið til Tsjetsjníu og sagði yfirmaður úrvalssveitanna, Georgi Shpak, að fyrir væri um 4.500 manna lið úr sveitunum er hefði verið sent á vettvang fyrir tæpri viku. Að auki eru um 93.000 manns úr rússneska hernum og vopnuðum liðsafla innanríkisráðu- neytisins í Kákasushéraðinu. Yfirmenn herliðs Rússa vísa al- gerlega á bug staðhæfingum Tsjetsjena þess efnis að um 2.000 skæraliðar sem börðust í héraðs- höfuðborginni hafi komist undan heilu höldnu á þriðjudag. Varnar- málaráðherra Rússlands, ígor Sergejev, sagði í gær að 586 skæraliðar hefðu verið felldir aðfaranótt miðvikudags er þeir reyndu að flýja frá Grosní. Ljóst er að mikið mannfall varð í röðum skæruliða er þeir flýðu frá Grosní og þar á meðal féllu þrír foringjar þeirra. Voru fréttir um, að sá fjórði, Shamíl Basajev, hefði misst annan fótinn en sjálfur segist hann aðeins hafa særst lítillega af sprengjuflís. Heitir hann því að halda baráttunni áfram annars staðar í landinu. Skæraliðarnir hafa komið sér upp nýjum stöðvum í Alkhan-Kala og er jafnvel talið, að þeir vilji reyna að semja um það við Rússa að fá að komast burt. Var einn tjetsjnesku stríðsherranna, sem berjast með Rússum, Bíslan Gant- amírov, í bænum í gær þar sem hann ætlaði að ræða við skæruliða en Rússar sitja um bæinn. Pútín „vel upplýstur“ Enginn árangur varð af viðræð- um Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, við rúss- neska ráðamenn um hernaðinn í Tsjetsjníu og var raunar ekki búist við því. Lagði hún áherslu á, að finna yrði pólitíska lausn á deil- unni. Hún hrósaði hins vegar Vlad- ímír Pútín, settum forseta Rúss- lands, fyrir afstöðu hans í ýmsum öðrum málum og sagði, að hann væri augljóslega „vel upplýstur“. Pútín lýsti því yfir, að hann liti á Bandaríkin sem helsta bandalags- ríki Rússlands þótt ágreiningur væri um suma hluti. McCain vann stórsigur Washington. AP. JOHN McCain, öldungadeildar- þingmaður frá Arizona, sagði í gær að stórsigur hans í forkosningum repúblikana í New Hampshire á þriðjudag hefði komið sér á óvart. Hann hlaut 49% atkvæða en helsti andstæðingur hans, George W. Bush, ríkisstjóri í Texas, 31%. Fram kom í könnunum að 63% kjósenda töldu að McCain meinti það sem hann væri að segja en að- eins 31% voru sama sinnis um Bush. Næstu forkosningar repúblikana verða í Delaware 8. febrúar en McCain hyggst einbeita sér að Suð- ur-Karólínu. Hann hélt þegar í gær á kosningafund þar og sagðist enn vera í loftinu yfir sigrinum í New Hampshire. Hann bætti því við að „gamlir vinir sem ég hef ekki heyrt frá um hríð“ hefðu hringt í sig. Sig- ur McCains er sagður áfall fyrir forystu flokksins sem hefur stutt Bush. Kannanir benda til þess að McCain hafi ekki aðcins fengið mcirihluta atkvæða óflokksbund- inna heldur einnig flokksbundinna repúblikana. A1 Gore varaforseti hafði betur en Bill Bradley og fékk 50% at- kvæða í forkosningum demókrata en Bradley 46%. Gore sagðist hafa veitt andstæðingi sinum úrslita- högg en Bradley sagði að svo lítill fylgismunur hefði verið sigur fyrir „nýja stefnu“ og hét því að beijast ótrauður áfram. Hann sagði auk þess að fjármálahneyksli í tengslum við kosningabaráttuna 1996 gætu enn orðið Gore fjötur um fót. Svar- aði varaforsetinn því til að Bradley legðist svo lágt að grípa til „pcr- sónulegra svivirðinga." ■ Getur gert sér/39 MORGUNBLAÐIÐ 3. FEBRUAR 2000 690900 090000 AP John McCain og eiginkona hans, Cindy, heilsa stuðningsmönnum á kosn- ingafundi í Spartanburg í S-Karólínu gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.