Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aðeins Shipman veit hve marga hann myrti AP Teikning sem gerð var af Shipman í réttarsal á mánudaginn. Dómarinn dæmdi hann í 15-falt lífstíðarfangelsi. Reuters Díamorfín Hídróklóríð, öðru nafni heróín, sem fannst í fórum Shipmans. Brezka þjóðin situr þrumu lostin frammi fyrir þeim tíðindum, að heimilislæknirinn Harold Shipman hafí ekki aðeins myrt þær fímmtán konur, sem hann var í fyrradag dæmdur fyrir, heldur kunni hann að hafa myrt á annað hundrað sjúk- linga sinna. Freysteinn Jóhannsson hefur fylgzt með fréttum af réttar- höldunum yfír Harold Shipman og rekur gang mála. „ÞÚ HEFUR reynzt okkur ómet- anleg stoð og það er huggun harmi gegn að vita af þér hjá henni á dauðastundinni, fyrst okkur var ekki ætlað að vera þar.“ Eitthvað á þessa leið hljóðar bréf sem fjölskylda í Hyde skrifaði lækni sínum, Harold Shipman, þegar fjöl- skyldumóðirin dó. Nú veit þessi fjölskylda betur sem og fleiri fjöl- skyldur í Hyde, sem í sárum eru. Nú þegar dómar eru fallnir í mál- um fimmtán sjúklinga Harold Shipman, telur lögreglan sig þegar hafa nægar sannanir gegn honum í 23 málum til viðbótar. Nú verða ættingjar þeirra fórnar- lamba spurðir, hvort þeir vilji að mál verði höfðað gegn Shipman á nýjan leik og síðan mun ákæruvald- ið taka ákvörðun um það, hvort af slíkum réttarhöldum verður. En lögreglan lætur ekki staðar numið við þessi 23 nýju mál; allt í allt hefur hún rannsakað 136 mál frá síðustu fimmtán árum. John Pollard, dánar- dómstjóri í Tameside, hefur tekið dýpra í árinni og leitt getum að því, að miðað við fjölda þessara mála og starfsævi Shipman kunni fórnar- lömb hans að vera fleiri en 1.000. En aðeins Harold Shipman veit hversu marga sjúklinga sinna hann myrti. Hann stendur nú uppi sem versti raðmorðingi Breta á þessari öld og kannski allra tíma. Varð uppvís að lyfjamisnotkun Harold Frederick Shipman er 54 ára, fæddur 14. janúar 1946 í Nott- ingham. Hann þótti ósköp venjuleg- ur í æsku, hljóður og duglegur, stundaði nám sitt vel og íþróttir, þar sem hann sýndi mikið keppnis- skap og komst í skólaliðið í rugby. Hann missti móður sína 17 ára; hún dó úr krabbameini 43 ára, og segja þeir, sem til þekktu, að dauði henn- ar hafi orðið honum þungt áfall. Hann bar sinn harm í hljóði; eina útrásin, sem hann sagðist fá, var að hlaupa út í regnnóttina í Notting- ham. Eftir dauða móðurinnar ákvað Shipman að gerast læknir. Hann stundaði læknanám í Leeds og lauk því 1970. A skólaárunum kynntist hann Primrose Oxtoby, sem varð eiginkona hans og móðir fjögurra barna þeirra. Þau bjuggu fyrst hjá foreldrum hennar, en svo slózt upp á vinskapinn og ungu hjónin fóru. Primrose snéri baki við foreldrum sínum og þau hafa ekki talazt við síðan. Til þess hefur verið tekið við réttarhöldin, að Primrose Shipman mætti upp á hvern dag eiginmanni sínum til stuðnings. Harold Ship- man ákvað að helga sig heimilis- lækningum og hóf störf við lækna- miðstöð í Todmorden. Hann kom sér vel í starfi, en sex árum síðar varð hann uppvís að því að falsa lyf- seðla og kom þá í ljós að hann mis- notaði lyfið pethidine. Hann var leiddur fyrir rétt, játaði svikin og var sektaður um 600 pund, en missti ekki læknisleyfið, þar sem hann var kominn í meðferð. Það liðu tvö ár þar til hann tók upp læknisstörf að nýju hjá Donnyþrook-læknamið- stöðinni í Hyde, austur af Man- chester. Shipman leyndi yfirmann sinn þar engu um fortíðina. Næstu árin vann hann sig upp í stöðu vin- sæls læknis og virts íbúa. Starfsfé- lagar hans lýsa honum sem dugleg- um og metnaðarfullum lækni, en dálítið hrokafullum manni, sem allt þóttist vita og geta. Eftir fimmtán ár hjá Donnybrook ákvað hann að hætta þar og sýndi þá mikla hörku; tók með sér 2500 sjúklinga og varð fátt um kveðjur. Hann opnaði sína eigin stofu og vinsældir hans héldu áfram að aukast. Þegar hann var handtekinn var hann með 3.100 sjúklinga á skrá. Fjöldinn vakti grunsemdir En fjöldi dauðsfalla sjúklinga Shipman vakti grunsemdir starfs- fólks útfararstofu bæjarins. Þeim fannst líka sérkennileg aðkoman að líkunum, sjúklingarnir höfðu setið fullklæddir í stól sínum, þegar þeir sofnuðu svefninum langa. í marz 1998 ræddu þau grunsemdir sínar við lækni, sem þangað kom til þess að skrifa upp á dánarvottorð vegna sjúklinga Shipman, en þegar um líkbrennslu er að ræða verður ann- ar læknir en sá sem annaðist hinn látna að skrifa upp á dánarvottorðið með honum. I ljós kom, að læknir- inn og annar til höfðu þegar sínar grunsemdir og lögreglunni var falið að rannsaka málið. Sú rannsókn leiddi hins vegar ekkert grunsa- mlegt í ljós, en var mjög takmörkuð og nú er það gagnrýnt, að lögreglan talaði hvorki við Shipman sjálfan né kannaði fortíð hans. Og að ekki skyldu vera bornar saman tölur um dauða sjúklinga Shipman og tölur frá öðrum læknum, en slíkur sam- anburður sýnir gnmsamlega miklu fleiri dauðsföll meðal sjúklinga Shipman en annarra lækna. Flest fórnarlömb Shipman voru fullorðnar konur. Eina þeirra myrti hann á læknastofu sinni, en aðrar heimsótti hann og sprautaði þar með banvænum skammti af heróíni. Þegar dauðastríðinu var lokið, en það stóð í um fimm mínútur, átti hann það til að hringja í ættingja og tilkynna þeim „látið“. Stundum fór hann og kom svo aftur til þess að finna hinn „látna“. Síðar kom í ljós við rannsókn á tölvu hans, að hann falsaði sjúkra- skýrslur fórnarlambanna til þess að þær kæmu heim og saman við lýs- ingar hans á hjartakvillum og öðru, sem hann skráði sem dánarorsök. Vinsældir hans og sú virðing sem hann naut hjálpuðu honum til þess að sannfæra ættingja um að engin þörf væri á líkskoðun. Það hefur komið í ljós við rannsókn málsins, að allt frá því ári áður en hann opn- aði eigin stofu, sveik Harold Ship- man út mikið magn heróíns með því að falsa nöfn sjúklinga á lyfseðlum og þegar hann var handtekinn taldi rannsóknin hann hafa svikið út um 1400 banvæna skammta af lyfinu. Fyrsta morðið, sem Shipman var sakfelldur fyrir nú, framdi hann 6. marz 1995 og það síðasta 24. júní 1998, en hann var handtekinn í september 1998. Fölsunin felldi hann En það sem endanlega felldi Shipman voru ekki „læknisstörfin“, heldur falsanir. Menn velta því mjög fyrir sér, hvað hafi rekið Shipman áfram. Engar augljósar ástæður hafa fundizt fyrir morðun- um og halda menn helzt að hann hafi haft einskæra ánægju af því að myrða fólk og fengið einhverja nautn út úr því valdi, sem hann tók sér yfír lífi og dauða. En í júní 1998 gerði Shipman nokkuð, sem önnur dæmi eru ekki um; hann falsaði erfðaskrá fórnarlambs síns, Kath- leen Grundy, til þess vegar að hún eftirléti honum eigur sínar upp á tæp 400 þúsund pund. Getum hefur verið að því leitt, að þegar hér var komið, hafi morðið eitt og sér ekki verið Shipman nóg, heldur hafi hann þurft eitthvað meira og ábata- vonin þá blindað hann líka. Dóttir viðkomandi konu kærði fölsunina til lögreglunnar, fölsunin þótti augljós og nú fóru hjólin að snúast gegn Harold Shipman. A læknastofu hans fannst ritvélin, sem hafði verið notuð við erfðaskrána, og rithand- arrannsókn leiddi í ljós, að undir- skriftir voru falsaðar. Lík Kathleen Grundy var grafið upp og rannsókn leiddi í ljós að banamein hennar var of stór skammtur af heróíni. Sjöunda september 1998 var Harold Shipman ákærður fyrir morð á Kathleen Grundy og fyrir að falsa erfðaskrá hennar. Síðar í sama mánuði voru þrjú lík sjúklinga hans grafin upp og 7. október var hann ákærður fyrir morðin á þeim. Það er til marks um þá virðingu og vin- sældir sem Harold Shipman naut, að læknisstofa hans fylltist af blóm- um og stuðningskveðjum frá fólki, sem var þess fullvíst, að hann væri hafður fyrir rangri sök. En lög- reglurannsókn hélt áfram. Fimm lík til viðbótar voru grafin upp og leiddi rannsókn í ljós sama banamein og í fyrri tilfellum. 22. febrúar 1999 var Harold Shipman ákærður fyrir þau morð og sex önnur, þar sem fórnar- lömbin höfðu verið brennd. Lögreglumaður, sem tók þátt í yfirheyrslunum yfir Harold Ship- man hefur lýst honum sem hroka- fullum gáfumanni, sem hafi litið á yfirheyrslurnar framan af sem vits- munalegar skylmingar. En þegar honum varð ljóst, hvernig sannan- irnar gegn honum hrönnuðust upp, brotnaði hann svo yfirheyrslum var frestað. Eftir það svaraði hann öllu neit- andi. Fimmta október 1999 hófust rétt- arhöld í máli Shipmans. Hann játaði aldrei eitt eða neitt, en 31. janúar sl. kvað kviðdómur upp úr um sekt hans og hann var dæmdur fyrir 15 morð og fölsun á erfðaskrá. Aldrei aftur frjáls maður Dómarinn, Justice Forbes, dæmdi Shipman í 15 sinnum ævi- langt fangelsi. „í þínu tilfelli verður ævilangt að merkja allt þitt líf,“ sagði hann. „Þú mátt aldrei aftur verða frjáls maður.“ Og ennfremur: „Ég efast ekki um að fómarlömb þín hafi öll brosað við þér og þakkað þér um leið og þau gáfu sig glæp þínum á vald. Þú myrtir hvert og eitt þeirra í vísvitandi og mis- kunnarlausri afbökun á starfi þínu. Þú misnotaðir algjörlega það traust, sem fórnarlömb þín báru til þín. Ekkert þeirra vissi, að þú varst ekki að lækna, heldur svipta þau lífi ... og að þau mættu dauðanum dulbúnum sem umhyggju góðs læknis. Sú illska sem þú hefur sýnt er meiri en orð fá lýst og meiri en nokkur getur trúað. Þú hefur ekki sýnt nein merki iðrunar vegna illvirkja þinna ...“ Dómarinn dæmdi svo Shipman í 15 sinnum ævilangt fangelsi og fjög- uma mánaða fangelsi fyrir skjala- fölsun. Hvort öll kurl eiga eftir að koma til grafar í máli Harold Shipman, veit hann einn. Verjandi hans hafði í lokin það eitt að segja, að refsingin fyrir morð væri ákveðin í lögum. Frá henni yrði ekki vikið og hann hefði ekkert fleira fram að færa. I frásögnum af réttarhöldunum var þess getið, að Harold Shipman sæti svipbrigðalaus undir vitnisburðum, málflutningi og dómsuppkvaðningu. En í einni frásögn er þess getið, að þegar dómarinn endurtók fimmtán sinnum lífstíðarfangelsi fyrir morð, hafi orðin dunið á honum líkt og svipuhögg. Svo stóð hann upp og hvarf í fylgd fangavarða bak við lás og slá. Hertar reglur Brezka ríkisstjórnin hefur þegar tilkynnt hertar reglur varðandi skyldur lækna til að gefa upp dóma, sem þeir hafa hlotið fyrir refsivert athæfi, og um tilkynningar dauðs- falla, sem verða á læknastofum þeirra. Þá hefur verið skipuð nefnd, sem á að fara ofan í saumana á máli Harold Shipman og gera tillögur til úrbóta, sem nauðsynlegar þykja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.