Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 23 ÚRVERINU Aflabrögð og gæft- ir með besta móti Tæpum 619 lestum af þorski var landað hér í Bolungarvík í janúar af átján bátum sem allir nema einn teljast til smábáta. Guðný ÍS var afiahæst með 114,5 tonn í 19 róðrum eða rúm sex tonn í róðri, en Guðný er 75 smálestir að stærð. Skipstjóri á Guðnýju er Jón Pétursson. Aflahæstur smábáta var mb. Guðmundur Einarsson sem er aðeins 6 smálestir en aflaði þó 91,3 tonna í 23 róðrum eða tæpra fjög- urra tonna í róðri. Skipstjóri er Guð- mundur Einarsson. Næst kemur svo Mímir, skipstjóri Finnbjörn Elías- son, en hann aflaði 53,9 tonna í 17 róðrum. Gæftir í janúar voru mjög góðar sem sést best á því að róið var á smábát 23 róðra á þessum árstíma. í janúar í fyrra aflaði Guðmundur Einarsson 54 tonna í 12 róðrum. Rúmlega 113 tonnum af innfjarða- rækju var landað í janúar. Sjö bátar stunda rækjuveiðar frá Bolungar- vík, aflahæstur var mb. Páll Helgi með 27 tonn í 20 róðrum. Skipstjóri á Páli Helga er Benedikt Guðmundsson. Þá landaði mb. Gunnbjörn 38,6 tonnum af blönduð- um afla en hann er gerður út á botn- vörpu. í janúar var skipað hér í land um 280 lestum af frystri rækju til vinnslu hjá rækjuverksmiðju Bakka. Af þessu má sjá að það er mikill gangur hjá þeim veiðiflota sem héð- an sækir, þar sem uppistaðan er smábátaútgerð. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Þessi glaðlegu hjón vinna við að beita línu á m/b Mími ÍS. Þau heita Sompom og Velan og em frá Taílandi. Þau hafa búið í Bolungarvík í nokkur ár, ásamt syni sínum sem nú er átta ára. Þau hjónin segjast beita að jafnaði sex bala á dag þegar róið er og láta mjög vel af sér. PiiHlHi* || Morgunblaðið/Snorri Snorrason Freri RE kom til Reykjavíkur í fyrradag eftir gagngerar breytingar í Póilandi undanfarna mánuði. Skipt um aðalvél í Frera og skipið lengt FRYSTITOGARINN Freri RE kom til Reykjavíkur í fyrradag eft- ir gagngerar breytingar á skipinu í Póllandi. Næstu vikur verður sett niður nýtt millidekk og er áætlað að skipið fari aftur á veiðar um miðjan mars en talið er að heildar- kostnaður verði innan við 500 millj- ónir króna. Freri fór til Póllands í lok júlí á liðnu ári og var áætlað að fram- kvæmdum í skipasmíðastöðinni Moska yrði lokið í desember. Hins vegar tafðist verkið um rúman mánuð en gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar, sem eftir eru, Eftir að setja niður nýtt millidekk taki um fimm vikur. Togarinn var smíðaður á Spáni 1973 og því kom- inn tími á lagfæringar, að sögn Hjartar Gíslasonar hjá Ögurvík hf., sem gerir skipið út. Það var lengt um rúmlega 10 metra, ný 5.000 hestafla aðalvél með viðeigandi stýri og skrúfu var sett í skipið sem og veltitankur, borðsalur end- urnýjaður og fleira auk þess sem skrokkurinn var sandblásinn og skipið málað. Millidekkið verður síðan sett niður hérna heima en Formax hf. smíðar alla vinnslulín- una. „Vinnan í Póllandi var umtals- verð og það er almenn ánægja með skipið eftir heimsiglinguna," segir Hjörtur. Hann segir að kominn hafi verið tími á breytingar og nauðsynlegt sé að eiga ný og góð skip til að yrkja miðin. Hins vegar hafi verið hagkvæmari lausn að breyta en að láta byggja nýtt skip, „en heildarkostnaður er innan við 500 milljónir króna,“ segir Hjörtur. Nýjar vörur Bómullarpeysur 2990 Kr.Stk Flíspeysur 2990 Kr.Stk Útsölulok STAKIR JAKKAR, ÚLPUR, ULLARPEYSUR UG FLEIRA MEÐ MIKLUM AFSLÆTTI DRESS MANN 11 \ii l Ath Sendum í póstkröfu. Laugavegi 18b Sími 562-9730 Fax 562-9731 Grænt númer 800-5730 Kringlunni Sími 568-0800 Fax 568-0880 Grænt númer 8006880 LAUGAVEGI - KRINGLUIMNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.