Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.02.2000, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ______________UMRÆÐAN__ Fordómar og farísear AÐ undanförnu hef- ur umræða um eró- tíska skemmtistaði verið rúmfrek í ís- lensku þjóðfélagi og sýnist sitt hverjum. Sumir eru á móti stöð- um þessum vegna þess að þeir sækja þá aldrei sjálfir, en aðrir eru á móti þeim í nafni bar- áttunnar fyrir betri heimi. A hinn bóginn hafa þeir, sem láta sér rekstur þessara staða í léttu rúmi liggja, ekki haft sig mikið í frammi. Nú er raunar tals- vert síðan fyrstu erótísku skemmti- staðirnir voru opnaðir, en lítið bar á gagnrýni á starfsemi þeirra framan af, þó vitaskuld hefðu margir haft hana í flimtingum og aðrir dylgjað um að þar færi ýmislegt misjafnt fram. Gekk raunar svo langt að yfir- lögregluþjónn í Reykjavík lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að „lögreglan hafi haft vísbendingar um tengsl starfsemi [nektardansmeyjanna] og fíkniefnainnflutnings og síðan hafi komið í ljós þrjú til fjögur mál sem sýni fram á þetta“. Þetta fannst honum óræk sönnun þess, að grípa yrði í taumana gegn öllum nektar- stöðunum. En vakningin í þessu máli varð á öðrum vettvangi. A kvennaráðstefn- unni, sem þær Sigríður Dúna og Hillary héldu um árið, kvaddi frú Vairu Vike-Freiberga, forseti Lett- lands, sér hljóðs og hafði uppi stór orð um það að stúlkur frá Eystra- saltsríkjunum væru nánast seldar mansali vítt og breitt um Evrópu. Hún skor- aði jafnframt á íslensk yfirvöld að stemma stigu við þessu, enda væru þessar konur neyddar út í vændi og þaðan af verri iðju. Og undir þetta jörmuðu alls kyns sérfræðing- ar, klerkar og aðrir þeir, sem hafa lifi- brauð sitt af því að hafa áhyggjur af dóm- greind allra annarra en sjálfra sín. En hvað er hæft í þessu? Undirritaður á oft erindi í miðbæ Reykjavíkur og þar ber óneitanlega talsvert á dansmeyjunum að degi til. Þær halda nokkuð til á kaffihús- unum, sitja þar og skrafa, lakka á sér neglumar og virða fyrir sér mannlífið. Að þær stundi þar vændi er hins vegar af og frá. Þetta getur hver sem vill sannreynt. Raunar átti ég orðastað við nokkrar þessara stúlkna um daginn og spurði hvað í ósköpunum drægi þær til þessa kalda lands. Svarið var einfalt, hér gætu þær unnið sér inn drjúgan skilding á stuttum tíma og án þess að annað héngi á spýtunni. Eg spurði hvað þær ættu við með því og var þá upplýstur um að víða á meginlandi Evrópu væm stúlkur úr austurvegi lokkaðar vestur til þess að dansa nektardans, en þegar á hólminn væri komið væri þeim þröngvað til annarrar iðju. Það má því með sterkum rökum halda því fram, að verði orðið við áskorun frú Vike-Freiberga sé ver- Dansmeyjar Er eitthvað um það í femínískum fræðum, spyr Andrés Magnús- son, að konur megi einvörðungu hafa at- vinnu af langskóla- gengnu heilabúi? ið að setja þessum stúlkum frá Eystrasaltsríkjunum afarkosti. Þær skuli hypja sig héðan og dansa ann- ars staðar þar sem nektardansinn er ekkert annað en dulbúið vændi. Og auðvitað verða þær hraktar út í vændið með manngæskuna að leið- arljósi! Hinn kosturinn er að halda heim í atvinnuleysið og eymdina. Hvers vegna skyldi það vera hið eina, sem bíður þeirra heima? Jú, þorri stúlknanna frá Eystrasalts- ríkjunum, sem hér dansa, tilheyra rússnesku minnihlutahópunum; eiga í erfiðleikum með að fá vinnu af þeim sökum, mörgum er neitað um ríkisfang og kosningarétt og sumar þeirra eiga meira að segja börn með þvottekta Eystrasaltsbúum, en börnin eru ríkisfangslaus! Frú Vike-Freiberga ætti að láta svo lítið að virða lágmarksmannréttindi óhreinu barnanna sinna áður en hún fer í faríseabúning á íslandi og hvetur okkur til þess að setja þau út á Guð og gaddinn. En það eru fleiri óþægilegir fletir á þessu máli. I umræðunni allri hef- ur verið tönnlast á því að hafa verði vit fyrir dansmeyjum frá Eystra- saltsríkjunum og löndum Austur- Evrópu. En það er merkilegt að aldrei er talað í sama tón um stúlk- ur, sem hingað koma í sömu erinda- gjörðum frá Kanada, Bandaríkjun- um, Bretlandi eða Norð- urlöndunum. Er þeim þá ekki þröngvað? Eða er ekki jafnmikil ástæða til þess að takmarka at- vinnutækifæri þeirra? Því miður óttast ég að hér séu á ferðinni for- dómar undir grímu gæskunnar. Fleira má til nefna. Finnst engum það til dæmis neitt skrýtið, að sömu kvenréttindakonumar og hafa um áratugabil barist fyrir launajafn- rétti skuli róa að því öllum árum að svipta dansmeyjar frá Eystrasalts- ríkjunum eina kosti þeirra til þess að komast frá fátækt til bjargálna? Eða er eitthvað um það í femínísk- um fræðum að konur megi einvörð- ungu hafa atvinnu af langskóla- gengnu heilabúi? Engum finnst skrýtið að í stétt dyravarða veljist fremur heljarmenni en hortittir, en ættu karlar einir að sitja að því að fá störf í krafti líkamsburða? Það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að sumum kvenréttindakonum finnist óþolandi að ómenntaðar konur geti haft háar tekjur. Nú kann raunar að draga til tíð- inda í þessum málum öllum, því kynntar hafa verið hugmyndir um að krefjast atvinnuleyfis af listdöns- urum, þó þeir séu hér aðeins um örskamma hríð. Þá vaknar hins veg- ar sú spurning hvort þess verði þá ekki að krefjast af öllum listamönn- um, sem hingað koma til lands, svo að jafnræðisreglan sé að fullu virt. Þá er hætt við að Menningarborgin Reykjavík standi ekki undir nafni, því það stendur einmitt til að fá hingað til lands San Francisco-ball- ettinn, og fjölda erlendra lista- manna annarra raunar. En um hvað snýst þessi hringa- vitleysa öll? Jú, hún snýst um óþol og afskiptasemi fólks, sem ekki sef- ur á næturnar af ótta við að aðrir séu að skemmta sér. Þetta sama fólk nagar neglurnar upp í kviku í kvíðakasti yfir að aðrir kunni að hafa annað gildismat en það sjálft. Þess vegna láta stjórnmálamenn eins og þeir hafi allt í einu uppgötv- að syndina og hvernig megi koma í veg fyrir hana. Þess vegna hafa fjölmiðlar eftir ómerkilegar dylgjur lögregluþjóna um heila stétt manna. Þess vegna snúa kvenréttindakonur baki við rétti kynsystra sinna til at- vinnufrelsis, tala niður til þeirra og segja þeim ekki sjálfrátt. Þess vegna kveður hver vitringurinn á fætur öðrum sér hljóðs, lýsir yfir því að hann þekki ekkert til þessara staða, en hafi eigi að síður fullvissu fyrir því að þeir séu mannskemm- andi lastabæli, sem verði að loka hið snarasta eigi fagurt mannlíf að þríf- ast á íslandi að nýju. En það er nákvæmlega þetta fólk, sem er hættulegast íslensku þjóðfé- lagi. Það treystir ekki öðru fólki til þess að sjá fótum sínum forráð, en veit með vissu þess sem trúir, að það er sjálft þess umkomið að hafa vit fyrir öðrum. Og hið skelfilega er að þessir boðberar fóstrufasismans komast upp með mannfyrirlitning- arboðskap sinn nánast óáreittir. lliifundur er vefari. Andrés Magnússon Hvað verður um eldri borgara? NÚ eru umbrotatím- ar í launamálum stórs hluta þjóðarinnar. Samningar stéttarfé- laga hafa hafist um kjör mikils fjölda laun- þega og stéttarfélögin búa sig til að ná sem bestum kjörum fyrir félaga sína. En hvað fá eldri borgarar í sinn : hlut af „góðærinu"? Skýrslur og athug- I anir hafa sýnt hvað eft- ; ir annað að þar er hlut misskipt eins og ann- ars staðar í þjóðfélag- inu, þannig að góðærið nær misjafnt til þeirra. Reikna má með að um Vt hluti eldri borgara yfir 67 ára, eða 7-8.000 manns séu undir fátæktarmörkum og allmargir aðeins rétt fyrir ofan. Hér kemur bæði til að sumir líf- eyrissjóðir eru ennþá ungir og greiðslur því ennþá takmarkaðar. En líka að ellilífeyrir frá Trygging- astofnun ríkisins hefur dregist aftur úr með árunum að raungildi er nú kr. 17.435 á mánuði og hálfur hjóna- lífeyrir kr. 15.692. An þess að skýra nánar hið flókna tryggingakerfi rík- isins má öllum vera ljóst að þetta dugar ekki til lífsviðurværis. Grunnlífeyrir hefur hækkað um nokkur prósent á liðnum árum en öllum má vera ljóst að 3,5% hækkun á svona lága upphæð gerir ekki mikið eða rúmlega 500 kr. á mánuði. Það er því nauðsynlegt að reikna þessar bætur allar í krónum þannig að raunhæf bót væri af þessu fyrir þá lægst launuðu og staðan væri augljós. Stéttarfélög ætla að semja til 3ja eða 4ra ára. Því gæti ríkið gert slíkt samkomulag til 3ja ára um stighækkun ellilífeyris t.d. 20-30 þúsund á mánuði eða 240-360 þúsund á ári. Byrði ríkis- Aldraðir Um % hlutar útgreidds lífeyris, segír Páll Gíslason, eru vegna ávöxtunar fjárins. sjóðs færi svo eftir útfærslu og fjölda þeirra, sem þyrftu á þessu að halda. Mér er ljóst að hér þarf að gera langtímaáætlun, sem alveg er eins hægt að gera eins og samninga um almenn launakjör. Þegar þrengingar voru í fjármálum þjóðarinnar fyrir 1990-1991 tóku aldraðir sinn hlut af erfiðleikunum. Nú ættu þeir lægst- launuðu að fá meiri umbun í dag. Skattlagning lífeyristekna Síðan hafið var að innheimta 10% fjármagnsskatt, hefur verið Ijóst að mikið misvægi er í skattlagningu líf- eyris frá lífeyrissjóðum, sem eru skattlagðar almennar tekjur með tæplega 40% skatti, en ekki 10% eins og aðrar fjármagnstekjur. Það hefur komið í ljós að um % hlutar útgreidds lífeyris er vegna ávöxtunar þess fjár, sem við höfum greitt með mánaðarlegum greiðslum í lífeyrissjóð okkar, en sú upphæð fyllir 'á af lífeyrinum. Það er því aug- ijóslega rangt að skattleggja allan lífeyri með hærri prósentunni. Félag eldri borgara hefur leitað álits sérfróðra lögfræðinga, Sigurð- ar Líndal prófessors og Jónasar Þ. Guðmundssonar hæstaréttarlögm., auk þess sem Gunnar Schram pró- fessor hefur látið álit sitt í ljós á sama hátt. Með þetta í farangri mun nú leitað aftur til fjármálaráðherra um lausn á þessu máli. Vel kæmi til greina að láta þetta taka 2-3 ár í áföngum. En þessi skattlagning eins og hún er í dag, er bæði óréttlát, skökk og brýt- ur gróflega á stjórnarskrá hins ís- lenska lýðveldis okkar. Hér er því um siðferðilegt og laga- legt brot að ræða, sem þyrfti að laga á þessu ári. Auðvitað er það svo að fleira kæmi til greina til að bæta hag eldri borg- ara í þjóðfélaginu, en nauðsynlegt er að beina athyglinni fyrst að þeim sem eru verst settir og bæta kjör þeirra. Höfundur er læknir. Brúðhjón Allur borðbiínaður - Glæsilerj ijjalavara - Briiðbjónalistar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Páll Gíslason Til varnar handboltafor- ystunni SLÆMT gengi ís- lenska handknattleiksliðsins í Króatíu hefur að vonum valdið von- brigðum. Margir blórabögglar hafa verið tilnefndir og ekki staðið á gagn- rýni. Ekki síst hefur spjótunum verið beint að þjálfara og forystu Handknattleikssam- bands íslands, sem er gefið að sök að hafa staðið slælega að und- irbúningi keppninnar. Eitthvað er sjálf- sagt til í því en á því eru sömuleiðis skýringar. Hand- knattleikssambandið hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að stríða undanfarin ár og ekki er langt síð- an skuldir sambandsins fóru vel yfir eitt hundrað milljónir króna. Undir forystu Guðmundar Ingvasonar og félaga hans í stjórn HSI hefur það þrekvirki unnist að skuldirnar hafa lækkað niður í tíu milljónir. Landsliðsþjálfari og landsliðið sjálft hafa goldið fyrir þessar þrengingar og þær sparn- aðarráðstafanir sem óhjákvæmi- legt var að grípa til. Skammir út í þessa menn eru ómaklegar. Miklu nær væri að þakka þeim að ís- lenskur handknattleikur er enn á lífi, hvað þá að vera enn í hópi þeirra allra bestu í heiminum. Sú vonlausa fjárhagsstaða sem handknattleikurinn og fjöldamarg- ar aðrar íþróttagreinar búa við er ein meginástæðan, ef ekki sú eina, sem veldur því að okkur vantar alltof oft herslumuninn til að ná árangri á alþjóðavettvangi. Lítil og vanmegnug sérsam- bönd ráða ekki við kostnaðinn af metnað- arfullri afreksstefnu. Jafnvel þótt íþrótta- og ólympíusambandið, Afreksmannasj óður og velviljaðir stuðn- ingsaðilar úr atvinnu- lífinu hlaupi undir bagga. Ef íslenska þjóðin vill að landslið okkar standi sig betur og okkar fremsta íþrótta- fólk mælist ég til þess að íslendingar horfist í augu við framan- greindar staðreyndir og annaðhvort í nafni ríkisvaldsins íþróttir Mælist ég til þess, segir Ellert B. Schram, að fé- litlum sérsamböndum verði veittir styrkir eða stuðningur, sem gerir þeim kleift að standa undir væntingum. eða með öðrum leiðum veiti félitl- um sérsamböndum styrki eða stuðning, sem geri þeim kleift að standa undir væntingum. Þá verður gagnrýnin líka rétt- mæt, ef illa tekst til. Höfundur er forseti ÍSÍ. Ellert B. Schram
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.