Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 48
»48 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Tryg'g’inga- stofnun greiðir dvöl hjá NLFÍ Miðvikudaginn 26. janúar s.l. birtist frétt í Mbl. um Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. í frétt- inni er vitnað í dvalar- ► gest sem fer mörgum fögrum orðum um dvöl sína á staðnum, en því miður gætir misskilnings hjá hon- um varðandi þann kostnað sem dvalar- gestir bera sjálfir. Eins og allir vita er ríkissjóður og þar með Tryggingastofn- un rQdsins sameign allra landsmanna og er nauðsynlegt að það komi fram að hún ber um það bil Vt hluta kostnaðar við dvöl hvers og eins í Heilsustofnun NLFÍ. Þar af leið- andi ber dvalargestur sjálfur Vt ^kostnaðar af dvöl sinni. Með sanni má þó segja að Heilsustofnun NLFI sitji ekki við sama borð og t.d. Reykjalundur þar sem allur kostnaður við endurhæfingu er greiddur af Tryggingastofnun rík- isins. Fjöldi fólks kemur til dvalar í Heilsustofnun NLFÍ, samkvæmt tilvísun læknis, og er kappkostað að allir hverfi þaðan tvíefldir á sál og líkama. Þeir sem helst koma til dvalar í Heilsustofnun NLFÍ er fólk sem þjáist af bakverkjum, gigtsjúkdómum, ofþyngd, vefja- gigt, síþreytu og streitu. Endur- hæfing er einnig í boði fyrir fólk eftir hjartaáföll og krabbameins- meðferð. Allar beiðnir um dvöl verða að koma frá lækni, að undan- skildum námskeiðum gegn reykingum. Far- ið er yfir allar beiðnir og þeir hafa forgang sem eru í mestri þörf. Eins og áður sagði er lögð áhersla á að bæta bæði líkamlega og andlega líðan dval- argesta og er í því skyni fjölbreytt með- ferð í boði, svo sem sjúkraþjálfun, sjúkra- nudd, heilsu- og leir- böð, víxlböð, vatns- leikfimi og nála- Anna stungumeðferð. Pálsdóttir Fjölbreytt fræðsla er Dvalarkostnaður Heilsustofnun NLFÍ situr ekki við sama borð og t.d. Reykjalundur, segir Anna Pálsdóttir, þar sem allur kostnaður við endurhæfingu er greiddur af Trygginga- stofnun ríkisins. Með pennann að vopni gegn mannréttindabrot- um í löndum syðri Afríku Vertu með - ai3@visir.is einnig í boði svo og umræðufundir, hugleiðsla, slökun. Stuðningsviðtöl eru veitt þeim sem á þurfa að halda og einnig eru í boði einka- viðtöl hjá næringarfræðingi. I Heilsustofnun NLFI er starf- rækt göngudeild sem nýtur vax- andi vinsælda. Þar eru í boði leir- böð, sjúkranudd og sjúkraþjálfun. Göngudeildarþjónustan býðst utan- aðkomandi gestum og dvalargestir geta keypt sér þjónustu deildar- innar utan venjulegrar meðferðar. Höfundur er upplýsmgafuUtrúi HNLFÍ. FÆKKUN BÆNDA - EYÐING BYGGÐA ÞEIR Guðni Ág- ústsson, landbúnaðar- ráðherra og Páll Pét- ursson, félagsmálaráð- herra mættu á al- mennan fund í Félags- heimilinu á Blönduósi miðvikudagskvöldið 12. janúar. Var fundur- inn fjölsóttur af bænd- um og áhugamönnum um landbúnaðarmál úr Húnavatnsþingi öllu og Skagafirði. í boðaðri dagskrá fundarins var varpað fram þremur spurn- ingum, svohljóðandi: 1. Hvað er framundan í málefnum landsbyggðarinnar? 2. Hvernig verður afkoman tryggð í sauðfjárbúskap? 3. Hver eru sóknarfæri landbúnað- arins á nýrri öld? Margt bar á góma og glögglega kom fram í máli ráðherranna að þeir óskuðu opinskárra viðbragða og svara fundarmanna við spurn- ingunum, frekar en að þeir hefðu ákveðinn boðskap fram að færa af hálfu stjórnvalda. Má það teljast eðlilegt miðað við margrætt ástand í svonefndum „byggðamálum" sem einkennast af flótta fólks utan af landi til „suðvesturhornsins" sem allir vita um og tölulega er staðfest. Ekki verður sagt að ráðherrarnir færu nestaðir af úrlausnum við fundarlok þótt almenn þátttaka yrði í umræðunum. Ræðumönnum virt- ist ljós sú staðreynd að markaður- inn fyrir landbúnaðarafurðimar, mjólk og kjöt, er takmarkaður og þar með tekjumöguleikar stéttar- innar í heild hnepptir í fjötra. Ágætur og áhugasamur sauðfjár- bóndi úr hópi fundarmanna reið á vaðið með vel undirbúnum mál- flutningi og boðaði að það þyrfti að gefa verslun með sauðfjárfram- leiðsluréttinn frjálsa til þess að dug- legustu bændurnir gætu aukið framleiðslu sína svo mikið að bú þeirra gæfu nægan arð til sómasamlegrar lífs- afkomu. Þetta var hans svar við spurn- ingunni um sauðfjár- búskapinn og stefnuna inn í nýja öld og í raun- inni túlkun á þeirri kenningu sem margir tileinka sér um hag- ræðingu í framleiðslu- málum landbúnaðar- ins. Þá er ekki minnst á afleiðingamar; að fá Grímur stór bú hljóta að ryðja Gíslason mörgum litlum búum út af sviðinu, sem yrði einn snarasti þátturinn í eyðingu byggðanna og brottflutningi fólks- ins til annarra staða og úrræða. Þessi leið dæmir sig því sjálf sem eyðingarstefna, en ekki endurreisn- arstefna, sem þó er verið að leita að. í þessum skoðanamun liggur djúp- stæður ágreiningur innan stéttar- innar sjálfrar og hlýtur að veikja sókn hennar til viðunandi úrlausnar á vandamálunum. En hvað er þá til ráða? Það ætti að hafa forgang að gera sem flestum bændum kleift að búa búum sínum og viðhalda, sem best verður viðkomið, því menningar- samfélagi út um dreifðar byggðir landsins, til sjávar og sveita, sem þróast hefur með þjóðinni um aldir. Allt annað er frumstæð og kaldræn auðshyggja þeirra manna sem sjá lítið annað en eigin hag. Gamalkunnugt ráð til þess að bjarga „litlu“ bændunum, og raunar fleirum, átti að vera að finna eitt- hvað annað handa þeim til þess að þeir gætu drýgt tekjur sínar. Hvernig var ekki þegar allir áttu að fara að föndra, stunda loðdýrarækt, fiskeldi og nú siðast ferðaþjónustu. Allir vita hvernig þetta hefir gengið og mistekist, nema ef vera skyldi ferðaþjónustan. Vonandi er að hún kollsigli sig ekki með allt of hrað- fara aðgerðum eins og fiskeldið og loðdýraræktin sem hvort tveggju ættu að vera lífvænlegar atvinnu- greinar, eins og í nágrannalöndun- um, ef þær væru þróaðar af forsjá og raunhyggju, en þær ollu allt of mörgum einstaklingum og lána- stofnunum verulegu eignatjóni. I lok áramótahugvekju Ára Teits- sonar, formanns Bændasamtak- anna, kemst hann að þeirri niður- stöðu að allt hafi brugðist sem átti að verða til bjargar frá þeirri öfug- þróun sem átt hefur sér stað á und- anförnum árum, og virðist óstöðv- andi, og hann segir orðrétt: „En hvað er til ráða ef ætlunarverk mis- tekst? Við hljótum að íhuga og ræða Horfið verði alfarið frá þeim áróðri að stækka einhliða búin, segir Grímur Gíslason, hvort sem þau samanstanda af nautgripum eða sauðfé. hvað við gerðum rangt og hverju við þurfum að breyta í aðgerðum okk- ar, semja síðan nýja og vænlegri að- gerðaáætlun og framkvæma hana. Þetta ætti að vera forgangsverkefni íslenskrar þjóðar á komandi ári“. Vissulega er hægt að taka undir þessi tilvitnuðu orð leiðtoga ís- lenskra bænda, en jafn vissulega hefði mátt vænta þess að hann hefði eitthvað fram að færa um uppistöðu þeirrar „aðgerðaáætlunar“ er hann talar um að þurfi að gera og eigi að „vera forgangsverkefni íslenskrar þjóðar á komandi ári“, en þess verð- ur ekki vart. Raunhæfast væri reyndar að tala um með hvaða hætti mætti stöðva þessa umtöluðu öfugþróun, því það er í rauninni frumskilyrði þess að henni verði síðan snúið við. Nú er komið að því sem ég vék aðeins að á fundinum með þeim Guðna og Páli sem frá er sagt í upp- hafi þessarar greinar. Það er: Að horfið verði alfarið frá þeim áróðri að stækka einhliða búin hvort sem þau samanstanda af nautgrip- um eða sauðfé, eða því hvort tveggja, vegna þess að það er bein aðför að landsbyggðinni og því sam- Kanebo - Ný heildarlausn fyrir augnsvæðið! KYNNING í Andorru, Strandgötu 32, í dag og á morgun, frá kl. 13-18 Sérfræðingur frá Kanebo verður með húðgreiningar- tölvuna og veitir faglega ráðgjöf. Kanebo HÁÞRÓUÐ TÆKNI FRÁ JAPAN SENSAI CELLULAR PERFORMANCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.