Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 64
54 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ ' 'i Islandsmeistararnir í parasveitakeppni árið 2000. Talið frá vinstri: Guðmundur Ágústsson forseti Bridssambandsins en hann afhenti verðlaun mótsins, Þá Hróðmar Sigurbjörnsson, Ragnheiður Haralds- dóttir, Una Sveinsdóttir og Pótur Guðjónsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðlendingar unnu parasveita- keppnina íslandsmót í parasveitakeppni l- 2000 var spilað um helgina. 29 sveitir mættu til leiks sem er metþátttaka. Mörgum þykir þetta ásamt para- tvímenningnum skemmtilegustu mót ársins og mæting var mjög góð af landsbyggðinni. Til gamans má geta þess að yngsti spilarinn var 17 ára en sá elsti 79 ára. Islandsmeistarar urðu Hróðmar Sigurbjörnsson, Ragnheiður Hara- ldsdóttir, Una Sveinsdóttir og Pétur Guðjónsson sem öll spila hjá Bf. Ak- ureyrar. Forseti Bridssambandsins, f Guðmundur Ágústsson afhenti verð- laun í mótslok. Staða efstu sveita: Ritararogsmiðir/UnaSveinsdóttir 146 Stefanía Sigurbjömsdóttir 139 Lifandi vísindi/Olöf Þorsteinsdóttir 119 Ljósbrá Baldursdóttir 119 Guðrún Jóhannesdóttir 119 Landsliðskeppni/ kvennaflokkur Skráningu lýkur fimmtudaginn 3. febrúar kl. 17. Allar nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Félag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 21. janúar mættu 23 pör til keppni og urðu úrslit þessi í N/S: , Halla Ólafsd. - Magnús Halldórss. 250 Þorleifur Þórarinss. - Fróði Pálss. 249 Ingibj. Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 240 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 240 Hæsta skor í A/V: Garðar Sigurðss. - Baldur Ásgeirss. 288 Albert Þorsteinss. - Sæmundur Bjömss. 264 Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 250 Sl. þriðjudag spiluðu einnig 23 pör og þá urðu þessi pör efst í N/S: Eysteinn Einarss. - Sigurður Pálss. 290 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórss. 268 AlbertÞorsteinss.-BjömÁmason 241 Hæsta skor í A/V: Emst Bachman - J ón Andrésson 257 Stefán Ólafss. - Sigurjón Sigurjónss. 252 Baldur Ásgeirss. - Garðar Sigurðss. 241 JónStefánss.-SæmundurBjömss. 241 Meðalskor báða dagana var 216. Bridshátíð Flugleiða, BSfogBR Nítjánda bridshátíðin verður hald- in á Hótel Loftleiðum 18.-21. febrúar. Dagskráin verður með hefðbundn- um hætti: Tvímenningur föstudag og laugardag, sveitakeppni sunnudag og mánudag. Skráning á www.bridge.is eða s. 587 9360. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 10. febrúar. Bridsfélag Hreyfíls Hafin er Board-A-Match sveita- keppni félagsins með þátttöku 10 sveita. Eftir þrjá leiki er sveit Ósk- ars Sigurðssonar efst með 82 stig. Kristinn Ingvason og félagar hans eru í öðru sæti með 72 og sveit Birgis Kjartanssonar þriðja með 57 stig. f Keppninni verður fram haldið nk. mánudagskvöld. Bridsfélag Húsavíkur Lokastaða efstu sveita í aðal- sveitakeppni Bridsfélags Húsavíkur 2000 er eftirfarandi: Þórólfur Jónasson 155 Þóra Sigurmundsdóttir 134 Friðrik Jónasson 110 Efstu pör í fjölsveitaútreikningi eru: Hjalti-Petrína 22,00 Þórólfur - Sveinn 20,83 Guðmundur - Hlynur 19,05 Stjóm BFH þakkar Landsbank- anum á Húsavík veittan stuðning. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Reykjavík mánud. 24. janúar. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Hjálmar Gíslason - Bergur Þorvaldss. 263 Sigtr. Ellertss. - Þorsteina Laufdal 250 Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömss. 249 Árangur A-V: Halldór Magnússon - Páll Hannesson 250 Ólafur Ingvarsson - Kristján Ólafsson 238 Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 237 Fimtud. 27. janúar. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 250 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyv. 250 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 249 Árangur A-V: BaldurÁsgeirss.-MagnúsHalldórss. 269 BergljótRafnar-SoffíaTheódórsd. 240 Fróði B. Pálss. - Þórarinn Árnas. 239 Fimmtudags- spilamennskan Fimmtudaginn 27. janúar mættu 21 pör til leiks. Spilaður var Mitchell með þremur spilum á milli para. Miðlungur var 216 og lokastaða varð þessi: NS ísak Öm Sigurðss. - Hallur Símonarson 250 Ámína Guðlaugsd. - Steinberg Ríkarðss.236 Bryndís Þorsteinsd. - Ómar Olgeirsson 222 AV Birkir Jónsson-GuðmundurBaldurss. 258 Pétur Steinþórss. - Úlfar Kristinnsson 237 Hermann Friðrikss. - Ingólfur Hlynsson230 Gunnlaugur og Asmundur unnu bæði í flestum bronsstigum skoruð- um og hæstu prósentuskor janúar- mánaðar, 46 stig og 61,80 %. Bæði bronsstigin og prósentu- skorin gefa gæsilega vinninga á Þrjá Frakka. Þar sem sú regla gildir að sami maður geti ekki unnið bæði verðlaunin drógu þeir spil til að ákveða hvor þeir fengju. Gunnlaugur og Ásmundur drógu sér prósentu- skorina, sem þýðir að Birkir Jóns- son, Pétur Steinþórsson og Úlfar Kristinsson er jafnir í bronsstigun- um og keppa um verðlaunin næsta fimmtudag. Nýr leikur byijar 3. febrúar. Gullsmárabrids Átján pör mættu til leiks í tví- menningi hjá Bridsdeild FEBK í Gullsmára mánudaginn 31. janúar sl. Efst voru: NS Stefán Ólafss. - Sigurjón Sigurjónss. 189 Gunnar Gíslas. - Sigurberg Sigurðss. 181 Karl Gunnarss. - Ernst Bachmann 175 Bjöm Bjamas. - Hafsteinn Ólafss. 175 AV Jón Andréss. - Guðm. Á Guðmundss. 217 Sigrún Sigurðard. - Guðm. Þorgrímss. 195 Kristján Guðm.ss. - Sigurður Jóhannss. 171 VELV4KANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þorramatur GETUR einhver frætt mig á hvernig sú hugmynd er tilkomin að síld sé þorra- matur? Hér áður fyrr borðuðu Islendingar mik- inn súrmat - enda ekki mörg geymsluúrræði fyrir mat á öldum áður, en síld flokkuðu þeir ekki undir- mat (sbr. „Síld og fiskur“) og borðuðu helst ekki sjálfir - seldu hana til ann- arra landa. Síld tilreidd á ýmsan hátt er ágætur matur en það hefur lengi þvælst fyr- ir mér hvernig hún komst í þá stöðu að vera hefð- bundinn þjóðlegur matur og hluti af þorramat. Ég man fyrst eftir síld í fisk- búðum svona um 1950 og þá bara heil flök, kryddsíld og saitsíld. Ég man ekki til að síld hafi almennt verið á borðum fólks, eins og til dæmis ýsan og annað sem var „daglegt brauð“ í þá daga. Og síld í allskyns sósum er mun yngra fyrir- bæri. Mér finnast ýms önnur matvæli, svo sem magáll, saltkjöt og bjúgu eins og þau voru „í gamla daga“ vera nær því að flokkast undir þorramat en síld í kryddlegi og sósu. Fyrir þá sem vilja fræð- ast um matarvenjur hér áður, til dæmis í því skyni að átta sig á hvaða mat ís- lendingar borðuðu hér áð- ur fyrr, vil ég benda á bókina íslensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur. Bókin kom út núna fyrir jólin og er hafsjór af fróð- leik um mat og matargerð hér áður fyrr. Þar gefur til dæmis að líta gamlan málshátt sem er: „Svengd gerir síld sæta“ (bls.174-5). Þótt mér finnist síld engan veginn flokkast undir þorramat vil ég samt lýsa ánægju minni yfir þvi mikla og góða úrvali af síld sem nú er fáanlegt í búð- um og eiga framleiðendur heiður skilið fyrir það. Ég hefði heldur ekkert á móti þvi að seldir væru til dæmis sérstakir „síldar- bakkar" sem tilbúin mál- tíð, svipað og þorrabakk- arnir, með mismunandi síldartegundum, rúg- brauði, góðu salati og öðru sem þykir tiiheyra síldar- máltíð - en bara ekki sem hluti af þorramat. Fersk síld er líka mjög góð í hakk með ýsu eða þorski - hlutföll svona um það bil 2-4 síldarflök á móti einu ýsuflaki. Gefur fiskibollun- um sérstaklega gott bragð. Matargat Tapad/fundid Er siðgæði að verða úrelt hugtak? í HVERT sinn er ég opna tímarit eða dagblað birtast mér myndir af nöktu eða lítt klæddu fólki. Margar þessarra mynda, tísku- og auglýsingamyndir, eru frá- bærlega vel teknar og list- rænar og eru til þess falln- ar að gleðja augað um leið og þær segja einhverja sögu. En í seinni tíð hefur þessi myndmiðill orðið grófur og klámfenginn. Þetta er einnig farið að teygja sig inn í sjónvarpið flestu heilbrigðu fólki til leiðinda og auglýsendum til skammar. En hér er ekki allt upp talið. Að und- anfómu hefur hið virðu- lega ríkisútvarp boðið upp á leikrit á besta tíma dags- ins sem er þvflík samsuða af sora, blótsyrðum og klámi - með því subbuleg- asta orðavali sem hægt er að taka sér í munn. Einnig hefur sjónvarpið sýnt á sunnudagskvöldum 3 leik- þætti undir samheitinu „Herbergi 106“. Hér er að- allega verið að draga upp á yfirborðið kynlífshegðun nútíma manna og kvenna. Einnig væri hægt að nefna nektarklúbba næturlífsins, en þann iðnað þekki ég að- eins úr fréttum - hef aldrei á slíkan stað komið. Ég las frétt í Morgunblaðinu 26. janúar sl. þess efnis að 7. hvert barn í Bretlandi væri ranglega feðrað, mæðurnar væru ekki með það á hreinu hverjir væru feður barna þeirra, eins þær sem eru í hjónabandi. Auglýsingar á „frjálsu kynlífi“ hljóta að hafa áhrif eins og annar áróður. I desember sá ég fyrirsögn á forsíðu eins okkar ís- lensku tímarita eitthvað á þessa leið; „Jóla-kynlífið“!! Nú er ekki lengur hægt að vera í friði með fæðing- arhátíð frelsarans fyrir þessum klámiðnaði sem rekinn er til að græða pen- inga. Mér dettur í hug um- ræðan, þegar fíkniefnin tóku að breiðast um heim- inn og ráðamenn á Islandi voru spurðir, hvort ástæða væri að óttast að eiturlyf bærust hingað til lands. Þá voru þeir kokhraustir með skoðanir sínar að ekki þyrfti neinar varúðarráð- stafanir að gera hér. Allir vita nú hvernig komið er í þeim efnum. I dag er því alltaf borið við að ekki megi svifta fólk frelsinu. Því miður eru margir sem ekld kunna að fara með frelsið og það hefur einnig sýnt sig í áfengisneyslu Is- lendinga. Nú er í gangi ár- óður fyrir því að fá áfengi inn í matvöruverslanirnar. Þegar SÁÁ leitaði til mín á síðasta fjáröflunardegi sín- um varð mér að orði; „Lát- ið þá aðila borga áfengis- meðferð sjúklinga ykkar sem græða á því að auglýsa og selja áfengi of- an í óvita.“ Marfa K. Einarsdöttir Rauðagerði 46 Reykjavík Til stjórnar SVR í TILEFNI auglýsinga í blöðum og sjónvarpi síð- astliðna helgi þar sem fólk var hvatt til að nota þjón- ustu SVR, sem reyndar var ekki fyrir hendi á mörgum leiðum, vil ég benda stjóm SVR á það, að það hefði verið nær að nota peningana sem fóru í auglýsingar í að hækka laun starfsmanna og halda uppi þeirri þjónustustarf- semi sem þetta fyrirtæki rekur. Lágmarksvirðing við neytendur hefði líka kannski verið að setja i þessar auglýsingar, númer þeirra vagna sem ekki gengju þessa helgi, svo fólk biði ekki tímum sam- an eftir vögnum sem aldrei komu. Hallfríður Bjarnadóttir. Svört síð kápa tekin í misgripum SVÖRT sið kápa með rúskinnsáferð var tekin í misgripum úr fatahenginu á Broadway laugardaginn 29. janúar sl. á árshátíð Eimskips. Sá sem fékk hana í misgripum er vinsa- mlegast beðinn að hafa samband við Jónínu í fat- henginu á Broadway í síma 533-1100. Fjórir lyklar fundust FJÓRIR lyklar í svörtu leðurhulstri fundust á horni Flókagötu og Bar- ónsstígs þriðjudaginn 1. febrúar sl. Upplýsingar í síma 552-1068. Kvenskór í taupoka týndust KVENSKÓR í taupoka týndust annaðhvort á Ás- vallagötu eða í Hafnar- stræti laugardaginn 29. janúar sl. Éinnandi vinsa- mlegast hringi í síma 552- 1601 eða skili þeim til lög- reglunnar. Svört mittistaska týndist SVÖRT mittistaska týnd- ist í Nýkaupi í Kringlunni laugardaginn 29. janúar sl. I töskunni var gsm sími, peningaveski og fleira. Finnandi hafi samband í síma 587-1893. Fundar- laun. Dýrahald Kettlingar fást gefins TVEIR kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 565-5935 og 565-1826 á kvöldin. Víkverji skrifar... Víkverji frétti fyrir skömmu af manni sem hafði ákveðið að fara í tveggja mánaða ferðalag til út- landa. Maðurinn fór þá leið við að fjármagna ferðina, að óska eftir hækkun á yfirdráttarheimild hjá við- skiptabanka sínum. Maðurinn var með 200 þúsund króna yfirdráttar- heimild og óskaði eftir því að heim- ildin yrði hækkuð upp í 400 þúsund. Það tók bankann 2-3 mínútur að af- greiða þessa beiðni og maðurinn fór glaður heim með lánsheimildina. Maðurinn á skandinavíska unn- ustu sem ætlar með honum í ferðina. Hún ákvað að ganga á fund útibú- stjórans í viðskiptabanka í heima- landi sínu og óska eftir yfirdráttar- heimild. Stjómendur bankans skoðuðu vandlega fjárhagsstöðu hennar og tekjur og tilkynntu henni síðan að ekki væri hægt að verða við beiðninni. Kærasti hennar heima á íslandi ákvað þá að ganga aftur á fund bankans síns og biðja um að yf- irdráttarheimildin yrði hækkuð upp í 600 þúsund. Eins og áður var honum tekið af ljúfmennsku í bankanum og samþykkt orðalaust að verða við beiðninni. Þessi frásögn er að mati Víkverja lýsandi fyrir muninn á bankakerfinu hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Hér getur hver sem er fengið þau lán sem hann vill, en erlendis er litið á tekjur, eignir og greiðslugetu áður en lán eru veitt. Svo eru menn undrandi á því að skuldir einstakl- inga á íslandi hafa hækkað um millj- arða á örfáum árum. xxx FYRIR stuttu var fjallað í útvarpi um hugsanlega frambjóðendur til embættis formanns Samfylking- arinnar. Einn þátttakandi í umræð- unum sagði að það væri þörf á að ný- ir menn yrðu valdir til forystu. Ekki þýddi að velja „gamla liðið eins og Óssur og Guðmund Árna“. Víkverji varð nokkuð undrandi á því að menn eins og Össur Skarphéðinsson, sem er 46 ára og hefur setið á Alþingi í 9 ár, og Guðmundur Árni Stefánsson, sem er 44 ára og hefur setið á Al- þingi í 8 ár, séu skilgreindir gamlir. Víkverji skilur ekki hvers vegna svo ungir menn eru álitnir of gamlir til að vera í stjórnmálum. Þessi skoðun hefur reyndar oft áður komið fram og svo virðist sem mjög margir telji æskilegast að forystumenn í stjóm- málum séu ungir og reynslulitlir. Þeir sem eru þessarar skoðunar hljóta að telja tímabært að Steing- rímur J. Sigfússon fari að draga sig í hlé. Hann er 44 ára og hefur setið á Alþingi í 17 ár. Víkveija finnst þetta vera furðuleg afstaða. Reynsla í stjórnmálum hlýtur að vera lykila- triði þegar kemur að því að velja menn til forystu. Hitt er svo annað mál að verk stjórnmálamanna eru umdeild og reynslan ein og sér dugar ekki ef forystuhæfileikarnir eru ekki fyrir hendi. Til að forða misskilningi vill Vík- verji taka fram að hann er ekki að lýsa yfir stuðningi við Össur og Guð- mund Árna. xxx * , AARUM áður þótti sjálfsagt mál að stjórnmálamenn sætu á Al- þingi i 20, 30 og jafnvel 40 ár. Nú er svo löng þingseta fátíð. Menn virðast þreytast fyrr í þessu starfi en áður var. í þessu sambandi dettur Víkverja í hug þegar eitt sinn var skipt um oddvita í sveitahreppi úti á landi. Gamli oddvitinn lét af störfum eftir 40 ára farsælt starf. Sá sem tók við var rétt tæplega þrítugur. Nágranni hans óskaði honum til hamingju með embættið og bætti við: „Þú ert nú svo ungur að þú hlýtur að endast í 50 ár.“ Þess má geta að eftir 12 ára starf taldi nýi oddvitinn tímabært að hætta og hleypa yngri og ferskari mönnum að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.