Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 72
l72 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
# *
r
HASKOLABIO
HASKOIABIO
www.haskolabio.is
■j -MÍÍBaiSn SSkt.JÉSXk WWrtjiil $W:U;1j1m SiitfataðÍM 'WfgtfjllM
NÝTTOG BETRAN
FYRIR
m PUNKTA
FERDU i BlÓ
SAfeA*
KVIKMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
HANDRIT EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU
„Besta fslenska kvikmyndin til þessa"
★★★★ ÓHT Rás2
★ ★★★ ★★★ 1/2
SV MBL Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5, 7, 9 oq 11.05.
mwwi
§! %
KI.9. B.U2. Kl. 5 og 7.
www.samfiim.is
Nú eru fjögur frækin
m ungmenni að æfa 37
leikrit mesta leikríta-
skálds sögunnar,
sjálfs Vilhjálms Sjeik-
spírs. Dóra Ósk
Halidórsdóttir heim-
sótti hópinn sem
hefur klifíð þverhnípta
^ bókaskápa við undir-
búninginn og aldrei
misst kjarkinn.
HAMLET, Rómeó, Ríkharður
III, Macbeth, Polonius, Júl-
ía, íafði Macbeth, Geirþrúð-
ur og fleiri heimsþekktar persónur
úr leikritum Williams Shakespeares
munu þeysast um sviðið í Iðnó í lok
mánaðarins þegar leikritið „Sjeik-
spír eins og hann leggur sig“ verður
frumsýnt hér á landi. Leikstjóri sýn-
ingarinnar er Benedikt Erlingsson
en með hlutverk þeirra fjölmörgu
persóna sem fram á sviðið stíga fara
,, þrír ungir leikarar, þau Friðrik Frið-
riksson, Halldóra Geirharðsdóttir og
Halldór Gylfason.
Pegar blaðamaður gengur inn í
Iðnó einn fagran vetrarmorgun
heyrist ys og þys úr salnum eins og
álfar hlaupi um sviðið á Jónsmess-
unni og Benedikt khfrar upp í Ijósa-
klefann, líkt og Rómeó að vitja sinn-
ar heittelskuðu Júlíu, en á sviðinu
horfir Halldór einbeittur fram í sal-
inn og í andlitinu meitlast áhyggjur
þungar, enda kominn í gervi Skota-
konungsins Macbeths. Friðrik geng-
ur fram og aftur um sviðið heltekinn
vafa Hamlets og Halldóra er náföl af
samúð með kynsystur sinni Ófelíu.
Þrátt fyrir mikinn eril gefa þau sér
tíma til að setjast niður og ræða um
'undanfara þess að ákveðið var að
takast á við Sjeikspír eins og hann
leggur sig. Eins og gefur að skilja
þurfa þau að færa sig nær nútíman-
um í kaffispjallinu, en stöku setning-
ar skjótast þó inn í samtalið í jam-
bískum fimmliðahætti. Leikstjórinn
Benedikt, klæddur lopapeysu að ís-
lenskum sið, horfir alvarlega í augu
blaðamanns, með heildarsafn skálds-
ins fyrir framan sig og segir að vissu-
lega séu þau ekki að ráðast á garðinn
þar sem hann sé lægstur. „En þetta
er þó engan veginn óraunhæft
- jnarkmið að setja upp 37 leikverk á
97 mínútum. Nú er það oft svo að
ekki eru allar mínútur jafn gefandi
og skemmtilegar í leikhúsi. Það sem
við gerum er að skera niður þagnir
og leiðinlega kafla sem geta svæft
fólk og leikum bara það sem er
skemmtilegt eða áhugavert. Hismið
er vinsað frá og kjami verkanna
■8 tendur eftir.“
Nú hafa mörg leikrita Sjeikspírs
ingum,“ segir Halldóra og stoltið
leynir sér ekki í svipnum.
„Eg renndi aldrei grun í að ég
fengi að kljást við allar þessar stóru
persónur á einu kvöldi,“ segir Hall-
dór og bætir við að áður en kallið
kom hafi hann jafnvel aldrei hugsað
lengra en að sætta sig við eitt Sjeik-
spír-hlutverk á ferlinum."
„Mig dreymdi um það strax í æsku
að verða þekktur Sjeikspír-leik-
stjóri," segir Benedikt. „Hugsjón
mín var að gera skáldið aðgengilegt
venjulegu fólki, en að það skyldi ræt-
ast með þessum myndarlega hætti
var fjarri mér, saklausu baminu."
„Eg fann það strax í æsku að ég
var svolítið öðruvísi en önnur böm,“
segir Friðrik. „Ég vildi frekar leika
fyrir bömin heldur en við þau og
stuðlar og höfuðstafir vom áberandi
í máli mínu.“
Væri aðalmaðurinn í Hollívúdd
„Sjeikspír er mjög firumstæður
höfundur sem vinnur úr samtíð sinni.
f verkum hans er hasar, blóð og kjöt,
enda átti hann í stöðugri samkeppni
við dansandi bimi á næsta homi,“
segir Benedikt. „í rannsóknarvinnu
okkar höfum við ftmdið mikinn og
sterkan samhljóm með samtímanum
og teljum að hann sé á margan hátt
einn af fyrstu nútímamönnunum.“
„Já, ef hann væri uppi í dag væri
hann náttúrulega að gera stóra hluti
í Hollívúdd," segir Halldór og hin
kinka kolli.
„Hann var kallaður „Grófa krák-
an“ af mörgum samtímamönnum
sínurn," segir Benedikt. „Sjáðu leik-
rit eins og Titus Andronicus. Þetta er
bara „splatter" og hasar og ekkert
annað.“ En vissulega er tilfinninga-
rófið sem spannað er í sýningunni
mun meira en lýsingin á Titusi gefur
til kynna. „Á einni kvöldstund þarf
ég að hlæja, gráta, þarf að drepa,
verða drepinn, þarf að elska, þarf að
nauðga, vera nau... Nei, bara við það
að segja þetta þyrmir svolítið yfir
mig, “ segir Halldór en bætir við:
„En ég ætla að klífa þetta fjall og
standa á toppnum." Við þessi orð
slær þögn á hópinn líkt og þau hafi
sameinast í hljóðri bæn.
„Það eina sem ég ber kvíðboga fyr-
ir er að brageyra nútímaáhorfandans
sé brugðið og að fegurð tungumáls-
ins, þar sem snilli Sjeikspírs liggur,
skili sér ekki fyllilega. Þessi unaðs-
lega tónlist tungumálsins, þetta æv-
intýri þegar eitt orð getur fyllt heilan
sal.“
Þið hafið nú fækkað orðunum...
„Já, tekið út allt sem ekki skiptir
máli,“ segir Halldóra hressilega. „En
samt höfum við ekki misboðið höf-
undinum á nokkum hátt,“ bætir
Benedikt við af festu. „Það er alls
ekki ætlunin að skrumskæla skáldið,
enda veit ég alveg um hvað ég er að
tala því ég er mesti sérfræðingur
þjóðarinnar í Sjeikspír. Það verður
því erfítt fyrir nokkum mann að
gagnrýna vinnu mína hér með leik-
hópinn á nokkum hátt, því enginn
heiur burði til þess.“
Ekki kafað í tjörnina
þar sem hún er grynnst
Leikstjórann Benedikt Erlingsson hafði aldrei grun- Morgunblaðið/Sverrir
að að draumur hans um að leikstýra öllum Sjeikspír- Halldór Gylfason, Friðrik Friðriksson og Halldóra
leikritunum myndi rætast. Geirharðsdóttir hafa fengið tækifæri lífs síns.
veríð sett upp hér á landi. Nýtið þið
ykkur reynslu forvera ykkar í sum-
um hlutverkanna?
„Já, ég leik til dæmis Hamlet,"
segir Friðrik „og hef vissulega litið
til þeirra íslensku leikara sem hafa
túlkað hann hérlendis, eins og Lár-
usar Pálssonar, Gunnars Eyjólfsson-
ar, Hilmis Snæs Guðnasonar, Þrast-
ar Leós Gunnarssonar og svo hef ég
einnig kynnt mér túlkun herra
Lawrences á Danaprinsinum."
„Sama má segja um mig,“ segir
Halldór. „Ég leik Ríkharð III, Róm-
eó og Polonius og hef aflað mér heim-
ilda víða. Flestir leikarar myndu nú
vera ánægðir með að fá eitt svona
stórhlutverk á ferlinum en ég er
núna að fá þau öll á einu bretti. Þetta
er náttúrulega tækifæri lífs míns og
má segja að þegar þessu verki er lok-
ið sé ég búinn að uppfylla allar mínar
vonir og væntingar sem leikari."
En hvað um Halldóru?
„Ég lít á þetta sem svo að núna sé
ég að rumpa Sjeikspír af og geti síð-
an snúið mér að öðru,“ segir Hall-
dóra. „Annars væri þetta draumur
sem myndi hanga yfir mér alla ævi
og ég yrði plöguð af innri óvissu um
hvenær ég fengi eiginlega að leika
lafði Macbeth, eða hvort ég væri orð-
in of gömul til að leika Júlíu.“
Tækifæri lífsins
Ennú skrífaði Vilhjálmur gaman-
leikrít, harmleiki og söguleg leikrít.
Þið hljótið að þurfa að spanna æði
stóran tilfínningaskala og leikstíl í
sýningunni.
„Þetta er náttúrulega ofur-
mennskt verkefni," segir Benedikt af
þunga „en hefur tekist með þraut-
seigju og gífurlegri vinnu...“
„... og ótrúlegri einbeitingu," bætir
Halldóra við. „Það er kjarni hvers
leikrits og kjarni hverrar persónu
sem við höfum leitast við að ná
fram,“ segir Halldór en þar með er
ekki öll sagan sögð.
„Við höfum náttúrulega lesið öll
verk Sjeikspírs, horft á allar bíó-
myndirnar, lesið ævisögur leikara
sem hafa tekist á við Sjeikspír," segir
Halldóra.
„Að ógleymdri samtíð Sjeikspírs,
sem við höfum kynnt okkur í þaula,“
segir leikstjórinn og bætir við að
helstu leikarar þjóðarinnar, þýðend-
ur Sjeikspírs sem aðrir kunnáttu-
menn hafi verið eins og gráir kettir á
æfingum hópsins og veitt þeim bæði
andlegan og móralskan stuðning.
Höfðuð þið einhvern grun um það,
jafnvel í bernsku, að ykkar myndi
bíðaþetta stóra verkefni?
„Eg vildi nú bara verða Halli og
Laddi þannig að ég er komin langt
fram úr öllum mínum stærstu vænt-
Undirbúningur Sjeikspírs eins og hann ieggur sig