Morgunblaðið - 03.02.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 63
r
AFMÆLI
SIGURBJORG
IN G V ARSDÓTTIR
Góð vinkona mín,
Sigurbjörg Ingvars-
dóttir, varð öllum að
óvörum níutíu ára hinn
19. janúar síðastliðinn.
Enginn myndi tengja
hana við þann aldur,
hvorki í sjón né sam-
ræðu. Það eru ekki
margir sem mér þykir
meira tO um en þessi
kona, sem er æðrulaus
á annan hátt en aðrir og
virðist vera í fullkom-
inni einingu við lífið.
Hún er fundvís á gleð-
ina í dagsins önn, en
sorginni tekur hún eins og veðri og
vindum. Tekst á við hana en heldur
svo áfram að lifa. Lífið er nefnilega til
að njóta þess, hvort sem það er við að
gróðursetja og hlúa að plöntum pg
trjám, drekka í sig náttúrufegurð Is-
lands, tukta til og uppfræða afkom-
endur sína og aðra, hlýða á tónlist,
skapa eitthvað með höndunum eða
bara gefa fólkinu sínu að borða. Ekk-
ert er hversdagslegt fyrir fólk sem
teygar í sig lífið. Þaðan af síður er
það upphafið í rósrauðan óraunsæis-
bjarma. Það er bara lífið sjálft, með
öllu sem því fylgir að vera mann-
eskja.
Það var á sjötta áratug nýliðinnar
aldar að húseigendur sem foreldrar
mínir leigðu hjá á Langholtsvegi 44 i
Reykjavík gerðu makaskipti við
bónda úr Þykkvabænum. Fjölskyld-
an sem kom úr sveitinni var öðruvísi
en annað fólk sem við höfðum kynnst.
Þetta voru hjón með sex fjallmyndar-
leg börn, flest á framhaldsskólaaldri,
og kött, sem bar nafnið Svai-tus. Við
systurnar, sem vorum að mestu aldar
upp við bókakost sem samanstóð af
fjórum hillum af ljóðabókum, íslend-
ingasögunum og fáeinum þýddum
skáldsögum, og áttum föður, sem
vitnaði seint og snemma í Einar Ben
og kollega hans, heyrðum nú hljóma
um húsið fegurra og gagnorðara
tungutak en við höfðum áður kynnst.
Enginn í fjölskyldunni úr Þykkva-
bænum var kallaður gælunafni, líkt
og þá tíðkaðist í mun ríkari mæli en
nú er. Ragnheiður, Þórunn, Vilborg,
Pálína, Gísli og Jóna Borg gengu
undir sínum skírnamöfnum og fram-
burðurinn var á þann veg að hver
einasti sérhljóði og samhljóði komst
til skila. Á þessu heimili heyrðust
hvorki blótsyrði, né lýsingarorð, eins
og ægilega og hryllilega, til árétting-
ar einhverju sem þótti öðru betra eða
merkilegra. Þaðan af síður afkára-
legur viðsnúningur eins og „ógeðs-
lega fallegt". Aftur á móti var sagt
með áherslu, að það hefði verið mikið
gaman eða að eitthvað hefði verið
mikið vel gert. Þetta fólk tjáði sig
skýrt og skilmerkilega. Enginn
tuldraði ofan í bringu sér. Fjöl-
skyldufaðirinn, Jón Óskar Guð-
mundsson, vörpulegur maður og
traustur, var að vísu fáorður, en hlýr.
Húsmóðirin, Sigurbjörg Ingvars-
dóttir, falleg kona með innanbirtu í
andlitinu, var hins vegar lífsmagn
heimilisins og hjarta hússins. Hún
bar mikla persónu, var stjómsöm og
tæpitungulaus ekki síst þegar henni
mislíkaði, en oftast var hún glaðvær
og málrómur hennar eilítið hlátur-
blandinn.
Valborg móðir mín og Sigurbjörg
urðu ágætar vinkonur og allur sam-
gangur í húsinu var greiður og
áreynslulaus. Sigrar og sorgir fjöl-
skyldunnar á neðri hæðinni urðu
nánast fjölskyldumál hjá okkur. Þeg-
ar dæturnar fóm hver
af annarri í Verslunar-
skólann, eignuðust-
kærasta og böm, fylgd-
umst við systurnar með
því af lifandi áhuga og
þegar Ragnheiður dúx-
aði á stúdentsprófi var
það sigur hússins.
Sigurbjörg var lærð í
kápu- og kjólasaumi og
klæðaburður þeirra
systra bar listfengi
móður þeirra vitni. Út
um hliðið á Langholt-
vegi 44 gengu ungar
konur í kápum eins og
þeim sem finna mátti á síðum tísk-
ublaða Parísarborgar. Sjálf gekk hún
á íslenskum búningi fram á miðjan
aldur, en tók þá ákvörðun um að
hætta því. Á síðari áram fór hún að
kynna sér lækningarmátt íslenskra
jurta, eyddi ómældum tíma og fyrir-
höfn í að safna jurtum hingað og
þangað um landið og átti smyrsl og
grasaseyði við flestum kvillum. Fyrst
í stað vora það vinir og vandamenn
sem nutu góðs af þessu, en fréttin
flaug og þeim fjölgaði stöðugt sem
bönkuðu upp á hjá grasakonunni á
Langholtsveginum. Ofáir hugsa til
hennar með þakklæti fyrir bata við
alls kyns kveisum og þrálátum kvill-
um.
Á unglingsáram mínum áttum við
oft löng samtöl um lífið og tilverana,
einkum eftir að móðir mín féll frá.
Sigurbjörg var sístarfandi og eftir
hádegi sat hún gjarnan við saumavél-
ina í herbergi við hliðina á eldhúsinu.
Á þeim tíma dags var fámennt heima
hjá henni og yngri systur mínar í
skólanum eða úti að leika sér. Ég fór
þá niður til hennar, settist á gólfið
með bakið við miðstöðvarofninn og
hún sagði mér frá æsku sinni og ár-
unum í Þykkvabænum af mikilli inn-
lifun, án þess að líta af saumavélinni,
nema til áhersluauka öðra hvora. Ég
var leidd inn í hvern bæ og og kynnt
fyrir ábúendum og sinnisfari þeirra,
sagt frá samstarfí, vináttu og þræt-
um manna í milli, búskap og ræktun
túna, uppfærslu á leikritum og leik-
búningagerð, skólagöngu barnanna í
plássinu, tónlistariðkun og öðra fé-
lagslífi. Og það var ekki í kot vísað
með frásagnartæknina! Mér fannst
ég orðið þekkja þarna hvern mann og
fjölskyldu hans í báðar ættir.
Hún sýndi mér þann trúnað að
ræða við mig af hispursleysi, bæði
um yndi sitt og angur. Við bar, að tár
rann niður vanga eitt andartak, þeg-
ar eitthvað gekk henni að hjarta, án
þess að svipurinn breyttist eða litið
væri upp úr saumaskapnum. í rödd-
inni var enginn grátur. Þetta var
bara æðralaus kona sem reyndi ekki
að fela það að hún var manneskja.
Þeir sem eigraðu inn í saumaher-
bergið vora gjarnan fengnir til að
lesa upphátt fyrir hana, jafnt þeir
sem rétt vora farnir að stauta og hin-
ir sem lengra vora komnir. Þannig
lásu systur mínar, Laila, Ásta og
Linda gjarnan úr þjóðsögum Jóns
Ámasonar þegar svo bar undir, og
væri ekkert knýjandi umræðuefni
hjá okkur Sigurbjörgu, sagði hún
kannski: „Ninna mín, viltu ekki lesa
fyrii- mig úr Jóni Trausta, til dæmis
Halla og Heiðarbýlið, bókin er héma
í skápnum fyrir aftan mig.“ Svo sat
ég og las, okkur báðum til ánægju.
Öðra hvoru lét áheyrandinn í ljósi álit
sitt á framvindu sögunnar, án þess að
það kæmi á nokkurn hátt niður á ein-
beitingunni við saumaskapinn.
„Skepnan!" var kannski sagt þegar
sögupersóna reyndist vera einhver
ódráttur.
Jón Óskar og Sigurbjörg búa enn á
Langholtsvegi 44. Afkomendur
bama þeirra munu vera sjötíu og
þrír. Þeir hafa hlaupið þarna um
stiga, stofur og ganga gegnum tíðina
og sumir verið heimilisfastir í lengri
eða skemmri tíma. Þegar maður
gengur inn um dyrnar á þessu heim-
ili, er eins og ekkert hafi breyst, alltaf
er verið að sýsla og spjalla við mann á
meðan. Fyrir um það bil tuttugu og
fimm áram var Sigurbjörg að spyrj-
ast fyrir um böm mín. Meðfram öðra
sagði ég henni að eitt bama minna
sætti sig illa við að eiga ekki ömmu.
„Það gengur ekki,“ sagði hún, „ég
skal vera amma hans“. Og það hefur
hún verið síðan. Einhverju sinnni
sagði hún við mig: Maður fyllist alltaf
svo notalegri sjálfsánægju þegar
fólki gengur vel, hvort sem maður
þekkir það eða ekki.“ Þetta skýrir að
nokkru hvað ánægjan tollir vel í vist-
inni hjá henni.
Þegar við systumar fluttum af
Langholtsveginum fyrir tæpum
fjöratíu áram, tókum við Sigur-
björgu á vissan hátt með okkur. Við
eigum henni mikla skuld að gjalda og
það eiga vinir hennar og afkomendur
líka. Ekki vegna þess sem hún hefur
gert, sem er þó ærið, heldur vegna
þess sem hún er. Enn í dag er hún
viðmið þeirra dyggða sem skipta
máli. Beri manndómsfólk á góma
milli okkar systranna, einhvern sem
er heilsteyptari og gagnorðari en
maður á að venjast, þá segjum við
hver við aðra: - Hann er næstum því
eins og Sigurbjörg - en bara næstum
því. Enginn er eins og Sigurbjörg.
Níi-æð er hún falleg sem fyrr, með
lifandi áhuga á mönnum og málefn-
um og skopskynið óskert. Enn geng-
ur maður ríkari af fundi hennar og af
hjarta þakklátur fyrir að hún skuli
vera til. Á þessum tímamótum er
hyllt sú forsjón sem kom því til leiðar
að tiltekin fjölskylda í Þykkvabænum
tók sig upp og flutti til Reykjavíkur á
sjötta áratugnum.
Fyrir hönd okkar systranna árna
ég Sigurbjörgu vinkonu minni heilla
og samgleðst henni með þá giftu sem
líf hennar hefur verið fólkinu sem
hún hefur átt samleið með.
Jónína Michaelsdóttir.
kvöld- ocj helgarsköli
..... Jt _ _ w
53TT\JI RISI iVI^(AJL^\í5 MM3 Ll
Aif utciiíic
Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Tími: 7. til 17. febrúar.
Innritun:
Sími: 5151700/1777 - Bréfsími: 5151717 ..
Netfang: xd@xd.is. jl x
Upphæð: 8000 kr. tX ■
DAGSKRÁ /W
Mánudagur 7. febrúar
kl. 19.00-19.10 Skólasetning: Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður
Sjálfstæöisflokksins.
kl. 19.10-20.30 Sjálfstæðisstefnan: Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra.
kl. 20.30-22.00 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðsráðgjafi.
Þriðjudagur 8. febrúar
kl. 19.00-20.30 Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar: Sigurður Líndal, prófessor HÍ.
kl. 20.30-22.00 Skipulag og starfsemi Sjálfstæðisflokksins: Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Miðvikudagur 9. febrúar
kl. 19.00-20.30 Efnahags- og ríkisfjármál: Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.
kl. 20.30-22.00 Atvinnu-og kjaramál: Gunnar Páll Pálsson, forstöðumaður V.R.
Fimmtudagur 10. febrúar
kl. 19.00-20.30 Upplýsingamál: Guðbjörg Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur.
kl. 20.30-22.00 Árangursríkur málflutningur: Gísli Blöndal, markaðsráðgjafi.
Laugardagur 12. febrúar
kl. 10.00-17.00 Árangursríkur málflutningur og sjónvarpsþjálfun: Gísli Blöndal,
markaðráðgjafi, og Björn G. Björnsson, kvikmyndagerðarmaður.
Mánudagur 14. febrúan
kl. 19.00-20.30 Menntamál: Björn Bjarnason, menntamálaráðherra.
kl. 20.30-22.00 Sjávarútvegsmál: Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
Þriðjudagur 15. febrúar
kl. 19.00-20.30 Ferða- og samgöngumál: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
kl. 20.30-22.00 Borgin okkar 2000: Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Miðvikudagur: 16. febrúar
kl. 19.00-20.30 Greina- og fréttaskrif: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri
þingflokks sjálfstæðismanna.
kl. 20.30-22.00 Ný kjördæmaskipan og tilhögun kosninga:
Hanna Birna Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins.
Fimmtudagur 17. febrúar
kl. 19.00-20.30 Utanríkismál: Tómas Ingi Olrich, alþingismaður
og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
kl. 20.00-22.00 Heimsókn í Alþingi
Starfshættir Alþingis og meðferð þingmála: Halldór Blöndal,
forseti Alþingis.
www.xd.is,
■ m
Y
SJÁLFSTADISFLOKKURINN
ÚTSÖLUNNI LÝKUR laugardaginn. 5 . febrúar.
Enn betri afsláttur síðustu daga útsölunnar.
PIPAR OG
KLagparstíg 44 - sírtri. 562 3614
SALT