Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 65 ÍDAG Arnað heilla 60 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudag- inn 4. febrúar, verður sex- tugur G. Tómas Guð- mundsson, húsasmíða- meistari, Hlíðarvegi 41, Kópavogi. Hann og kona hans, Sólbjört Aðalsteins- dóttir, taka á móti vinum og vandamönnum kl. 18- 21 í Lions-húsinu Lundi, Auðbrekku 23, Kópavogi. BRIDS Uinsjón (iuðmuiiilur Páll Arnarson BÚLGARIR unnu B-sveit Bandaríkjanna 16-14 í miklum baráttuleik í undankeppni HM. Mestu munaði um vafasama alslemmu á hættunni, sem búlgarska parið Nanev og Mihov sagði og vann gegn Zia og Rosenberg: Austur gefur; allir á hættu. Norður 4 ÁK3 V K5 ♦ ÁG10984 *Á6 Austur 4 76 V 1098642 ♦ 753 4 87 Suður 4 G85 VÁDG3 ♦ — * KG10542 Vestur Norður Austur Suður Ros.b. Mihov Zia Nanev — Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass 31auf Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 grönd Pass 7 lauf Allir pass Kerfi Búlgaranna er Presicion. Suður sýnir því lauflit og 11-15 HP þegar hann opnar á 2 laufum. Norður krefur með 2 tíglum og suður segir frá fjórlit í hjarta. Þrjú lauf norðurs er krafa í geim og suður lýsir yfir 6-4 skiptingu með þremur hjörtum. Síðan koma tvær fyrirstöðusagnir og svo spyr norður um lykiíspil með fjórum gröndum. Svar suðurs á fimm gröndum sýnir tvö lykilspil (hjartaás og laufkóng) og eyðu til hliðar. Þetta svar segir ekkert um um trompdrottninguna og því ákveður Mihov að skjóta á alslemmu upp á von og óvon. Rosenberg kom út með tígulkóng. Nanev trompaði heima, spilaði laufgosa og lét hann rúÚa! Þrettán slagir og 13 IMPar til Búlgara, þar eð Stansby og Martel spiluðu sex lauf á hinu borðinu. En hvernig stóð á því að Nanev fór þessa leið í trompinu? Samkvæmt líkindafræðinni er “rétt” að taka á ásinn fyrst og svína svo fyrir drottninguna í austur, enda dekkar sú íferð möguleikann á stakri drottningu. Nanev var ósköp einfaldiega að fylgja góðri reglu sem gildir um þessa stöðu: Oftast nær trompar vörnin út gegn alslemmu á þeirri forsendu að þar sé minnsta hættan á að gefa slag. Rosenberg kom ekki út með tromp, sem benti til að hann hefði eitthvað að verja í litnum. Vestur 4 D10942 V7 ♦ KD62 *D93 /\ ÁRA afmæli. í dag, 0 V/ fimmtudaginn 3. febrúar, verður fimmtug- ur Garðar Sigurvaldason, Drápuhlíð 47, Reykjavík. Garðar, ásamt eiginkonu sinni og börnum, tekur á móti ættingjum og vinum í Ými við Skógarhlíð (Tón- listarhúsi Karlakórs Reykjavíkur) í dag frá kl. 18. SKÁK Umsjón llelgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Einn efnilegasti skákmað- ur Svía er Emanuel Berg sem í Rilton Cup-mótinu stýrði hér svörtu mönnun- um gegn Alexander Matros frá Kasakstan. Svíinn ungi er mikill baráttumaður sem vílar það ekki fyrir sér að leggja mikið á stöðu sína. Hinsvegar skapar þetta oft veikingar í stöðuuppbygg- ingunni sem sterkir skák- menn láta ekki órefsað. 33.Hxd7! Hxa7 34.bxa7 Ba3 35.Bh3! Svartur gafst upp þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir hótunina 36. Bxe6. ff A ÁRA afmæli. Á O V/ morgun, föstudag- inn 4. febrúar, verður fimmtugur Árni Ómar Bentsson, Breiðvangi 54, Hafnarfirði. Hann og eig- inkona hans, Bryndís Hilmarsdóttir, taka á móti gestum í Frímúrarahúsinu að Ljósatröð 2, Hafnar- firði, kl. 18-20 á afmælis- daginn. Því miður er hún ekki heima. Hún fór í brúðkaupsferð í morgun. Úps, ég man allt í einu að ég gleymdi að skila bókum á bóka- safnið. COSPER Ef hún fylgir þessum megrunarkúr f viku, ætti hún að losna úr stólnum. UOÐABROT SÓLHEIMASANDUR Svo ríddu þá með mér á Sólheimasand. Sjávar þar aldrei þagnar kliður, en Jökulsá spinnur úr jakatoga band, og jökullinn í hafið gægist niður. Hann horfir á starf hinnar hraðstreymu ár og hettuna missir af skalla, en Jökulsá hana sinn lyppar í lár og loðið tætir reyfi hvítra mjalla. En þó er sú strönd heldur þegjandalig, þar heyrast ei kvikar raddir neinar, því náttúran talar þar ein við sjálfa sig, en sveina fæstir skilja, hvað hún meinar. Grímur Thomsen. STJÖR]VUSPA eftir Frances Drake VATNSBERI Aímælisbam dagsins: Þú leggur raunsætt mat á hlutina ogfærist ekki meira í fang en þú veizt að þú ræður við. Hrútur (21. mars -19. apríl) Það kostar sitt að komast áfram svo þú skalt hvergi hika, þótt þér finnist eitthvað ganga þér ó móti. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur allt þitt á hreinu og veist alveg, hvert þú stefnir í lífinu. Láttu aðra ekki draga úr þér kjarkinn; athugasemd- ir þeirra eru mest öfund. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Þér kann að þykja framkoma einhverra vinnufélaga skrýt- in. Leyfðu þeim bara að láta sem þeir vilja. Það gerir þér ekkert til og þeir taka sönsum aftur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Sókn er bezta vörnin. Gakktu óhræddur til móts við verk- efnin, því þú hefur allt til að bera til þess að leysa þau sómasamlega af hendi. Ljón (23. júh' - 22. ágúst) Þú átt að leggja þig alian fram til þess að koma áhugamálum þínum í höfn. Það gerir þetta enginn fyrir þig svo þú skalt bara hefjast handa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (fiSL Varastu sleggjudóma um menn og málefni. Gefðu öðr- um tækifæri og svo geturðu vegið og metið það sem þeir segja og tekið svo þína ákvörðun. (23. sept. - 22. október) Rödd 'ir fortíðinni kallar til þín. Reyndu að taka vel í hlut- ina, þótt erfitt sé og varastu að bera salt í sárin. Þinn hlut- ur er allt í lagi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú átt auðveldara með að koma þínum málum á fram- færi, ef þú temur þér glögga framsögn. Gefðu öðrum færi á að vega og meta það sem þú segir. Bogmaður m_^ (22. nóv. - 21. des.) dH Það er engin ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhver gylliboð séu í gangi. Athugaðu vel þinn gang áður en þú festir fé í ein- hveiju. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) Nú er tækifærið að ná athygli samverkamanna þinna. Vertu hreinn og beinn og gakktu fram af djörfung. Þá muntu óðar en varir uppskera eins og þú sáir. Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) w&tf Stundum er nauðsynlegt að halda aftur af sjálfum sér og láta einhver tækifæri líða hjá. Þær fórnir munu reynast þess virði, þegar þar að kem- ur. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það eru margar hendur á lofti þér til aðstoðar. Notfærðu þér þetta og svo kemur sá dagur síðar, að þú réttir ein- hverjum öðrum hjálparhönd. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína? Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifalið í myndatökunni 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sfmi 554 3020. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum, símtölum og ómetanlegri hjálp vegna 70 ára afmœlis míns. Guð blessi ykkur öll. Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum. VORNÁMSKEIÐIN AÐ HEFJAST! Stundartöflur og nánari upplýsingar fást hjá Völusteini. Innritun hafin. ® VÖLUSTEINN fyr/r fima fingur Mörkinni 1/108 Reykjavík / Sími 588 9505 Útsala 50% afsláttur JOHA STOMMER pLaajX*. €>£m/4A, SlMI 553 3366 G L Æ S I B Æ MARBERT kynning fimmtudag og föstudag kl. 13 til 18 í Snyrtihöllinni Garðatorgi SNYKnÞOUN ■ ': : . ■: ■ '• ■ kynningara fslóttur af PROFUTURA 2000 og nýju EFFECTIVA Ííkamslínunni. 1 Lukkupottur og spennandi tilboð. Konukvöld verður haldið fimmtudagskvöldið á veitingastaðnum Tia Maria á Garðatorgi. Stjörnuspá á Netinu víS> mbl.is /KLLTAf= GITTH\SA£> fSJÝTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.