Morgunblaðið - 03.02.2000, Side 53

Morgunblaðið - 03.02.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 53 MINNINGAR SNJOLAUG GUÐRÚN S TURL UDÓTTIR + Snjólaug Guðrún Sturludóttir fæddist í Reykjavík 12. janúar 1955. Hún lést á Landspítalan- um 21. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 28. janúar. , Hún Lóla er dáin. Ég trúi því varla. Þetta átti auðvitað ekki að koma á óvart, því hún var búin að heyja harða baráttu í flmm ár, eða frá því hún greindist með þennan ógurlega sjúkdóm sem engu eirir. Lengst af vildi maður bara ekki trúa öðru en að henni batnaði. Líf- ið hefur sannarlega ekki alltar far- ið mjúkum höndum um hana Lólu. Hún giftist ung bróður mínum Didda. Þá hófst vinátta okkar sem haldist hefur alla tíð síðan. Þau eignuðust strákinn sinn hann Eir- ík, og lífið virtist blasa við ungu hjónunum. En í einu vetfangi missir hún mann sinn í hörmulegu bílslysi og hún orðin ekkja, 26 ára gömul og Eiríkur föðurlaus fimm ára. Þetta voru erfiðir tímar, en Lóla hélt ótrauð áfram. Hún starf- aði áfram sem flugfreyja eins og hún hafði gert áður. En gæfan blasir aftur við þegar hún kynnist Helmut sínum nokkrum árum síð- ar. Þau flytja í Glaðheimana þar sem þau búa í mörg_ ár og þar eignast þau son sinn Óskar Jósef. En eftir því sem sjúkdómurinn ág- erist, þá er fyrirséð að skipta þarf um búsetu og flytja þau þá í Goð- heima, þar sem það auðveldaði Lólu að komast ferða sinna. Hún var þá farin að vinna sem ritari yf- irflugfreyju hjá Flugleiðum, þar sem hún vann á meðan þrek entist, þá oft fársjúk, en hún ætlaði aldrei að gefast upp. Ég veit að þetta starf mat hún mikils, að fá að vera í tengslum við flugið, sem henni þótti svo vænt um. Ég vil fyrir hönd hennar þakka yfir- og eftir- litsfreyjum, svo og öðru samstarfs- fólki einstaklega Ijúft samstarf. Þessi tími var henni afar dýrmæt- ur. Elsku Helmut, Eiríkur, Óskar, Sólveig, Sturla, systkini og fjöl- skylda Helmuts í Austurríki, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur, og bið algóðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Elsku Lóla mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið, en ég er þess fullviss að nú ert þú komin á betri stað og laus við allar þjáningar. Guð veri með þér. Þín vinkona, Guðrún. Snjólaug Sturludóttir, vinkona mín, er látin aðeins hálffimmtug að aldri. í strangasta skilningi vorum við kannski aldrei meira en kunn- ingjar, þótt við hefðum þekkst í meira en tuttugu ár, en nú þegar mér er ljóst að ég fæ aldrei aftur að spjalla við hana geri ég mér grein fyrir að hún var mikilvægur hluti af lífi mínu. Sumt fólk er ein- faldlega þannig og Lóla var þann- ig. Hún kunni að meta lífið og ef sanngirni væri til hefði hún fengið að njóta lífsins lengur - ekki bara sín vegna heldur vegna allra þeirra sem nutu þeirra forréttinda að þekkýa hana. Eg skrifa þessar fátæklegu línur fyrir hönd allra vina minna sem þekktu Lólu en munu ekki leyfa sér þá sjálfsvorkunn sem ég geri, að leita útrásar fyrir söknuð sinn með blaðaskrifum. Ég minnist þess með þeim hvernig hún kunni að gleðjast yfir góðri tónlist og góðum félagsskap og hversu skemmtilegt var að hlæja með henni. Ég man raunar varla eftir Lólu öðruvísi en hlæjandi að ein- hverju skringilegu eða gagntekinni af einhverju sem henni fannst skemmtilegt eða fallegt. Þannig mun ég minnast hennar og þannig veit ég að aðrir sem þekktu hana munu minnast hennar. í skarkal- anum öllum sem ríkti á þeim árum sem við umgengumst hvað mest virtist allt á hverfanda hveli, en Lóla var klassísk og ódauðleg. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum samúð mína því missir þeirra er sannarlega mikill. Jón Skaptason. HANNES V. ARASON ERLA LÁR USDÓTTIR + Erla Lárusdóttir fæddist í Reykja- vík 11. nóvember 1935. Hún lést 8. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kotstrand- arkirkju í Ölfusi 18. janúar. Ég sé fyrir mér unga glæsilega stúlku klædda nælonblússu yfir blúndukoti, eins og þá var í tísku, næ- lonsokka með saum- um sem urðu að vera teinréttir. Plíserað pils með teygjubelti um grannt mittið, bandaskór úr rússkinni, allt með stæl enda varð allt að vera fullkomið. Ég, litla systir, að passa frumburðinn, hana Margréti, fyrsta systrabarn mitt, þegar þú bjóst á Vatnsstígnum. Síðan æskuástin þín, hann Haf- steinn, og ég að passa fyrir ykkur og þið ekki fyrr komin út úr húsi en ég var komin í grammófóninn þinn að spila lögin ykkar með Earl Bostic þar til fónninn var orðinn heitur. Síðan liðu árin, fleiri börn, meira að hugsa um. Þegar maður heim- sótti þig var tekið á móti manni eins og maður væri að koma eftir langa dvöl í burtu. í þá daga voru híbýlin sem ungt fólk byrjaði búskapinn í ekki stór en þú gerðir höll og glæsilegt heimili hvar sem þú bjóst. Þú varst höfð- ingi heim að sækja, hlý og notaleg og hefðir eflaust viljað fá okkur oftar í heim- sókn. Ömmubörnum mínum fannst svo gaman að koma í heimsókn til þín og Sigga í Biskupstungurnar og fara í sund og fá svo hlýjar móttökur hjá ykkur og ekki skemmdi það að fá nýbakaðar pönnukökur. Þú kvaddir alltof fljótt og svo snöggt að ég trúi vart að þú sért farin. Kæra systir, ég bið Guð að geyma börnin þín, því að missa góða móður er eitthvað sem Guð einn getur hjálpað þeim yfir. Hvíl í friði, systir mín góð. Inger. + Hannes V. Ara- son fæddist á Ak- ureyri 30. maí 1927. Hann lést á heimili sfnu 23. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlína S. Flóventsdóttir, f. 20. júlí 1890, d. 4. febrúar 1986, og Ari Björnsson Fossdal, f. 30. október 1906, d. 23. ágúst 1965. Hálf- bræður hans sam- feðra eru Júlíus Ara- son Fossdal, f. 1. nóvember 1930; Sig- urður Arason Fossdal, f. 27. ágúst 1935, Jóhannes Arason Fossdal, f. 17. aprfl 1940. Hannes kvæntist Christel Emmu Walters 12. desember 1966. Hún fæddist í Þýskalandi 24. desember 1935, d. 11. ágúst 1994. Börn þeirra eru: 1) Albert Hörður, f. 25. júní 1960, maki Ágústa Stefánsdótt- ir, f. 4. desember 1958, synir þeirra eru Andri Hjörvar, f. 13. ágúst 1980 og Atli Jens, f. 20. apríl 1986. 2) Elfsabet Emma, f. 14. desem- ber 1966. 3) Kol- brún María, f. 4. ian- úar 1968,_ maki Árni Grétar Árnason, f. 1. nóvember 1967, dóttir þeirra er María Rún, f. 31. janúar 1996. 4) Kristrún Inga, f. 15. september 1971, maki Gylfi Gunnarsson, f. 27. september 1965. 5) Margrét Alma, f. 23. ágúst 1972, maki Kristján Ingi- mar Hallgrímsson, f. 1. júlí 1971, sonur þeirra er Bjarki Snær, f. 27.desember 1995. Útför Hannesar fór fram frá Akureyrarkirkju 2. febrúar. Hannes Arason, okkar góði fé- lagi, hefur nú lagt frá sér hljóðfærið í hinsta sinni, eftir að hafa leikið með Lúðrasveit Akureyrar um hálfrar aldar skeið. Lengst af lék hann á bassatúbu en síðustu árin lék hann á tenór- saxófón í sveitinni. En hann var einnig mjög liðtækur á harmonik- una. Hannes eignaðist harmoniku ungur að aldri og þótt hann ætti næsta auðvelt með að ná lagi á hin ýmsu hljóðfæri var harmonikan það hljóðfæri sem hann sinnti best um ævina og hann var einn þeirra sem stofnaði Harmonikuhljómsveit Eyjafjarðar og lék með meðan ævin entist. Hannes Vattnes Arason fæddist á Akureyri 30. maí 1927, hann ólst upp með móður sinni og bjó með henni allt þar til hann stofnaði eigið heimili, en af föður sínum hafði hann fremur lítið að segja í upp- vextinum. Eftir lögbundna skóla- göngu réðst Hannes til starfa í Skó- gerð J.S. Kvaran og vann þar um nokkurt skeið. Er mér minnisstætt er ég hitti Hannes, kunningja minn og skólabróður, á götu snemma sumars 1941. Sagði hann mér þá að hann hefði ætlað í gagnfræðaskól- ann að hausti en þá hefði sér boðist góð vinna í Skógerð Kvarans svo hann hefði hætt við að fara í skól- ann. Þótt eflaust hafi það verið hans val að taka fremur vinnuna en skól- ann hafa örugglega fleiri ástæður komið til. Á þessum tíma var nám í fram- haldskóla eftir barnapróf ekki sjálf- sagður hlutur þótt námsgáfur skorti ekki og fyrir son einstæðrar verka- konu var sú leið langt frá því að vera auðveld og greið. Seinna starfaði Hannes um skeið við leikfangagerð, en réðst svo til starfa á húsgagna- vinnustofunni Valbjörk og lærði þar húsgagnasmíði. Seinna keypti hann ásamt fleirum trésmiðjuna og am- boðaverkstæðið Iðju og starfaði þar til æviloka. Hannes kvæntist þýskri konu, Kristínu Emmu Waltersdótt- ur, mikilli öðlingskonu, hinn 12. des- emberl966. Hafði hann þá reist sér einbýlishús að Suðurbyggð 21 sem var heimili þeirra æ síðan. Eins og margir drengir gerðist Hannes skáti á yngri árum og tók þátt í félagsstarfi þeirra lengst af eftir því sem getan leyfði, síðast í St. Georgsgildinu og var jafnan aufúsu- gestur á fundum með harmonikuna sína. Stundum fékk hann einhverja fé- laga sína úr lúðrasveitinni með sér til að spila við setningu skátamóta. Hann var flestum öðrum ólatari við að þenja sitt „magaorgel", eins og hann nefndi harmonikuna, ekki síst á skemmtunum lúðrasveitarinnar eða harmonikufélagsins, fyrir ánægjuna eina saman. Það má með sanni segja að tónlistin hafi verið hans förunautur í gegnum lífið. Hann lék í danshljómsveitum um margra ára skeið, ýmist á Hótel KEA, Hótel Norðurlandi eða Al- þýðuhúsinu og einnig víða á dans- stöðum í nágrannabyggðum, jafn- vígur á saxófóninn, harmonikuna og kontrabassann. Eins og getið var hér í upphafi gekk Hannes til liðs við Lúðrasveit Akureyrar síðla árs 1948 og kaus að leika á bassatúbu, ekki fyrir það að bassinn væri hans óskahljóðfæri, heldur hafði lúðrasveitin ekki á að skipa neinum föstum bassaleikara um þær mundir og má segja að Hannes hafi bjargað þar málum og hann lék á bassann í nærri 40 ár eða þar til hann skipti yfir á saxófóninn sem var það hljóðfæri sem hann hafði mesta löngun til að leika á í lúðrasveitinni. Við gömlu félagarnir í Lúðrasveit Akureyrar kveðjum Hannes með þökk fyrir margar ánægjustundir á langri samleið og sendum börnum hans og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Lárus. GUNNAR HJÁLMARSSON + Gunnar Hjálm- arsson fæddist f Hafnarfírði 24. maí 1934. Hann lést á Iíknardeild Land- spítalans 24. janúar sfðastliðinn. For- eldrar hans voru Hjálmar Eyjólfsson frá Brúsastöðum í Hafnarfirði, f. 8. júní 1911, d. 1. janúar 1990, og Guðrún Jú- líana Einarsdóttir úr Fljótum, f. 15. júní 1914, d. 18. júlf 1934. Gunnar giftist Ingibjörgu Pálsdóttur (fædd Wiggert) frá Þýskalandi 15. október 1955 og bjuggu þau all- an sinn búskap f Hafnarfirði. Hún lif- ir mann sinn ásamt börnum þeirra, en þau eru: Guðrún, f. 1957, Hjálmar, f. 1958; og Erna, f. 1962, ásamt átta barnabörnum og einu barnabarna- barni. Gunnar vann lengst af sem vakt- maður hjá Olíufé- laginu Esso í Hafn- arfírði. Utfór Gunnars verður gerð frá Vfðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi og afi. Loksins er þjáningum þínum lokið. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran: „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst lík- ama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Guðrún, Eyjólfur, Arnar og Borgar. SIGRIÐUR SVEINSDÓTTIR + Sigríður Sveins- dóttir fæddist í Ásum í Skaftárt- ungu, Vestur-Skafta- fellssýslu, 26. júm' 1921. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans 25. janúar sfðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. janúar. Glaðværð og hlýja einkenndu Sigríði, móðursystur eiginkonu minnar, allt frá okkar fyrstu fundum fyrir 35 árum og til þess síðasta. Óvenjuleg kona um margt, lágvaxin, og fínleg, augun tindrandi og stutt í hlýtt brosið. Fór að leggja stund á jóga og heilsunudd löngu áður en slíkt varð að tísku- bólu um hinn vestræna heim, varð flestum fremri, lækningamátt- ur í höndum, enda komin af fyrstu lækn- islærðu mönnum þessa lands. Gefandi á sinn óvenjulega hátt; kæmu aðrir með blómvendi, þá gaf hún lambalæri; væri fjölskyldan að kaffærast í önnum átti Sigga frænka það til að birtast eins og búálfur með heimalagaða súpu eða steiktan fisk. Bros og umföðm- un sem meðlæti. Og vildi ekkert þiggja í staðinn. Alin upp næstyngst 15 systkina, þar af komust 11 á legg, að Ásum í Skaftártungum, síðar að Norður- Fossi í Mýrdal. Sveitastelpa, hvers heimsmynd varð stærri en margra, gegnum sjálfsnám og bóklestur. Tvö urðu bömin, sem alltaf voru þunga- miðja lífs hennar, þó að þau byggju á sitt hvoru meginlandinu, beggja vegna Atlantsála, náin tengdaböm- um sínum. Og ræktaði vinskap sem enginn annar við fjölskyldur systk- ina sinna, mikil amma bama og barnabarna í stórfjölskyldunni. Sigríður lést umkringd bömum sínum og ættingjum, sátt við sitt líf. Að banabeði komu ungir og aldnir til að þakka fyrir gjafír hennar, sem vom leiðbeiningar í átt til betra lífs, bót einhverra meina, umhyggja hennar fyrir öðmm og gott for- dæmi. Við Ingunn, Guðrún og Þorberg- ur þökkum samfylgdina. Högni Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.