Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kaupfélagsstjóri KEA um áskorun 50 mjólkurframleiðenda í Eyjafírði Spurt á röngum „KEA hefur átt í viðræðum við nefnd sem skipuð var af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og ég tel því að þessi fyr- irspum sé á röngum stað, hún eigi heima hjá Búnaðarsambandinu og að þetta sé mál framleiðenda,“ sagði Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KE A, aðspurður um áskorun íimmtíu mjólkurframleiðenda á svæði Mjólk- ursamlags KEA þess efnis að félagið láti af hendi nauðsynlegar upplýsing- ar svo óháður aðili geti framkvæmt verðmat á Mjólkursamlagi KEA og mjólkinni sem eign framleiðenda í viðskiptum við samlagið. „Ef menn vilja fá nánari skýringar er eðlilegast að þeir byrji á því að tala við sína fulltrúa. Ef það gerist ekki finnst mér þeir vera að lýsa van- trausti á þessa viðræðunefnd og ég sé enga ástæðu til þess,“ sagði Eiríkur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Eins og komið hefur fram eru framleiðendur almennt sammála um að stofna sameiginlegt hlutafélag um rekstur mjólkurstöðva á Akur- eyri og Húsavík en ýmsir eru á því að hlutur framleiðenda eigi að vera stærri en rúm 30%. Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hrís- hóli og formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segist gera sér grein fyrir því að ekki séu allir mjólkur- framleiðendur á samlagssvæði Mjólkursamlags KEA tilbúnir til þess að samþykkja fyrirliggjandi samningsdrög um eignaraðild fram- leiðenda í sameiginlegu hlutfélagi þeirra og KEA. Og hann óttast að ekki náist það 99% mark sem þarf til að eignarhlutur framleiðenda verði 34% í félaginu en vonast til að það verði mjög nálægt því. Til að svo geti orðið þarf að liggja fyrir bindandi viðskiptasamningur við framleiðendur í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslu um að leggja inn í samlag- ið að minnsta kosti 99% af þeirri mjólk sem framleidd er á svæðinu. Fyrir hvert prósentustig sem ekki næst samkomulag um minnkar eign- araðild bænda um 1%, þannig að ef lagðir verða fram bindandi viðskipta- samningar fyrir 95% mjólkurmagns- ins mun framleiðendasamvinnufélag- ið eignast 30% í hinu nýja félagi. Samið í dag? Sigurgeir sagði að á fundi viðræðu- nefndar framleiðenda og fulltrúa KE A í dag, fimmtudag, væri stefnt að því að ljúka vinnu við samninginn miðað við fyrirliggjandi samnings- drög. I framhaldinu þurfi svo að skoða hvemig staðið verði að kynn- ingu á samningum meðal framleið- enda. „Ég vonast til að okkur takist að sannfæra bændur og að sem víð- tækust sátt náist um þetta mál.“ Sigurgeir sagði að margir bændur hefðu ekki gert sér grein fyrir því hver hlutur þeirra ætti að vera, enda málið mjög flókið. Hann sagðist efast stórlega um að allir þeir sem skrifuðu undir áskorunina til KE A væru í sér- stökum óánægjuhópi en að þeir vildu gjaman fá þetta mat fram. Þeir hefðu heldur ekki vitað hvað í samkomulag- inu fólst þegar þeir skrifuðu undir áskorunina. Ásvaldur Þonnóðsson, bóndi á Stórutjörnum í Ljósavatnshreppi, hefur eins og Sigurgeir átt sæti í þeirri nefnd sem átt hefur í viðræðum við KE A um þetta mál og hann segist geta verið þokkalega sáttur við sam- komulagið en mjög mikilvægt sé að sem víðtækust sátt náist meðal mjólkurframleiðenda. Hann er þó ekki bjai-tsýnn á að 99% markið náist. Asvaldur sagði það tvennt sem menn væra tvístígandi yfir varðandi fyrir- liggjandi samningsdrög annars vegar varðandi eignarhlutinn og hversu hratt hann minnkar ef ekki næst nán- ast full samstaða meðal framleiðenda stað og hins vegar skuldastaða félagsins í upphafi. Samningsstaðan engin í dag „Það er alveg klárt mál að afurða- stöðin hefur verið byggð upp fyrir það verðmæti sem orðið hefur til við vinnslu mjólkurinnar. Og það er margbúið að sýna fram á að þessar mjólkurstöðvar hafa verið einhvers konar mjólkurkýr fyrir kaupfélögin og út úr þeim farið miklu meira af peningum en góðu hófu gegnir að okkar mati,“ sagði Ásvaldur. Samningsstaða mjólkurframleið- enda í Þingeyjarsýslu er mun lakari en Eyfirðinga, eftir hremmingar Kaupfélags Þingeyinga, að mati As- valds. „Við fóram af stað fyrir um ári, hópur bænda í Þingeyjarsýslu, eftir að KÞ og KEA slitu viðræðum um sameiningu og samstarf í rekstri og þrýstum á KÞ um að halda áfram að vinna að sameiningu mjólkurstöðv- anna og að eignarhlutur bænda yrði metinn í samlaginu. Við framleiðend- ur töldum okkur eiga samlagið á Húsavík að öllu leyti og létum vinna álitsgerð þar að lútandi. Það sýndist sitt hverjum varðandi það mál en ég held að staða okkar hafi verið mjög sterk þá en hún er engin í dag.“ Minning- artón- leikar um Þorgerði TÓNLEIKAR til styrktar minningarsjóði Þorgerðar Eiríksdóttur verða í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju á laugardag, 5. febrúar, kl. 16. Þorgerður lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til Lundúna í framhaldsnám er hún lést af slysförum í febr- úar árið 1972. Ári síðar stofn- uðu aðstandendur hennar, ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar, minningarsjóð til að styrkja efnilega nemendur Tónlistar- skólans á Akureyri til fram- haldsnáms. Árlegir minningartónleikar eru helsti vettvangurinn til að styrkja sjóðinn, auk þess sem hann hefur tekjur af sölu minningarkorta. Á tónleikun- um koma fram nemendur og kennarar við Tónlistarskól- ann á Akureyri, aðgangur er ókeypis en tekið er við frjáls- um framlögum í sjóðinn. Brotajárn á móttökusvæði Sorpeyðingar Eyjafjarðar Morgunblaðið/Kristján Heimir Bragason, blikksmiður hjá Blikk- og tækniþjónustunni, losar blikkafganga í einn brotajárnshauginn. Heimir segist aldrei hafa séð annað eins magn af brotajámi á svæðinu og nú. Geðverndarfélag Akureyrar 25 ára Mikil þörf fyrir athvarf s Otrúleg- ustu hlut- um hent GIFURLEGT magn af brotajámi hefur safnast upp á móttökusvæði Sorpeyðingar Eyjafjarðar ofan við Krossanesverksmiðjuna, enda orðið nokkuð langl síðan brotajámi var skipað út frá Akureyri. Fyrirtækið Hringrás hefur umsjón með svæð- inu og sér auk þess um að pressa jámið sem svo er flutt út til bræðslu. Sveitarfélögin á Eyjafjarðar- svæðinu hafa aðgang að svæðinu en Sigurður Jónsson vaktmaður sagði að þarna væri hreint ótrúlegustu hiutum hent. „Það em dæmi um að menn keyri bflana sína hingað og skilji þá eftir. Nýlega kom maður keyrandi hingað á bfl sínum, bakk- aði honum inn fyrir girðingu, tók undan honum dekkin og rafgeym- inn úr og skildi hann svo eftir. Það var ekki að heyra annað en vélin væri í fx'nu lagi en eitthvað vantaði upp á að allir gíramir virkuðu," sagði Sigurður. Móttökusvæðið er aðeins opið á miðvikudögum og laugardögum en nokkuð er um að fólk skilji brota- járn eftir utan girðingar þess á milli og þá sérstaklega bflflök. Sigurður sagði að mai’gir kæmu til að grúska í brotajámshaugunum í leit að ein- hvexju nýtilegu og að meðal grúsk- aranna væm bflflökin sem skilin hafa verið eftir utan girðingar ein- staklega vinsæl. GEÐVERNDARFÉLAG Akureyr- ar efnir til afmælisfagnaðar á morg- un, laugardaginn 5. febráar, og verð- ur hann í Deiglunni, Kaupvangs stræti og stendur frá kl. 14 til 16. Fé- lagið var 25 ára gamalt 5. desember síðastliðinn en tímamótunum er fagnað nú. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir flytur ávarp á samkomunni sem og nýráðinn fræðslufulltrái þess, ljóð verða lesin og söngvar sungnir auk þess sem léttar veitingar verða í boði. Vilja koma upp athvarfi Rauði þráðurinn í sögu félagsins hefur ætíð verið útgáfa á Geðfræðsl- unni, fræðsluriti um geðheilbiigðis- mál ásamt annari-i útgáfustarfsemi. Fyrir rámum áratug beitti félagið sér fyrir stofnun áfangaheimilis fyrir geðsjúka og festi kaupa á húsi á Ak- ureyri þar sem áfangaheimilið er enn rekið með góðum árangri. Félagið hefur nú tekið framkvæði að því að koma á félagsmiðstöð eða athvarfi fyrir geðfatlaða á Akureyri, hliðstæðri Vin í Reykjavík og Dvöl í Kópavogi. Akureyrardeild Rauða krossins er reiðubúinn að taka þátt í slíkum rekstri í samvinnu við Ákur- eyrarbæ og þá er Öryrkjabandalag Islands einnig reiðubúið til þátttöku í stofnun slíks athvarf. Samningavið- ræður standa nú yfir við Akureyrar- bæ um samvinnu vegna þessa verk- efnis. Að mati forsvarsmanna Geðvernd- arfélags Akureyrar er mikil þörf fyr- ir athvarf sem þetta í bænum og væntir félagið þess að unnt verði að opna það seinni hluta sumars eða á haustdögum. REYKJAVÍK-AKUREYRI-REYKJAVÍK Sex siujiu Bókaðu í síma 570 jojo 0 j 4(0 7000 Fax 570 3001 * websalescDairicelamUs ‘www.fluYfelaY.is ...fljúfðufrekar FLUGFELAG ISLANDS Opið hús í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 5. febrúar 2000 Kennsludeildir háskólans, bókasafn og samstarfsstofnanir kynna Hljómsveitin Land og synir leikur og syngur órafmagnað starfsemi sína í húsakynnum háskólans á Sólborg frá kl 11 -17. fyrir gesti á Sólborg kl. 13:00 og 14:00 ALLIR VELKOMNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.