Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 55 var eitthvað óviðjafnanlegt sem maður hafði aldrei kynnst áður og varð mér fyrirmynd til margra ára, enda fyrsti alvöru málmblásarinn sem ég heyrði í. Löngu seinna þegar ég var að ljúka mínu framhaldsnámi erlendis og frétti að staða væri að losna í Sin- fóníunni var auðvitað haft samband við Lárus sem gat gefið ýmsar gagn- legar upplýsingar. Eftir að ég hóf að leika með hljómsveitinni kynntist ég Lárusi fyrst að einhverju marki. Það var gott að spila með svo reyndum hljóðfæraleikara og ekki síðra að kynnast hans sterka persónuleika. Hann var oft hrókur alls fagnaðar, ávallt viðræðugóður og góður félagi. Síðustu mánuðina urðum við Lárus oft samferða í og úr vinnu og áttum þá jafnan mjög skemmtilegar sam- ræður, oft um aðra Norðfirðinga eða landsbyggðapólitík þar sem við vor- um skoðanabræður í stærstu málun- um. Lárusar er sárt saknað vestur í Háskólabíói, þar er skarð fyrir skildi. Dætrum Lárusar og öðrum aðst- andendum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður S. Þorbergsson. Árið 1975 réð Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit nýjan söngstjóra til að setja kraft í söngstarfið. Stjóm- andi þessi var Lárus Sveinsson, þá nýlega fluttur í Mosfellssveit. Þá var auglýst eftir söngmönnum í kórinn og jafnframt var söngmönnum í Kjós og Þingvallasveit boðið að vera með sem við þáðum nokkrir bændur. Það kom strax í Ijós að vel hafði til tekist með val á söngstjóra. Hann var vel menntaður, kraftmikill og stjórnsamur og einstaklega góður félagi. Á fyrstu árum okkar bænda í Stefni bauð Lárus okkur til veislu á sínu myndar- og menningarheimili, þar sem Sigríður Þorvaldsdóttir sá um veitingar ásamt manni sínum. Lárus var mikill náttúruunnandi og taldi hestaferðir bestu aðferðina til að komast í samband við náttúr- una. Okkur fannst hann hafa sér- stakan skilning á högum okkar bænda enda verið í sveit á sínum yngri árum. Það leið varla það sumar í þessi 25 ár sem liðin eru frá okkar fyrstu kynnum að hann kæmi ekki í sveit- ina og oftast ríðandi. Og var þá boð- inn og búinn til að taka til hendinni við hvaða verk sem var ef bændur voru uppteknir við heyskap eða ann- að. Svo að loknu dagsverki gætu menn náð í hesta sína og riðið með honum til næsta Stefnisfélaga. Best var ef náðist í menn í allar raddir, þá var tekið lagið og sungið raddað. Lárus hafði ágæta söngrödd og kunni að beita henni. Eins var farið í hestaferði upp í Borgarfjörð um fjöllin meðfram Skjaldbreið og Hlöðufelli að Laug- arvatni. Og smalaði hann í fyrstu leit flest þau haust sem hann kom því við, ýmist með Þingvellingum eða Kjósverjum. En nú er komið skarð í gangnaröðina fyrr en við áttum von á og röddin sem leiddi sönginn er hljóðnuð. Eftir standa hestarnir í haganum og bíða eftir húsbóndanum og næstu ferð, ferð sem aldrei verð- ur farin í okkar veraldlega heimi, því, - eins og segir í sálmi Valdimars Briem: Kallið erkomið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Við sendum Sigríði og dætrunum sem þú varst svo stoltur af okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samferðamenn úr Kjós og Þing- vallasveit: Kristján Finnsson, Bjarni Kristjánsson, Gísli Ellertsson, Svein- björn Jóhannesson, Sveinbjörn Einarsson, Guðbrandur Hannesson. Mig langar til að minnast Lárusar frænda míns sem lést eftir stutta sjúkralegu þriðjudaginn 18. janúar. Eg átti því láni að fagna að vera einn af fjölmörgum nemendum hans. Það voru margar ferðirnar sem voru farnar með trompettösk- una og haldið í tíma hjá Lárusi eða þá á úrvalsæfingu, en ég var ekki ein um þetta, við systkinin spiluðum öll á trompet, þannig að það er hægt að ímynda sér að það hafi oft verið ansi líflegt í húsinu. Lárus var frá Neskaupstað og voru margar skemmtilegar sögum- ar sagðar þaðan frá uppvaxtarárum þeirra systkina og alltaf tala þau um „heima“ í Neskaupstað. Sérstaklega er mér minnistæð saga, sem Lárus sagði okkur nú í desember, þegar fjölskyldan hittist, um það hvernig þeir bræður fengu tímann til að líða á sjálfan aðfangadag, þá var ekki verið að setjast niður og horfa á sjónvarp heldur eyddu þeir deginum í að moka stíginn, sem lá frá Borg- hóli, sem var æskuheimili þeirra, og niður að Sjávarborg til ömmu og afa. Ung að árum misstu þau systkinin föður sinn og ólust upp hjá móður sinni, Þórunni Lárusdóttur. Lárus var ungur sendur í sveit að Ásbran- dsstöðum í Vopnafirði og dvaldist hann þar í mörg sumur og hélt góð- um tengslum við sveitina. Lárus var mikill hestamaður og er mér minnisstætt þegar þeir félagar Lárus og Vopni eða þá Skrúður komu við í Lágholtinu til að fá sér smá hressingu en Vopni var hestur sem var í miklu uppáhaldi hjá Lárusi frænda en Skrúður var fyrsti hest- urinn sem hann eignaðist. Lárus og fjölskylda hans bjuggu í sömu götu og foreldrar mínir þannig að samgangurinn var mikill. Efst eru mér í huga öll gamlárskvöldin, þá komum við öll saman í Lágholti 21 og skemmtum okkur saman og alltaf á slaginu 12 lagði góður hópur blásara af stað og gekk um hverfið með lúðrana og „nú árið er liðið" var spilað fyrir framan öll hús í götunni. Einnig verð ég að minnast á Töntu Maríu en það var gömul kona sem Lárus dvaldi hjá þegar hann var við nám í Austurríki en milli þeirra myndaðist mjög góð vinátta. Hún kom einu sinni í heimsókn til Islands. Með okkur tókst mikill vin- skapur og á ég í bunkum kortin sem hún sendi mér í fjöldamörg ár. Þetta eru aðeins minningarglefs- ur en fyrir utan að vera góður frændi var Lárus mikill tónlistar- maður og helgaði líf sitt tónlistinni en hann var einnig góður faðir og afi og lætur eftir sig þrjár dætur og tvö barnaböm. Elsku Ingibjörg, Þórunn og Hjör- dís Elín, missir ykkar er mikill en þið standið sterkar saman og eigið góðar minningar sem þið varðveitið. Áma Björk. Ég á erfitt með að trúa því að ég sé sestur niður til að kveðja gamlan vin og kennara, Lárus Sveinsson. Auðvitað er næsta ómögulegt að gera það með þessum fátæklegu lín- um og erfitt er að sætta sig við að fá aldrei aftur tækifæri til að eiga góða stund með Lárusi. En svona er lífið og minningarnar verða gersemar þegar frá líður. Eg man ósköp vel eftir því þegar við þræðurnir byrjuðum að leika á trompet í Skólahljómsveit Mosfells- bæjar, sem Birgir bróðir Lárusar stjórnaði. Fljótlega fórum við svo að læra hjá Lárusi, sem við litum mikið upp til og fannst vitanlega enginn spila betur en hann. Árin vora ansi fljót að líða - þau voru tíu þegar upp var staðið sem ég lærði hjá Lárusi - og það er óhætt að segja að Lárus hafi kennt mér miklu meira en að blása í trompet. Hann kenndi mér umfram allt virðingu fyrir tónskáld- inu og verkinu og síðast en ekki síst mótaði hann tónlistarsmekk minn meira en mig líklega grunar. Þrátt fyrir að ég hefi lesið til stúdentprófs á Akureyri héldum við Lárus alltaf sambandinu og ég spilaði nánast alltaf fyrir hann þegar ég kom suð- ur. Eftir að ég flutti svo aftur til Reykjavíkur hittumst við vikulega heima hjá mér þar sem Lárus leið- beindi mér, en ég geri ráð fyrir að meirihlutinn af tímanum hafi farið í spjall yfir kaffibolla um lífið og til- veruna, þ.á m. tónlist. Það var ekki svo sjaldan að hugurinn reikaði aft- ur til Vínarborgar þegar Lárus var að ræða um tónlist. Og ég kann ófá- ar sögumar sem hann sagði mér af dvöl sinni þar, hvort sem þær sner- ust um svo ólíkt fólk sem aðra ís- lendinga eða Herbert von Karajan. Lárus hafði ákveðnar skoðanir á því sem hann hafði áhuga á - sem var vitanlega miklu meira en bara tónl- ist - og ég held að þeir nemendur hans sem sýndu náminu einhvem áhuga hafi allir orðið fyrir sterkum áhrifum frá Lárusi. Þessum tíma hefði ég ekki viljað missa af og áhrif hans hafa komið mér vel. Ættingjar og vinir Lárusar hafa ekki aðeins misst góðan dreng, held- ur hefur einnig myndast skarð í ís- lenskt tónlistarlíf, sem Lárus tók virkan þátt í að móta og halda gang- andi. Dætrum Lárusar, móður og bræðrum votta ég mína innilegustu samúð. Kveðja. Magnús. Hann er stiginn á bak og hefur riðið hratt á braut með þrjá til reið- ar. Þannig minnumst við félaga okk- ar Lárusar Sveinssonar í hesta- mannafélaginu Herði sem nú hefur sent okkur sitt síðasta kveðjuvink um leið og hann reið úr hlaði. Lárus var einn af frumbyggjun- um í hesthúsahverfinu á Varmár- bökkum þar sem hann hélt sín hross og stundaði útreiðar af kappi. Bæði vegna staðsetningar hesthússins og ekki síður fyrir líkamlegt atgervi og hlýlegt viðmót var Lárus maður sem tekið var eftir, svo ekki sé nú talað um þegar hann var kominn á bak, oftast með þrjá til reiðar. Hann átti alla tíð stóra og myndarlega klára sem gátu borið hann hratt og örugg- lega yfir og alltaf var hann með einn ungan fola sem þjónaði hinum mikil- væga vonarþætti hestamennskunn- ar. Ef þessir ungu hestar stóðust strangar gæðakröfur Lárusar voru þeir teknir í hópinn, annars varð að finna þeim nýja eigendur. Eitt af hlutverkum Lárusar í starfi hestamannafélagsins var um árabil að taka á móti Fáksmönnum í hinni árlegu Hlégarðsreið. Þá mætti Lárus einhesta úti við vaðið á Korpu en í stað taumhestanna var hljóð- færið með í förum og var vinum vor- um úr Reykjavík fagnað með fögr- um trompettónum frá fremsta trompetleikara landsins. Með Lárusi er genginn góður fé- lagi, húmorískur og skemmtilegur, maður sem setti svip á hverfið okkar á Varmárbökkum. Hann tók virkan þátt í starfi félagsins á árum áður með einum eða öðrum hætti og fegr- aði og bætti mannlífsflóru þess. Fyr- ir það er þakkað að leiðarlokum. Hestamannafélagið Hörður sendir aðstandendum Lárusar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd hestamannafélagsins Harðar í Kjósarsýslu, Valdimar Kristinsson. + Faðir okkar, LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON rithöfundur, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 1. febrúar. Véný Lúðvíksdóttir, Vésteinn Lúðvíksson, Arngeir Lúðvíksson. Ástkær eiginkona, móðir, dóttir og tengda- dóttir, ANNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, Einihlíð 12, Hafnarfirði, lést af slysförum þriðjudaginn 1. febrúar. Páll Kristjánsson, Kristján Pálsson, Pétur Valdimarsson, Fjóla Gunnarsdóttir, Ása Helgadóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST VIGFÚSSON fyrrverandi kennari, dvalarheimilinu Skjóli, lést þriðjudaginn 1. febrúar. Dóra Ágústsdóttir, Magnús Magnússon, Sveinn Ágústsson, Ursula Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir minn, sonur, fósturfaðir og bróðir, GILBERT MÁR SKARPHÉÐINSSON, Suðurgötu 15, Reykjavík, lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur að kvöldi laugardagsins 29. janúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Gigtarfélag íslands. Eygló Peta Gilbertsdóttir, Petrea Guðmundsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Daðey Þóra Ólafsdóttir, Guðný Jóna Ólafsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Alda Björk Skarphéðinsdóttir, Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Hugrún Peta Skarphéðinsdóttir, Skarphéðinn Eivar Skarphéðinsson, Hulda Berglind Skarphéðinsdóttir og fjölskyldur. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGA KR. BJARTMARS, Bókhlöðustíg 11, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamleg- ast bent á Stykkishólmskirkju eða St. Fransiskus- spítalann í Stykkishólmi. Svanlaugur Lárusson, Sara E. Svanlaugsdóttir, Jónas Jónsson, Gunnar Svanlaugsson, Lára Guðmundsdóttir, Lárus Þór Svanlaugsson, Helga Harðardóttir, Anna Kr. Svanlaugsdóttir, Ingvar G. Jónsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faði og afi, SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, Árskógum 6, Reykjavfk, sem lést á heimili sínu aðfaranótt laugardags- ins 22. janúar, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Guðrún Sveinsdóttir, Ólöf Sveinbjörg Sígurðardóttir, Hilmar Adólfsson, Sigurður Sigurðsson, Hjördís Rósantsdóttir, Sigríður Kristín Sigurðardóttir, Ólafur Valsson, Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.