Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 33 LISTIR Leiðsögn um bók- menntirnar Undirstraumar heitir nýjasta bók Dagnýjar Kristjánsdóttur bókmenntafræðings. Kristín Omarsdóttir líkir bókinni við rútuferð í gegnum bókmenntirnar. ÁÐUR hefur m.a. komið út doktors- ritgerð Dagnýjar, Kona verður til, sem fjallar um rithöfundinn Ragn- heiði Jónsdóttur. Er það jafnframt fyrsta doktorsritgerðin sem skrifuð er um íslenskar kvennabókmenntir en Dagný hefur átt stóran þátt í að finna íslenskum kvenhöfundum pláss í bókmenntasögunni sem gjöm hefur verið á að moka yfir verk kvenna. En rannsóknir og skrif Dagnýjar beinast ekki bara að bókmenntum eftir konur. Undirstraumar er safn ritgerða og fyrirlestra sem Dagný hefur skrifað og haldið á síðustu tíu árum og efni þeirra eru meðal annars íslenskar bókmenntir allt frá Jónasi Hallgrímssyni, Sigurði Breiðíjörð og Einari Benediktssyni, tuttugustu ald- ar höfundum eins og Halldóri Lax- ness, Guðrúnu frá Lundi, Svövu Ja- kobsdóttur og Ástu Sigurðardóttur, til bókmennta á líðandi stundu ís- lenskra og erlendra. Síðasti hluti verksins fjallar um bókmenntafræði. Bókin er eins og ferð (rútuferð) í gegnum bókmenntir frá nítjándu öld til dagsins í dag og komið við á mörg- um stöðum. „Þetta er skemmtileg samlíking," segir Dagný Kristjánsdóttir, sem dvelur í Bandaríkjunum um þessar mundfr. „Bókmenntafræðingurinn er þá væntanlega leiðsögumaðurinn og lesandinn bílstjórinn eða kannski far- þeginn og svo er hægt að lenda í árekstri við aðrar bókmenntasögu- rútur og...?“ Þú ferð ekki bara nýjar leiðir með lesandann heldur er kortið sem farið er eftir frekar nýtt. Dagný, hvers vegna safnaðir þú greinum þínum og fyrirlestrum saman í þessa bók? „Eg var alltaf öði'u hvora að kenna eldri gi’einarnar í bókinni sem eru dreifðar út um allt og ekki allar að- gengilegar. Það var því upplagt, fannst mér, að prenta þær og hafa saman á einum stað. I bókinni eru líka margar áður óprentaðar greinar og mig langaði til að ganga frá þeim og koma þeim út. Það er raunar ekki allt sem ég hef skrifað þama, sumu varð ég að sleppa vegna plássleysis þó að mig langaði til að hafa það með. Og svo var það enn eitt. Það var lengi til siðs að segja að kvenfrelsis- sinnaðir fræðimenn væm „einsýnir" eða „þröngsýnir", rannsökuðu „mjög þröngt svið“ og væru jafnvel „hug- myndafræðilegir!“ Þetta hefur verið sagt um mig t.d. í dómnefndarálitum. Eg hafði ekkert á móti því að bókin mín Undirstraumar sýndi það svart á hvítu að ég hef skrifað um bæði kynin, bókmenntir frá mörgum tímabilum og mörgum löndum, um bókmennta- sögu, bókmenntafræði og menningar- fræði. En það hafði ég sosum líka gert áður en ég fékk þessar umsagnir. Sömu fjölhæfni hafa aðrfr femínískir bókmenntaft’æðingar á Islandi líka sýnt en það hefur engu breytt. „Þú ert einsýn" þýðir nefnilega fyrst og fremst „en ég, sem er ósammála, er víðsýnn, fxjálslyndur og réttsýnn“. Réttlætið leitar sér alltaf að farvegi.“ Nú er búið að spuija þig um ástæð- urnar, þá er næst að spyrja um markmið þitt með bókinni. „Eg held að markmið með öllum bókmenntalestri og allri bókmennta- greiningu sé einhvers konar merking- arleit. Menn eru að reyna að velta við einhverjum steinum sem hafa verið óhreyfðir í textunum og reyna að af- hjúpa meridngu sem er í honum en hefur kannski ekki verið dregin fram áður. Þar með verður til nýr lestur og þar með tengist textinn kannski öðr- KVIKMYNDIR Háskólabíó — íslensk heínii Idamyndahátfð ÖRSÖGURÚR REYKJAVÍK Myndræn útfærsla: Bergur Bern- burg. Kvikmyndataka: Jóhann Sig- fússon. Framleiðendur: Ragna Sara Jónsdóttir, Sveinbjörg Þórhalls- dóttir, Margrét Sara Guðjónsdóttir, sem einnig eru höfundar dansa. Meðframleiðandi: Bergur Bernburg. ÖRSÖGUR úr Reykjavík er mynd eftfr Berg Bernburg sem sýnd er á íslenskri heimildamyndahátíð í Háskólabíói nú í upphafi dagskrár menningarborgar Reykjavíkur og saman- stendur af þremur dönsum eftir unga danshöfunda þær Rögnu Söru Jónsdóttur, Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjóns- dóttur. Kvikmyndaútfærslan á þeim er frískleg að því leyti að dansarnir eru teknir af leiksviðinu og settir í það sem kallað er „náttúrulegt" um- hverfi, ýmist utandyra, í yfirgefnu Þrír dansar verksmiðjuhúsnæði eða í dælustöð eins og í síðasta dansinum og segja hver sína örsögu úr höfuðstaðnum. Myndin hefst á dansi sem nefnist Hlaupið og er eftir Rögnu Söru Jónsdóttur og lýsir eins og nafnið gefur til kynna hlaupi, kapphlaupi þriggja persóna og hindrunum sem á vegi þeirra verða. Myndatakan er einföld en þjónar verkinu skemmti- lega. Myndavélin er keyrð meðfram Grandagarði, gömlu verbúðunum úti á Granda, en dansaramir „hlaupa“ út eftir þeim í líf- skapphlaupinu. I næsta dansi, Krossgöt- um eftir Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur, er sviðið yfirgefið dimmt, berangurslegt og nöturlegt verksmiðjuhúsnæði með fjórum stólpum á miðju gólfi en lýsing kem- ur að ofan og köld birta að utan úr gluggum og dyrum. Umhverfið og Dagný Kristjánsdóttir: Ég held að markmið með öllum bókmenntalestri og allri bókmenntagreiningu sé einhvers konar merkingarleit. um textum á nýjan hátt og þá er ef til vill orðinn til vísir að nýrri bók- menntasögu. Um þetta er fýrsti hluti Undirstrauma. í öðrum hlutanum eru dregnar línur og stokkaðar upp bók- menntir líðandi stundar og í þriðja hlutanum er aftur meira fjallað um bókmenntafræðin, aðferðir og pæl- ingar sem geta komið að gagni við bókmenntalestur. Allt þetta verður lesendum vonandi til fróðleiks og skemmtunar." Þar sem þú ert stödd í útlöndum er ekki annað hægt en grípa tækifærið og spyija: Er bókmenntalíf á íslandi einangrað og ólíkt því sem skrifað er og hugsað í útlöndum? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það sem höfundarnir eru að gera sé svipað því sem starfsfélagar þeirra erlendis eru að gera og það sama gild- ir um umræðuna. Annars hefur mér sýnst að það séu færri sem skrifa um mun minna úrval bóka á Norðurlönd- unum en heima. Hér í Bandaríkjun- um er enn minna skrifað um enn minna úrval en það sem er ólíkast er þó að hér virðast kvikmyndir hafa sömu stöðu og bækur hafa haft heima. Hér er skrifað og talað rosa- lega mikið um kvikmyndir og miklu meira vitnað í þær en bókmenntir, ekki minnst í háskólunum. Menn bera mikla virðingu fyrir kvikmynda- bransanum, enda vita flestir meira og minna um hann og hafa skoðanir á honum.“ Einmitt með bókina þína í höndun- um líður manni ekki ólíkt flugkonunni Katherine Hepburn á góðum degi í flugvélinni sinni í mynd Dorothy Arzners Christopher Strong. Dor- othy er líka ein af þessum kvenkyns lýsingin stemmir vel við dramatísk- an dansinn sem hefst á því að ein- manaleg kona situr á krossgötum. Þriðji og síðasti dansinn hefst á spaugilegri mynd af blámáluðum ilj- um, heitir Vatnsberar og er eftir Margrét Söru Guðjónsdóttur. Þrír vatnsberar eiga þessar iljar en blár litur vatnsins er mjög ríkjandi í myndgerðinni. Sögusviðið er neðan- jarðar þar sem voldugur klettavegg- ur er í bakgrunni ásamt vélasam- stæðu dælustöðvar en dansinn er skemmtilega sviðsettur í húsnæði Vatnsveitu Reykjavíkur við Gvend- arbrunna. Örsögum í Reykjavík er lýst sem tilraunaverkefni þar sem nútíma- dans og kvikmyndagerð ganga hönd í hönd og verður ekki annað séð en að takist að sameina þessar tvær list- greinar í eina samfellda heild oft með áhugaverðum hætti þar sem tónlist, hreyfingar dansaranna, lýsing, beit- ing myndavélarinnar, klipping og sérstakt umhverfi vinna hvert með öðru að listsköpun. Einnig er hátíð- arbragurinn sem oft fylgir nútíma- dansi víðsfjarri; gerð er tilraun til þess að gera hann alþýðlegri með því að setja hann í náttúrulegt umhverfi og tekst það ágætlega. Arnaldur Indriðason listamönnum, eins og Ragnheiður Jónsdóttfr og fleiri, sem sagan flýtir sér að reyna að gleyma. En heíúr ekki útgáfa fræðirita á Islandi vaxið á síð- ustu árum? „Jú, ég held að hún hafi gert það, bæði að magni og gæðum. Eg held að það stafi af þekkingarfræðilegu skriði (eins og launaskriði) sem orðið hefúr á hinum póstmódemísku tímum þar sem mörkin á milli fagurbókmennta og fræðitexta, huglægra og hlutlægra texta, skáldskapar og vísinda hafa verið gagnrýnd og hrist verulega til. Ég held að höfundar og listamenn yf- irleitt séu orðnir miklu fræðilegri en þeir voru og fræðimennimir kannski skemmtilegri. Það hlýtur að vera já- kvætt - er það ekki?“ Svarið liggur í loftinu. Og tímamis- munurinn á milli Kalifomíu og Reykjavíkur slítur þessu viðtali að sinni. Skrúfupressur ■stimpilpressur Allar stærðir og gerðir. Hagstætt verð. Eigum einnig loftþurrkara í mörgum stærðum og gerðum. Komið og skoðið í sýningarsal okkar í Akralind 1, Kópavogi. Aðstoðum við val á loftpressum og loftþurrkurum í samæmi við afkastaþörf fyrirtækja. PAÐ LIGGUR I LOFTINU AVSHAOTÆKI Hf, Akralind 1,200 Kópavogur, sími 564 3000. Á útsölunni... handunnin gjafavara frá Mexikó á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.